Tíminn - 09.06.1973, Síða 14
14
TÍMINN
Laugardagur 9. júni 1973.
A rundinum mcft urlendu fréUamönnunum, séjn blaöamaöur Timans sat.útskýrfti llannes m.a. siðasta tilboö islendinga til Breta frá 5. mai,
en Bretar sögöust mundu gefa rikisstjórn sinni skýrslu um tilboðift og koma aftur til frekari viftræftna. En þess i staft sendu þeir herskip inn i
islenzka landhelgi. ,,l>etta er mesta ódrengskaparbragft.scm cg man eflir úr nútimasögu milliríkjasamskipta,” sagöi Hannes, og erlendu
fréllamennirnir skrifuftu af kappi i minnishækur sinar.
geröir eru nú orðnar sex taisins
Ég tel þá 4,merkasta þeirra, en
það er ensk þýðing á ræöu forsæt-
isráðherra, sem hann flutti á Al-
þingi 9. nóvember 1971. Sömuleið-
is tel ég þá nýjustu, sem er sú 6.i
röðinni, mjög merka, en hún er
eftir Jakob Jakobsson, fiskifræð-
ing. Hinar fjórar hef ég tekið
saman.
Auk þessa hef ég séð um útgáfu
á prentuðum upplýsingaritum.
Ég samdi og gaf út ritið „Iceland
and the Law of the Sea”, sem gef-
ið var út i 12000 eintökum i
febrúar 1972. Sömuleiðis „Ice-
land’s 50 miles and the reasons
why”, sem fyrst var gefið út i
15000 eintökum i febrúar 1973.
Það rit hefur nú komið út i 2. út-
gáfu i 7000 eintökum og verið er
að ganga frá norskri útgáfu á þvi i
20.000 eintökum til dreifingar á
Norðurlöndum.
— Hvernig er ritum þessum
dreift?
— Ég hef komið mér upp út-
sendingalista, sem á eru allt að
1000 erlendir fréttamenn og er-
lend blöð, timarit, útvarps- og
sjónvarpsstöðvar og alþjóðlegar
fréttastofur i um 130 rikjum
heims. Allt, sem gefið er út um
landhelgismálið, er sent þessum
aðilum. Þessi upplýsingagögn
hafa og verið lögð fram á frétta-
fundum og þeim hefur verið dreift
af sendiráðum Islands erlendis.
Fulltrúar Islands á alþjóðaráð-
stefnum hafa tekið þau með sér,
ýmist til dreifingar eða annarra
nota, og loks hafa mörg islenzk
félög og félagasamtök dreift
bæklingunum til viðskiptavina,
t.d. SIS, Eimskipafélagiö, Loft-
leiðir o.fl.
— Nú var gerð kynningarkvik-
mynd um landhelgismálið, er
ekki svo?
VIÐ ERUAA I ALLSHERJARSOKN
TIL SIGURS í LANDHELGISMÁLINU
Samverkandi upplýsingastarfsemi á öllum sviðum stefnir að
w
einu marki: Urslitasigri á hafréttarróðstefnunni í Chile 1974,
segir Hannes Jónsson í viðtali við Tímann
Al) UNDANKOIINU befur llanii-
es Jónsson, blaftafulltrúi rikis-
stjórnarinnar, baldift daglega
fundi meft erlendum fréUainönn-
um, sein staddir eru liér á landi.
Fundir þessir hefjast ávallt kl. I(>.
en slanda misjafnlega lengi.
Blaftamaftur Timans brá sér ný-
lega á einn fundanna og ræddi
siftan vift llannes Jónsson um
starf hans sem blaftafulltrúa.
— Er langt siðan sá háttur var
tekinn upp að halda fasta fundi
með erlendum blaðamönnum,
llannes?
— A undanförnum 5—6 vikum
má segja, að fundir þessir hafi
verið daglega. Allt frá þvi ég tók
við embætti hefur aö sjálfsögðu
mikill hluti starfstimans farið i að
ræða við erlenda fréttamenn. Frá
þvi þeir fóru að vera svo margir
hér i einu, hef ég komið viðræðum
i það fasta form, að hala upplýs-
ingafundi á hverjum degi.
— Og hvað er það, sem frétta-
mennirnir spyrja helzt um?
— Landhelgismálið erætiðofar-
lega á baugi, svo og atburðir,
tengdir þvi. Einnig er mikið spurt
um varnarliðið i Keflavik og
stefnu rikisstjornarinnar i
varnarmálum. 1 seinni tiö hefur
mér lika borizt fjöldi fyrirspurna
um afstöðu lslands til NATO, i
ljósi flotainnrásar Breta. Að
sjálfsögðu er svo spurt um marg-
visleg önnur islenzk málefni. Þrir
fyrrnefndir málaflokkar eru þó á-
vallt mest áberandi.
— Hvaðan koma þessir frétta-
menn?
— Þeir koma hvaðanæva að.
Bretarnir eru fjölmennir, enn-
fremur Norðurlandabúar,
Bandarikjamenn, Kanadamenn,
Frakkar, Hollendingar, Þjóðverj-
ar og þannig mætti áfram telja.
