Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 94 stk. Keypt & selt 15 stk. Þjónusta 35 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 22 stk. Atvinna 37 stk. Tilkynningar 4 stk. Lífræn kókoshnetuolía BLS. 2 Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 17. ágúst, 230. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.26 13.32 21.36 Akureyri 5.00 13.16 21.30 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég er búinn að vera með einkaþjálfara í átta mánuði en er nú í mánaðarfríi. Ég er búinn að missa sautján kíló og byggja upp heilmikinn vöðvamassa,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, spurður um það hvernig hann haldi sér í formi. „Ég finn þvílíkan mun á mér. Þegar ég byrjaði hjá einkaþjálfaranum var ég eins og gamall karl. Mesta breytingin sem ég finn er að brennslan er orðin miklu hraðari eftir að ég byrjaði að byggja upp vöðvamassann. Það var orðið þannig með mig áður en ég byrjaði gat ég hvergi keypt mér föt þar sem ekkert passaði á mig. Síð- an leið mér mjög illa. Ég var búinn að vera of þungur í tólf ár eða allt frá því að ég var ellefu eða tólf ára. Ég bjó svo nálægt sjopp- unni á Dalvík,“ segir Friðrik og hlær. Margir kjósa þann kost í stöðunni að fá sér einkaþjálfara þegar barist er við aukakílóin og Friðrik ber því góða sögu. „Ég hef prófað allt; Herbalife, Nature’s Own og ég var búinn að prófa að fara einn í ræktina. Það er allt annað þegar einkaþjálf- arinn bíður – þá fer ég frekar. Nú ætla ég einmitt að fara að hringja í stelpuna sem ég er hjá aftur því ég finn að ég fer ekki í ræktina án hennar – það er alltof erfitt. Aginn er ekki meiri en þetta.“ Friðrik reynir ekki aðeins að hreyfa sig mikið heldur passar hann að mataræðið sé í góðu lagi líka. „Ég borða skyr á hverjum ein- asta degi sem eina máltíð. Síðan borða ég líka hrökkbrauð og léttost og drekk alltaf undan- rennu. Þetta er reyndar frekar erfitt hjá mér þar sem ég er algjör sælkeri og nammigrís. Ég er til dæmis dottinn í það núna að kaupa mér kökudeig út í búð og baka mér smákök- ur á átta mínútum og drekka mjólk með. Það er rosalega gott, sérstaklega þegar er svona hlýtt úti. Ég leyfi mér svona hluti en hef fast- ar þrjár máltíðir á dag þar sem ég hugsa um hvað ég borða.“ lilja@frettabladid.is Of þungur í tólf ár: Var eins og gamall karl Friðrik Ómar passar mataræðið mjög vel og hefur fastar þrjár máltíðir á dag sem eru í hollari kantinum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Rottweiler til sölu. Ættbók frá HRFÍ. Gott heimili skilyrði. Uppl. í s 856 2714. Kötturinn Emma týndist föstudaginn 13.8. frá Laugateig. Ef þið hafið séð til hennar vinsamlegast hafið samband í síma 568 7177. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Í dag eru 1.614 smáauglýsingar á www.visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Allir geta verið með í Reykjavíkur- maraþoninu, þeir sem ekki vilja hlaupa ættu að drífa sig út og hvet- ja hlauparana áfram,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir hjá Íþróttabanda- lagi Reykjavíkur sem sér um fram- kvæmd hlaupsins. „Þemað í ár verður músík og maraþon, við ætl- um að leika tónlist undir skemmtiskokkinu en hvetjum líka þá sem ganga með trúbador í mag- anum að fara út á götu og leika tón- list fyrir þátttakendur.“ Eins og í fyrra er úr mörgum vega- lengdum að velja, þriggja kílómetra skemmtiskokki, sjö kílómetrum, tíu kílómetrum, hálfmaraþoni sem er 21 kílómetri og maraþoni sem eru 42 kílómetrar. Tímataka er í öllum vegalengdum nema skemmtiskok- ki. Þegar hafa 1000 manns skráð sig en Hjördís vonast til að 4.000 manns taki þátt. „Íslendingar eru alltaf með seinni skipunum að skrá sig og skráningu lýkur ekki fyrr en á föstudag.“ Á föstudag verður pasta- veisla fyrir þátttakendur í TBR-hús- inu frá 18-21, þar geta þátttakendur einnig sótt bol og skráð sig frá há- degi. Reykjavíkurmaraþonið markar upp- haf menningarnætur nú sem fyrr, hún verður sett um leið og skemmtiskokkið, kl. 11. Maraþonið sjálft hefst kl. 10.00. Skráning og frekari upplýsingar um hlaupið er að finna á heimasíðunni www.mar- athon.is. ■ Reykjavíkurmaraþon: Maraþon og músík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.