Fréttablaðið - 17.08.2004, Síða 34

Fréttablaðið - 17.08.2004, Síða 34
26 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR ÓLYMPÍULEIKAR Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum. „Þetta var rosalega svekkjandi að því leyti að við vorum með tækifæri í höndunum mjög lengi að taka forystuna. Nýttum ekki færi á mikilvægum augnablikum og ég er eiginlega svekktari yfir því að en að tapa svona stórt þótt það hafi verið sárt. Nú verðum við að einbeita okkur að því sem eftir er. Við megum ekki detta í þung- lyndi yfir þessu. Þetta fell ekki okkar megin og ég er sársvekktur með það.“ Guðmundur er enn að glíma við það að liðið hans virðist ekki kunna að taka forystu í leikjum. „Við erum að spila við hörkulið og það er í sjálfu sér ekkert auð- velt að taka forystu og halda henni. Þetta þróaðist þannig að við unnum okkur inn og þetta var vel spilað en svo koma sóknir það sem við erum annað hvort of fljót- ir á okkur eða við nýtum ekki fín færi sem við fáum. Þetta tvennt ræður úrslitum. Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan mjög fín og það er auðvitað já- kvætt en við verðum að skoða þessi mál. Næsti leikur verður að vinnast ef við ætlum að komast áfram en við eigum enn tæki- færi,“ sagði Guðmundur. „Þegar upp er staðið þá eru margir litlir þættir sem ráða því hvort þú ert yfir og undir. Því miður er það svo að nokkur dómarapör hérna eru að dæma illa. Mér fannst þýska parið sem dæmdi fyrsta leikinn hjá okkur dæma illa. Skandinavarnir hafa verið að dæma vel og svona er þetta en ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um.“ henry@frettabladid.isLÁRA ÚR LEIK Lára Hrund Bjargardóttir hefur aðeins einu sinni synt betur 200 metra fjórsund en í gær en hún var þá svekkt að ná ekki að bæta sig. Fréttablaðið/Teitur Í NÓGU AÐ SNÚAST Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur í nógu að snúast í leikjum íslenska landsliðsins í Aþenu. Fréttablaðið/Teitur Megum ekki detta í þunglyndi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur eftir leik. Lára Hrund Bjargardóttir náði sínum næstbesta tíma: Nenni ekki að lemja mig í hausinn ÓLYMPÍULEIKAR Lára Hrund Bjargar- dóttir var tiltölulega sátt þótt hún hefði verið nokkuð frá sínu besta í lauginni í Aþenu í gær. Lára Hrund tók þátt í 200 metra fjór- sundi og kom í mark á tímanum 2:22,00 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:20,35 mínútur. „Ég er alveg búinn á því núna,“ sagði Lára Hrund skömmu eftir að hún steig úr lauginni í Aþenu en hún komst ekki áfram. „Þrátt fyrir að mér hafi ekki tekist að slá metið þá er þetta minn næstbesti tími. Engu að síður er þetta svolít- ið svekkjandi að það þýðir ekki að velta sér upp úr því. Ég er samt ekki óánægð og þetta er tími sem ég sætti mig þannig séð við þótt ég sé pínu svekkt. Ég nenni ekki að lemja mig í hausinn yfir þessu.“ Það var óvenju kalt, eða óvenju lítið heitt, í Aþenu í gær og nokk- uð sterkur vindur var þegar Lára Hrund synti. Hafði þessi vindur einhver áhrif á hana? „Ég hugsa ekki. Laugin var að vísu svolítið kaldari en áður en það eru allir að keppa við sömu aðstæður þannig að það er ekki hægt að kvarta yfir því,“ sagði Lára Hrund en hvernig fannst henni sundið ganga hjá sér. Var hún ánægð eða óánægð með einhverja hluta sundsins? „Ég hugsa að sundið hafi allt ver- ið of hægt. Hvert sund fyrir sig. Ég er ekki búinn að tala við þjálf- arann þannig að ég veit það ekki alveg en þetta er mín tilfinning svona skömmu eftir sundið.“ henry@frettabladid.is Guðmundur Hrafnkelsson: Leikur okkar hrundi í lokin ÓLYMPÍULEIKAR Guðmundur Hrafn- kelsson markvörður fann sig eng- ann veginn í fyrsta leiknum á móti Króötum en hann var heldur bet- ur vaknaður í gær. Varði eins og berserkur og hélt íslenska liðinu inn í leiknum á köflum. Alls varði Guðmundur 21 skot, 20 fleiri skot en hann stoppaði í fyrsta leiknum. Því miður þá dugði þessi stórleik- ur Guðmundar ekki til sigurs. „Í staðinn fyrir að komast yfir í jöfnum leik og vinna hann þá glutrum við þessu niður og töpum með átta mörkum sem er hrika- lega slæmt. Leikur okkar hrundi. Mér fannst sóknarleikurinn fyrst og fremst ekki ganga upp. Vörnin var fín og ég er að finna mig. Það er bara sóknarleikurinn en við gerum allt og mörg mistök þar og fáum á okkur hraðaupphlaup. Þetta er allt of stórt tap.“ henry@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.