Tíminn - 09.06.1973, Síða 3
Laugardagur 9. júni 1973.
TÍMINN
2
TÆKNISKÓLANUM var slitið i gærog voru útskrifaðjr nitján byggingartæknifræðingar og sjö raf-
tæknar, og var inyndin hér aö ofan tekin við þaö tækifæri. Ilæstu einkunn i undirbúningsdeild hlaut
Smári Kristinsson, 9, i raungreinadeild Sæbjörn Kristjánssn, 8,3, i raftæknadeild Jóhannes Axelsson,
8,9, i 1. hluta A Eyjólfur Valdimarsson, 8,9, 1. hluta B Guðni Frimanna Guðmundsson, 8,(> 2. hluta B.
Jóhannes Pétursson, 8,6, 3. hluta B Jóhannes Hafn Kristjánsson, 8,4 og meintæknadeild Anna Skúla-
dóttir, 9,3.
UTANRÍKISRÁÐ-
HERRA MÓTMÆLTI
ÁSIGLINGUNNI
EINAH Agústsson, utanrikis-
ráðherra, kallaði i fyrradag,
bre/.ka sendiráðsritarann i
Heykjavik á sinn fund og mót-
mælti harðlega a'siglingu
freigátunnar Seyliu á Ægi þá um
morguninn. Háðherrann tók
skýrt fram. að herskipið heföi
brotið alþjóðlegar siglingareglur
og gert grófa tilraun til að valda
skemmdum á varðskipinu. Sendi-
ráðsritarinn kvaðst mundu koina
mótma'lunum á framfæri við
bre/.ku stjórnina.
John McKenzie, sendiherra
Breta i Reykjavik, var væntan-
legur til landsins i gær, en hann
fór til London fyrr i vikunni og
ræddi m.a. við Douglas-Home
utanrikisráðherra um fisk-
veiðideiluna.
Utanrikismálanefnd Alþingis
hélt fund i gærmorgun. Þar voru
nýjustu atburðir fiskveiði-
deilunnar ræddir og -þær ráð-
stafanir, sem rikisstjórnin hefur
gert á alþjóðavettvangi, þ.e.
krafan um.að Natoráðið beiti sér
fyrir,að Bretar verði á brott með
herskip sin úr fiskveiðilögsögunni
og orðsendingin til öryggisráðs
SÞ. Lýstu allir nefndarmenn sig
samþykka gjörðum rikisstjórnar-
innar.
Viðræður við V.-Þjóð
verja hefjast brótt
Það
borgar si<
að vera
áskrifand
Veggfóður
Fjölbreyttasta veggfóður
sem völ er á.
Vymura og Decorene
ásamt fjölda annarra gerða.
UTAVER
Lunskrafinnum skjótar aðgerðir
Heimir Hannesson.
EFTIR þau nýju viðhorf i land-
helgisdeilunni sem sköpuðust við
flotainnrás Breta i islenzka fisk-
veiðilögsögu og kröfu islenzkra
stjórnvalda um afskipti Norður-
Atlandshafsbandalagsins. ákvað
stjórn Samtaka um vestræna
samvinnu að vekja athygli aðal-
framkvæmdastjóra bandalagsins
á malinu og þeirri almennu kröfu
þjóðarinnar, að brezki fiotinn yrði
kallaður á bott án tafar. Ritaði
stjórn félagsins Jósef Luns, aðal-
framkvæmdastjóra NATO, bre'f,
þar sem þvi var lýst, hversu al-
varlegum augum væri litið á
flotaaðgerðir Breta og sérstök
áherzla á það lögð.að bandalagið
beitti sér fyrir skjótum aðgeröum
i málinu.
Um leið var vakin athygli
framkvæmdastjórans á þeirri
hættu, að harðnandi átök i land
helgisdeilunni stenfdu i hættu
eðlilegum samskiptum tslands
við núverandi bandalagsþjóðir i
Atlantshafsbandalaginu.
Til að árétta sérstaklega þessa
skoðun, var ákveðið, að höfðu
samráði við utanrikisráðuneytið,
að óska eftir sérstökum fundi
með Jósef Luns til að ræða þessi'
mál. Heimir Hannesson, lög-
fræðingur, einn stjórnarmanna
samtakanna, fór i bikunni til
Briissel i þessum erindum, og átti
fund með Jósef Luns s.l. mið-
vikudag. Tómas Tómasson, am-
bassador tslands hjá NATO, var
viðstaddur fund þennan.
EINS og skýrt hefur verið frá
mun Einar Agústsson sitja utan-
rikisráðherrafund NATO, sem
haldinn verður i Kaupmannahöfn
14. og 15. júni n.k. Auk ráðherrans
verða i sendinefndinni Ingvi
Ingvason, skrifstofustjóri utan-
rikisráðuneytisins, og Hans G.
Andersen, þjóðréttarfræðingur.
Einnig mun Sigurður Bjarnason,
sendiherra i Kaupmannahöfn,
taka þátt i störfum fundarins. ts-
lenzka sendinefndin fer utan n.k.
miðvikudag.
Skömmu eftir að utanrikisráð-
herra kemur til landsins aftur
munu hefjast viðræður við
Vestur-Þjóðverja um réttindi
þýzkra togara til að veiða innan
islenzku fiskveiðilögsögunnar,
Ekki er búið að timasetja þann
fund, en að öllum likindum hefj-
ast viðra?ð!ur 17. til 20. júni. Af
tslendinga hálfu munu ráðherrar
taka þátt i viðræðunum, en
Vestur-Þjóðverjar hafa enn ekki
sent nöfn samningamanna sinna,
en fastlega er búizl við að ráð-
herra verði meðal þeirra.
t stórum dráttum er islenzka
tilboðið til Vestur-Þjóðverja
þannig, að þeim verður gefinn
kostur á að veiða allt inn að 30
milna mörkum i 18 til 24 mánuði.
Sjálfsagt verður fjölda skipa og
stærð einhver takmörk sett. 00.
Hlíðarskokkið á Akureyri
1 FYRRA sumar var á Akureyri
stofnað til trimmkeppni fyrir fólk
á öllum aldri. Tilgangur keppn-
innar var að hvetja bæjarbúa til
útiveru og gönguferöa. Hliðar-
skokkinu er ætlað að veita
öldnum, sem ungum tækifæri til
að hreyfa sig i formi létts leikjar
úti i náttúrunni.
Hliðarskokkið hefst við Lóns-
brúna, laugardaginn 9. júni kl.
2.00 e.h. Vegalengdin, sem farin
er, er um þaö bil 10 kilómetrar.
Þátttakendur ganga, skokka eða
hlaupa upp Hliöina, suður að Lög-
mannshliðarkirkju. Þar er haldið
niður á við og siðan beygt til
norðurs og endað að lokum
skammt sunnan þess staöar, sem
lagt var af stað frá.
Vegalengdin, sem farin er, er
sem fyrr segir um það bil 10 km.
Fljótustu keppendurnir i fyrra
voru: Þórir Snorrason og
Benedikt Björgvinsson. Timi
þeirra i keppninni var 47 min. og
20 sek. Þeir sem rólegast fóru
voru um 1 1/2 tima á leiðinni.
Þátttökutil-
kynningar berist til Hreiðars
Jónssonar, Iþróttavellinum, simi
21588, eða Einars Helgasonar,
skrifstofu IBA, Glerárgötu 20,
simi 21202.
iþróttabandalag Akureyrar.