Tíminn - 09.06.1973, Qupperneq 19
Laugardagur 9. júni 1973.
TIMINN
19
Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug-
lýsingasfmi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
■■ ! ■ '
Krafan um uppgjöf
íslendinga
Samkvæmt frásögnum erlendra blaða, hefur
innrás brezkra herskipa i fiskveiðilandhelgi
Islands borið mjög á góma á fundi varnar-
málaráðherra Atlantshafsbandalagsins, sem
hefur staðið yfir i Briissel siðustu daga.
Varnarmálaráðherrar Noregs og Danmerkur
og fleiri landa eru sagðir hafa lagt hart að
Bretum að kalla herskipin burtu, svo að hægt
verði að setjast að samningaborði að nýju.
Brezki varnarmálaráðherrann er sagður hafa
neitað þessu, nema þvi aðeins að islenzku
varðskipin létu brezka veiðiþjófa óáreitta við
veiðar innan hinnar nýju fiskveiðilandhelgi.
Skilyrði Breta er m.ö.o. það, að íslendingar
ógildi útfærslu fiskveiðilögsögunnar i reynd.
Annars vilja þeir ekki hefja samningaum-
ræður að nýju. Þeir vilja ekki ræða við
Islendinga, nema þeir komi að samninga-
borðinu sem sigraðir menn og niðurstaða
samninganna verði eftir þvi.
Það er óhætt að segja það strax, að Bretar
munu aldrei fá tækifæri til að fagna slikri upp-
gjöf Islendinga. Islendingar eru reiðubúnir til
að halda þorskastriðinu áfram árum saman,
ef þörf krefur. Þeir munu þá styrkja land-
helgisgæzluna og finna ný ráð til að gera hinum
brezku veiðiþjófum erfitt fyrir. Brezkir veiði-
þjófar munu fá að reyna, að til langframa sé
allt annað en hagkvæmt að stunda veiðar
undir herskipavernd.
Skilyrði það, sem íslendingar setja fyrir
nýjum samningaviðræðum er annað og sann-
gjamara en skilyrði Breta. Skilyrði íslendinga
er, að málin fari aftur i sama horf og þau voru
i áður en Bretar létu herskipin koma til sög-
unnar. Islendingar heimta ekki.að Bretar fari
burtu bæði með togarana og herskipin meðan I
verið er að semja, en það væri hliðstætt kröfu
Breta, þvi að þá væri krafizt fullrar uppgjafar
af þeim. Islendingar kref jast aðeins.að Bretar
fari burtu með herskipin. öllu meiri sanngirni
er erfitt að hugsa sér.
Vel má vera, að Bretar telji þessa sann-
gjömu afstöðu Islendinga merki um, að þeir
séu að bogna fyrir hinu brezka ofurefli. Slikt
væri hættulegur misskilningur. Eins og áður
segir, eru íslendingar reiðubúnir til að halda
þorskastriðinu áfram árum saman, ef ekki er
hægt að ná heiðarlegu bráðabirgðasamkomu-
lagi við Breta, þar sem bæði er tekið tillit til
þols fiskstofnanna og hagsmuna Islendinga. í
tilboðum sinum til Breta hafa Islendingar
þegar gengið eins langt og frekast er
hægt að krefjast með sanngirni. Lengra geta
Islendingar ekki gengið i þeim efnum. Fyrir
Breta er tilgangslaust að vera að vitna i
bráðabirgðaúrskurð öldunganna i Haag, sem
hvorki taka tillit til réttinda strandrikisins eða
þols fiskstofnanna.
Fyrir íslendinga er það mikill styrkur, ef
Bretar halda þorskastriðinu áfram, að þeir
hafa sterka siðferðilega stöðu og að laga-
þróunin er með þeim. Ef Nato getur ekki komið
vitinu fyrir Breta, verður að endurskoða af-
stöðuna til þess i ljósi þeirrar staðreyndar. En
sigur íslendinga i þorskastriðinu er jafn
öruggur, þótt Nato bregðist, þvi að ekki þarf
nema úthald og festu til að sigra Breta. Þ.Þ.
Edward Kennedy öldungadeildarþingmaður:
Sameining Irlands
er eina lausnin
Bretar halda áfram að endurtaka fyrrl skyssur
EF til vill riður nú meira á
aö sameina Irland en nokkru
sinni fyrr siðan að landinu var
skipt 1920. Aðrar umbætur
kunna að vera mikilvægar i
bráð, en greið leið til einingar
er eina örugga ráðið til þess að
tryggja varanlegan frið á Ir-
landi.
Sumir halda fram, að enn sé
til fær meðalvegur fyrir Ulster
og sameining sé ekki eina leið-
in til friðar. Að svo stöddu sé
ekki unnt að komast lengra
áleiðis en að fá minnihlutan-
um tryggðan rétt til fulltrúa á
hinu nýja þingi Norður-ír-
lands eins og gert er ráð fyrir i
hinni hvitu bók brezku rikis-
stjórnarinnar.
