Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 9

Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 9
Laugardagur 4. ágúst 1973. TIMINN 9 g Þórarinn Helgason: JHQK Ný höfn við Suðurströndina Augljóst val Mikið er rætt og ritað um hafnargerð við Suðurströnd ts- lands og er það ekki að öfyrir- synju, þegar litið er til þess, að tvær sýslur búa við hafnleysu og engin höfn á allri strandlengjunni frá Stokkseyri austur til Horna- fjarðar. Nauðsyn nýrrar hafnar á þessu svæði viðurkenna allir, en hins vegar eru ekki allir á einu máli um það, hvar höfnin skuli gerð. Augljóst má þó vera hverj- um manni, sem ekki er haldinn annarlegum sjónarmiðum um nauðsyn, og notagildi hafnar á umræddu svæði, að við Dyrhólaey og hvergi annars staðar á höfnina að gera. Hafnarmálastjóri hefur lýst þvi yfir opinberlega, að við Dyrhóla- ey sé álitlegast hafnarsvæði á Suðurströndinni. Ætla mætti að sú yfirlýsing væri tekin alvar- lega, en svo virðast ekki allir gera. Lifhöfn Alllangt er siðan farið var að tala um Dyrhólaey sem nauðsyn- lega lifhöfn á Suðurströndinni. Og ekki man ég betur en Guðlaugur Gislason (einn af þingmönnum Suöurlandskjördæmis) kvæði fyrstur manna upp með þá nauð- syn og nafngift. Nú hefði mátt ætla, að lifhöfn einungis nægði til þess að reka hafnargerð við Dyrhólaey til skjótrar fram- kvæmdar. Sú hefur þó ekki orðið raunin, þó að furðu sæti. Lifhöfn á Suðurströndinni getur ekki átt við langleiðina vestur undir Reykja- nes, en allur áhugi og framlög af opinberri hálfu hefur beinzt þang- að. Lifhöfn hlýtur i sjálfu sér að eiga forgangsrétt umfram allar aðrar hafnir, burt séð frá hagnýt- um sjónarmiðum, sem einnig eru lika fyrir hendi við Dyrhólaey i rikum mæli. Manntapar á sjó, ótti og erfið- leikar af vályndum veðrum, koma eflaust harðara við aðra en þá, sem með völdin fara og ráð hafa i hendi sér til úrbóta. Það eru vandamenn sjómannanna, sem harmana bera i brjósti og af- leiðingar slysfaranna bitna á. En til þess verður að ætlast af vald- höfunum, þrátt fyrir hreppapóli- tik, togstreitu og sókn á atkvæða- miðin, að þeir forherði ekki svo mannlegar tilfinningar, að hjörtu þeirra verði að tilfinningalausum steingervingum. Skrifað stendur: ,,Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá”. Sjálfir eru valdhafarnir ekki i sjávarháska, en kannski i þeim mun meiri sálarháska. Nýting fiskimiða Vegna nýtingar fiskimiðanna lengst austur með Suðurströnd- inni er höfn við Dyrhólaey afar þýöingarmikil. Þegar fiskiflotinn er á þeim miðum, sem eru ein hin beztu, er áriðandi, að hann þurfi sem skemmst að fara með aflann til afskipunar. Þá er i augum uppi, að álagið á miðin vestan Vestmannaeyja yrði mjög óheppilega mikið, ef útgerð hæfist með nýrri höfn við Þjórsá eða Djúpós. Verstöðvarnar Þorláks- höfn, Eyrarbakki og Stokkseyri liggja bezt við að nota vestur- svæðið og þessi þorp eru öll að stækka og færa út kvfarnar með endurbótum heimahafna. Þar að auki eru Vestmannaeyjar nú i góðu horfi að koma aftur i gagnið. Að siðustu má bæta þvi við, sem einnig er veigamikið, að Dyrhólaey liggur sérlega vel við sem útflutningshöfn. Umhverfi og aðstæður Dyrhólaey er á mjög fögru svæði og