Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 18
Umræður um fjölmiðlamálin sl. fimmtudag á Alþingi hafa leitt í ljós ótrúlega stöðu stjórnarand- stöðunnar. Sérstaklega þing- manna Vinstri grænna. Það er ljóst mál að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar í þinginu er algjörlega í samræmi við málflutning Vinstri grænna og að hluta til Frjálslyndra. Samt sem áður rjúka þeir upp til handa og fóta og boða hörku andstöðu við málið. Því blasir við að málaflutningur þeirra styðst ekki við efnislega andstöðu. Það er eitthvað allt ann- að sem veldur afstöðu þeirra hér og nú. Þeir lögðu þetta sjálfir til. Það var stjórnarandstaðan sem keppt- ist við það að krefjast þess að fjöl- miðlalöggjöfin yrði numin úr gildi og hafist yrði handa við nýja laga- setningu. Þetta kom meðal annars fram í fréttum Bylgjunnar á mið- vikudaginn í síðustu viku. Þremur fjórum dögum áður en ríkis- stjórnin lagði það til. Vakti ég meðal annars athygli á þessu í ræðu minni á Alþingi miðvikudag- inn 7. júlí sl. Þar vitnaði ég í frétt Bylgjunnar þar sem sagði meðal annars: „Sá möguleiki er fyrir hendi að ríkisstjórnin afturkalli fjölmiðlalögin, og geri þannig þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Stjórnarandstaðan segir að ef svo fari, sé hún reiðubúin til sam- starfs um að semja nýtt frum- varp“. Og í frekari frásögn Bylgj- unnar af þessu máli er enn vikið að þeim möguleika að fella burtu löggjöfina og hefjast handa við nýja lagasmíð - sem myndi þar með gera þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Vitnar útvarpsstöðin í Ög- mund Jónasson, þingflokksfor- mann Vinstri grænna, með eftir- farandi hætti: „Ögmundur Jónas- son, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að stjórnarandstað- an myndi fagna því. Þetta yrði til þess að kveða niður illvígar deilur í þjóðfélaginu auk þess sem góðri niðurstöðu væri náð í málinu. Eina vitið sé því að draga lögin til baka og nema þau úr gildi. Þá þyrfti að setjast yfir málið frá grunni og semja nýja löggjöf. „ Þetta er nákvæmlega það sem verið er að gera. Lagt er fram frumvarp um afnám gildandi laga og um leið samin ný löggjöf. Slíkt mál er nú í höndum Alþingis. Það er Alþingi sem nú situr yfir mál- inu til þess að semja nýja löggjöf. Til upprifjunar má líka minna á grein Sigurðar Líndal, fyrrv. lagaprófessors, hér í þessu blaði, þann 2. júní sl. en hann hefur ver- ið mjög kallaður til vitnis í þessari miklu umræðu um fjölmiðlalög- gjöfina. Þar hvetur hann eindreg- ið til þess að lögin séu afnumin og færir fyrir því afar athyglisverð rök. Stóryrðin sem stjórnarand- stæðingar hafa nú um frumvarp ríkisstjórnarinnar eru því aug- ljóslega bein árás prófessorinn. Það vakti líka athygli í þinginu sl. fimmtudag, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kaus þögnina – aldrei þessu vant – þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Sigurð- ur Kári Kristjánsson og Ásta Möller, rifjuðu upp ummæli hans úr umræðum í Alþingi fyrr í vor. Það er ástæða til þess að endur- birta ummælin orðrétt og í heild, svo lesendur sjái skoðanir for- manns Vinstri grænna, a.m.k. eins og þær birtust okkur úr ræðustóli Alþingis þann 3. maí sl.: „Þarna er spurning um hvort setja mætti þak sem miðaðist við tiltölulega lága prósentu, hvort það væri ekki sanngjarnara og raunhæf- ara. Hið sama gildir um að fyrir- tæki eða fyrirtækjasamsteypa sem tengist starfsemi á sviði ljós- vakamiðla megi ekki eiga eina einustu krónu í útgefanda dag- blaðs. Er ástæða til þess að ganga svo langt, jafnvel með fullri virð- ingu fyrir því sem var alveg gilt sjónarmið að skoða, að halda dreifðri eignaraðild? Hvað með að nota