Fréttablaðið - 17.08.2004, Side 6

Fréttablaðið - 17.08.2004, Side 6
6 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Framsóknarkonur: Ekki aftur til fortíðar STJÓRNMÁL Frekari fundahöld framsóknarkvenna um fyrirhug- uð ráðherraskipti innan flokksins eru meðal þess sem rætt verður á fundi framkvæmdastjórnar Landssambands framsóknar- kvenna (LFK) í dag. Una María Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri LFK, segir þessi mál nokkuð mik- ið rædd meðal framsóknar- kvenna þessa dagana, en á mál- þingi sem sambandið stóð fyrir um málið í maí kom fram sú hug- mynd að konur kæmu aftur sam- an og ræddu málið enn frekar. „Við viljum flokknum okkar vel og það er skoðun margra að það skipti máli að konur séu fleiri og ekki settar út úr ríkisstjórn,“ seg- ir Una María og vísar meðal ann- ars til ályktunar málþingsins frá því í maí. Þá segir Una María mikilvægt að missa ekki niður fylgisaukn- ingu flokksins meðal kvenna sem könnun LFK eftir síðustu kosn- ingar hafi sýnt. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að flokkurinn ætli að hverfa aftur til fortíðar og fækka konum í sínu ráðherra- liði. Við þurfum alls staðar að vinna að því að fjölga þeim þan- nig að þær verði nokkurn veginn til jafns við karla í stjórnunar- stöðum og í störfum fyrir flokk- inn,“ segir Una María. ■ Hagnaður eykst í harðri samkeppni Flugleiðir skiluðu tæplega 900 milljóna króna betri afkomu á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra. Eldsneyti hefur hækkað í verði og samkeppnin aukist. Forstjóri Flugleiða segir afkomuna til marks um styrk félagsins. VIÐSKIPTI Hagnaður Flugleiða, það sem af er ári, var talsvert betri en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir. Hagnaður annars árs- fjórðungs nam rúmum 900 milljón- um króna. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins nam tólf milljónum króna sem er um 900 milljón króna betri afkoma en fyrir sama tímabil í fyrra. Þá var tapið 903 milljónir króna. Tekjur Flugleiða jukust um 18 prósent milli ára og nam veltan fyrri hluta ársins tæpum nítján milljörðum króna. Farþegum fjölg- aði verulega en á móti fjölda far- þega kom lækkandi farmiðaverð og eldsneytishækkanir sem koma fé- laginu illa. Sigurður Helgason, for- stjóri fyrirtækisins, segist gera ráð fyrir að eldneytishækkanir hafi meiri áhrif á afkomuna á seinni hluta ársins. „Það er til marks um styrk félagsins og uppbyggingu að þrátt fyrir eldsneytishækkanir og aukna samkeppni í alþjóðaflugi er gert ráð fyrir að hagnaður verði af starfsemi félagsins á árinu í heild.“ Afkoma Flugrekstrarins er betri en í fyrra þrátt fyrir aukna samkeppni og hækkandi launakostnað og elds- neyti. Sigurður segir að skipting félagsins í móðurfélag og dóttur- félög með skýra ábyrgð á eigin rekstri hefði tvímælalaust átt þátt í að styrkja afkomuna und- anfarin tvö ár. Hann segir áfram haldið á sömu braut. Markmiðið sé að auka enn vöxt í starfsem- inni og nýta tækifæri á nýjum mörkuðum í alþjóðlegu leigu- flugi, fraktflugi og á fleiri svið- um. Þá segir Sigurður að félagið muni herða sókn á alþjóðlegan ferðamannamarkað sem hafi skilað umtalsvert meiri vexti í ferðaþjónustu hér á landi en í ná- grannalöndum beggja vegna Atlantshafsins. Sigurður boðar einnig aukinn sveigjanleika í rekstrinum til þess að takast á við sveiflukenndan markað. Stefnt er að því að efla móður- félagið og verður sett upp stefnu- mótunar- og fjármálasvið undir forystu Einars Sigurðssonar. Markmið sviðsins er að vinna að áformum fyrirtækisins um auk- inn vöxt og fylgja eftir markmið- um um arðsemi. haflidi@frettabladid.is Lögreglan á Ísafirði: Handtekin vegna fíkniefna LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Ísafirði handtók tvo karlmenn og konu á al- mannafæri á laugardagskvöld vegna gruns um fíkniefnamisferli. Í kjölfar- ið var gerð húsleit í íbúð annars mannanna. Við leitina fundust um fimmtán grömm