Tíminn - 09.06.1973, Page 32

Tíminn - 09.06.1973, Page 32
32 TÍMINN Laugardagur 9. júni 1973. Stiilt og siAprúú Itiirii hiAa mállihar — Þú gætir þá hugsað þér að halda áfram að kenna litlum börnum? — Já, sannarlega gæti ég hugsað mér það, en ég myndi lika vilja fá að halda áfram með þau, að minnsta skoti fyrstu þrjá veturna. Þaðerslæmtað þurfa að sleppa af þeim hendinni, strax að fyrsta vetrinum loknum. Þá er þaö nú Sigrún Björns- dóttir. — Hefur þú eingöngu kennt sex ára börnum i vetur, Sigrún? — Nei, ég kenni lika niu ára bekk. — Hvort er betra? — Mér finnst gaman að hafa þetta saman. Það er of einhæft að hafa eingöngu sex ára börn, þótt ég að visu myndi alls ekki vilja fara á mis við það. — Myndir þú vilja halda áfram með nemendur þina, eftir sex ára aldur? — Það er æskilegt, ef hægt er að koma þvi við, en það er alls ekki svo þægilégt, alltaf. ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA Viö erum stödd i Kársnesskóla i Kópavogi. Það er glatt á hjalla, þvi að sex ára börnin eru að kveðja skóla sinn, eftir fyrsta veturinn þar. Blaöamaöur og ljósmyndari fengu að lita inn og gleðjast með glöðum litla stund. Það var óneitanlega gaman. Fyrir mér verður ungur maður, kátur og hressilegur. Ég tek hann tali: — Hvað heitir þú? — Guðmundur Karl. — Er búið að vera gaman i skólanum i vetur? — Já. — Er ekki lika gaman núna? — Jú, voða gaman. Þá er aö snúa sér að kven- þjóðinni: — Hvað heitir þú? — Sigrún liósa. — Hefur þér fundizt gaman i skólanum? — Já, já — Hvað er skemmtilegast að læra....? Hér sló óvart úti fyrir vesalings blaðamanninum og það fór allt i handaskolum hjá honum. Hann vissi ekki fyrr en hann var stadd- ur i hópi ungmeyja, sem allar töluðu hver i kapp við aðra, — og það hefur svo sem margur mað- urinn truflazt af minna tilefni. Ein sagðist hafa langmest gaman af þvi að teikna, önnur vildi helzt búa til möppur og svo framvegis. En hver sagði hvað, og hvað hverri þótt skemmtilegast, fór allt i graut og glundur i höfði undirritaðs, enda mun hann i þvi tilviki haga sér samkvæmt hinu forna spakmæli, að fæst orð hafi minnsta ábyrgð. Næst hitti ég fyrir ungan mann, greindarlegan og ágætan við- ræðu, og spurði hann, hvort ekki hefði verið gaman i skólanum i vetur. — Já, svona, ekkert mjög, var svarið. — Hvað var skemmtilegast? — Að lesa. — Ertu alveg læs? — Svona hálf... — Hlakkarðu ekki til skólans næsta vetur? — 0...nei, ekkert mjög. Næsti maður var með öllu óhræddur við mig og segulbandiö mitt. Ég spurði hann þvi að heiti. — Ég heiti Gulli...Nei, Gunnlaugur Jón Ölafur Magnús- son. — Var gaman i skólanum i vetur? — Já. (Og það var sterk sannfæring i röddinni) — Hvað var skemmtilegast? — Að skrifa. — Hvað gerir pabbi þinn? — Selur húsgögn i Skeifunni. Með Gulla voru tveir ungir menn, og hét annar Daniel, kallaður Danni, en hinn Gunnar. Báðir,sögðust þeir hlakka til að fara aftur i skólann næsta vetur, og hitt kom þeim lika saman um, félögum, að það væri búið að vera gaman i vetur. Svo erum við nú lika að losna, sögðu þeir, ákaflega fullorðnislegir á svipinn. Að lokum var snúið til kven- þjóðarinnar Þar varð fyrir ung dama, sem sagðist heita Vala Gautsdóttir ,,og mamma heitir Svanhildur.” Hún bar skólanum vel söguna, enda