Tíminn - 04.08.1973, Síða 12

Tíminn - 04.08.1973, Síða 12
12 TÍMINN Laugardagur 4. ágúst 1973. Drengjum og stúlkum er kennd leikfimin i einu. Þau geta að auki valið á milli tólf ólikra iþrótta- greina i stað hinnar hefðbundnu leikfimi- kennslu — ef þau stunda nám i Tönder i Dan- mörku. Sá staður hefur orðið fyrstur til að taka upp nýtizku kennslu- hætti við leikfimi- kennslu i dönskum barna- og gagnfræða- skólum — kennsluhætti, sem eru að ryðja sér til rúms i öllum dönskum skólum. Þetta er „bendex-tækið”, sem sagt er frá i greininni. Atta nemendur geta sprcytt sig á þvi i einu. Fremst á myndinni er Flemming Rasmus- sen, kennari. Svo sem sjá má er þetta sameiginlegur lcikfimitimi drengja og stúikna. Nýstárleg leikfimikennsla s Danmörku: Nemendur geta valið á milli tólf íþróttagreina Þeir eru eflaust ófáir, sem minnast leikfimi kennslu í barna- og gagn- fræðaskólum með hryll- ingi. — Áfram gakk — einn, tveir — einn, tveir . . . hljómaði rödd kennarans. — Til hægri snú — einn, tveir — einn, tveir . . . En leikfimikennslan hefur tekið örum breytingum á undanförnum árum. t Danmörku útskrifuðust i fyrsta skipti i vor iþróttakennar- ar, sem hlotið höfðu alhliða menntun á sviði iþrótta. Mennt- un, sem gerir nemendum þeirra kleift að velja á milli sjö ólikra hnattieikja, svo og frjálsra iþrótta, sunds, áhaldaleikfimi og nútlmaleikfimi. Loks eiga nemendurnir þess kost að leggja stund á tólftu greinina, sem spannar yfir alls kyns þrekþjálf- un og likamsæfingar, en tekur einnig til bóklegra fræða, svo sem heilsu- og hreyfingafræði, þjálfunar o.s.frv. Þannig geta nemendurnir tileinkað sér hug- myndafræðilegan bakgrunn iþróttanna, um leið og þeir fá þjálfun i hinum ýmsu Iþrótta- greinum. Samfara ofangreindum breytingum hefur sá múr, sem löngum hefur verið milli kynj- anna i leikfimitimum, verið brot- inn niður. Drengir og stúlkur sækja sömu timana, þar sem þeim er kennt og þau æfa sig saman á frjálslegan hátt. Sömu- leiöis taka þau sameiginlega þátt i þeim sjö knattleikjum, sem á boðstólum eru: Knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik, blaki, hniti („badminton”), borð- tennis og tennis. Nýlega hefur leikfimitimum i dönskum skólum verið fækkað i tvo á viku. Hinn kunni danski knattspyrnumaður Henning Enoksen, sem kennir við iþrótta- kennaraskólann i Tönder, hefur þetta að segja um breytingarnar á leikfimikennslunni: Löngun til að halda áfram- ein og óstudd — Það eitt skiptir máli, að börn og unglingar fái slikan áhuga á iþróttum, svo og hreyfingu al- mennt, að þau haldi áfram að leggja stund á þær — ein og óstudd — að loknu námi. Þaö gefst bara ekki nægur timi, til að vekja þennan áhuga ungu kyn- slóðarinnar og bæta þar með heilsufar hennar. Það skýtur nokkuð skökku við — er augu flestra hafa opnazt fyrir gildi iþrótta — að leikfimitimum i skólunum skuli fækkað. En engu að siður verðum við að reyna að ná sem beztum árangri á þeim stutta tima, sem gefst . . . Stefnt er að þvi, að breytingarnar á leikfimikennsl- unni nái til allra danskra skóla, en þessi nýjung hefur þó rutt sér til rúms á sárafáum stöðum, enn sem komið er. Það er einkum skortur á hæfum kennurum, sem veldur. 1 Tönder hefur leikfimikennsl- an tekið algerum stakkaskiptum, á s.l. þrem árum, enda er það i dag eini staðurinn, sem býður skólanemendum að velja á milli allra tólf greinanna. Nýskipunin hefur i alla staði reynzt mjög vel. Eldra kerfið — sem flestir eldri lesendur kannast við — var orðið staðnað og úr sér gengið. Jarð- vegurinn fyrir eitthvað nýtt var þvi fyrir hendi. — Siðasta árið, sem gamla kerfið var við lýði, var ég eini iþróttakennarinn, sem af fúsum vilja tók að mér leikfimikennslu. Það er óhætt að fullyrða, að bæði kennarar og nemendur voru orðnir hundleiðir á þessum stöðn- uðu kennsluháttum, segir Flemming Rasmussen, iþrótta- kennari. Lítill áhugi á knattspyrnu Nú ráðgast nemendur um það við kennara sina, hvaða iþrótta- greinar er ráðlegast að stunda á hverri önn, en danska skólaárinu er skipt i fjórar annir. Það er þvi hægt að stunda allar tólf greinarnar á þrem árum. Flestir leggja þó stund á eina eftirlætis- grein. 1 þvi sambandi hefur það vakið athygli, hversu margir velja einstaklingsiþróttir, á kostnað hópiþrótta, t.d. voru s.l. vetur aðeins fimm nemendur úr heilum árgangi, sem kusu að æfa knattspyrnu. — Fjöldi nemendanna var van- ur að eigra um i leikfimitimun- um, en okkur hefur alveg tekizt að komast fyrir það, heldur Flemming Rasmussen áfram. — Nemendurnir hafa fengið allt annað viðhorf til leikfimikennsl- unnar. Hvaða vit er i þvi, að stund sé lögð á áhaldaleikfimi allan veturinn? Ýmist gera æfingarnar svo miklar kröfur til nemend- anna, að aðeins örfáir þeirra gera þær rétt, og svo er áhugi á áhaldaleikfimi sáralitill, t.d. er ekkert félag hér i bænum, sem æfir þá tegund leikfimi. Af valkostunum er sá siðast- nefndi — almenn likamsrækt og Þeir eru iðnir viö að skrifa niður þaö, sem gerist I leikfimitimunum, nemendurnir i Tönder. Það er einn þátturinn i hinni nýstárlegu leik- fimikennslu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.