hentugu til að reisa á byggingar. Byggingarefni er nærtækt og ágætt. öruggur botn er úti fyrir til að byggja á brim- varnargarða, nægjanlegt vatn i grennd o.s.frv. Leiðarmerki, miðunarstöð og ljósviti er við höndina þegar á staðnum, sem ella mundi kosta stórfé að reisa. Vegna þjóðarhagsmuna Höfn við Dyrhólaey er ekki fyrst og fremst fyrir Skaftfell- inga, þó að sizt skuli ég vanmeta nauðsyn þeirra að fá þar höfn gerða. Það er augljóst mál, og er þegar á þeirri leið, að héraðinu blæðir út, ef ungu fólki er ókleift að setjast þar að við örugg at- vinnuskilyrði. í V.-Skaftafells- sýslu blasir við jafnvægisleysið i byggð landsins, sem mest er talað um að bæta þurfi úr. Skaftfelling- ar eru þar bersýnilega ekki i náð- inni. Það fer að segja til sin meir og meir með hverju ári, sem lið- ur, að landkostir i V.-Skaftafells- sýslu i sumum sveitum nýtast ekki eðlilega vegna fólksfæðar. Ég sá i Morgunblaðinu nýlega, að Gisli vinur minn á Lækjar- bakka hefur beyg af höfn við Dyrhólaey. Það er eins og geng- ur, þegar einkahagsmunir verða að vikja fyrir almenningsnauð- syn. Einstaklingar, sem af slikum ráðstöfunum biða tjón, kunna þvi yfirleitt illa, enda þótt telja verði skort á viðsýni. Gisla er þó flest- um mönnum meiri vorkunn að þessu leyti, þvi að hann er frábær dugnaðar maður og góður bóndi. Margir lækjar- og Lækjarbakkar hafa hlotið sömu örlög sem hann kann að fá, og einn þeirra hér i Reykjavik engu ómerkari, sem lá um þjóðbraut þvera. En meðan Gisli er enn i tengslum við þetta rabb mitt, la'ngar mig að vikja að öðru, þótt ekki sé þessu máli skylt, sem i ljós kom i viðtali hans i Morgunblaðinu, þar sem hann telur að eldri bændur eigi að hætta búskap fyrr en á algeru hnignunarskeiði, svo að yngri niðjar geti fest ból á býlunum, áð- ur en þeir festa ráð sitt annars staðar. Þarna kemur Gisli á Lækjarbakka til dyranna eins og hann i eðli sinu er, viðsýnn og skeleggur. Og að lokum, Gisli, alltaf er þó hægara að fara i verið við túnfótinn, en fara til Suður- nesja. — Anægjulegra lika. Nú hugsa og mæla kannski ein- hverjir svo, að fólk i V- Skaftafellssýslu er sezt að við Dyrhólahöfn, sé sveitunum jafnt tapað eins og það flyttist lengra burt. Slikt er mikill misskilning- ur. Allt fólk, sem helzt i héraðinu styður það með vinnu sinni og verzlun. Félagasamtök berjast nú i bökkum vegna fámennis og of litils umfangs. Og man ég þá tið, að Veringar og jafnvel Tungu- menn austan Mýrdalssands, bjuggust að heiman á hestum i morgunsárið til róðurs og náðu til Vikur, þegar lagljóst var. — Hvað mundi nú á bilum að skjót- ast til vinnu að Dyrhólaey i afla- hrotum á útmánuðum og það alla leið frá .Lómagnúpi. Mér sýnist einnig að austursveitum Rangár- vallasýslu komi höfn við Dyrhóla- ey að álika notum og Skaftfelling- um. Það mun fljótt koma i ljós að þjóðin öll mun hagnast á hafnar- gerð við Dyrhólaey i rikara mæli en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Ég hef einhvers staðar áður minnt á, að ef svo færi, að hafis lokaði höfnum fyrir Norður- landi, svo að fiskiflotinn þar gæti ekki stundað veiðar, væri nauð- synlegt, að hann hefði aðstöðu við höfn hér syðra. Þetta er sjónar- mið, sem ég álit