Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 1
● hitar upp fyrir 50 cent Gino Sydal: ▲ SÍÐA 30 „Ég er aðeins betri en hinir“ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR UMHVERFI OG NÁTTÚRA Sumar- sýning Listasafns Íslands Umhverfi og náttúra stendur nú yfir. Á sýningunni er verk sem sem vísa til náttúru landsins og umhverfis í víðum skilningi allt frá alda- mótunum 1900 og fram á 21. öldina. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART MEÐ KÖFLUM á landinu. Lítilsháttar skúrir einkum vestan til. Hiti 10–18 stig hlýjast austan- og suðaustan til. Sjá síðu 6. 12. júlí 2004 – 188. tölublað – 4. árgangur MIKIÐ BLÓÐ Í ÍBÚÐ BENDIR TIL ÁTAKA Mikið blóð var í íbúð mannsins sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að eiga þátt í hvarfi á fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður. Sjá síðu 2 FARSÆLT LANDSMÓT Afar farsælu landsmóti ungmennafélaganna var slitið í blíðskaparveðri á Sauðárkróki í gær. Fimmtán þúsund gestir sóttu mótið en að sögn lög- reglu var það friðsælla en ball í Miðgarði. Sjá síðu 8 RÓTTÆKAR BREYTINGAR Á VEGA- MÁLUM Breska samgönguráðuneytið skoð- ar nú af alvöru hugmyndir þess efnis að rukka ökumenn um 12 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra á vegum landsins. Sjá síðu 10 ÍBÚÐASPRENGING Á SELFOSSI Gífurleg aukning hefur verið í nýbyggingum íbúðarhúsnæðis á Selfossi. Landrými er af skornum skammti og brátt þarf að huga að nýjum lausnum. Sjá síðu 12 36%50% Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Valdimar Gunnar Sigurðsson ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Ljósir litir endast betur ● hús ● fasteignir Mannakorn: ▲ SÍÐA 20 Breiðskífa með nýjum lögum ● sú fyrsta í 10 ár Landsmót UMFÍ 2004: ▲ SÍÐA 24 UMSK vann stiga- keppni félaganna ● framkvæmdin tókst frábærlega SERBÍA, AP Yfir tíu þúsund íbúar Bosníu komu saman í gær þegar lík 338 fórnarlamba ógnar- atburðanna sem urðu í Srebren- ica 1995 voru loks lögð til hinstu hvílu. Líkin fundust nýlega í fjöldagröfum sem enn þann dag í dag finnast í landinu en áætlað er að alls átta þúsund múslimar, bæði karlar og drengir, hafi verið teknir af lífi af hermönn- um Serba. Var um að ræða verstu fjöldamorð í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni en daglega finnast nýjar grafir og er þess enn langt að bíða að tekist hafi að bera kennsl á alla þá sem í þeim eru. Þau 338 lík sem greftruð voru í gær eru meðal þeirra fyrstu sem borin hafa verið kennsl á hingað til og voru fórnarlömbin á aldrin- um 15 til 77 ára. Atburðirnir sem kenndir eru við Srebrenica standa lifendum ljóslifandi fyrir augum. Í júlí 1995 marséruðu hersveitir Bosníu-Serba fram hjá varð- sveitum Sameinuðu þjóðanna og höfðu á brott með sér alla þá karlmenn og drengi sem í náðist. Margir þeirra sem þátt tóku í voðaverkunum eru frjálsir menn og hafa fáir verið dregnir til ábyrgðar vegna hroða- verkanna fyrir níu árum. ■ FRAMSÓKN Framámenn í Fram- sóknarflokknum gagnrýna for- ystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Frétta- blaðsins sem sýnir að Framsókn- arflokkurinn hefur misst 60 pró- sent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þor- steinsson, oddviti framsóknar- manna í borgarstjórn Reykjavík- ur, segir að eina leiðin fyrir flokk- inn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. „Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kvik- syndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast uppúr,“ sagði Alfreð í sam- tali við Fréttablaðið. „Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjöl- miðlalögin verði ekki aðeins felld úr gildi heldur verði málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli.“ Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, tek- ur í sama streng og Alfreð. Ungir framsóknarmenn hafa samþykkt nýja ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bíða með lögfest- ingu nýrra fjölmiðlalaga. Formað- ur Sambands ungra framsóknar- manna segir augljóst að málið sé dragbítur á gengi Framsóknar- flokksins. Ráðherrar Framsóknar- flokksins sem Fréttablaðið ræddi við hvika þó hvergi í af- stöðu sinni. Aðspurður um ofan- greind sjónarmið samflokks- manna sinna, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráð- herra: „Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað.“ „Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæð- ismanna í því að taka af fólki lög- verndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðar- atkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng: „Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu.“ Sjá síðu 4 Vilja þingsályktunartillögu í stað nýrra fjölmiðlalaga Framámenn í Framsóknarflokknum vilja að flokkurinn falli frá fjölmiðlafrumvarpinu og gefi málinu lengri tíma. Hörmulegt að lenda í þessu kviksyndi, segir oddviti flokksins í borgarstjórn. Ráðherrar flokksins hvika hvergi í stuðningi við nýtt fjölmiðlafrumvarp. Skoðanakönnun: 68 prósent vilja að Davíð hætti alveg SKOÐANAKÖNNUN Rúmlega 68 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, eigi að hætta afskipt- um af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. sept- ember en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Rúmlega 70 prósent stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins í könnun- inni telur að Davíð ekki að ekki hætta í stjórnmálum 15. september en tæplega 30 prósent stuðningsmanna flokksins telja að hann eigi að hætta alfarið á því tímamarki. Prófessor í stjórnmálafræði segir það umhugsunarvert hversu margir af stuðningsmönnum flokksins vilji að formaður þeirra hætti afskiptum af stjórnmálum. Sjá síðu 6 TIL HINSTU HVÍLU Fleiri þúsund lík bíða þess að borin séu kennsl á þau áður en greftrun getur átt sér stað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Lítill hluti fórnarlambanna frá Srebrenica lagður til hinstu hvílu: Fórnarlömb fjöldamorðs syrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.