Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 17

Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 17
Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINN 17 Bruce og Inga í smábæ inni i miðju Kanada býr islenzk stúlka ásamt manni sin- um. Þau kenna bæði Indiánabörnum — af- komendum þeirrar þjóðar sem eitt sinn drottnaði i þessu víð- feðma landi, en hefur nú um langt skeið orðið að sitja og standa að geð- þótta þeirra, sem rændu hana landinu. íslenzka stúlkan heitir Inga og er dóttir Eðvarðs mjólkur- fræðings Friðrikssonar og Barböru konu hans, sem fluttu af landi brott til Kanada, þegar Inga var fjögurra ára gömul. Grét sig i svefn fyrsta kvöldið Fyrir skömmu var Inga i heim- sókn á ættlandi sínu ásamt manni sinum, Bruce. Blaðamaður Tim- ans notaði tækifærið og átti tal við þau hjónin um hið óvénjulega starf þeirra. — Upphafið að þessu var nú eiginlega hörgull á vinnu i Van- couver, þvi að flest-allir vilja setjast að i bæjunum, að námi loknu, að þvi er virðist. bá bauðst okkur þetta starf i smábæ, sem heitir Williams Lake og er 480 kólómetrum fyrir norðan Van- couver i heldur harðbýlu og gróð- urlitlu héraði. Við ákváðum að reyna þetta i eitt ár til að byrja með. — Hvernig leizt ykkur svo á? — Ég grét mig nú i svefn fyrsta kvöldið, segir Inga og brosir. betta var allt svo gerólikt þvi sem viö vorum vön. En smátt og smátt vöndumst við lifinu þarna og fengum áhuga á kennslunni og ekki sizt lifi Indiánanna og kjör- um þeirra, svo að nú erum við bú- in að vera þarna i þrjú ár. — Er margt Indiána á þessum slóðum? — 1 þessu héraði búa um 4000 Indiánar, en hvitir menn eru um 15000. Margir þessara Indiána tala enn sina eigin tungu, en ekki ensku, sem er mjög sjaldgæft nú orðið. Auk þess búa þeir enn að nokkru að hinni fornu menningar- leifð sinni, þvi að i þessum héruð- um hefur aldrei verið margt hvitra manna, enda hefur ekki . verið eftir miklu að slægjast þar fram til þessa. Indiánar búa við sára fátækt — Búa þessir Indiánar þá við sæmileg kjör? — beir eru flestir ákaflega fá- tækir, enda má segja, að litt hafi verið um þá skeytt. Allt fram undir 1920 var það eiginlega von stjórnvaldanna, að þeir dæu út hljóðalitið, svo að ekki þyrfti að hafa áhyggjur út af þeim. bessi afstaða hefur breytzt mikið á sið- ari árum, en samt fer þvi enn viðs fjarri, að þeir búi við sambærileg kjör og hvitir menn. Til marks um það getum við nefnt, að með- alævi Indiána er um það bil tutt- ugu árum skemmri en meðalævi hvitra manna. bá gætir lika á meðal þeirra ýmissa fylgikvilla fátæktarinnar eins og drykkju- skapar og sjúkdóma, svo að dæmi sé tekið. beir eru lika miklu tiðari gestir i fangelsum en hvitir menn, ef miðaðer við fólksfjölda, en það er lika ein afleiðing fátæktarinn- ar. Unga fólkið óánægt — Er þá ekki uppreisnarhugur i unga fólkinu þarna eins og viða annars staðar? — Indiánarnir halda þvi fram, að samningar, sem við þá hafa verið gerðir, hafi aldrei verið haldnir og loforð öll tiðast svikin. bess vegna tortryggja þeir flestir hvita menn og unga fólkið er mjög óánægt með kjör sin, þótt þeir séu ekki herskáir á sama hátt og þeir kynbræður þeirra, sem hertóku Wounded Knee, eins og frægt er orðið. Sumt af unga fólkinu bregzt þannig við, að það afneitar með öllu hinni hvitu menningu, og reynir að taka upp siöi forfeöra sinna, þótt þaö sé auðvitað erfitt, af þvi að þeim er ekki lengur kleift að lifa á sama hátt og fyrr, þvi að fótunum hefur verið kippt undan höfuðat vinnuvegi þeirra fyrr á tið, en það voru dýra- og fiskveiðar. — En eru þeir þá ekki laklega undir samkeppnina búnir i neyzluþjóðfélaginu? — bað má segja svo. Viðhorf þeirra til lifsins er mjög