Aö minu viti væri þetta að-
eins endurtekning á áður gerð
um skyssum, óþörf töf og
glötun tækifæra. Irland var
flakandi i sárum eftir borg-
arastyrjöldina upp úr 1920 og
skipting landsins lánaðist i
nálega fimmtiu ár. Ulsterbúar
eru nú örþreyttir eftir óöldina
á árunum 1969-1973 og ef til vill
gæti aðskilnaðurinn haldizt
einn mannsaldur i viðbót með
bættri skipan þingsins. En það
hlyti óhjákvæmilega að kosta
ný langvarandi vandræði og
nýja byltiúgu til breytinga i
Ulster.
EF til vill hefðu verið tök á
að tryggja frið á Norður-ír-
landi fyrir fáum árum, eða
þegar baráttan fyrir auknum
mannréttindum var að hefjast
upp úr 1960. Þetta hefði þó þvi
aðeins getaö tekizt að fylgt
hefði verið raunhæfri stjórn-
málastefnu, umbótum komið
á i félags- og efnahagsmálum
á Norður-trlandi og breyting-
ar gerðar á þinginu. Ef til vill
hefði verið unnt með þessu
móti að fá meirihlutann og
minnihlutann til að búa saman
I friði sem hluta hins brezka
samveldis.
Eins og nú er komiö væru
slikar ráðstafanir ekki annað
en endurtekning á þvi, sem
Bretar hafa gert sig seka um
allt siðan að yfirstandandi
óöld hófst, eða að hefjast of
seint handa og gera of litiö.
Það er ekki nægjanlegt að
hætta mannvigum, hverfa á
burt méð herinn, breyta þing-
inu, veita minnihlutanum
aðild að framkvæmdavaldinu,
bjóða mikla efnahagsaðstoð
eða koma á öðrum þeim um-
bótum, sem ráðgerðar hafa
veriö á liðnum árum.
Ekki hrykki heldur til að
gera Ulster aö hluta úr Bret-
landi til þess að tryggja rétt
minnihlutans. Það væri heldur
ekki nægjanlegt að breyta
landamærum Ulster eins og
stungið hefir veriö upp á sem
örþrifaráöi til þess að reyna
að halda einhverjum hluta
Ulsters undir Bretum til ei-
llfðarnóns.
HIN raunverulega ætlun
Breta kemur fyrst i ljós þegar
séö verður, hvort framtlöar-
stefna þeirra tryggir tilveru
einhverrar allrskrar stofnun-
ar, þar sem fulltrúar frá
Dublin og Belfast geta komið
saman, rætt irsk málefni og
tekizt á viö þau og haldið vak-
andi fyrirheitinu um opna leið
til irskrar einingar, hversu
myrk og ógreið sem hún kann
aö virðast þessa stundina.
Það var Iskyggilegt tákn um
afstööu Breta gegn sam-
einingu trlands hve þeir gáfu
vaxandi samtökum herskárra
mótmælenda frjálsar hendur
áriö 1972. Bretar gáfu harð
skeyttum samveldissinnum
tækifæri til að efla samtök sin
Edward Kennedy
mjög með þvi að draga á lang-
inn að tilkynna um útkomu
hinnar hvltu bókar brezku
stjórnarinnar. Randolph
Churchill lávarður fór eins að
á árunum upp úr 1880 með þvi
að ýta undir andspyrnuhreyf-
ingu mótmælenda gegn frum-
varpi Gladstones um heima-
stjórn I Ulster.
Stefna Breta I málum tr-
lands hefir I nálega heila öld
mótazt af óttanum við aö Irsk-
ir mótmælendur I Ulster gripu
til vopna til þess að tryggja
tengsl sin við Bretland. En
Ulster fremur ekki sjálfs-
morð, hvorki vegna brottfarar
brezkra hersveita sé samein-
ingar trlands. Ég trúi ekki, að
meirihluti irskra mótmælenda
•sé eöa hafi verið undangengin
ifjögur ár reiöubúinn að hefja
borgarastyrjöltivegna brezka
fánans. Ef Bretar eru ákveön-
ir og óhlutdrægir i stefnu sinni
mun öfgamönnum innan raba
mótmælenda ekki verða
ágengt meö jafn harða and-
stöðu og þeir hafa nú aöhyllzt.
VIÐ vitum, að öfgamönnum
innan írska lýöveldishersins
tókst ekki að vinna hug og
hjörtu kaþólska minnihlutans
með hinni grimmilegu baráttu
á árunum 1955-1962. Þeim
lánaðist þetta miklu betur að
undanförnu, en þar nutu þeir
vib þeirrar einstöku blindu
Irska þingsins og stjórnend-
anna i Westminster að snúast
gegn lögmætum réttlætiskröf-
um kaþólska minnihlutans svo
að segja undantekningarlaust.
