Tíminn - 24.02.1973, Side 21

Tíminn - 24.02.1973, Side 21
Laugardagur 24. febr. 1973. TÍMINN 21 Fyrirliði norska liðsins, Hans Sperre, hefur 30 landsleiki að baki Firmakeppni Arnarins þriðja firmakeppni Arnarins í borðtennis í Laugardalshöllinni i dag ÚRSLITIN i firmakeppni Arnarins i borðtennis fara fram i Laugardalshöllinni í dag kl. 13.30. Tólf fyrirtæki eru eftir í keppninni, sem er úrtökukeppni, það firma sem tapar leik, fellur úr. Þetta er þriðja firma- keppni Arnarins og er nú, einsog áður< keppt um fall- egan farnandbikar og svo fá fyrstu tvö fyrirtækin silfurbikar til eignar. Árið 1971 sigraði Smjörlíki h.f. en 1972 Samvinnutrygg- ingar. I ár keppa eftirtalin 12 fyrirtæki til úrslita: H.P. Húsgögn, Albert Guðmundsson heildv. Slátur- félag Suðurlands, Múlakaffi, Teiknistofan s.f. Lögfr.st. Ragnars' Ragnarssonar, Verzl. Óla bór, Karnabær, Smjörlfki h.f. Samvinnubankinn, Neon, og E.N. Lampar. Firmakeppni er gamalt hugtak og firmakeppnir hafa verið háðar lengi og á mörgum sviðum. Fimrakeppni Arnarins er nú háð i 3. sinn. Eftir stofnun Arnarins var farið að athuga leiðir til fjáröflunar fyrir félagið og kom þá mönnum fyrst i hug firma- keppni. Þetta var reynt og gafst ágætlega strax i fyrsta sinn. Firmakeppnin er nú önnur tveggja aðal fjáröflunarleiða Arnarins i dag, hin er getrauna- seðlasala sem er að færast i vöxt. Þetta tvennt hefur ennþá séð félaginu fyrir nægu fjármagni til starfseminnar en ekki má láta staðar numið fyrir það. Þrátt fyrir miklar niðurgreiðslur á æfingagjöldum unglinga hefur tekizt að draga saman fé fyrir vél þeirri er keypt var á siðasta sumri eða „ROBOT” eins og hún er kölluð. Vél þessi er þarfaþing mikið ekki sizt þar sem við erum svo einangraðir hér á íslandi þvi hún kemur að miklum notum við þjálfun og stilla má inn á hana alla hugsanlega snúninga og hin ýmsu högg sem færustu menn geta öfundað hana af. Þessi vél er að mestu leyti tilkomin vegna framlaga velviljaðra manna til félagsins i sambandi við hina árlegu firmakeppni þess og kann stjórn Arnarins þeim mestu þökk fyrir. Þó vélmennið sé gott tæki er það ekki nóg til að ungir borð- tennisiðkendur nái fullkomnu valdi yfir iþróttinni, til þess þarf meira. Þrisvar hafa fámennir hópar farið til útlanda til að mennta sig betur i borðtennis og keppa, en það þarf að gefa fleirum kost á að sjá þjálfara er- lendra liða og vera undir þeirra tilsögn. Hingað koma erlendir kappar til að keppa og sýna i flestum iþróttagreinum, en enn hefur ekki fengizt fjármagn til þessa i borðtennis og ætlar örninn nú að reyna að standa fyrir heimsókn slikra manna á árinu ef vel tekst til með firma- keppnina 1973. Borðtennis er ung iþróttagrein hérlendis og á framtiðina fyrir sér og engin ástæða er til að örvænta. Fyrsti landsleikur íslendinga í bad- minton í dag og 2 i tvenndarleik. Fljótlega eftir að Óskar hóf að leika badminton, vakti hann athygli fyrir góða tækni og þá sérstaklega, fyrir fallega bakhönd. Óskar er okkar reyndasti badmintonspilari og hans aðalmerki hefur verið geysi- legt keppnisskap. — mæta Norðmönnum í Laugardalshöllinni Hvað gera íslenzku landsliðsmennirnir i sín ÍSLENDINGAIl leika sinn fyrsta landsleik i badminton i Laugar- dalshöllinni i dag. island mætir Noregi og hefst keppnin kl. 14.00. Norska liðið er rnjög sterkt og i þvi eru mjög g ó ð i r b a d m i n t o n - leikarar. Undrabarnið