Tíminn - 09.06.1973, Qupperneq 18
18
TÍMINN
Laugardagur 9. júni 1973.
Menn og málofni
Endurskoðun
varnar-
samningsins
I málefnasamningi núv. rikis-
stjórnar segir m.a. á þessa leið i
kafla þeim, sem fjallar um utan-
rikismál:
„Varnarsamningurinn við
Bandarikin skal tekinn til endur-
skoðunar eða uppsagnar i þvi
skyni, að varnarliðið hverfi frá
Islandi i áföngum. Skal að þvi
stefnt, að brottför liðsins eigi sér
stað á kjörtimabilinu.”
I samræmi við þetta hefur Ein-
ar Agústsson utanrikisráðherra
látið gera ýmsar kannanir á þess-
um málum, Sú könnun hefur
gengið nokkuð hægar en ætlað var
sökum þess, að landhelgismálið
hefurhaft algeran forgang. Utan-
rikisráðherra hefur nú ákveðið að
fylgja þessari könnun eftir með
formlegri beiðni um endurskoðun
á varnarsamningnum samkvæmt
7. grein hans. Þetta er i samræmi
við ályktun, sem gerð var á sfð-
asta aðalfundi miöstjórnar
Framsóknarflokksins. Tilgang-
urinn með endurskoðuninni er að
ná samkomulagi um brottför
hersins. Náist slikt samkomulag
ekki innan sex mánaða frá þvi, að
formleg endurskoðun hófst, er
samningurinn uppsegjanlegur
með eins árs fyrirvara. Að þvi
verður stefnt að ná samkomulagi
um brottflutning hersins, án þess
að til uppsagnar samningsins
þurfi að koma.
Stefnumótunin
1946
t tilefni af þeirri formlegu end-
urskoðun varnarsamningsins,
sem nú er framundan, þykir ekki
úr vegi að rifja upp afstöðu
Framsóknarflokksins til varnar-
málanna frá upphafi og verður
þar að verulegu leyti stuðzt við
ræöu, sem undirritaður flutti á
Varðbergsfundi haustið 1971. Með
réttu lagi má segja, að sú stefna,
sem Framsóknarflokkurinn hefur
fylgt i varnarmálum, hafi verið
mófuð i höfuðdráttum á aðalfundi
miðstjórnar flokksins i aprilmán-
uðiil946. Þá stóðu kosningar fyrir
dyrum. Varnarmálin voru þá
mjög á dagskrá, en Bandarikja-
menn höfðu þá enn herlið hér og
töldu sig geta háft hér herlið sam-
kvæmt varnarsamnignum frá
1941 unz friður hefði verið saminn
við Þjóðverja. tslendingar túlk-
uðu ákvæði samningsins hinsveg-'
ar þannig, að herinn ætti að fara
strax og vopnaviðskiptum væri
lokíð. Þessu til viðbótar höfðu
Bandarikin farið fram á her-
stöðvar i Reykjavik.i Keflavik og
i Hvalfirði til 99 ára. Rikisstjórn-
in, sem þá var skipuð Sjálfstæðis-
mönnum, Alþýðuflokksmönnum
og Kommúnistum, hafði ekkert
birt opinberlega um þetta og
stefndi hún að þvi, að málið yrði
sem minnst rætt i kosnipgabar-
áttunni sökum ágreinings um það
innan hennár. ,
Aðurnefndur aðalfundur mið-
stjórnar Framsóknarflokksins
samþykkti itarlega tillögu um ut-
anrikismál og var i niðurlagi
hennar vikið að öryggismálum á
þessa leið:
„Jafnframt lýsir fundurinn yfir
þeirri skoðun, að áherzlu beri að
leggja á nána samvinnu við þjóðir
Engilsaxa og Norðurlandaþjóð-
irnar, og sérstakt samstarf við
engilsaxnesku þjóðirnar um
öryggismál landsins, án þess að
erlendur her dvelji i landinu.”
Alyktun þessi er að þvi leyti
söguleg, að hér mun islenzkur
flokkur i fyrsta sinn hafa látið það
i ljós, að eðlilegt gæti verið að
hafa samráð við nágrannarikin
um varnarmál á friðartimum, en
þó ófrávikjanlega á þeim grund-
velli, að ekki væri erlendur her i
landinu. Hinir stjórnmálaflokk-
arnir ályktuðu fyrir kosningar
1946 á þann veg eingöngu, að þeir
væru mótfallnir erlendri hersetu.
