Tíminn - 09.06.1973, Side 31
Laugardagur 9. júni 1973.
TÍMINN
31
Fermingar
Leirárkirkja
Ferming á hvitasunnudag, 10.
júní kl. 13.
Prestur séra Jón Einarsson
Stúlkur:
Arnbjörg Jónsdóttir, Stóra-
Lambhaga II
Aslaug Ólafina Harðardóttir,
Lyngholti
Guðriður Svala Hannesdóttir,
Eystri-Leirárgörðum
Ingunn ólafsdóttir, Steinsholti
Salvör Jónsdóttir, Melaleiti
Steinunn Helga ólafsdóttir,
Grimsholti
Drengir:
Björgvin Þorleifsson, Litla-Mel
Gunnar Þór Heiðarsson, Hlað-
búð.
Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Ferming á hvitasunnudag, 10.
júnf kl. 15.
Prestur séra Jón Einarsson.
Fermdir verða:
Eyjólfur Jónsson, Hllð
Hallfreöur Vilhjálmsson, Kambs-
hóli
GJÖF TIL
NÝS
SKÓLA Á
HÓLUM
GUÐRCN Þ. " Björnsdóttir,
Iláteigsvegi 14 I Reykjavik af-
hentii fyrradag, séra Pétri Sigur-
geirssyni vigslubiskupi hundrað
þúsund krónur að gjöf i stofnsjóð
kristilegs heimavistarskóla á
Hóium f Hjaltadal. Sjóður þessi
er nú kominn á fjórða hundrað
þúsund krónur. Guðrún og maður
hennar, Sveinbjörn Jónsson for-
stjóri, hafa áður sýnt Hólastað og
þessari hugsjón mikla hugulsemi.
Svo vill til, að þessa dagana eru
einmitt liðin 75 ár frá stofnun
Prestafélags Hólastiftis, elzta
prestafélags landsins, er myndað
var á Sauðárkróki á fundi 8. og 9.
júnl 1898. Þetta framlag kemur
þvi sem eins konar afmælisgjöf.
Afmælis sins mun félagið minnast
á fundi á Sauðárkróki 28. júli i
sumar, daginn fyrir næstu
Hólahátíð.
Upplýsingamiðstöð
Umferðarmála
Útsendingar i útvarpi frá
Upplýsingamiðstöð umferðar-
mála verða sem hér segir:
Laugardagur:
Kl. 14.30
15.30 -16.00 (STANZ)
16.17
17.20
Sunnudagur:
Kl. 14.00
15.00
17.00
Mánudagur:
Kl. 14.00
15.00
17.00
Simaþjónusta verður hjá
Upplýsingamiðstöðinni á
eftirtöldum timum:
Laugardag kl. 10.00 - 20.00
Sunnudag kl. 11.00 - 18.00
Mánudag kl. 10.00 - 20.00
Simi Upplýsingamiðstöðvar-
innar er 83600.
Umferðarráð.
Matráðskona
Starf matráðskonu i eldhúsi Sjúkrahúss-
ins i Húsavik er laust til umsóknar frá 1.
október n.k.
Æskilegt er að umsækjandi hafi húsmæðramenntun eða
verklega starfsreynslu. Upplýsingar um starfið veitir
framkvæmdastjóri i sima 41433, eða yfirhjúkrunarkona i
sima 41333. Umsóknarfrestur er til 31. júli n.k.
Sjúkrahús Húsavikur.
Vélritari
Borgardómaraembættið i Reykjavik
óskar að ráða vélritara strax.
Kvennaskóla- eða verzlunarskólapróf
nauðsynlegt.
Laun skv. launakerfi rikisstarfsmanna.
Umsóknir sendist Borgardómaraem-
bættinu Túngötu 14, Reykjavik.
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir söluskatti
1. ársfjórðungs 1973, sem féil i gjalddaga
15. april 1973 og eindaga 25. april 1973.
Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá
birtingu úrskurðar þessa, ef skil eru ekki
gerð fyrir þann tima.
Bæjarfógetinn i Kópavogi,
7. júni 1973.
Tilboð óskast
i LeRoy loftpressur er verða sýndar að
Grensásvegi 9 næstu daga.
Tilboðin verða opnuð I skrifstofu vorri, Klapparstfg 26,
föstudaginn 15. júni kl. 11 f.h.
Sala Varnarliðseigna
Auk þess að vera unaðslegur sólskinsstaður með suðræn-
um gróðri, tærum sjó og heilnæmu loftslagi, er margt að
sjá á Floridaskaga:
Þar er hinn glæsti skemmtigarður
Disney World, sem tekur fram öllum
öðrum skemmtigörðum sem hafaver-
ið byggðir, þar á meðal hinum fræga
danska Tivoli.
Capé Kennedy, þaðan sem tunglför-
um og geimstöðvum er skotið á loft
og stjórnað.
Miami Seaquarium, lagardýrasafnið
heimsfræga með hinum stóru mann-
ætuhvölum og hákörlum, og einnig
hinum afburðaskemmtilegu höfrung-
um, sem leika listir sínar frammi fyrir
áhorfendum, sjálfum sér til ánægju.
Miami Beach. Engin strönd í víðri ver-
öld hefur náð slíkri frægð sem Miami
Beach, hin allt að því endalausa bað-
strönd sem hefurorðið fyrirmynd um
skipulag flestra þeirra sólbaðstranda,
sem náð hafa mestu vinsældum.
Leitið upplýsinga um sólskinsferðirnar til
„sólarfylkisins" Florida.
Ferðaþjónusta Loftleiða og umboðsmenn um land allt
selja farseðla i Floridaferðina.
LOFTLEIÐIR