Tíminn - 24.02.1973, Page 5
Laugardagur 24. febr. 1973.
TÍMINN
5
Fyrsta
útiveran
Hér er mynd, sem tekin var af
Paddiwack isbirni, er hann fór i
fyrsta sinn út á göngu með henni
móður sinni i Dýragarðinum i
Lundúnum. Paddiwack er 25
pund að þyngd, og fæddist 29.
nóvember i vetur. Móðirin, hún
Sally, öskrar ánægjulega yfir
barninu sinu, sem hún má svo
sannarlega vera stolt af. Sally
kom i dýragarðinn árið 1960, en
það var dýragarðurinn i
Moskvu, sem gaf dýragarði
Lundúna Sally.
Nýjar gerðir
ávísana
Stöðugt fá fleiri og fleiri láns-
viðskiptakort, og þar af leiðandi
fækkar þeim ávisunum, sem
skrifaðar eru úti i hinum stóra
heimi. Flestum aðilum likar
betur við þessi kort en tékkana,
enda ekki að furða, ef tillit er
tekið til allra þeirra ávisana-
gerða, sem litið hafa dagsins
ljós. Fyrir skömmu barst einum
virtasta banka i London stærðar
ávisun, sem rituð var á helja-
stóra gangstéttarhellu, og hann
mátti gjöra svo vel að innleysa.
Sá, sem ávisunina skrifaði,
þurfti að fá mannhjálp til að
bera tékkann með sér inn i
bankann. En hann hafði verið
skrifaður til að mótmæla „hinu
viðbjóðslega göturæsaþjóð-
félagi.”
Þeir eru fleiri, sem greitt hafa
reikninga sina á hugmyndarik-
an hátt. T.d. , greiddi stúdent i
Oxford máltið með borðplötu,
sem hann hafði ritað á ávisun.
Hún var tekin gild.
Ofursti i Konunglega brezka
flughernum skrifaði ávisun aft-
an á tveggja penca frimerki.
Henni fylgdi önnur, sem skrifuð
var á kexköku, sem var vand-
lega vafin innan i bómullarklút.
Texasbúi nokkur, sem fannst
skattbyrði sin þung, eins og
fleirum, ákvað að skrifa ávisun
á nærbolinn sinn. ,,Nú hafið þið
fengið allt,” sagði hann er hann
greiddi skattinn.
★
Gott að
skemmta
Holiendingum
Michael Elb er tuttugu og
þriggja ára gamall. Hann er
bæði söngvari, lagasmiður og
hljóðfæraleikari. Hann brá sér
til Hollands til þess að láta gera
þar hljómplötu en i Hollandi
segir hann að sé gott að vinna.
Hann syngur einna mest á
ensku þrátt fyrir það, að hann er
danskur i húð og hár. í Englandi
þýðir litið fyrir útlending að
reyna að komast á toppinn, þótt
hann syngi á ensku, þvi þar er
nóg af snillingum. En Hollend-
ingum fellur vel, að hlusta á fólk
syngja á ensku, og i Hollandi er
mörgum sinnum fleira fólk
heldur en i Danmörku, svo auð-
veldara ætti að vera að fá þar
vinnu eða svo segir Michael.
TIL ALLRA ATTA
OSLO STOKKHOLMUR KAUPMANNAHOFN LUXEMBOURG
MANUDAGA MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA ALLA DAGA
FOSTUDAGA SUNNUDAGA
FÖSTUDAGA