Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 48
Vísa sjaldan of oft kveðin Aðeins tveim dögum eftir að Mik- hail Gorbatsjov var endurkjörinn sem formaður sovéska Kommún- istaflokksins, tilkynnti Boris Yeltsin, forseti Rússlands, að hann hefði sagt sig úr flokknum. Úrsögn Yeltsins var mikið áfalla fyrir Gorbatsjov sem stóð í strön- gu við að halda Sovétríkjunum saman. Í júlí 1990 héldu leiðtogar Kommúnistaflokksins þing þar sem framtíð Sovétríkjanna var rædd. Harðlínumenn flokksins gagnrýndu mjög stefnu Gorbat- sjovs, sem komst til valda í Sovét- ríkjunum árið 1985. Þeir töldu að stjórnmálalegar- og efnahagsleg- ar endurbætur hans væru að grafa undan stjórn flokksins. Gor- batsjov svaraði fyrir sig í ræðu þar sem hann varði ákvarðanir sínar og ásakaði gagnrýnendur um að vera afturhaldsseggir frá myrkri fortíð Sovétríkjanna. Hon- um var launað með meirihluta at- kvæða í endurkjöri til leiðtoga Kommúnistaflokksins. Aðeins tveim dögum síðar þeg- ar Yeltsin sagði sig úr flokknum var ljóst að sigur Gorbatsjovs þýddi ekki að pólitísk átök innan flokksins væru liðin undir lok. Yeltsin hafði um langt skeið gagn- rýnt stefnu Gorbatsjovs fyrir að fara sér of hægt í að innleiða lýð- ræði. Úrsögn hans úr flokknum var strax túlkuð sem krafa um fjölflokka lýðræðiskerfi. Á næsta eina og hálfa ári minnkuðu völd Gorbatsjovs á meðan stjarna Yeltsins reis hátt. Í desember 1991, sagði Gorbatsjov af sér sem forseti Sovétríkjanna og ríkin liðuðust í sundur. Yeltsin hins vegar hélt sínum völdum áfram sem forseti Rússlands. ■ ■ ÞETTA GERÐIST BORIS YELTSIN Úrsögn Yeltsins úr Kommúnistaflokknum var talið mikið áfall fyrir Gorbatsjov, sem einungis tveim dögum áður hafði hlotið yfirburða kosningu sem formaður flokksins. Krefst fleiri flokka Flestir leikarar og aðstandendur Hársins, sem Baltasar Kormákur setti á svið í Loftkastalanum fyrir tíu árum, komu saman og gerðu sér glaðan dag á föstudaginn skömmu áður en uppsetning Rún- ars Freys Gíslasonar á sama söng- leik var frumsýnd í Austurbæ. Þetta var víst í fyrsta skipti síðan sýningum á Hárinu lauk að þessi hópur kom allur saman en Margrét Vilhjálmsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Margrét Eir slógu eftirminnilega í gegn í söng- leiknum fyrir tíu árum. Þá var Hilmir Snær Guðnason í burðar- hlutverki en Þorvaldur Davíð Kristjánsson er nú kominn í hans stað. Hilmir er þó ekki fjarri góðu gamni þar sem hann leikur nú svertingjann Hud sem Ingvar lék fyrir tíu árum. Rúnar Freyr, leikstjóri nýju uppfærslunnar, kom einnig við sögu þegar Baltasar var við stjórnvölinn þannig að hann og Hilmir Snær gátu fagnað fyrir frumsýningu með gömlu félögun- um og með nýja genginu að lokinni frumsýningu. ■ Í hár saman á ný SAMAN Á NÝ Leikararnir sem tóku þátt í funheitri uppsetningu Baltasars Kormáks á söngleiknum í Loftkastalanum fyrir 10 árum komu saman á föstudaginn en þann dag var ný uppfærsla á verkinu frumsýnd. 20 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR ■ ANDLÁT BILL COSBY Leikarinn, sem allir þekktu úr the Cosby Show og er nú öðru hverju að skamma þeldökka samlanda sína, er 67 ára. 12. JÚLÍ Árni Samúelsson bíómógúll er 62 ára. Borghildur Sólveig Ólafsdóttir, Hjalla- lundi 3a, Akureyri, lést miðvikudaginn 7. júlí. Sigríður Stefanía Guðmundsdóttir frá Þrasastöðum í Fljótum, lést miðvikudag- inn 30. júní. Útför hefur farið fram í kyrr- þey. Þegar blaðamaður náði í skottið á Pálma Gunnarssyni tónlistar- manni var hann staddur í róleg- heitum austur í Kelduhverfi. Hann nýtur lífsins greinilega til fullnustu og þeirra verðlauna sem fylgir dugnaðinum. Hann og félagi hans Magnús Eiríks- son, sem saman skipa hljóm- sveitina Mannakorn, gáfu ný- verið út sína fyrstu plötu með nýju efni í tíu ár. Á þeirri löngu þögn gáfu þeir þó út safnplötu og tónleikaplötu. „Ég er staddur hérna austur í Kelduhverfi í tuttugu stiga hita, alveg að bráðna niður í jörðina,“ segir Pálmi alsæll. „Hér er ég með skemmtilegum hóp af Skot- um og við erum að veiða hérna í litlu ánni.