fluglæs og myndarleg stúlka. Vist hefði verið gaman að dveljast lengur i þessum glað- væra hópi, en hins vegar gæti lýsing á þvi orðið tilbreytingar- litið lesefni, þvi að yfirleitt voru svör nemendanna mjög á eina lund. Að lokum var kennurunum vikið til hliðar út, úr skarkalan- um, andartak og skipt við þá ör- fáum orðum. Þær Sigrún Björns- dóttir, ölöf Rafnsdóttir og Sigur- björg Þórðardóttir tóku þvi allar vel að ræða við mig,en vitanlega voru þær með öllu óviðbúnar, og dagurinn einhver hinn annasam- asti á öllu starfsárinu, svo að ekki gafst mikið tóm. Spjall okkar varð þvi á allan hátt óformlegt, liktog þegar fréttamenn útvarps og sjónvarps hitta fólk á förnum vegi. Það var ölöf sem fyrst varð fyrir svörum. — Hvernig hefur nú veturinn verið hjá ykkur, Ólöf? — Þetta er búið að vera mjög ánægjulegt, en auðvitað hefur það stundum verið dálitið erfitt. — Hefur þú áður kennt sex ára börnum? — Já, ég kenndi sex ára börnum i fyrsta skipti i fyrravetur. — Aður hefur þú auðvitað kennt þeim, sem eldri eru? — Já, ég hef kennt börnum frá sjö ára aldri til tólf ára. — Er ekki mikill munur á þessum aldursflokkum? — Mér finnast yngztu börnin lang- skemmtilegust. Þau eru svo opin og hrein, þegar þeu koma inn i skólann. Mikilvægasti hluti skóla- göngunnar er byrjunin, og þvi er mest um vert, að þá takist vel til. — Hvort myndir þú heldur vilja kenna ungum börnum, en þeim eldri, ef þú mættir velja? — Heldur litlu börnunum. Og jafnvel þótt maður kenni ein- göngu stálpuðum börnum, er nauðsynlegt að hafa kennt þeim ungu lika. Maður fær svo mikla undirstöðu með þvi. — Hvernig finnst þér að litlu börnin hafi brugðizt við kennsl-. unni i vetur? — Það er misjafnt. Sum hafa varla haft nóg að gera, önnur eiga fullt i fangi með verkefnið. — Hefur borið á þreytu eða leiða? — Við tökum þetta að miklu leyti eins og leik. Sum eru ef til vill orðin dálitið leið á þvi að lesa, en ekki á skólanum sjálfum. Þá er það að lokum Sigurbjörg J. Þórðardóttir. — Hefur þú kennt sex ára börn- um i allan vetur, Sigurbjörg? — Já, og i fyrravetur lika. En áður hafði ég kennt börnum á öll- um aldri. — Hvernig hefur þér fundizt að kenna litlu börnunuin? — Það er blátt áfram dásamleg iðja að kenna ungum börnum. Auðvitað er ábyrgð okkar kennaranna þung, en starfið er ekki siður heillandi fyrir það. — Eru sex ára börn opnari fyrir kennslu en þau sem eldri eru orðin? — Já, það held ég. Sex ára börn Þegar okkur bar að garði i Kársnesskóla stcið svo á. að sex ára fólkið var að horfa á sjónvarp. Þegar mvndin var á enda, var farið að rvðja salinn og liigðu þar margir viimufúsir hönd að. A ineðan sumir neiiieiidur hjálpuðu keniiuruin sinuin við að raða borðuni og stólum eftir kúnstarimiar regluni, settusl aðrir á giilfið og hiðu þess rólegir að liægt yrði að taka til inalar sins, og það verður að segjasl eins og það er, að það vakti aðdáun. Iiversu siðprúð og stillt hörnin voru. Þessu iwst var setzt að snæðingi nieð þeini áliuga sem vera her. þvi að matur er mannsins niegin eins og allir vita. A nieðan iillu þessu fór Iram, liafði Ijósmvndarinn au ið að slarfa og sest árang- ur þess hér i blaðinu. Ilér eru allir setztir að snæðingi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.