þar ákvæði laga um fjár- málastofnanir, að þar séu mörkin dregin við virkan eignarhlut. Það mætti þess vegna nota sömu skil- greiningu og þar er, með leyfi for- seta, þ.e. að „með virkum eignar- hlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða atkvæðis- rétti eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi“ fyrirtæki. Með öðrum orðum, mætti ljós- vakafyrirtæki aldrei hafa veruleg áhrif á stjórnun hins fyrirtækis- ins, enda undir 10% þaki. Og síðar í ræðunni segir um gildistíma leyfa ljósvakamiðl- anna: „Að síðustu vil ég segja, herra forseti, um gildistökuá- kvæði frumvarpsins, að þau tel ég alls ekki ganga eins og þau eru úr garði gerð. Mér finnst lágmark að þegar útgefin útvarpsleyfi haldi gildi sínu og lagaskilin séu með þeim hætti að menn hafi hið minnsta tveggja til þriggja ára að- lögunartíma óháð þeim leyfum sem þeir hafa í höndunum en til viðbótar gildi öll þegar útgefin út- varpsleyfi þar til þau renna úr gildi og þarf að endurnýja þau, þá á grundvelli hinna nýju reglna“. Þetta er einkar athyglisvert vegna þess að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarflokkanna gefur markaðsráðandi fyrirtækjum færi á að eiga 10 prósent í ljós- vakamiðlum og einnig að gildis- taka laganna verði fyrst á haust- mánuðum 2007. Það er heldur rýmri tími en formaður VG lagði í raun til, er hann vakti athygli á að gildistími útvarpsleyfa Stöðvar 2 sé fram í ágúst 2007. Það er því alveg ljóst að sé frumvarpið borið saman við mál- flutning þessara tveggja forystu- manna Vinstri grænna þá er ómögulegt annað en að álykta að þeir séu því sammála. Andstaða þeirra við hið nýja stjórnarfrum- varp um fjölmiðla er því ekki af efnislegum ástæðum, heldur ein- hverjum öðrum óútskýrðum ann- arlegum orsökum, sem sætir mik- illi undrun. ■ 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR18 Ætla þeir nú gegn eigin hugmyndum, blessaðir? Hins vegar er óskiljanlegt að þegnar þessa lands séu látnir greiða fyrir Gísla Martein á laugardags- kvöldum eða Disneymyndir (eða alla hina þættina og myndirnar). Það kann að hafa verið rétt- lætanlegt á árum áður. JÓHANN M. HAUKSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN RÍKISÚTVARPIÐ ,, Trúarbragðahatur [O]ft er okkur hér á Vantrú borið á brýn að vera e.k. trúarbragðahatarar, að við séum ofstopamenn gagnvart því sem mönnum er heilagast. Ég vísa því að sjálfsögðu á bug. Það eru alltaf hugmyndakerfin sjálf sem liggja undir gagnrýni hér og auk þess mismununin sem oft fylgir. Hvergi er ráðist að fólki eða það úthrópað fyrir trúarskoðanir sínar. Ég man reyndar varla til þess að hafa orðið var við slíkt hátterni í öllum þessum rökræðum um trúmál sem ég hef átt. Ekki einu sinni hjá biskupi Íslands þegar hann segir trúleysi ógna mannlegu sam- félagi. Hann úthrópar okkur trúleys- ingjana ekki einu sinni sem siðleys- ingja þegar hann segir trúleysi kalla siðleysi yfir samfélagið. Birgir Baldursson á vantru.net Hvers vegna misþyrmingar? Fréttaflutningur af misþyrmingum bandarískra hermanna á föngum í Írak hefur vakið viðbjóð og reiði fólks, hvort sem er í Bandaríkjunum eða annars staðar. Fyrst bárust fréttir frá Abu Ghraib fangelsinu, síðan frá fleiri stöðum í Írak og nú nýlega hafa borist fregnir af svipuðum misþyrmingum frá fangelsinu á Bagram-flugvelli nálægt Kabúl ásamt fleiri fangelsum í Afganistan. Óhjákvæmilega veltir fólk nú fyrir sér hvar sökin liggi. Voru fanga- verðirnir að fylgja skipunum yfir- manna, voru þetta bara svona „vond- ar“ manneskjur sem völdust til þessara starfa eða höfðu aðstæðurnar þau áhrif, á annars venjulegt fólk, að það leiddist út í slík verk? Eða eitthvað allt annað? Snæbjörn