Fréttablaðið - 13.08.2004, Qupperneq 4
4 13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR
KÁRAHNJÚKAR Flóðin í Jökulsá á Dal,
sem ógnað hafa framkvæmdum við
Kárahnjúkastíflu um hríð, virðast
vera í rénun. Mikið sjatnaði í ánni
aðfaranótt fimmtudags og telja
fræðingar ólíklegt að frekar vaxi í
ánni frá því sem þegar hefur orðið.
Rennsli í fyrrakvöld náði mest 830
rúmmetrum á sekúndu og hafði
engin áhrif á varnargarð þann sem
ver framkvæmdasvæði sjálfrar
Kárahnjúkastíflu.
Sigurður Arnalds, upplýsinga-
fulltrúi Landsvirkjunar, segir ólík-
legt að um frekari flóð verði að
ræða úr þessu. Samkvæmt spám
mun sjatna í ánni næstu daga og öll
hætta er liðin hjá.
Varðandi kostnað vegna flóð-
anna segir Sigurður ljóst að hann
skipti tugum milljóna en ekki verð-
ur unnt að taka það nákvæmlega
saman fyrr en síðar.
Vinna er aftur hafin við bygg-
ingu Kárahnjúkastíflu eftir viku töf
vegna vatnavaxta Jökulsár enda
svæðið talið öruggt eftir að varnar-
garðurinn var bæði hækkaður og
breikkaður til muna. Talsmaður
Impregilo segir að hægt eigi að
vera að vinna upp töfina á skömm-
um tíma. ■
Doði yfir dýrunum
Doði er yfir dýrunum í Húsdýragarðinum vegna hita. Kýrnar eru sérstaklega
viðkvæmar fyrir hita og því var sólarvörn borin á þær í gær. Geitungarnir taka
hins vegar við sér í blíðunni og þroskast fyrr í ár, að sögn skordýrafræðings.
VEÐUR Doði hefur verið yfir dýrun-
um í Húsdýragarðinum í Laugar-
dal vegna hitans síðustu daga.
„Dýrin eru auðvitað óvön hitunum
alveg eins og við,“ segir Margrét
Dögg Halldórsdóttir, yfirdýra-
hirðir í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinum í Laugardal.
Margrét Dögg segir starfs-
menn garðsins fylgjast vel með
dýrunum í hitanum. Þess sé gætt
að nóg vatn sé hjá dýrunum og að
þau geti komist í skugga undan
sólinni. „Að sjálfsögðu gildir að
vera meðvitaður og gæta þess að
dýrunum líði ekki illa.“
Margrét segir hitann leggjast
misvel í mismunandi dýrategund-
ir. „Selirnir eru heppnir að hafa
eigin laug og halda sig mest þar,“
segir Margrét en sírennsli er í
gegnum laug selanna og vatnið
því alltaf ískalt. Þá var vatni
sprautað á fálka garðsins til þess
að kæla hann niður í hitanum í
gær.
Kýrnar eiga aftur á móti í erfið-
leikum með að þola hitann, að sögn
Margrétar. Borin var sólarvörn á
júgur þeirra til þess að verja þær
sólbruna. Þá geta kýr fengið sól-
sting, að sögn Margrétar.
Skordýr eru aftur á móti virk-
ari þegar hlýtt er í veðri, að sögn
Guðmundar Halldórssonar skor-
dýrafræðings. „Geitungarnir
fljúga miklu meira um þegar
veðrið er gott og verða því meira
áberandi,“ segir Guðmundur.
Að sögn Guðmundar hafa hlý-
indi undanfarinna daga einnig
flýtt fyrir þroska geitunganna.
„Geitungagusan sem sést oft í lok
sumars og á haustin er því fyrr á
ferðinni í ár.“ Guðmundur telur
líklegt að hlýindi sumarsins skili
sér í nokkuð fleiri geitungum en
sést hafa til þessa.
Ingunn J. Óskarsdóttir, yfir-
garðyrkjufræðingur í Grasagarð-
inum í Laugardal, segir plönturn-
ar vaxa mjög vel í hlýindunum.
„Þær eru fljótari bæði að
blómstra og mynda fræ,“ segir
Ingunn. Ingunn segir vökvað í
garðinum eftir þörfum og vatns-
skortur standi því plöntunum ekki
fyrir þrifum. ■
Veðurblíða:
Góð áhrif
á sálarlífið
VEÐUR Gott veður hefur góð
áhrif á sálarlífið, að sögn Sig-
tryggs Jónssonar sálfræðings.
„Það er almennt viðurkennt að
gott veður hefur góð áhrif á þá
sem eiga því ekki að venjast,“
segir Sigtryggur.
Sigtryggur telur ástæður
vellíðunar í góðu veðri hugsan-
lega þá að við eigum auðveld-
ara með að slaka á. „Við verð-
um rólegri núna þegar hitinn
er orðinn þetta mikill og
nautnin kringum það segir til
sín,“ segir Sigtryggur.
Sigtryggur bendir á að gott
veður geti þrátt fyrir það vald-
ið þeim sem stríða við þung-
lyndi vandkvæðum. „Á vorin
geta þeir sem berjast við
þunglyndi orðið ennþá þung-
lyndari af því að horfa upp á
aðra káta og létta án þess að
finna sjálfir fyrir gleði,“ segir
Sigtryggur. „Það gæti einnig
átt við nú.“ ■
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Eiga Íslendingar að veiða meiri
síld á Svalbarðasvæði en Norð-
menn leyfa?
Spurning dagsins í dag:
Á að fella niður vinnu vegna veður-
blíðunnar?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
35%
65%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
Grímsey:
Skjálftahrina
JARÐSKJÁLFTAR Skjálftahrina hefur
verið í gangi austur af Grímsey,
samkvæmt upplýsingum frá Sig-
urlaugu Hjaltadóttur jarðeðlis-
fræðingi á Veðurstofu Íslands.
