Tíminn - 24.02.1973, Qupperneq 4

Tíminn - 24.02.1973, Qupperneq 4
4 TÍMINN Laugardagur 24. febr. 1973. Einvígi nú öruggari en áður 1 flestum löndum hafa einvigi veriö bönnuð til langs tima, viðast hvar i meira en öld. Þrátt fyrir það láta margir lifið enn þann dag i dag i tilraunum sinum til að setja niður deildur. Þar eru aöalvandræðin þau, að aðferöir nútimans eru ekki eins góðar og á hinum gömlu góðu dögum. A siðasta ári fóru fram al- mennar kosningar i Uruguay, og i hita kosningabaráttunnar háðu tveir frambjóðenda ein- vigi, eftir að annar þeirra hafði ákært hinn fyrir að vera bæði svikari og fifl. Einviginu lauk þannig, aö hvor um sig skaut fjórum skotum á 25 skrefa færi, en þau geiguðu öll. Ekki gekk sviðsstjóra og blaðafulltrúa leikhússins i Kaupmannahöfn öllu betur i sinu einvigi, sem hann háði i dögun eins vorgdags i hitteð- fyrra. Sviðsstjórinn, Togo Esben skoraöi blaðamanninn Henning Ditlev á hólm, vegna þess, að sá hafði fellt nafnið hans niður úr blaðagrein. Einvigið fór þannig, að skammbyssa Ditlevs stóð á sér, og skot Esbens lentu alls staðar annars staöar en þar sem þeim var ætlað. 1 hina gömlu góðu daga voru þeir, sem vildu heyja einvigi, bæði nákvæmari og auðugri að hugmyndum. Arið 11(43 háðu tveir Frakkar, Lenfant og Mellant, einvigi með billiard- kúlum til að gera út um deilu, sem risið hafði i hita leiksins. Mellant henti fyrst, og Lenfant lézt samstundis. George Devol, sem var atvinnufjárhættuspilari i Missisippi, kunni aftur á móti að nota höfuðið i einvigi. Hann neitaði að beita hnefunum i slagsmálum og var alveg gjörómöguleg skytta, svo að hann gerði út um sin deilumál með þvi að stangast við and- stæðinginn. Höfuðskel hans var svo stór- kostlega sterk, að henni hélt hann óskerlri, enda þótt allir þeir, sem deildu við hann út af spilum mölbrytu sinar. Einvigi með tilbrigðum var háð árið 1969, er tveir ungir Braziliumenn skutust á af skammbyssum á fullri ferð á motorhjólunum sinum. Þeir reyndust betri ökumenn en skyttur, þvi að annar slapp ómeiddur, en hinn særðist aðeins smávægilega, — viö það að detta af baki. Kemur hvað sem verður Dean Martin og leikkonan Cathy Hawn voru búin að til- kynna um giftingu sina, og var meira að segja búið að leigja heilt hótel i Hollywood undir veiziuna. Nú eru vinir Dean og Cathy farnir að örvænta, að ekkert verði úr hjónabandinu, þvi Sammy Davis jr. er búinn að fá inni með góðgerðar- skemmtun i hótelinu þennan sama dag, og hefur Dean Martin vinur hans lofað að mæta þar og skemmta. Hann ætlar sem sagt ekki að láta starfsliðið missa af þvi að sjá sig þennan dag, hvort sem af giftingunni verður eða ekki. Annars finnst sumum heldur ótrúlegt að Dean gifti sig fyrr en hann er búinn að ganga endanlega frá málum sinum og fyrri konu sinnar Jean. Hafa þau átt i einhverjum erfið- leikum með að koma sér saman um, hversu mikla peninga Dean eigi að borga henni i framíiðinni. Onnur vandamál blasa einnig við Dean. Honum fellur ekki sem bezt, að dóttir hans, Claudia skuli stöðugt halda áfram að skemmta sér með rokksöngvaranum, P.J. Proby, en samband þeirra mun meira að sgja orðið svo náið, að margt bendir til - þess, að þau eigi eftir að hittast fyrir framan altarið áður en Cathy Hawn tekst að draga Dean Martin þangað sjálfan. Derry og Tomas hætta Margir þeir, sem til London hafa komið munu þekkja til verzlunarinnar Derry and Toms. Þetta er ein af stór- verzlunum Lundúna, en nú hefur verið ákveðið að hún hætti. Hér er eftirlitsmaður úr verzluninni, sem hvilir sig og litur i dagblað, á meðan hann biður þess, að uppboð hefjist á ginunum, sem fram til þessa hafa staðið undir fatnaði i gluggum verzlunarinnar. Allt átti að selja úr verzluninni, meira að segja borð og hillur, og unnu þrir uppboðshaldarar að þvi til skiptis að bjóða upp eigur verzlunarinnar. Ekki fer neinum sögum af þvi, hverjir hafa keypt þessar hauslausu dömur, en trúlega hafa margir orðið til þess að bjóða i þær. — Þarna sérðu sjálLKonan min skilur mig ekki. - — Ef þú vilt endilega vita, hvað ég lærði i dag, þá er það, að hinir krakkarnir fá meiri vasapeninga en ég. DENNI DÆMALAUSI Þvi eldri sem maður verður þeim mun meira lærir maður. Hefði þér nokkurn tima dottið i hug, að ekki væri hægt að hafa tómatsósu á pönnukökur? m

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.