Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2004, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 24.07.2004, Qupperneq 30
Horft í gegnum tóma tunnu á Snæfellsnesi. SJÓNARHORN VISSIR ÞÚ ... ...að munnharpan er mest selda hljóð- færið í heimi? ...að konur kaupa fjörutíu prósent af öllum smokkum í Bandaríkjunum? ...að hljómsveitin U2 hét upprunalega Feedback? ...að 63 prósent Bandaríkjamanna tala við bílana sína? ...að Gene Kelly var fyrsta kvikmynda- stjarnan sem komst á frímerki? ...að í Svíþjóð er ólöglegt að þjálfa sel að halda bolta uppi með nefinu? ...að raunverulegt nafn söngvarans Meatloaf er Marvin Lee Aday? ...að Leonardo da Vinci fann upp bílatjakkinn áður en bíllinn var fund- inn upp? ...að meðalkýr eyðir þrettán stundum á dag í að leggja sig? ...að minni gullfiska spannar þrjár sek- úndur? ...að drykkurinn tekíla er búinn til úr kaktusrót? ...að fóstur fær fingraför eftir þrjá mán- uði? ...að mannvera missir að meðaltali fjörutíu til hundrað hár á dag? ...að fingraneglur vaxa hraðar en tá- neglur? ...að elsti hundur sem vitað er um varð 29 ára og fimm mánaða? 12 BLÓMIÐ Eyrarós Eyrarósin er með tilkomumestu blómstrum í íslenskri náttúru með sína klasa af rauð- bleikum krónublöðum yfir dökkrauð bikar- blöð og blöðin blágræn og þykk. Eyrarósin vex á áreyrum, í gljúfrum, urðum og skrið- um víða um land en lítið mun þó sjást af henni á Norðvesturlandi. Hún blómgast í júlí og getur orðið allt að 40 cm á hæð. Lækningarmáttur eyrarósar er einkum fólg- inn í að stilla blóðrennsli, seyði af henni var drukkið gegn blóðnösum og blöð hennar lögð á opin sár. Heimild: Ágúst H. Bjarnason. Íslensk flóra með litmyndum. Iðunn. 1983. Ég: Ragnheiður Lára Hanson. Kyn: Kvenkyn. Einkenni: Ekki sjáanleg. Aldur: 41. Starf: Innkaupastjóri og tónleikahaldari. Hvar: Hjá Íslenska-ameríska og RR tón- leikum. Af hverju? Bæði störfin eru skapandi og gefandi og góð blanda fyrir mig. Ef ég væri ekki ég þá vildi ég vera: Mick Jagger. Á hvaða aldri: Alla hans ævi. Hvað værir þú að gera: Nákvæmlega það sama og hann gerir. Hvar: Þar sem hann er... Hvenær? ... akkúrat núna. Af hverju? Því ég held að þessi maður hafi skemmt sér svo vel um ævina að það ætti að vera ólöglegt með öllu. Ég vildi að ég væri: Mick Jagger Ragnheiður Hansen tónleikahaldari vildi helst vera rúllandi steinninn Mick Jagger. VÍK Í MÝRDAL: ÞJÓNUSTU- OG VERSLUNARÞORP Í VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU. ÍBÚAFJÖLDI: Kringum 300. BÆJARFJALLIÐ: Reynisfjall 340 m. MESTA ÓGN: Eldfjallið Katla er á næsta leiti. Búist er við að hún gjósi þá og þegar og vatnsflaumur flæði um Mýrdalssand. HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Víkurskáli og Víkurprjón standa við þjóðveg 1 og þar stoppa margir. Halldórskaffi dregur líka að. Það er inni í þorpinu. GOTT AÐ VITA: Fyrsti bíllinn kom til Víkur árið 1927. páá SVIPMYND FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. 30 (12) Allt bak 23.7.2004 18:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.