Fréttamennirnir hafa yfirleitt
stutta viðdvöl hér á landi. Það
virðist þó ekki hafa mikil áhrif á
aðsóknina að fréttamannafund-
unum, þvi einn kemur þá annar
fer.
— Skýra þessir menn svo frá
islenzkum málefnum?
— Já. Mér eróhætt að segja, að
athygli almennings viða um heim
beinist æ meira að Islandi og is-
lenzkum málefnum. Blaðaúr-
klippubunkinn, sem ég fæ sendan
vikulega frá sendiráöum og
ræðismönnum Islands erlendis,
stækkar stöðugt. Hitt er þó meira
um vert, að fjöldi greina, sem eru
vinsamlegar málstað okkar, vex
stöðugt.
— Þú hefur séð um útgáfu ým-
issa upplýsingarita um landhelg-
ismálið, er ekki svo?
— Jú. Um leið og ég tók við
embætti i ágúst 1971 var hafizt
handa um útgáfu fyrstu upplýs-
ingagreinargerðarinnar, þvi Við-
reisnarstjórnin hafði ekki gefið út
eitt einasta upplýsingarit um
málið alla sina tið, svo ekkert var
til i Stjórnarráðinu af upplýsinga-
ritum um málið. Þessar greinar-
— Jú. Mér var falið að hafa
með höndum framkvæmd á gerð
stuttrar kvikmyndar um land-
helgismálið. Þeir Eiður Guðna-
son og Sigurður Sverrir Pálsson
voru svo ráðnir til að vinna það
verk.
Kvikmyndin hefur verið sýnd
mjög viða. Það er m.a.s. enn ver-
ið að sýna hana, eða kafla úr
henni. Þannig dreifði alþjóðlegi
sjónvarpshringurinn UPITN i
London 4 fyrstu minútum
myndarinnar til meira en 100
sjónvarpsstöðva, viðs vegar um
heim. 36 stöðvar fengu myndina
svo senda beint frá okkur.
— Er útgáfa nýs kynningarrits
á döfinni núna?
— Já, ekki get ég neitað þvi.
Hins vegar hef ég litið getað sinnt
þvi verkefni að undanförnu vegna
mikils erils, t.d. i sambandi við
fund þeirra Nixons og Pompidous
hér I Reykjavik.
— Gafst tækifæri til að kynna
málstað tslands i sambandi við
þann fund?
— Já, að sjálfsögðu notuðum
við tækifærið til hins ýtrasta.
Embætti mitt kom upp sérstakri
upplýsingaskrifstofu i frétta-
manna- og fjarskiptastöðinni.
Þar lágu frammi margvisleg
upplýsingarit um Island og is-
lenzk málefni, sérstaklega land-
helgismálið. Auk þess gafst mér
færi á að hafa fund með erlendu
fréttamönnunum og ræða við þá
um sjónarmið okkar i landhelgis-
málinu, stefnuna i varnarmálun-
um og litillega um viðhorf okkar
til NATO. Þá svaraði ég nokkrum
fyrirspurnum og skýrði frá ásigl-
ingartilraunum Breta á Arvakur
sama morgun og sá atburður átti
sér stað.
— Nú hefur komið fram, að
blaðið Expressen hefur rangtúlk-
að mál þitt á fundinum. Er slikur
fréttaflutningur algengur?
— Þaðheld ég ekki. Það kemur
samt alltaf fyrir, að einn og einn
æsifréttamaður slæðist með og
segir meira en sagt hefur verið.
Hitt er furðuleg árátta hjá ein-
staka islenzku blaði að leggja sig
fram um að prenta upp vitleysur
úr erlendum blöðum, en minnast
ekki á það, sem satt er og rétt.
T.d. var frétt úr sænska æsi-
fréttablaðinu Expressen um
Rikisstjórnin sendi Steingrim Hermannsson og Hannes Jónsson á fund visindaráfts Einingarsamtaka Afrikurikja í Ibadan, i nóvember 1972,
en mýndin er af nokkrum þátttakendum ásamt rikisstjóra Vesturríkis Nigeriu. Þar fluttu þeir báftir ræftur og upplýsingagreinargerft nr. 3 var
dreift til fundarmanna sem opinberu skjali ráftstefnunnar. Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar var mcft drög aft tillögu um aft mæla meft
12+12 milna landhelgi, en eftir aft hafa hlustaft á mál Steingrims og Hannesar mæltu þeir meft 12 milna landhelgi og 200 niilna efnahagslög-
sögu. Hugmynd þessa kynnti Hannes i ræðu sinni á ráðstefnunni. Hún var siftan tekin upp i kynningarritið „Iceland and the Law of the Sea” I
fcbrúar 1972 og I ágúst sama ár flutti Kenya tillögu á fundi hafsbotnsnefndar S.þ., sem var efnislega samhljóða þessari hugmynd. Þannig
skilar samverkandi kynningarstarfsemi árangri I starfi.