Gunnsteinsson á deiglan.com Af vargöld háskólaprófessors Það voru mér mikil vonbrigði að lesa grein Þorvaldar Gylfa- sonar, prófessors við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu 1. júlí síðastliðinn. Þar rekur hann átök í Simbabve, áður Ródesíu; hvernig minnihluti hvítra manna hafi numið land í skjóli nýlendustefnu Breta fyrr á öld- um og blökkumenn síðar reynt að ná jarðnæði aftur til sín eftir dómstólaleiðum. Dómskerfið brást þeim hins vegar og átök brutust út. Hópar svartra víga- manna, í skjóli Roberts Muga- be, forseta landsins og gamals marxista, fóru um eignarlönd afkomenda hvítra og hröktu fjölskyldur af jörðum sínum með vopnavaldi og jafnvel morðum. Prófessorinn lætur reyndar hjá líða að nefna mann- drápin en þegar hann hefur lýst borgarstríðinu birtist ótrúleg samlíking við tilurð hins ís- lenska kvótakerfis og hálfgerð hótun um að útgerðarmanna á Íslandi bíði svipuð örlög og hvíta minnihlutans í Simbabve! Þorvaldur skrifar: „Útvegsmenn lögðu undir sig Íslandsmið eftir 1984 með leyfi Alþingis líkt og hvítingjar lögðu þriðjunginn af búendum Ródesíu undir sig á sinni tíð. Al- þingi hefur ekki hirt um að upp- ræta ranglætið, enda þótt veiði- gjald hafi loksins verið leitt í lög til málamynda 2002. Út- vegsmenn hafa margir notað tímann til að skjóta auði sínum undan í þeirri von, að það verði að nægum tíma liðnum talið vera of seint að leiðrétta rang- lætið. Þeir halda sennilega, að þeir séu hólpnir. Þeir ættu kannski að kynna sér ástandið í Simbabve“. Svo vill til að Ísland er rétt- arríki en Simbabve alls ekki. Hæstiréttur Íslands hefur fjall- að um hvernig staðið var að setningu laga um stjórn fisk- veiða árið 1984. Það gerði rétturinn í svokölluðu Vatn- eyrarmáli 6. apríl árið 2000. Í fyrsta lagi sagði Hæstirétt- ur að ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofveiði væru nauðsyn- legar: „Ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofveiði með aflatak- mörkunum eru nauðsynlegur þáttur í verndun og skynsam- legri nýtingu fiskistofna. Krefj- ast almannahagsmunir þess að frelsi manna til að stunda fisk- veiðar í atvinnuskyni séu settar skorður af þessum sökum. Stendur ákvæði 75. gr. stjórnar- skrárinnar ekki í vegi því að með lögum sé mælt fyrir um takmarkanir á leyfilegum heildarafla úr einstökum nytja- stofnum eftir því, sem nauðsyn ber til, sbr. einnig dóm Hæsta- réttar 3. desember 1998, bls. 4076 í dómasafni“. Í öðru lagi sagði Hæstiréttur að málefnalega hefði verið staðið að stofnun kvótakerfis- ins og í samræmi við reglur um jafnræði: „Þegar litið er til þeirra hagsmuna af atvinnu og fjár- festingum, sem bundnar hafa verið í sjávarútvegi, og til reynslu og þekkingar því sam- fara, verður að telja að það hafi verið samrýmanlegt jafnræðis- rökum að deila takmörkuðum heildarafla milli skipa, sem þá stunduðu viðkomandi veiðar, þótt löggjafinn hafi átt úr fleiri kostum að velja. Verður ekki fallist á að þau sjónarmið, sem réðu ákvörðun aflahlutdeilda í andstöðu við grunnreglu stjórn- arskrárinnar um jafnræði, sbr. einnig dóm Hæstaréttar 15. janúar 1998, bls. 137 í dóma- safni“. Hæstiréttur hafði í forsend- um dómsins rakið þróun úthlut- unarreglnanna allt frá árinu 1984. Taldi rétturinn málefna- lega staðið að hinni upphaflegu úthlutun og að sama gilti um síðari úthlutanir: „Að öllu þessu virtu er mat löggjafans reist á málefnalegum forsendum.