Fréttablaðið - 12.07.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 12.07.2004, Síða 1
● hitar upp fyrir 50 cent Gino Sydal: ▲ SÍÐA 30 „Ég er aðeins betri en hinir“ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR UMHVERFI OG NÁTTÚRA Sumar- sýning Listasafns Íslands Umhverfi og náttúra stendur nú yfir. Á sýningunni er verk sem sem vísa til náttúru landsins og umhverfis í víðum skilningi allt frá alda- mótunum 1900 og fram á 21. öldina. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART MEÐ KÖFLUM á landinu. Lítilsháttar skúrir einkum vestan til. Hiti 10–18 stig hlýjast austan- og suðaustan til. Sjá síðu 6. 12. júlí 2004 – 188. tölublað – 4. árgangur MIKIÐ BLÓÐ Í ÍBÚÐ BENDIR TIL ÁTAKA Mikið blóð var í íbúð mannsins sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að eiga þátt í hvarfi á fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður. Sjá síðu 2 FARSÆLT LANDSMÓT Afar farsælu landsmóti ungmennafélaganna var slitið í blíðskaparveðri á Sauðárkróki í gær. Fimmtán þúsund gestir sóttu mótið en að sögn lög- reglu var það friðsælla en ball í Miðgarði. Sjá síðu 8 RÓTTÆKAR BREYTINGAR Á VEGA- MÁLUM Breska samgönguráðuneytið skoð- ar nú af alvöru hugmyndir þess efnis að rukka ökumenn um 12 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra á vegum landsins. Sjá síðu 10 ÍBÚÐASPRENGING Á SELFOSSI Gífurleg aukning hefur verið í nýbyggingum íbúðarhúsnæðis á Selfossi. Landrými er af skornum skammti og brátt þarf að huga að nýjum lausnum. Sjá síðu 12 36%50% Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Valdimar Gunnar Sigurðsson ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Ljósir litir endast betur ● hús ● fasteignir Mannakorn: ▲ SÍÐA 20 Breiðskífa með nýjum lögum ● sú fyrsta í 10 ár Landsmót UMFÍ 2004: ▲ SÍÐA 24 UMSK vann stiga- keppni félaganna ● framkvæmdin tókst frábærlega SERBÍA, AP Yfir tíu þúsund íbúar Bosníu komu saman í gær þegar lík 338 fórnarlamba ógnar- atburðanna sem urðu í Srebren- ica 1995 voru loks lögð til hinstu hvílu. Líkin fundust nýlega í fjöldagröfum sem enn þann dag í dag finnast í landinu en áætlað er að alls átta þúsund múslimar, bæði karlar og drengir, hafi verið teknir af lífi af hermönn- um Serba. Var um að ræða verstu fjöldamorð í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni en daglega finnast nýjar grafir og er þess enn langt að bíða að tekist hafi að bera kennsl á alla þá sem í þeim eru. Þau 338 lík sem greftruð voru í gær eru meðal þeirra fyrstu sem borin hafa verið kennsl á hingað til og voru fórnarlömbin á aldrin- um 15 til 77 ára. Atburðirnir sem kenndir eru við Srebrenica standa lifendum ljóslifandi fyrir augum. Í júlí 1995 marséruðu hersveitir Bosníu-Serba fram hjá varð- sveitum Sameinuðu þjóðanna og höfðu á brott með sér alla þá karlmenn og drengi sem í náðist. Margir þeirra sem þátt tóku í voðaverkunum eru frjálsir menn og hafa fáir verið dregnir til ábyrgðar vegna hroða- verkanna fyrir níu árum. ■ FRAMSÓKN Framámenn í Fram- sóknarflokknum gagnrýna for- ystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Frétta- blaðsins sem sýnir að Framsókn- arflokkurinn hefur misst 60 pró- sent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þor- steinsson, oddviti framsóknar- manna í borgarstjórn Reykjavík- ur, segir að eina leiðin fyrir flokk- inn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. „Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kvik- syndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast uppúr,“ sagði Alfreð í sam- tali við Fréttablaðið. „Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjöl- miðlalögin verði ekki aðeins felld úr gildi heldur verði málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli.“ Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, tek- ur í sama streng og Alfreð. Ungir framsóknarmenn hafa samþykkt nýja ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bíða með lögfest- ingu nýrra fjölmiðlalaga. Formað- ur Sambands ungra framsóknar- manna segir augljóst að málið sé dragbítur á gengi Framsóknar- flokksins. Ráðherrar Framsóknar- flokksins sem Fréttablaðið ræddi við hvika þó hvergi í af- stöðu sinni. Aðspurður um ofan- greind sjónarmið samflokks- manna sinna, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráð- herra: „Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað.“ „Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæð- ismanna í því að taka af fólki lög- verndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðar- atkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng: „Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu.“ Sjá síðu 4 Vilja þingsályktunartillögu í stað nýrra fjölmiðlalaga Framámenn í Framsóknarflokknum vilja að flokkurinn falli frá fjölmiðlafrumvarpinu og gefi málinu lengri tíma. Hörmulegt að lenda í þessu kviksyndi, segir oddviti flokksins í borgarstjórn. Ráðherrar flokksins hvika hvergi í stuðningi við nýtt fjölmiðlafrumvarp. Skoðanakönnun: 68 prósent vilja að Davíð hætti alveg SKOÐANAKÖNNUN Rúmlega 68 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, eigi að hætta afskipt- um af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. sept- ember en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Rúmlega 70 prósent stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins í könnun- inni telur að Davíð ekki að ekki hætta í stjórnmálum 15. september en tæplega 30 prósent stuðningsmanna flokksins telja að hann eigi að hætta alfarið á því tímamarki. Prófessor í stjórnmálafræði segir það umhugsunarvert hversu margir af stuðningsmönnum flokksins vilji að formaður þeirra hætti afskiptum af stjórnmálum. Sjá síðu 6 TIL HINSTU HVÍLU Fleiri þúsund lík bíða þess að borin séu kennsl á þau áður en greftrun getur átt sér stað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Lítill hluti fórnarlambanna frá Srebrenica lagður til hinstu hvílu: Fórnarlömb fjöldamorðs syrgð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.