Staðfesting hinnar hvitu
bókar á yfirlýsingu Attlees og
beiting þjóðaratkvæða-
greiöslu viö ákvörðun um
framtiðarskipun I Ulster er
misbeiting og rangtúlkun
göfugrar kenningar eins og
ljóst hlýtur aö vera þegar
skilnaður landshlutanna er
rifjaður upp. Eigi aö veita
Ulsterbúum rétt til þess aö
greiöa atkvæöi um framtið
sina, hvers vegna fá þá ekki
ibúar Londonderry, Tyrone-
héraðs og annarra byggöar-
laga, þar sem kaþólsk trú er
rikjandi, einnig að kveða á um
framtiö sina?
Þjóðaratkvæðagreiðslan i
marz var ekkert annab en
skripaleikur þegar á hana er
litiö i þessu ljósi. Kjósendur
voru spurðir tveggja
spurninga: A Norður-Irland
að halda áfram aö vera hluti
Stóra-Bretlands? Á Norður-
írland að verða hluti írska
lýðveldisins? Þessar
spurningar voru i bezta falli
óljósar og jafnvel villandi, þar
sem kjósendum var ekki ljóst,
hvaða skilyrðum tengsiin við
Bretland eða írska lýðveldið
yrðu háð. Verra var þó, hve
spurningarnar voru eldfimar,
þar sem þær ólu einfaldlega á
ofsa ágreiningsins um landa-
mærin.
VIÐ vitum, hvaða klækjum
var af ásettu ráöi beitt þegar
Ulster varð til fyrir 50 árum.
Sjálfsákvörðunarréttur ' allra
Ira er eini sjálfsákvörðunar-
rétturinn, sem til mála getur
komið nú. Sjálfsákvörðun
þjóðarbrotsins, sem Bretar
héldu 1920, kemur varla til
álita út af fyrir sig. Tilvera i
hálfa öld hrekkur ekki til þess
að gæða rikið Ulster lögmæti i
augun þeirra, sem virða
sjálfsákvörðunarrétt þjóða i
einlægni.
Ef stjórnendur Irska lýð-
veldisins sýna vilja og getu til
þess að vernda stjórnmála-,
efnahags- og félagslegan rétt
mótmælenda á Sameinuðu Ir-
landi, þegar miða tekur i átt til
sameiningar, hefi ég ekki trú
á, að öfgamönnum meðal mót-
mælenda verði verulega
ágengt með ofbeldisfullri
baráttu og hryðjuverkum.
Grundvallarbreyting er
þegar hafin á aðstöðu Breta og
Ira I Evrópu vegna inngöng-
unnar I Efnahagsbandalagiö.
Af þeim sökum vona ég I ein-
lægni, aö Irska lýðveldið hraöi
eins og kostur er umfangs-
miklum ákvörðunum um þau
mál, sem mestum ágreiningi
valda milli ibúa noröur- og
suðurhluta landsins, til þess
að ibúar Ulsters sjái sjálfir,
hvort sem þeir eru kaþólskir
eða mótmælendur, að raun-
verulegar framfarir eru
mögulegar með sameiningu
en ekki ofbeldi.
NOKKUÐ er þegar farið að
þokast i áttina. 1 desember
11972 samþykktu Ibúar írska
iýðveldisins með yfirgnæfandi
meirihluta eða nálega fimm
gegn einum, að afnema tvö
ákvæði I stjórnarskrá lýð-
veldisins, sem tryggöu
kaþólskum „sérstöðu”. Þessi
atkvæðagreiösla sýndi góðan
hug til mótmælenda á Noröur-
Irlandi og var tákn um viður-
kenningu mikilvægrar skyldu
ef eða þegar til sameiningar
kemur. Fjölmargt fleira verð-
ur auðvitaö ab koma til og er
þvi einna bezt lýst I frjóum
hugmyndum um „Nýtt Ir-
land”, sem leiðtogar bæöi i
norðri og suðri boba.
Ef leiötogar þessarar
hreyfingar setja markið hátt
og hafa hugrekki til þess að
grlpa tækifæriö geta Bretar
fallizt á sameiningu, bundiö
endi á brezka stjórn á Irlandi
og þá óeðlilegu skiptingu, sem
knúin var fram upp úr 1920.
SUMIR halda fram, aö
Bandarikjamenn eigi að horfa
þegjandi á þann harmleik,
sem fram fer á Norður--
lrlandi. Ég er ekki á sama
máli og held, að meirihluti
Bandarikjamanna sé sama
sinnis og ég. Við erum þegnar
rlkis, sem hefir verið málsvari
friðarog mannlegs frjálsræðis
I heiminum um tveggja alda
skeiö, og I krafti þess arfs
erum viö skyldir til að láta
okkar álit í ljós og stuöla með
virkri baráttu að varanlegum
friöi i Ulster.
Hitt er svo enn stærra mál,
hvaöa stefnu við viljum fylgja
i millirikjamálum á siðasta
fjórðungi aldárinnar. Ég
hygg, að við eigum að fylgja
þeirri stefnu, að hugsa fyrst og
Framhald á bls. 30