Tíminn - 09.06.1973, Page 20
20
TÍMINN
Laugardagur 9. júni 1973.
Tveir fornkappar. Timamynd. Gunnar.
TILBREYTI,
SKÖPUN/
Maöur ef nefndur Sveinn ólafs-
son. Hann leggur stund á þá
ágætu iþrótt aö skera út, og
reyndar er honum þaö meira en
iþróttin ein, þvi aö þetta er Hka
atvinna hans, sú er veitir honum
og fjölskyldu hans lifsviöurværi.
Hann var sóttur heim ekki alis
fyrir löngu, þvi aö þaö er alltaf
gaman aö sjá failega og vei geröa
hluti. Fyrsta spurningin, sem
fyrirSvein var lögö, var svohljóö-
andi:
— Hvenær byrjaðir þú aö læra
starf þitt?
— Ég ; byrjapi aö læra áriö
1945. Þetta er fjögurra ára nám
eins og aörar iöngreinar, svo aö
ég var búinn með það áriö 1949.
Tæpu ári seinna tók ég sveins-
próf, þaö er aö segja 1950. Siðan
hef ég eingöngu unnið aö þessu,
nema um tima, árin 1957 og 1958.
Þá var mjög litið aö gera i þessu,
og þá fór ég i byggingarvinnu að
sumrinu Að þvi undanteknu hef
ég eingöngu nnið að iön minni
siðan ég lærði hana.
— Þú hefur auövitaö lært þetta
i iönskólanum hér?
— Myndskurður er sjálfstæö
iðngrein og lýtur sömu lögum og
aðrar slikar. Nemendurnir eru
skráöir hjá meistara i fjögur ár
og stunda jafnframt nám i iön-
skóla. En þaö er ágætt aö fá meiri
kennslu, til dæmis i teikningu, og
ég var tvo vetur i Myndlistarskól-
anum eftir að náminu i iönskóla
sleppti.
Með skaröxi
einni saman
— Hugur þinn hefur snemma
hneigzt að bessum hlutum?
— Ég hef verið að tálga siðan ég
man fyrst eftir. Ég lék mér með
hnif og spýtur eins og flestir aðrir
drengir, og sú löngun gerði siður
en svo að minnka, þótt árin liðu
og úr mér tognaði.
— Þú átt kannski hagleiks-
mann i ættinni?
—Faðir minn fékkst mikið við
smiðar og afi minn var lika smið-
ur, bæði á tré og málm. Og ef vel
er leitað, er vist auðvelt að finna
hagleiksmann aftar i ættum.
Eyjólfur Einarsson i Svefneyjum
á Breiðafirði er forfaðir minn. Af
tengdasyni hans er sú saga sögð,
að hann hafi orðið að vinna það til
kvonfangs sins að smiða bát, og
mátti ekki fella hann með öðru en
skaröxi Siðan var báturinn
reyndur með þvi að flytja i honum
ósekkjað korn frá Stykkisólmi til
Flateyjar, en þar átti báturinn að
ganga undir sitt próf sem var i þvi
fólgið, að farmurinn átti allur að
vera þurr, að undanteknum örfá-
um kornum, sem sátu i borð-
röngunum, þau máttu vera rök.
Þetta stóðst, og forfaðir minn
fékk að ganga að eiga heitmey
sina.
— Var öxin eina verkfræið,
þegar báturinn var smiðaður?
— Ekki held ég að það hafi ver-
ið. Hér mun hafa verið átt við
það, að ekki hafi mátt nota annaö
verkfæri en öxi til þess að fella
borðin saman, og má öllum ljóst
vera, aö til þess hefur þurft ærinn
hagleik og nákvæmni, ef ekki átti
að leka.
— Það er þá ekki óliklegt, að
hagleikur fylgi afkomendunum.
En er alltaf nóg að gera i þessari
iön?