Patter Thoresen, sem er aðeins 17 ára, leikur sinn fyrsta landsleik, er hann mætir fyrirliða islenzka liðsins, Óskari Guð- m u n d s s y n i, h i n u in gamalkunna badmin- tonspilara úr KR. Patter er talinn einn efnilegasti badmintonspilari á Norðurlöndum, hann er mjög skemmtilegur leikmaður á velli og verður eflaust gaman að horfa á hann. kl. 14.00. um fyrsta landsleik? Islandsmeistari i tviliðaleik og þrisvar sinnum i tvenndarleik. Hann er þvi handhafi allra Islandsmeistaratitla i dag. SIGURDUR HARALDSSON T.B.R., 19 ára gamall mennta- skólanemi. Hann er okkar efni- Framhald á bls. 27. Eins og við sögðum frá i gær, þá eru landslið hvors lands skipuð 4 mönnum og verða leiknir 6 leikir (4 einliðaleikir og 2 tviliðaleikir). Þeir sem leika eru þessir, (inn i sviga landsleikir): 1. Haraldur Korneliusson gegn Knut Engebretsen. (11). 2. Sigurður Haraldsson gegn Hans Sperre. (30) 3. Óskar Guðmundsson gegn Patter Thorésen. (0) 4. Steinar Petersen gegn Pál öian. (21). 1 tviliðaleik mætast þessir: 1. Haraldur Korneliusson og Steinar Petersen gegn Knut Engebretsen og Pál öian. 2. Óskar Guðmundsson og Sigurður Haraldsson gegn Hans Sperre og Petter Thoresen. Við val landsliðanna var mönnum raðað eftir styrkleika. Fyrirliði íslands er Óskar Guðmundsson, en fyrirliði Norð- manna er Hans Sperre. Þjálfari islenzka landsliðsins er Garðar Alfonsson. Hér á eftir verða islenzku keppendurnir, sem leika fyrsta landsleik tslands i badmin- ton, kynntir: ÓSKAR GUÐMUNDSSON KR, 40 ára verzlunarmaður. Hann hefur orðið Islandsmeistari oftar en nokkur annar eða 9 sinnum i einliðaleik, 5 sinnum i tviliðaleik Undrabarnið Patter Thoresen leikur sinn fyrsta landsleik i dag. Ilann er lalinn cinn efnilcgasti badinintonleikari á Norðurlöndum. STEINAR PETERSENT.B.R., fulltrúi,26 ára. Steinar er fyrstur þeirra, sem kominn er til full- orðinsára, sem hóf að leika bad- minton ungur að árum, en það er talin ein aðalforsenda þess að ná árangri i badminton. Hans sér- grein er tviliðaleikur og er hann talinn einn allra sterkasti tviliða- leiksmaður hér á landi. Steinar tók þátt i undankeppni „All England” 1970 ásamt Haraldi Korneliussyni. Hann er Reykja- vikurog Islandsmeistari i tviliða- leik og hefur tvivegis unnið íslandsmeistaratitil i þeirri grein. HARALDUR KORNELÍUSSON T.B.R., 22 ára gullsmiður ókrýndur konungur islenzkra badmintonmanna undanfarin ár. Hann er mjög fljótur og er það hans aðalkostur ásamt mjög góðri tækni og útsjónarsemi. Hann hefur tekið þátt i tveim stórmótum erlendis. 1970 i „All England”og i vetur tók hann þátt i Norðurlandamótinu. Haraldur hefur tvisvar sinnum orðið xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx |Opið mót í| |badminton | x— í Laugardals x ghöllinni d x xmorgun. Norsku ö X ölandsliðsmennirnirx gtaka þdtt í því £ X A sunnudaginn kl. 18.00 X ^ verður haldið opið mót i X badminton i Laugardalshöll- X X inni. i mótinu taka þátt Jj norsku iandsliðsmennirnir jj X og þeir islenzku. Má þar X ^ búast við skemmtilegri ^ X viðureign við norsku lands- X X liðsmcnnina og einnig ^4 X fjörugum leikjum, þcgar x X þcir leika hvor gegn öðrum X 5^ innbyrðis. x X xxxxxxxxxxxxxxxxxxxx tslenzka landsliðið: Steinar Petersen, Haraldur Kornelíusson, ÓskarGuðmundsson fyrirliði og Sigurður Haraidsson. Tekst þeim aö veita Norðmönnum keppni?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.