Tíminn - 09.06.1973, Síða 15
Laugardagur 9. júni 1973.
TÍMINN
15
ásiglinguna á Arvakur slegið upp
i Morgunblaðinu.
Ég bið nú eftir þvi, að Morgun-
blaðið birti t.d. grein úr Herald
Tribune,Le Monde, Neue Zúrich-
er Zeitung eða grein úr einhverju
öðru virtu blaði, sem fór rétt með
ummæli min.
Ég skýrði að sjálfsögðu frá
málinu, eins og það stóð, þegar
mér barst fréttin. Ég sagði, að
þrisvar hefði verið siglt á Árvak-
ur og tilraunir gerðar til að
sökkva honum. Skipið væri þegar
mikið laskað. Þór væri kominn á
vettvang og vonandi tækist hon-
um að bjarga Árvakri og koma
honum til hafnar. En allt væri i
tvisýnu um það sem stæði.
Fréttamennirnir sendu strax út
sin fyrstu fréttaskeyti, fylgdust
siðan með framvindu málsins og
sendu fréttir til viðbótar, jafn óð-
um og þær bárust. Slikt er eðli
fréttamennsku. Fyrstu fréttir af
atburðum eru venjulega óljósar
og gefa ekki þá heildarmynd, sem
siðar fæst. Þetta hélt ég, að væri
öllum fréttamönnum ljóst, jafnt
Morgunblaðsmönnum sem öðr-
Viðreisnarstjórnin gaf ekki út eitt
einasta upplýsingarit um land-
helgismál á 12 ára ferli sinum.
Engin upplýsingagögn voru tiltæk
i Stjórnarráðinu, þegar stjórn
Ólafs Jóhannessonar tók við vöid-
um. Síðan hafa verið gefnar út 6
upplýsingagreinargerðir á veg-
um blaðafulltrúaeinbættisins og
tveir litprentaðir kynningarbækl-
ingar, auk þess sem utanrikis-
ráðuneytiö hefur gefið út hvitbók
um inálið á ensku og þýzku. Þar
að auki var gerð kynningarkvik-
mynd um málstað tslands, og
hefur hún verið sýnd viða um
heiin. Myndin sýnir upplýsinga-
gögnin um iandhelgismálið, sem
gcfin hafa verið út á tæplcga
tveggja ára ferli núverandi
stjórnar.
um, svo ekki væri ástæða til
hneykslunar.
— Vakti þetta atvik ekki at-
hygli á landhelgisdeilunni?
Jú, svo sannarlega. Reyndar
má segja, að flest hafi orðið til
þess að skapa sérstök tækifæri til
kynningar þessa máls: Sjálf út-
færsla landhelginnar vakti
nokkra athygli i upphafi, svo og
kæra Breta og Vestur-Þjóðverja
til Alþjóðadómstólsins. Heims-
meistaraeinvigið i skák skapaði
okkur svo sérstakt tækifæri, sem
ég held mér sé óhætt að fullyrða,
að hafi verið nýtt til hins ýtrasta.
Náttúruhamfarirnar á Heimaey
vöktu lika sérstaka athygli á Is-
landi og þeirri lifsbaráttu, sem
við heyjum við erfiðar aðstæður.
Og heimsókn þeirra Nixons og
Pompidous dró hingað á 5. hundr-
að erlendra fréttamanna, sem
margir höfðu áhuga á landhelgis-
málinu og gerðu sér far um að
kynna sér það og skýrðu frá ýms-
um þáttum þess i fréttamiðlum
sinum.
— Erlendir fréttamenn hafa og
rætt við islenzka ráðherra er ekki
svo?
— Ég er þess fullviss, að engir
islenzkir ráðherrar hafi átt eins
mörg viðtöl við erlenda frétta-
menn um islenzk hagsmunamál
og núverandi ráðherrar. Þetta
hefur einkum mætt á Ólafi Jó-
hannessyni, forsætisráðherra,
Einari Agústssyni, utanrikisráð-
herra, og Lúðvik Jósepssyni,
sjávarútvegsráðherra, sem rætt
hafa við hundruð erlendra frétta-
manna. En allir ráðherrarnir
hafa lagt fram drjúgan skerf til
kynningar landhelgismálsins,
þótt i misjöfnum mæli sé, með
viðtölum og fundum með erlend-
um fréttamönnum.
— Finnst þér hafa orðið mikil
breyting á skrifum erlendra
blaða um landhelgismálið?
— Já, mjög mikil. Framan af
hætti fólki hér á landi til að meta
áhrif kynningarstarfsins eftir þvi,
Pakkarnir, scm koma vikulega með blaöaúrklippum úr erlendum blöðum, stækka stöðugt og æ fleiri
greinar birtast, sem skýra islenzk sjónarmið, þótt brezka og v-þýzka pressan hafi þurft lengri tfma en
aðrir að átta sig.
Hannes hefur átt mörg sjónvarpsviðtöl við brezkar, þýzkar,norrænar,
franskar, bandariskar, italskar o.fl. sjónvarpsstöðvar. A sjómanna-
daginn sendi hollenzka sjónvarpsstöðin f Hilversum menn til að ræða
við Hannes um landhelgismálið.
Notaði hann tækifærið og lét taka það fyrir framan styttu Hannesar
Hafstein, þar sem „fyrsta varöskip” tslendinga var til sýnis. Myndin
var sýnd i hollenzka sjónvarpinu daginn eftir og einnig send Euro-
visionstöðvunum.
hvernig höfuðandstæðingar okkar
f Bretlandi skrifuðu um málið.
Bretinn verður þó örugglega
„siðasti Móhíkaninn” i landhelg-
ismálinu. Hann heldur eflaust
áfram baráttu gegn skynsam-
legri stefnu okkar löngu eftir að
örlög málsins ráðast, en það
verður fyrst og fremst i Afriku,
Asiu og Ameriku. Samverkandi
upplýsingastarfsemi okkar á öll-
um sviðum stefnir að úrslitasigri
á hafréttarráðstefnunni i Chile
1974.
— Að lokum, Hannes. Hvað
viltu segja um starfið og viðhorf
þitt til þess?
— Starfið er skemmtilegt, fjöl-
breytt, mjög erilssamt og oft ögr-
andi, af þvi ég er i raun og veru i
stöðugum málflutningi fyrir mál-
stað okkar i landhelgismálinu og
stefnu rikisstjórnarinnar yfir-
leitt. Þeir, sem á mig hlýða, eru
oftast að hluta brezkir og vestur-
þýzkir fréttamenn, sem eru jafn-
an tilbúnir með ögrandi spurning-
ar og skarpar athugasemdir.
Ég vil taka fram að lokum, að
það er alltaf auðveldara að
kynna, verja og sækja góðan mál-
stað en lélegan. Þess vegna erum
við tslendingar í allsherjarsókn
til sigurs i landhelgismálinu.
ET.
Japönsku NYLON hjólbarðarnir.
Allar vörubílastærðir-
825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20
seldar á Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu.
Verkstæðið opið alla daga
fró kl. 7.30 til kl. 22.00.
SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055
JOHNS-MANVILLE
gleruTTar-
9 einangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasfa glerull-
areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið
þér frían álpappír með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt
borgar sig.
Munið Johns-Manville í alla einangrun.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Sendum hvert á land sem er.
JIS
JÓN LOFTSSON HF.
Hringbraut 121 . Sími 10-600