“ Pálmi segir það hafa verið skemmtilega reynslu að gera nýju plötuna, Betra en best, sem skilaði sér í búðir í vikunni. Galdurinn er enn til staðar á milli vinanna Pálma og Magnús- ar. „Það hefur alltaf neistað á milli okkar og það er eitthvað sem slokknar aldrei,“ fullyrðir hann. „Við erum góðir félagar og höfum spilað saman svo óvenju lengi að það er nú ekki verið að finna upp hjólið. Við þurfum ekki einu sinni að setja okkur í neinar stellingar. Ef augnablikið er rétt er ákveðið að gera þessa hluti, og þeir þá gerðir. Þetta er ekkert flóknara en það.“ Mannakorn er nú fullskipuð sveit en ásamt þeim Pálma og Magnúsi spila þeir Þórir Úlfars- son hljómborðsleikari og Sigfús Óttarsson trommuleikari með. Bæði á plötunni sem og á tón- leikum. Ellen Kristjánsdóttir syngur svo eitt lag og Magnúsi Einarssyni bregður fyrir á mandólín. Á dagskránni er að spila töluvert út á landi fram að verslunarmannahelgi en svo meira á höfuðborgarsvæðinu eftir miðjan ágúst. Á nýju plötunni er mikill kærleikur. Öll lög og textar eru eftir Magnús en sem fyrr er mannskepnan og hegðun hennar gert að yrkisefni. Þó er örlítið farið út í andleg málefni. til dæmis í laginu Satan er til. Harður titill með lærdómsríkan texta. „Þetta er flott plata með góðan boðskap,“ segir Pálmi. „Lagið tengist nú ekki beint trú- arlegum málefnum. Þegar ég heyrði textann fyrst, brosti ég út í annað. Það er svo sjaldan sem maður heyrir menn syngja svona opinskátt um þetta. Ég myndi frekar segja að platan sé á tilfinningalegum nótum en eitthvað annað. Fjallar um manninn, tilfinningar, gleði og sorg. Þetta er vísa sem er sjaldan of oft kveðin.“ ■ TÓNLIST MANNAKORN ■ gáfu út á dögunum sína fyrstu breiðskífu með nýju efni í 10 ár. ENDURFUNDIR HÁRIÐ ■ Söngleikurinn sló í gegn í Loftkastal- anum fyrir 10 árum. Flestir þeir sem stigu á stokk þá hittust á föstudag í tilefni af því að nú freista menn þess að endur- taka leikinn, að þessu sinni í Austurbæ. 12. JÚLÍ 1990 BORIS YELTSIN ■ segir sig úr Kommúnistaflokknum. MANNAKORN Pálmi segir að enn neisti á milli sín og Magnúsar Eiríkssonar. Hann er líka mjög ánægður með nýju breiðskífu Mannakorna. Lokað Vegna útfarar Guðmundar Kr. Kjartanssonar verður Lakkrísgerðin „Kólus“ lokuð frá hádegi þriðjudaginn 13. júlí. Kólus ehf. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir SOFFÍA INGIBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR Hjallaseli 55 Reykjavík (áður Akralandi 1) sem lést í Seljahlíð 6.júlí Verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13.júlí kl. 13.30 Þeim sem vildu minnast hennar er bent á blindrafélagið Hrefna Hjálmarsdóttir Ingólfur Ármannsson Hólmfríður Guðmundsdóttir Erlingur Helgason Guðný Maren Hjálmarsdóttir Burkni Dómaldsson 13.30 Áslaug María Friðriksdóttir, fyrrv. skólastjóri, Sléttuvegi 13, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. 13.30 Svana Arinbjarnardóttir, Birkimel 10B, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Tyrfingur Sigurðsson bygginga- meistari, Sunnubraut 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju. 1096 Krossfarar undir stjórn Péturs ein- fara koma til Sofia í Ungverja- landi. 1690 Lið mótmælenda undir stjórn Vil- hjálms af Óraníu sigra kaþólska her Jakobs II. 1982 Bíómyndin ET brýtur öll sýningar- met. Á fyrsta mánuði fóru seldir miðar á bíómyndina yfir 100 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.