m.a. að ekki megi horfa frá, heldur fylgja vel eftir, þvi að hafísnum verður ekki stjórnað eftir hentugleikum, og ekki er ráð, nema i tima sé tekið. Alþingismenn Suður- lands Hafnarmál Sunnlendinga stendur engum nær að leysa en alþingismönnum kjördæmisins, en það verður að segja eins og er, að afstaða þeirra til þess máls, hefur mótazt af þröngsýni, tog- streitu innbyrðis, og atkvæða- sjónarmiðum. Ef þeir hefðu haft einhuga samstöðu um málið, áttu þeir ekkert á hættu um hreyfingu á atkvæðum vegna hafnar við Dyrhólaey. Skilningur almennings i Suður- landskjördæmi á nauðsyn hafnar þarkom greinilega i ljós á siðasta aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands, þar sem samþykkt var ályktun um að hraða skyldi fullnaðarathugun á hafnargerð við Dyrhólaey. Þennan fund sátu fulltrúar frá öllum búnaðarfélög- um I Suðurlandskjördæmi. Hefðu þingmenn kjördæmisins haft viðunandi skilning á þýðingu hafnar við Dyrhólaey án annar- legra sjónarmiða, myndu þeir i sameiningu flytja frumvarp á alþingi um að höfn skyldi gerð þar. Rökstudda greinargerð með frumvarpinu þyrfti sizt að skorta. Ef til vill verður það næsta úrræði áhugamanna um höfnina að fara bónarveg til annarra þingmanna að flytja málið á alþingi. T.d. mætti hugsa sér þingmenn Austurlands. Þeir sýna i verki að þeir kunna að vinna saman að hagsmunum sins kjördæmis og kann sumum þó að þykja framsýni þeirra ganga lengra en nauðsyn krefur enn um sinn. t þvi sambandi skal ég nefna dæmi, er tveir sjómenn af Seyðis- firði sögðu mér samhljóða árið 1970. Ef rangt er með farið af mér, eða af þeirra hálfu, óska ég athugasemda þeirra, sem betur kunna að vita. Þeir sögðu mér, að unnið væri að uppfyllingu, sem tekin væri upp úr sjó i botni Seyðisfjarðar, og kostað hefði þá þegar tugi milljóna. Uppfylling þessi á að notast undir nýbyggingar i kaup- staðnum, en ekki kváðust þeir sjá, að þeirra yrði þörf meðan þeir lifðu, og ætla má þó, að þeir hafi ekki i bráð búizt við sinum aldurtila, þvi að þeir voru ungir menn. Þingmönnum þessa kjördæmis hefði ekki vaxið i augum að berj- ast til sigurs fyrir slikt framtiðar- og þjóönytjamálefni, sem höfn við Dyrhólaey er. Skaftfellingar eiga nú að nafn- inu til 6 þingmenn i staðinn fyrir einn áður en kjördæmaskipuninni var breytt siöast. Siðan hefur flest sigið á ógæfuhlið hjá Skaft- fellingum ef borið er saman við þaö, sem næstu árin áður hraut þeim af borði hins opinbera f jár- veitingavalds. Hvað sagði hann? Timinn birti 11. júli sl. viðtal við Magnús E. Guðjónsson fram- kvæmdastjóra Sambands Isl. sveitarfélaga Hann sagði, að Hafnasambandið teldi, að frekar ætti að fullgera ófullgerðar hafn- ir, þar sem fólk er fyrir en gera nýjar hafnir. Þetta er i sjálfu sér skynsamlegt sjónarmið i flestum tilvikum, en þó ekki án undan- tekninga. Teygjanlegt hugtak er það, hvenær höfn er fullgerð og mjög getur orkað tvimælis hvort borgarsig, þegar á allt er litið, að gera höfn fullkomna fremur en byggja nýja á nauðsynlegri og umfangsmeiri stað. Kemur þetta ekki sizt upp i huga nú, þegar smáþorp með litla möguleika til vaxtar keppa um skuttogara, án möguleika til að nota þá, nema ráðizt verði i hafnargerðir i þvi skyni. Þannig er gengið að rikis- valdinu með óbeinni hótun. Haldi svo fram sem horfir, verða seint gerðar nýjar hafnir, þar sem þörf er brýnust og mundi færa mesta björg i þjóðarbúið. „Þar sem fólk er fyrir” hljóðar vel upp á höfn viö Dyrhólaey, þvi að Vikurkauptún er i slikri nálægð við hana, að heita má i likingu við höfnina i Reykjavik og Selásinn. 