Bjarni Benediktsson
Ekki herstöð
Eftir kosningarnar 1946, voru
haldin tvö aukaþing á árinu. Hið
fyrra fjallaði um aöild tslands að
Sameinuðu þjóðunum. Sam-
kvæmt 43. grein sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna, hefur öryggis-
ráöið m.a. vald til að fyrirskipa
þátttökurikjunum að hafa her-
stöðvar. t utanrikisnefnd Alþingis
var algert samkomulag um að
leggja þann skilning i ákvæði 43.
greinarinnar, að engar kvaðir um
herstöðvar væri hægt að leggja á
Islenzka rikið, nema að fengnu
samþykki þess sjálfs. „Islending-
ar eru eindregið andvigir her-
stöðvum i landi sinu og munu
beita sér gegn þvi að þær verði
veittar,” segir i nefndarálitinu.
Siðara aukaþingið 1946 fjallaði
um Keflavikursamninginn svo-
nefndan, en hann hét raunar
samningur „um brottfellingu
herverndarsamningsins frá 1941
o.fl.” Samkvæmt honum, hétu
Bandarikjamenn þvi að flytja all-
an her sinn i burtu, en fengu i
staðinn að hafa sérstaka bækistöð
á Keflavikurvelli, vegna flugs
þeirra i sambandi við ameriska
herinn i Þýzkalandi. Bandarikja-
stjórn taldi sig þurfa að hafa um
600 manns á Keflavikurflugvelli
vegna þessarar starfsemi. Samn-
ingurinn var uppsegjanlegur eftir
5 ár með 1 1/2 árs fyrirvara.
Framsóknarmenn lögðu til, að
sú breyting yrði gerð á samningri-
um, að Keflavikurvöllur yrði
strax alveg undir islenzkri stjórn,
þótt umrædd aðstaða yrði veitt
flugher Bandarikjanna. Sú var
lika afstaða þeirra, sem þá köll-
uðu sig þjóðvarnarmenn.
Forsvarsmenn samningsins,
lögðu mikla áherzlu á, að þannig
væri gengið frá þessu máli, að hér
væri ekki um herstöð að ræða.
,,Of dýru verði
keypt"
A árunum 1947 og 1948 myndað-
ist alvarlegt ástand i alþjóðamál-
um, sökum yfirgangs Rússa i
Austur-Evróþu. UiViræður hófust
þvi um stofnun Atlantshafs-
bandalagsins. Hinn 5. jan. 1949,
kvaddi ameriski sendiherrann i
Reykjavik Bjarna Benediktsson,
sem þá var utanrikisráðherra, á
fund sinn til að kynna honum
þessar fyrirætlanir. Bjarni sagði
siðar frá þvi á Alþingi, að hann
hafi fyrst spurzt fyrir um tvennt,
eða það, hvort tsland þyrfti að
hervæðast og hvort tslendingar
þyrftu að hafa islenzkan her á
friðartimum. Þetta tvennt fannst
Bjarna mestu máli skipta.
Hinn 12. febrúar 1949 skýrði
Bjarni sendiherranum frá þvi að
„sú skoðun væri ákaflega rik,
bæði hjá fylgismönnum rikis-
stjórnarinnar og stjórninni
sjálfri, að það væri of dýru verði
keypt að láta hermenn dvelja hér
á friðartimum fyrir það öryggi,
sem við slikt fengist.”
Skilyrðið
I framhaldi af þessu, hófust svo
umræður um hugsanlega aðild ts-
lands að Atlantshafsbandalaginu.
Kysteinn Jónsson
A aðalfundi Framsóknarflokks-
ins, sem var haldinn i febrúar
1949, var samþykkt svohljóðandi
ályktun um málið:
„Framsóknarflokkurinn telur,
að tslandi beri að kappkosta góða
samvinnu við allar þjóðir, er þeir
eiga skipti við( og þó einkum nor-
rænar þjóðir og engilsaxneskar
vegna nábýiis, menningartengsla
og likra stjórnarhátta.
Flokkurinn telur, að Islending-
um beri að sýna fullan samhug
sérhverjum samtökum þjóða, er
stuðla að verndun friðar og efl-
ingu lýðræðis, en vinna gegn yfir-
gangi og ofbeldi.
Hinsvegar ályktar flokkurinn
að lýsa yfir þvi, að hann telur Is-
lendinga af augljósum ástæðum
eigi geta bundizt i slik samtök,
nema tryggt sé, að þeir þurfi ekki
að hafa hér her né leyfa neinskon-
ar hernaðarlegar bækistöðvar er-
lendra þjóða i landi sinu né land-
helgi, nema ráðizt hafi verið á
landið eða árás á það yfirvofandi.
A þessum grundvelli og að
þessu tilskildu telur flokkurinn
eðlilegt, að Islendingar hafi sam-
vinnu við önnur lýðræðisríki um
sameiginleg öryggismál.”
Vesturförin 1949
Það var eitt næsta spór i málinu
að þrir ráðherrar eða þeir Bjarni
Benediktsson, Emil Jónsson og
Eysteinn Jónsson fóru i marz-
mánúði 1949 til Washington og
ræddu þar við Dean Acheson, ut-
anrikisráðherra Bandarikjanna.
