Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2004, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 17.08.2004, Qupperneq 29
21ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 2004 Þetta er algjör rangtúlkun og útúr- snúningur sjávarútvegsráð- herra á bresku skýrslunni. Rangtúlkun sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegsráðherra hefur í fréttum gefið í skyn að megininn- tak skýrslu Tony Blair, Net Benefit, sem fjallar um fiskveiði- stjórn, sé að Bretar íhugi að taka upp kvótakerfi að íslenskri fyrir- mynd. Þetta er algjör rangtúlkun og útúrsnúningur sjávarútvegs- ráðherra á bresku skýrslunni. Meginmarkmið skýrslunnar var að leggja fram tillögur sem yrðu umræðugrundvöllur um fiskveiði- stjórn framtíðarinnar. Helstu til- lögur skýrslunnar snúa að því að koma á svæðisbundinni fiskveiði- stjórn og minnka fiskveiðiflotann. Tillaga nr. 7 í skýrslunni felur m.a. í sér að koma á sóknarstýringu í blönduðum botnfiskveiðum líkt og Færeyingar beita með árangurs- ríkum hætti. Ég hef áður skrifað grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Skýrsla Tony Blair, þar sem fjallað er með ítarlegri hætti um efni skýrslunnar, og er hana að finna á vef okkar í Frjálslynda flokknum www.xf.is. Ég hvet alla þá sem vilja kynna sér skýrsluna að fletta grein- inni upp á netinu, en á henni er hægt að tengjast beint inn á skýrslu bres- ka forsætisráðherrans um fisk- veiðistjórn og lesa hana án gler- augna sjávarútvegsráðherra. ■ SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISM. FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS UMRÆÐAN KVÓTAKERFIÐ ,, BRÉF TIL BLAÐSINS AFLANUM LANDAÐ Greinarhöfundur segir að það sé algjör útúrsnúningur að Bretar íhugi að taka upp kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd. Vinstrivilla í Heimdalli Síðastliðinn laugardag átti sér stað sá sögulegi atburður að hægrikratar náðu völdum í Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. En eins og þeir sem hafa fylgst með íslenskum stjórnmálum vita hefur Heimdallur lengi vel verið sterkasta vígi íslenskra frjálshyggjumanna. Ekki lengur. Bolli Skúlason Thoroddsen, nýkjörinn for- maður Heimdallar, er eins og svo marg- ir félagar hans á deiglan.com, hægrikrati ekki frjálshyggjumaður. Ólíkt fyrirrennurum sínum virðist Bolla vera umhugað um að styrkja velferðarkerfið til að taka á félagslegum vandamálum eins og fátækt og atvinnuleysi. Slíkar hugmyndir hafa ekki heyrst frá forustu Heimdallar um langa hríð, ef þá nokkurn tímann. Sigurður Hólm Gunnarsson á skodun.is Ofstæki Jónasar Jónas Kristjánsson kallar stjórnarliða sirka 10 sinnum fasista í leiðara DV í dag. Inn í fúkyrðaflaum sinn fléttar hann ósmekklega veikindum Davíðs Oddssonar. Fyrir afar mörgum árum dáðist ég að ritstíl Jónasar en ofstækið spillti smám saman skrifum hans og gerði þau ótrúverðug enda hámarks- bölsýni leiðarljósið í öllum málum. Núna virðist hann vera búinn að laga leiðaraskrif sín að öðrum standardi DV á slæmum degi. Ágúst Borgþór Sverrisson á agust- borgthor.blogspot.com Kennaraverkfall Það má svo velta því fyrir sér hvort þessi reglulegu kennaraverkföll séu ekki orðin tímaskekkja. Skilningur almennings fyrir þessari tregðu, sem ávallt virðist mynd- ast í kjaraviðræðum milli kennara og launanefndar sveitafélaganna, fer þverr- andi. Ekki síst þegar opinberar tölur sýna að heildarlaun grunnskólakennara hækkuðu um 20% frá árslokum 2000 til ársloka 2003, en laun á almennum markaði hækkuðu um 18% á sama tíma. Fanney Rós Þorsteinsdóttir á deigl- an.com Engir skussar Miðað við neikvæðni menntamálaráðu- neytisins í garð undanþágna mætti ætla að háskólar landsins séu fullir af skuss- um sem engar forsendur hafi til háskóla- náms, nái engum prófum og þvælist bara fyrir. Sú er alls ekki raunin. Og jafn- vel þótt slíkir nemar slyppu inn í skólana væri skaðinn ekki mikill, enda myndu þeir í versta falli heltast úr lestinni í upp- hafsnámskeiðum sem flest eru geysifjöl- menn og kostnaður við hvern nemanda sáralítill. Stefán Pálsson á vg.is/postur Vandi SÁÁ Vandi SÁÁ hefur verið til umfjöllunar vegna þess að þeir hafa veitt ungum sprautufíklum nauðsynlega aðhlynn- ingu en ekki fengið greitt fyrir. Ekki nóg með það heldur hefur SÁÁ þurft að greiða lyfjakostnað vegna þessara sjúk- linga úr eigin vasa, nær milljón krónur á mánuði. Þegar SÁÁ vakti athygli fjöl- miðla á þessu var eins og bæði heil- brigðisráðherra, Jón Kristjánsson, og formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz, kæmu af fjöllum. Það er þó þakkarvert að ráðherra hefur gef- ið það út að reynt verði að koma til móts við samtökin, líklega með viðauka við þjónustusamning sem í gildi er á milli SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins. Vonandi stenst það. Helgi Hjörvar á helgi.is Að lýsa á íslensku Vissulega kostar fé að fá menn til að lýsa leikjum. Það hlýtur hins vegar að vera metnaðarmál íslenskrar sjónvarps- stöðvar sem sendir út beint frá íþrótta- viðburðum erlendis að þeim sé lýst á ís- lensku. Satt best að segja finnst mér ekki nógu góður bragur yfir því þegar annars mjög góður umsjónarmaður enska boltans á Skjá einum segir að lát- ið verði reyna á ákvæði útvarpslaga þessa efnis. Það er bara engin ástæða til að láta reyna á það. Guðjón Ólafur Jónsson á hrifla.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.