1 Vik vex upp ungt fólk, sem i öðrum þorpum við sjó, en á sér þar enga framtiðarvon, nema útgerð komi til við Dyrhólaey. Að þvinga þetta fólk til brottflutnings úr þvi umhverfi, sem það er alið upp I og það elskar af sömu rótum og annað fólk i landinu er ósann- gjarnt og i raun og veru niðings- skapur, sem engri átt nær. Og svo eru valdhafarnir sifellt að hælast um frelsi og aftur frelsi hér á Is- landi, þar sem fólkið geti kosið sér að eiga heima að eigin ósk og vild. Hafnargerð við Dyrhólaey er mikið tækifæri til fyrirmyndar nýs og fullkomins skipulags um hagkvæmni i rekstri samkeppnis- hæfrar útgerðar á heimsmæli- kvarða. Þar eru engin mannvirki i vegi fyrir fullkomnustu upp- byggingu. Þar ættu skipin að geta lagzt að bryggju, þar sem vinnsluhúsin væru i þeirri nálægð, að aflanum væri skipað upp á færiböndum beint inn i þau — inn i annan endann og út um hinn — á sama hátt sem fullunn- um vörum. Þetta eilifa hnos með fiskinn upp á bila til flutnings hingað og þangað er að verða eins konar móðursýki á Islandi. Slikt verður að skoða sem timabundið neyðarúrræði. Fólki er ódýrara og auðveldara að koma á vinnu- staði, en flytja fiskinn upp I hend- ur þess til allra átta um langa vegu. Það er siður en svo, að nú sé timabært að slaka á kröfum um höfn við Dyrhólaey. Þvert á móti á þegar að hefjast handa og hraða þar sem frekast má uppbyggingu ilikingu við það, sem ég hef drep- iö á. Hinar ófullgerðu hafnir á frekar aö fullgera eftir hendi og þarf það lika sinn undirbúning og athugun, ef vel á að verða til frambúðar. Þaðmun koma i ljós i mörgum tilvikum, að þar þarf miklu til að kosta. Sandur lika þar Jóhann Gunnar ólafsson ritar grein i VIsi 11. júli sl. undir yfir- skriftinni Suðurlandshöfn. Ég er sammála honum um nauðsyn hafnar á Suðurströndinni og rök- um hans i þvi efni, og svo vill til, að rök þau, sem hann telur Hólsárósi til gildis sem höfn, eiga miklu betur viö Dyrhólaey, sem hann fordæmir og þarf ég ekki að hafa mörg orð um það, þar sem slikt yrði endurtekning á þvi, er' áður segir. Verður raunar skiljanlegt, þó að rök J.G.Ó. um höfn við Hólsárós séu haldlitil, þvi að hugdettunni virðist hafa skotið upp við lestur greinar i Morgun- blaðinu, þar sem frá þvi er sagt, að Vestmannaeyingar telji sér nauðsyn á að fá nýtt flutningaskip til að tryggja samband við meginlandið og rjúfa einangrun þeirra. Jafnframt hraðskreiðari ferju telur hann nauðsynlegt, aö fá nýja höfn og staðurinn er Hólsárós og þar telur hann mögu- leika á útvegun fjármagns til hafnargerðar. En þá leyfi ég mér að álita það fjármagn eins til reiðu vegna Dyrhólaeyjar. J.G.Ó. álitur Dyrhólaey ekki koma til greina við staðsetningu hafnar á Suðurströndinni. Hann nefnir hættu af Kötlugosum, sem færi sand að Eynni. Nú hefur Katla gosið 16 sinnum siðan saga henn- ar hófst. Ef sandburður af sjó væri teljandi væri Dyrhólaey fyr- ir löngu á þurru landi en ekki fram I sjó. J.G.