1 lok viðræðnanna var þvi lýst yfir
af hálfu Bandarikjanna:
„1. Að ef til ófriðar kæmi,
mundu bandalagsþjóðirnar óska
svipaðrar afstöðu á tslandi og var
i siðasta striði og að það mundi
algerlega vera á valdi .tslands
sjálfs, hvenær sú afstaða yrði lát-
in i té.
2. Að allir aðrir samningsaðilar
hefðu fullan skilning á sérstöðu
tslands.
3. Að viðurkennt væri, að tsland
hefði engán herög‘ætlaði ekki að
stofna her.
4. Að ekki kæmi til mála, að er-
lendur her eða herstöðvar yrðu á
tslandi á friðartimum.”
Ummæli
Ólafs Thors
Það var fyrst eftir þetta, að rik-
isstjórnin, sem var skipuð Fram-
sóknarflokknum, Sjálfstæðis-
flokknum og Alþýðuflokknum,
ákvað að beita sér fyrir aðild ts-
lands að Atlantshafsbandalaginu.
I umræðum á Alþingi, lögðu tals-
menn þessara flokka sérstaka
áherzlu á, að engin kvöð um her-
setu fylgdi þátttökunni i Nato.
Ólafur Thors orðaði þetta einna
ákveðnast, þegar hann sagði:
„Hann (þ.e. Atlantshafssátt-
málinn) er sáttmáli um það, að
engin þjóð skuli nokkru sinni hafa
her á tslandi á friðartimum.
Hann er sáttmáli um það, að
aldrei skuli herstöðvar vera á ts-
landi á friðartímum.”
Emil Jónsson
Varnarsamn-
ingurinn 1951
Eftir að Kóreustyrjöldin hófst
1950, versnuðu mjög allar horfur i
alþjóðamálum og margir óttuðust
heimsstyrjöld þá og þegar. 1
skugga þessarar ófriðarhættu var
varnarsamningurinn við Banda-
rlkin gerður sumarið 1951. En
strax var lögð áherzla á, að her-
setan væri ekki ætluð til frambúð-
ar. Til að árétta það var það
ákvæði sett i samninginn, að hann
væri uppsegjanlegur hvenær sem
væri með 1 1/2 mánaðar fyrir-
vara.
Af hálfu þeirra þriggja flokka,
sem að samningnum stóðu, hefur
jafnan verið lögð áherzla á
tvennt: I fyrsta lagi væri aðild-
inni að Nato og varnarsamning-
urinn tvö aðskilini mál. I öðru
lagi væri það á valdi tslendinga
einna að ákveða, hve lengi dveldi
hér varnarlið samkv. samningn-
um.
Fáir munu hafa áréttað þetta
oftar en Bjarni Benediktsson.
T.d. fórust honum svo orð um síð-
ara atriðið, i ræðu, sem hann
flutti á ráðherrafundi Atlants-
hafsbandalagsins, sem haldinn
var i Reykjavik i júni 1948:
„Varðandi land mitt er það að
visu svo, að við höfum sérstakan
varnarsamning innan Atlants-
hafsbandalagsins við Bandarfkin,
en það fer alveg eftir máti okkar
sjálfra á heimsástandinu, þegar
þar að kemur, hversu lengi
bandariskt lið dvelur á tslandi”
(Mbl. 25. júni 1968).
íslenzk gæzla
Fljótlega eftir að varnarsamn-
ingurinn var gerður 1951, kom sú
stefna til sögunnar, að tslending-
ar ættu sjálfir að annast gæzlu
varnarstöðvanna, meðan þeirra
væri talin þörf, svo að hægt væri
að losna við hina erlendu hersetu
að mestu eða öllu. Þannig fluttu
þingmenn úr öllum flokkum til-
lögur um það á þingunum 1953 og
1954, að Islendingar tækju við
gæzlu radarstöðvanna, t.d. Sig-
íúrður Bjarnason, Magnús Jóns-
son, Jón' Kjártansson sýslumað-
ur, Gylfi Þ. Gislason, Hannibal
Valdimarsson, Páll Þorsteinsson
og Gisli Guðmundsson. A þirigun-
um 1953-55 flutti Alþýðuflokkur-
inn tillögu, þar sem lagt var til, að
þegar skyldi hafinn undirbúning-
ur þess, að íslendingar tækju i
sinar hendur rekstur, viðhald og
gæzlu þeirra mannvirkja, sem
byggð hefðu verið eða óbyggð
væru, á grundvelli varnarsamn-
ingsins og að Alþingi geti ákveðið
brottflutning herliðsins með 3ja
mánaða fyrirvara, þegar ts-
lendingar væru reiðubúnir til þess
að taka fyrrgreind störf i eigin
hendur.
