Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2004, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 17.08.2004, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 2004 Kanarí í vetur á verði sem enginn keppir við Club Sunshine Apartments 49.700 kr. 14 dagar á nýuppgerðu íbúðahóteli á einum besta stað ensku strandarinnar. Verð á mann m.v. tvo fullorðna. 64.400 kr. 28 dagar á nýuppgerðu íbúðahóteli á einum besta stað ensku strandarinnar. Verð á mann m.v. tvo fullorðna þann 23. nóv. Innifalið: Flug og skattar, gisting og íslensk fararstjórn. 9. nóvember 23. nóvember + 5 STJÖRNU SÉRTILBOÐ H10 Playa Meloneras Palace 7 dagar á hinu stórglæsilega 5 stjörnu hóteli H10 á Meloneras ströndinni, með morgunverði og kvöldverði allan tímann. Verð á mann m.v. tvo fullorðna, 1. feb. 67.200 kr. Smelltu þér á www.sumarferdir.is Kynntu þér fleiri frábæra kosti á Kanarí í allan vetur Sólheimar: Samningur í kjaradeilu KJARAMÁL Samið hefur verið í kjaradeilu Sólheima í Grímsnesi og um þrjátíu starfsmanna Sól- heima sem eru í stéttarfélaginu Bárunni á Árborgarsvæðinu. Hinn nýi samningur verður kynntur starfsfólki næstkom- andi föstudag. Kjarasamningur fólksins, sem starfar meðal ann- ars við aðhlynningu og almenn verkamannastörf, til að mynda garðyrkju og fleira, runnu út um síðustu áramót. Formlegar samningaviðræður hófust í byrjun maí á þessu ári og deil- unni var vísað til sáttasemjara í júní. ■ FRAMHALDSSKÓLANEMENDUR Þúsundir nýnema hefja nám við fram- haldsskóla á næstu vikum, þar á meðal rúmlega tvö hundruð í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Um tvö hundruð nýnem- ar hefja nám við FB: Náttúru- fræðibrautin vinsæl MENNTAMÁL „Náttúrufræðibraut- in er vinsælli í haust en hún hef- ur verið undanfarið,“ segir Stef- án Andrésson, áfangastjóri í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Rúmlega tvö hundruð ný- nemar munu í haust hefja nám við skólann. Stefán segir mikla fjöl- breytni í vali nýnema á náms- brautum. „Félagsfræðibrautin er alltaf vinsæl og myndlistar- brautin sömuleiðis,“ segir Stef- án. Um tuttugu námsbrautir eru í boði að sögn Stefáns, sem nefn- ir einnig að grunnnám bygg- inga- og mannvirkjagreina og snyrtibraut njóti stöðugra vin- sælda. Að sögn Stefáns munu alls 1.140 manns stunda nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í vetur. Þá sé fjöldinn í öldunga- deild skólans nokkuð stöðugur, um sjö hundruð manns á önn. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.