Ó. segir að miklar breytingarhafiorðiðá ströndinni vestan Dyrhólaeyjar á siðustu ár- um. Hér reynir hann að gera úlf- alda úr mýflugu. Skammt vestan Dyrhólaeyjar er Pétursey. Þar kom ég i fjöru ekki fyrir löngu og undraðist stórum. Raunverulega sandfjöru var þar ekki að finna öllu frekar grjótfjöru. Sprek, mosavaxin, lágu þar á fjörkamb- inum, svo að ekki er sandfoki þar fyrir að fara. Sandflutningur að Dyrhólaey og i höfn þar er áróðurstilbúningur óvinveittra aðila. Og þótt svo, að sandur bær- ist að einhverju magni inn i höfn- ina við Dyrhólaey þarf það ekki að vera neitt vandamál — jafnvel hagkvæmt. Sjóþveginn sandur er úrvals byggingarefni. Og mikil þörf verður fyrir það við alla upp- byggingu við Dyrhólaey. Veit J.G.Ó. það ekki, að fyrirtæki i Reykjavik lætur dæla sandi upp úr Faxaflóa og skortir ekki kaupendur að sandinum? J.G.Ó. segir, að rannsóknir á landi upp af ströndinni við Hólsárós, hafi leitt i ljós, að þar sé fimmtiu og eins feta (51) djúpur sandur ofan á föstum botni. Það var ekki svo litið, og hvaðan barst þessi sandur, af sjó eða landi? Eftir þvi sem J.G.Ó. ætlar kom hann ekki af sjó, en þá hlaut hann að hafa borizt af landi með ár- framburði. Mér skilst, að sá sandflutningur sé enn fyrir hendi, og að Hekla geti og verið gjöful á efni i þann flutning. Það efni er þó kannski miður hæft til hagnýtra nota en sandurinn við Dyrhólaey. J.G.Ó. telur öll hagkvæm djásn fyrir hendi við Hólsárós, þó ætti hann að vita, að stein er þar ekki að hafa i nálægð, og þykir þá sumum sem nokkurs sé vant. Engan þarf að undra, þótt J.G.Ó. geti borið fyrir brjósti öryggi Vestmannaeyinga (ég geri það lika) vegna þviliks I framtið- inni, sem i Eyjum hefur nú dunið yfir, og enn kraumar þar i jörðu af jarðeldi. Allir geta séð, að mjótt er á munum á vegalengd frá Vestmannaeyjum til Hólsár- óss og Dyrhólaeyjar. Hins vegar, ef annaö sjónamið J.G.Ó. er að ræða en stytztu leiðina til megin- landsins, þá er það út I hött. Hólsárós er mjög óheppilega vestarlega sem fiskihöfn og enn frekar sem lifhöfn. Þess vegna yrði höfn þar fyrir Vestmanna- eyjar i raun ekki annað þýöingar- meira en sporthöfn, og fer þá eftir atvikum, hvaða stefna er tekin á meginlandinu hvor hentar betur, höfn við Dyrhólaey eða Hólsárós. J.G.Ó. telur sér skylt sem Vest- mannaeyingi, að sem bezt sé að Vestmannaeyingum búið. 1 bók- inni Vestur-Skaftfellingar eftir prófessor Björn Magnússon er Jóhann Gunnar ólafsson skráður fæddur i Vik i Mýrdal 1901 og fer þaðan 1906. Eftir allri venju heitir hann þvi Skaftfellingur. Og þótt hann trúlega muni eitthvað eftir sér i Vik og viti, hvar hann fyrst sá dagsins ljós, er engin von, að hann meti það neins við Skaftfell- inga, enda munu þeir ekki ætlast til þess Ég verð þó að viður- kenna, aö af þeim sökum og persónutöfrum hans, tekur mig sárara hversu fráleitar skoðanir hans eru um höfn við Dyrhólaey. Annað er þó sýnu verra, að það sem hann i hafnarmálinu hyggst vinna Vestmannaeyingum vel, er vanhugsað og þjóðarhagsmunum viðs fjarri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.