ólíkt þvi sem við eigum að venjast. Fyrr á tið áttu allir allt sameiginlega og fólk hjálpaðist að i stað þess að keppa hvað við annað. betta sér maður greinilega i sambandi við kennsluna. Ef kennarinn spyr einhvern nemandann spurningar, sem hann getur ekki svarað og snýr sér svo að öðrum og spyr þess sama, fer oftast svo, að hann fær ekkert svar, þó að sá, sem siöar er spurður, viti svarið, þvi að honum finnst sem hann geri þeim, sem ekki gat svaraö, hneisu með þvi að svara. Lakleg menntun — Hvernig er þá farið menntun þeirra? — Mjög fá Indiánabarnanna halda námi áfram svo lengi, að þau komist i æðri skóla. bau helt- ast flest úr lestinni einhvers stað- ar á leiðinni. bað er til marks um þetta, segir-Bruce, að i bekkjun- um, sem Inga kennir, eru um það bil 10-15% barnanna Indiánar. I þessum bekkjum eru börn á aldr- inum 12-16 ára. Ég kenni hins vegar 18-19 ára gömlum ungling- um og I minum bekkjum eru Indi- ánar ekki nema 5% af nemend- um. A þessum fáu árum hafa með öðrum orðum flest Indiánabarn- anna hætt námi. Ýmislegt bendir samt til þess að úr þessu rætist. I Williams Lake hafa Indiánar t.d. sjálfir haft forgöngu um að koma á fót skólum handa börnunum, þar sem þeim eru annars vegar kenndar ýmsar iðnir og hins veg- ar er sögukennsla, þar sem þau fá að kynnast sinni eigin menningu. :betta er auövitað mjög lofsvert, þvi að i venjulegri sögukennslu er sagan skoðuð af sjónarhóli hinna hvitu landnema og lituð af hags munum þeirra, sem i flestum til- vikum voru andstæðir hag Indi- ánanna. betta og önnur áform af svipuðu tagi njóta styrks og stuðnings stjórnvalda, þannig að margt hefur breytzt til bóta hvað áhrærir afstöðu þeirra til Indián- anna. 1 þessu sambandi má geta þess, aö ekki eru nema fimm ár liðin siðan komið var á fót sam- eiginlegum skólum fyrir Indiána og hvita. Láta sig Indiána litlu skipta — Hver er afstaða Kanada- manna af evrópskum uppruna til Indiána? — Viðast hvar verður maður þeirra litt var. beir Indiánar, sem hafa setzt að i borgunum eru flestir illa settir og margir hverjir drykkjusjúklingar eða rónar. bess eru lika dæmi, að sérstakt eftirlit sé haft með Indiánum, þegar þeir koma inn i verzlanir, þvi að menn halda að þeir steli. bessu valda auövitað hleypidóm- ar. Sjálfsagt veit almenningur, hvernig háttað er kjörum Indi- ána, en menn láta sig það flestir litlu skipta, þótt auðvitað séu ým- is dæmi um hið gagnstæða. — Hvernig er annars að búa i bæ á borð við Williams Lake? — bað má kannski segja, að töluverður frumbýlings- eða landnemabragur sé á ýmsu. Hús sem voru byggð fyrir 40 árum þykja gömul i Williams Lake, þvi að þaö er ekki fyrr en á seinni ár- um að bærinn hefur farið að vaxa vegna koparnámu, sem þar er. Landnemabragurinn kemur lika fram i þvi, að mönnum þykir gaman að ganga um með kúreka- hatta á kollinum, þótt þeir komi ekki nálægt sliku, og að karl- mannlegt þykir að geta sopið hraustlega á pyttlunni. Ekki á förum á næstunni — bið eruð samt ekki á för- um þaðan eða hvað? — begar við kómum þangað fyrst, fannst okkur það dálitiö erfitt, eins og við sögðum áðan. En svo fengum við áhuga á hátt- um Indiánanna og höfum reynt að efla þá i viðleitni sinni við að halda sérkennum sinum. Fyrst var okkur tekið með dálitilli tor- tryggni, sérstaklega af gamla fólkinu, sem vildi ekki einu sinni stiga fæti inn i húsið okkar, en það breyttist þegar við fórum að kynnast þvi. Núna eru hjá okkur tvær Indiána- stúikur, sem við kennum. Við gleymum þvi ekki, þegar nokkrir krakkanna komu til okkar einu sinni og sögðu, að þeim þætti gott að hafa okkur. Nei — ætli við för- um nokkuð á næstunni. HHJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.