af kannabisefnum, þrjú grömm af amfetamíni og 83 töfl- ur sem innihalda efedrín og steralyf. Þremenningunum var sleppt úr haldi lögreglu á sunnudag og höfðu þau játað að fíkniefnaneysla hefði farið fram í íbúðinni þar sem fleiri komu við sögu. Einn aðilanna játaði að hafa selt fíkniefni á Ísafirði. Menn- irnir hafa báðir komið við sögu lög- reglu áður en ekki konan. ■ BÍLVELTAN Á KRÍSUVÍKURVEGI Ökumaður bílsins er ákærður fyrir mann- dráp af gáleysi. Einn farþeganna kastaðist út úr bílnum og lenti undir honum. Fimm dögum síðar lést farþeginn af áverkum sínum. Þjóðverji í farbanni: Ákærður fyr- ir manndráp af gáleysi DÓMSMÁL Fjörtíu og fjögurra ára Þjóðverji hefur verið ákærður af sýslumanninum í Hafnarfirði fyrir manndráp af gáleysi og ölv- un við akstur þegar hann velti bíl sem hann ók laugardaginn 24. júlí. Einn farþeganna í bílnum lést af völdum áverka sem hann hlaut í bílveltunni. Maðurinn er sakaður um að hafa ekið bílnum frá Kleifarvatni og áleiðis vestur Krísuvíkurveg í átt til Hafnarfjarðar þar sem hann velti bílnum við Vatnsskarð. Vínmagn í blóði mannsins var 0,89 prómill. Farþeginn sem lést kastaðist út úr bílnum og hafnaði undir bifreiðinni og lést fimm dögum eftir slysið. Þjóðverjinn var úrskurðaður í farbann til 27. ágúst næstkom- andi. Málið gegn honum verður þingfest í vikunni. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refs- ingar og verði sviptur ökuréttind- um. ■ ■ VIÐSKIPTI GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70,37 -0,94% Sterlingspund 129,72 0,39% Dönsk króna 11,68 0,19% Evra 86,85 0,17% Gengisvísitala krónu 121,23 0,21% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 221 Velta 1.017 milljónir ICEX-15 3.197 -0,12% Mestu viðskiptin Actavis Group hf. 281.664 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 251.066 Landsbanki Íslands hf. 193.905 Mesta hækkun Afl fjárfestingarfélag 6,28% Jarðboranir hf. 3,11% Flugleiðir hf. 1,89% Mesta lækkun Opin kerfi Group -0,79% Actavis Group -0,64% Kaldbakur hf. -0,61% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 9.937,6 1,14% Nasdaq * 1.782,0 1,41% FTSE 4.350,2 1,13% DAX 3.699,1 1,43% NIKKEI 10.687,8 -0,65% S&P * 1.077,2 1,17% * Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða íslenska þáttaröð var frum-sýnd í Bandaríkjunum í gær? 2Hvað heitir fellibylurinn sem ollimanntjóni á Flórída um helgina? 3Í hvaða bæjarfélagi á höfuðborgar-svæðinu varð mest fjölgun á fyrri hluta ársins? Svörin eru á bls. 38 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Flott dagbók fyrir hressar galdrastelpur, stútfull af alls kyns skemmtilegu efni og dagbók frá og með 1. júlí '04 til 30. júní '05. Mögnuð dagbók! SPÁIR SAMSUNG FRAMA For- svarsmenn suður-kóreska fyrir- tækisins Samsung spá því að stutt sé þar til félagið verði næststærsti framleiðandi far- síma í heiminum. Nú er Nokia stærst og Mororola næststærst. HAGNAÐUR AFLS FIMMFALDAST Fjárfestingarfélagið Afl hefur hagnast um 954 milljónir það sem af er ári samanborið við 148 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tæpur helmingur hagn- aðar kemur frá útlendum fjár- festingum. Gengi bréfa í félag- inu hækkaði um 6,28 prósent í Kauphöll Íslands í gær. UNA MARÍA ÓSKARSDÓTTIR Framkvæmdastjóri LFK segir vel hafa verið unnið að jafnréttismálum innan flokksins og telur mikilvægt að bæði kynin komi áfram að mikilsverðum ákvörðunum. GÓÐ AFKOMA Forsvarsmenn Flugleiða geta verið ánægðir með sögulega góða afkomu það sem af er ári. Samkeppni í flugrekstri hefur aldrei verið meiri og eldneytisverð sjaldnast hærra. Þrátt fyrir þetta batnar afkoman milli ára um 900 milljónir króna. SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ FLUGLEIÐA Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI: KB banki 406 milljónir Íslandsbanki 554 milljónir Landsbankinn Engin spá Niðurstaða: 903 milljónir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.