Þá sagði i tillögu Alþýðufl. að
næðist ekki samkomulag á þess-
um grundvelli, skyldi varnar-
samningnum sagt upp.
Ályktunin frá
28. marz 1956
Tillagan, sem Alþýðuflokkur-
inn flutti á þinginu 1955, kom til
meðferðar i utanrikismálanefnd i
marz 1956. Þar náðist samkomu-
lag um það milli fulltrúa Fram„-
sóknarflokksins og Alþýðuflokks-
ins að tillagan skyldi orðast á
þessa leið:
„Stefna tslands i utanrikismál-
um verði hér eftir sem hingað til
við það miðuð að tryggja sjálf-
stæði og öryggi landsíns, að höfð
sé vinsamleg sambúð við allar
þjóðir og að tslendingar eigi sam-
stöðu um öryggismál við ná-
grannaþjóðir sinar, m.a. með
samstarfi i Atlantshafsbandalag-
inu.
Með hliðsjón af breyttum við-
horfum siðan varnarsamningur-
inn frá 1951 var gerður og með til-
liti til yfirlýsinga um, að eigi skuli
vera erlendur her á Islandi á frið-
artimum, verði þegar hafin end-
urskoðun á þeirri skipan, sem þá
var tekin upp með það fyrir aug-
um, að Islendingar annist sjálfir
gæzlu og viðhald varnarmann-
virkja — þó ekki hernaðarstörf —
og að herinn hverfi úr landi. Fáist
ekki samkomulag um þessa
breytingu „verði málinu fylgt eft-
ir með uppsögn samkv. 7. grein
samningsins.”
Þessi tillaga var samþykkt hinn
28. marz 1956 með atkvæðum
Framsóknarmanna, Alþýðu-
flokksmanna, Þjóðvarnarmanna
og Kommúnista.
Hafinn sé undir-
búningur
. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i
utanrikisnefnd lögðu til, að fram-
angreindri tillögu yrði visað frá
með rökstuddri dagskrá, sem
hófst á þessa leið:
„Svo sem fram kemur i sjálfum
varnarsamningnum hefur það
ætlð verið tilætlun Alþingis og
rikisstjórnar, að erlent varnarlið
dveldi ekki lengur hér á landi en
nauðsynlegt væri vegna öryggis
landsins, og þar með friðsamra
nágranna þess, að endanlegu
mati islenzkra stjórnvalda. Al-
þingi áréttar þennan vilja sinn og
lýsir yfir þvi, að það telur rétt, að
hafinn sé nauðsynlegur undirbún-
ingur þess að svo megi verða. Að-
ur en ákvörðun um brottflutning
hersins er tekin, þarf hins vegar
að athuga rækilega hvort tveggja,
ástand og horfur i alþjóðamálum
og hvernig fyrir skuli koma
margháttuðum úrlausjíarefnum,
er hér skapast af þessum sök-
um.”
Siðan kom langur sfiurninga-
listi, þar sem talið var upp það,
sem athuga bæri, eins og t.d. við-
horf i alþjóðamálum, hvernig
gæzlu tslendinga á varnarmann-
virkjum yrði bezt háttað, hver
greiddi kostnaðinn o.s.frv.
Þessi afstaða Sjálfstæðisflokks-
ins sýnir, að raunverulega voru
allir flokkar sammála um þá
meginstefnu á þingi 1956, að und-
irbúningur yrði hafinn að þvi að
varnarliðið færi úr landinu, en
hins vegar var ósamkomulag um
málsmeðferð.
Yfirlýsing Émils
Niöurstaðan varð sú, eins og
kunnugter, að framkyæmd tillög-
unnar frá 28. marz var frestað um
haustið 1956, og uppsögn varnar-
samningsins dregin til baka. Það
hefur hins vegar verið margsinn-
is áréttað af þeim þremur flokk-
um, sem að varnarsamningnum
stóðu, að þetta þýddi ekki það, að
hersetan ætti að vera varanleg.
Þvert á móti hafa þeir haldið
áfram að lýsa yfir þvi gagnstæða.
Flokksþing Framsóknarflokksins
1967 og 1971 hafa samþykkt, að
timabært væri orðið að hefjast
handa um brottflutning hersins. í
skýrslu um utanrikismál, sem
Emil Jónsson flutti á þingi 1969,
fórust honum svo orð I nafni rikis-
stjórnarinnar:
„Þó við höfum mjög góða
reynslu af samskiptum við varn-
arliðið, þá er okkur óef^ið hollast
að hafa ekki erlent herlið hér á
landi til langdvalar. Þess vegna
þurfum við stöðugt að endurmeta
Framhald á bls. 30.