“ Orð Hæstaréttar eru skýr. Kvótasetning fiskveiða árið 1984 var nauðsynleg vegna of- veiði, hún var málefnaleg og í raun kröfðust almannahags- munir takmarkana af þessu tagi. Það samrýmdist jafnræð- isrökum að deila takmörkuðum heildarafla til þeirra sem höfðu hagsmuni af atvinnu og fjár- festingu í sjávarútvegi og höfðu auk þess aflað sér reynslu og þekkingar á því sviði. Í þessu ljósi er dapurlegt að vel lesinn maður á borð Þorvald Gylfason skuli leyfa sér að vísa til vargaldar og blóðbaðs í Afríku til að boða uppgjör í ís- lensku samfélagi um mál sem æðsti dómstóll landsins hefur afgreitt á jafn skýran hátt og raun ber vitni um. Aukinheldur er það dæmalaust að læri- meistari í æðstu menntastofnun Íslendinga skuli láta slíkt og þvílíkt frá sér fara á prenti. Höfundur er framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Nýlega velti menntamála- ráðherra því fyrir sér hvort rétt væri að afnema afnotagjöldin og því hvernig skattheimta skyldi leysa þau af hólmi. Tvo kosti taldi hún: nefskatt eða skatta- hækkun. Að segja nefskatt geta tekið við af afnotagjöldum er undar- legt þar sem um nánast sama fyrirbæri er að ræða. Nefskatt- ur einkennist af því að allir skattgreiðendur punga út sömu upphæð, eins og reyndin er nú með afnotagjöldin (með þeirri undantekningu að nefskattar miða við einstaklinga, en afnota- gjöldin í raun við fjölskyldur). Þannig að þegar Þorgerður Katrín segir að nefskattur taki við af afnotagjöldum, þá er í raun ekki um breytingu að ræða. Eftir sem áður borga fá- tækir jafn mikið og ríkir. Í annan stað lýsa þessi orð því vel hvernig núverandi stjórn- völd láta sér á sama standa um kjör þeirra fátæku. Öll önnur form greiðslu fyrir RÚV en nef- skattur mundu lækka skattbyrði hluta þjóðarinnar, og á sama tíma hækka greiðslu hinna. „Skattahækkunin“ sem ráðherra talar um væri í raun hækkun fyrir þá vel stæðu; hinir borg- uðu minna. Nú finnst mörgum sann- gjarnt að fólk láti af hendi rakna til samfélagsins í samræmi við efni; að þeir ríkari greiði meira en fátækir. Þess vegna eru nef- skattar illa þokkaðir. Það á sjálf- sagt ekki við um ráðherrann. Önnur hlið á sama peningi snýr að því að ekki er hægt að finna gild rök fyrir því að fólk sé látið borga fyrir marga þá þjónustu sem RÚV veitir, s.s. Rás 2 eða skemmtiefni í sjón- varpinu. Það má halda því fram að nauðsynlegt sé að ríkið reki fréttastofu og tryggi að lands- menn geti séð fréttatengt efni, svo sem umræðuþætti um stjórn- og samfélagsmál. Hins vegar er óskiljanlegt að þegnar þessa lands séu látnir greiða fyrir Gísla Martein á laugar- dagskvöldum eða Disneymyndir (eða alla hina þættina og mynd- irnar). Það kann að hafa verið réttlætanlegt á árum áður þegar enginn annar veitti þessa þjón- ustu. En það að ríkið þurfi að skemmta fólki er ekki við hæfi nú þegar margir aðrir gera það sama, og jafnvel betur en það opinbera. Því er, varðandi Ríkisútvarp- ið, ekki nóg með að fólk sé látið greiða fyrir þjónustu sem ríkið á oft ekkert að sjá um, heldur eru skattarnir þess eðlis að þeir bitna harðast á þeim sem minnst hafa handanna á milli. Svei att- an. ■ Það er ljóst mál að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem nú er til meðferðar í þinginu, er algjörlega í samræmi við málflutning Vinstri grænna og að hluta til Frjálslyndra. Samt sem áður rjúka þeir upp til handa og fóta og boða hörku andstöðu við málið. EINAR K. GUÐFINNSSON ÞINGFLOKKSFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS UMRÆÐAN FJÖLMIÐLALÖGIN ,, Í þessu ljósi er dap- urlegt að vel lesinn maður á borð Þorvald Gylfason skuli leyfa sér að vísa til vargaldar og blóð- baðs í Afríku til að boða uppgjör í íslensku sam- félagi um mál sem æðsti dómstóll landsins hefur af- greitt á jafn skýran hátt og raun ber vitni um. SIGURGEIR B. KRISTGEIRSSON UMRÆÐAN KVÓTAKERFIÐ ,, Bölvuð afnotagjöldin, bölvaður nefskatturinn AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.