Hrinan hófst á miðvikudagsmorg-
un og mældust þá 4-5 skjálftar.
Síðdegis í gær voru þeir orðnir á
milli 20 og 30 talsins.
Sigurlaug sagði að skjálftarnir
væru um 17 kílómetra austur af
Grímsey. Stærsti skjálftinn, sem
varð á svæðinu um kl. 14.17 í gær,
reyndist vera um 2,9 á Richter-
kvarða að stærð þegar búið var að
fara yfir gögnin.
Skjálftahrinur eru algengar á
þessum slóðum, að sögn Sigur-
laugar, sem sagði að svipuð hrina
hefði orðið norður af Siglufirði á
mánudag og þriðjudag. ■
Grá›ubogi, ver›: 59 kr.
FÍ
TO
N
/
S
ÍA
F
I0
10
23
9
Mælum me› flessum!
Medcare Flaga:
Enn tap á
rekstrinum
VIÐSKIPTI Medcare Flaga tapaði and-
virði tæpra fjörutíu milljóna ís-
lenskra króna. Á fyrsta ársfjórð-
ungi var tapið um 70 milljónir.
Stjórnendur félagsins gera ráð
fyrir að reksturinn fari að skila
hagnaði á þriðja ársfjórðungi.
Í gær var einnig tilkynnt um
breytingar á stjórn félagsins. Lýð-
ur og Ágúst Guðmundssynir, oft-
ast kenndir við Bakkavör, gengu í
stjórnina. Í tilkynningu frá félag-
inu kemur fram að eftir þessar
breytingar sé öll stjórnin skipuð
fólki sem ekki er starfsmenn fé-
lagsins, í samræmi við stefnu
Medcare um stjórnarhætti. ■
Kostnaður við flóðin í Jökulsá hleypur á tugum milljóna:
Vatnavextir í rénun
HÆTTAN LIÐIN HJÁ
Jökulsá er í rénun og skapar ekki lengur
hættu fyrir starfsmenn sem vinna við Kára-
hnjúkastíflu.
JARÐSKJÁLFTAR
Skjálftahrina hefur mælst um 17 kílómetra
austur af Grímsey.
HVALASKOÐUNARBÁTUR STRAND-
AÐI Áttatíu ferðamönnum var
bjargað um borð í nálæga báta eft-
ir að hvalaskoðunarbátur strandaði
úti fyrir Húsavík í gær. Hvalaskoð-
unarbáturinn losnaði síðar sjálfur
og var á leið til hafnar í gærkvöldi.
Ekki er talið að báturinn hafi
skemmst.
VELTI Í HVERADALABREKKU Einn
maður var fluttur á sjúkrahús eftir
bílveltu í Hveradalabrekku á Hell-
isheiði laust fyrir klukkan fimm í
gærdag. Maðurinn var einn í bif-
reiðinni þegar hún hafnaði utan
vegar með þeim afleiðingum að
hún valt. Maðurinn er ekki talinn
alvarlega slasaður.
Hitinn náði 27 stigum
í gær:
Hlýjast á
Þingvöllum
VEÐUR Nokkuð svalara var í veðri
í gær en undanfarna daga. Hit-
inn náði hæst 27 stigum á Þing-
völlum auk þess sem hitinn fór í
26 stig á nokkrum stöðum í upp-
sveitum Borgarfjarðar og á
Hjarðarlandi í Biskupstungum.
Hæsti hiti í Reykjavík í gær
mældist 21 stig.
„Það var hlýtt og bjart á land-
inu,“ segir Þorsteinn V. Jónsson,
veðurfræðingur á Veðurstofu
Íslands. Áfram var þó þoka við
norðvesturströndina og talsvert
svalara þar en annars staðar á
landinu. ■
Framkvæmdastjóri LÍÚ:
Sjálfsforræði fiskimiða er grundvallaratriði
SJÁVARÚTVEGUR „Það er algjört
grundvallaratriði að Íslendingar
hafi sjálfsforræði yfir fiskimið-
unum ef við göngum í Evrópu-
sambandið,“ segir Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri
Landssambands íslenskra útvegs-
manna.
Ben Bradshaw, sjávarútvegs-
ráðherra Bretlands, sagði í viðtali
í Fréttablaðiðinu í gær að Íslend-
ingar myndu þurfa að afsala sér
stjórn á fiskveiðum, kysum við að
ganga í ESB.
Friðrik segir að stefna LÍÚ sé
að innganga í ESB komi ekki til
greina ef það þýði að Íslendingar
verði að gangast undir sameigin-
lega fiskveiðistefnu sambandsins
og gefa eftir sjálfsákvörðunarrétt
um fiskveiðar.
„Öll ummæli sem hafa verið
látin falla hafa verið í þessa veru
og hefur Bradshaw sjálfur lýst
þessu yfir áður. Rök hans sem
fram koma í Fréttablaðinu eru
sannfærandi og er hann mjög af-
dráttarlaus í þessari skoðun
sinni,“ segir Friðrik. ■
FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON
Segir að stefna LÍÚ sé að innganga í ESB komi ekki til greina ef það þýði að Íslendingar
verði að gangast undir sameiginlega fiskveiðistefnu sambandsins og gefa eftir sjálfs-
ákvörðunarrétt um fiskveiðar.
GEISPAÐ Í BLÍÐVIÐRINU
Doði hefur verið yfir dýrunum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í miklum hit-
um síðustu daga.
GEITUNGABÚ
Geitungarnir þroskast fyrr í ár í kjölfar mikilla hlýinda
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N