— Já, það hefur alltaf verið
nóg, að undanteknum þessum ár-
um, sem ég minntist á áðan. Tizk-
an hefur hér mikið aö segja eins
og viðar. Um árabil þótti allt fint,
sem var innflutt og glitraði nógu
mikið. Þá var næstum ekkert
skreytt eöa skoriö i húsgögn. Þó
hefur það alltaf verið þannig, að
ákveðnir hlutir, gefnir af sérstöku
tilefni, hafa verið skornir út eða
smiðaðir sérstaklega.
Frá pappírshnífum
til skrifborösstóla
— Hvers konar hlutir eru það
einkum, sem fólk virðist sækjast
eftir nú á dögum?
— Þetta er óskaplega misjafnt.
Það er allt frá smáhlutum eins og
pappirshnífum og borðfánastöng-
um upp i skrifborðsstóla og skrif-
borð, eða jafnvel eitthvað enn
stærra. Að visu smiða ég ekki
þessa hluti, heldur aðeins skreyti
þá fyrir smiðina, sem þá hafa
gert.
— Er dálitið um að fólk biðji
þig um skreytingar á hlutum,
sem smiðaðir hafa verið af
öðrum, eða jafnvel keyptir i búð?
— Yfirleitt er ekki hægt að
koma þvi við að skreyta hluti,
sem þegar er búið að ganga frá.
Þáð verður að gera ráð fyrir sliku
strax og hluturinn er teiknaður og
smiðaður, meðal annars með þvi
að hafa viðeigandi efni, þar sem
útskurðurinn á að koma. Það er
ekki hægt að skreyta spónlögð
húsgögn, þvi að þar er ekki fyrir
hendi neitt efni sem hægt er að
skera út i. Það er alltaf mjög erf-
itt að breyta fullsmiðuðum hlut-
um með útskurði.
— Nú er efni mjög misgott til
Sveinn ólafsson, myndskeri, heldur hér á prófverkefni sinu. Kennari Sveins var Karl Guðmundsson,
myndskeri, sem nú er látinn, cn hann hafði numið hjá Ríkarði Jónssyni, hinum fræga snillingi. Tima-
mynd. Gunnar.
Listamaðurinn að störfum. Tlman
vinnslu. Hvað gefur þér gefizt
bezt?
— Yfirleitt er allur harðviður
góður, en það er lika hægt að nota
mýkra timbur. tslenzka birkið er
til dæmis ákaflega þægilegt efni i
lampafætur, borðfána og litlar
mannamyndir. Þá útvegar maö-
ur sér hjá Skógræktinni stofna,
mismunandi gilda, eins og gerist,
þegar skógur er grisjaöur. Mest
er það frá Hallormsstaðar- og
Vaglaskógi. En þetta timbur þarf
að þorna I tvö til þrjú ár, þangað
til að óhætt er að vinna úr því. Sé
maður aftur á móti að búa til
stærri hæuti en þá, sem ég nefndi,
notar maður innflutt efni,
mahogni, teak, birki eða annað.
Það er hægt að skera i flest efni,
þegar þarf að smiða dálítið stóra
hluti, er skynsamlegast að nota
innflutt efni, þvi að islenzka birk
ið er óheppilegt til þess að fletta
þvi niður, stofnanir eru oftast svo
mjóir.
— Hefur þú ekki fengizt við
hvaltönn og rostung?
— Ekki neita ég þvf alveg, að
ég hafi komið nálægt þeim risa-
skepnum, eða tönnum þeirra, öllu
heldur. Þó er það aðeins litið, sem
ég hef fengizt við rostungstennur,
en komið hefur það samt fyrir. En
i hvaltennur hef ég oft unnið, og
aðeins hef ég reynt við filabein.
— Hvert þessara efna heldur
þú að sé harðast?
— Ég held, að búrhvalstönnin
sé langhörðust, en hún er lika
ákaflega falleg, þegar búið er að
vinna hana og pússa.
Teikningar og tæki
—Teiknar þú verkefni þin áður
en þú byrjar að skera eða saga?
— Já, oftast gerir maður fyrst
teikningu á bréf, en sé efnið sivalt