Tíminn - 04.08.1973, Page 25

Tíminn - 04.08.1973, Page 25
 Laugardagur 4. ágúst 1973. tImínn Landsliö islands og Noregs ganga til leiks í fyrrakvöld :C> En þó að kjarni landsliðsins haldist óbreyttur, er bæði sjálfsagt og rétt að auka svigrúmið i sambandi við val i einstakar stöður. Ekkert landslið er svo gott, að það sé hafið yfir alla gagnrýni. Og það væri meira en litil þrjóska, ef landsliðsnefnd ætlaði sér ekki að breyta 16-18 manna hópnum eitthvað, fyrir landsleikina við Hollendinga. Ýmsum myndi þó sjálfsagt vefjast tunga um tönn, ef spurt væri hvaða leikmenn ætti að setja út úr landsliðinu — og hverja inn. Slikt er alltaf matsatriði. Og það er a.m.k. ekki einhlitt að meta getu manna einvörðungu eftir frammistöðu þeirra meö félagsliðum. Þess vegna er nauðsynlegt að hefja pressu- leikina aftur til vegs og virö- ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ FYLLAST SVARTSÝNI ingar, ekki til þess eins að láta pressuleiki fara fram heldur til þess að fá mælikvarða á getu ellefu beztu og ellefu næstbeztu leikmanna okkar. Að sjálfsögðu þarf einn pressuleikur ekki að vera, frekar en aðrir einstakir leik- ir, öruggur mælikvarði, en slikir leikir gefa þó alltaf ákveðnar visbendingar, og gildi þeirra margfaldast, ef pað kæmi i ljós, að landsliðs- nefnd tæki tillit til niðurstöðu þeirra á hverjum tima. A þetta er bent nú vegna þess, að landsleikirnir við Hol- lendinga eru framundan, en sennilega verða þeir erfiðasta verkefni, sem islenzkt knatt- spyrnulandslið hefur fengiö hingað til. — alf. Þrátt fyrir slæma út- komu í landsleiknum við Norðmenn, er ástæðu- laustað fyllast svartsýni um framtíð íslenzkrar knattspymu. Leikurinn, sem slfkur var að vísu nokkurt áfall, en sem betur fer eru litlar likur til þess, að liðið leiki annan eins slysaleik i bráð. Hins vegar er það nokkurt áhyggjuefni, eins og bent hef- ur verið á, að það er eins og is- lenzkir knattspyrnumenn kunni ekki að leika knatt- spyrnu við þær aðstæður, sem voru á Laugardalsvellinum i fyrrakvöld. Ættu islenzkir knattspyrnumenn þó að vera vanari þvi en ýmsir aðrir að leika á rennblautum grasvöll- um. En þrátt fyrir, að svona slysalega tækíst til i leiknum, væri algert glapræði að stokka landsliðið upp nú. Það er ekki þar með sagt, að ekki megi gera einhverjar breytingar, en það má ekki undir neinum kringumstæðum splundra landsliðskjarnanum frá þvi, sem nú er, alla vega ekki fyrr en það er fullreynt, að þetta lið nái ekki saman. Einn leikur eins og á fimmtudaginn segir ekkert. Eða eru menn búnir að gleyma leikjum þessa sama liðs gegn Svium og Austur- Þjóðverjum nýlega? Umsjón: Alfreö Þorsteinsson Fram og Keflavík leika minningarleik um Rúnar Leikurinn fer fram á Laugardalsvell* inum n.k. þriðjudagskvöld Alf— Reykjavík. — Minn- ingarleikur um Rúnarheit- inn Vilhjálmsson, knatt- spymumann úr Fram, sem ™ fórst af slysförum í ferð meðislenzka landsliðinu til Englands fyrir þremur ár- um, verður á Laugardals- vellinum n.k. þriðjudags- kvöld, en liðin sem leika þennan minningarleik verða Islandsmeistarar Fram 1972 og verðandi Is- landsmeistarar 1973 Kefla- vík. Stofnaður hefur verið minningarsjóöur um Rúnar Vilhjálmsson. Munu tekjur af leiknum renna til sjóösins og að hluta til slysasjóðs iþróttamanna. Sem fyrr segir verða það 1. deildar lið Fram og Keflavíkur, sem leika þennan fyrsta minning- arleik. Munu þvi margir af félög- um Rúnars taka þátt I leiknum, en Rúnar var rétt um tvitugt, er hann lézt. Meðal þeirra, sem taka þátt i leiknum á þriöjudagskvöld, verður Elmar Geirsson. Keflvik- ingar, sem dvelja munu i æfinga- búðum að Laugarvatni um helg- ina, munu tefla sinu sterkasta liði fram. Dómari i leiknum verður Guð- mundur Haraldsson. Leikurinn hefst kl. 20. Rúnar Vilhjálmsson — þetta er ein siðasta myndin sem tekin var af lionum. LÆKNAR TIL LIÐS VIÐ ÍÞRÓTTIRNAR Alf.—Reykjavik. — Nýlega erkominn út „trimm-bæklingur” á veguin tSl. sem er merkilegur fyrir þá sök, að hann er einvörð- ungu skrifaður af læknum. Þessum bæklingi verður dreift á komandi hausti i það stóru upplagi, að hann mun berast inn á sem næst fjórða hvert heimili i landinu. Meðal þeirra, er rita i þennan bækling, er Nikulás Sigfússon, yfirlæknir, en hann fjallar um hjartasjúkdóma og likamsþjálfun. 1 grein sinni segir Nikulás m.a.: ,,Hér landi deyja nú á fimmta hundrað manns á ári hverju úr hjartasjúkdómum. Lætur nærri að þessi sjúkdómar valdi dauða þriðja hvers íslendings. Stærsta hlut að máli eiga kransæðasjúkdómar — „æðakölkun” — i slagæöum hjártavöðvans. Undanfarna áratugi hafa þessir sjúkdómar orðið sifellt al- gengari og gripið um sig meðal æ yngra fólks. Þróunin hér á landi hefur i þessu efni orðiö svipuð og hjá öðr- um þjóðum þar sem velmegun rikir. Undanfarin 20 ár hafa viötækar rannsóknir verið gerðar til að leita að orsökum þessara sjúkdóma. Helztu niðurstöður hafa orðið þessar: 1. Körlum er hættara við þessum sjúkdómum en konum og þeir veikjast fyrr. 2. Ahættan vex með aldrinum. Likurnar á hjartaáfalli eru 4 sinn- um meiri um fimmtugt en um þritugt. 3. Offita eykur á hættuna. Likurnar á hjartaáfalli eru 2 1/2 sinn- um meiri hjá manni sem er 30% yíir eðlilega þyngd en hjá þeim, sem hefur eðlilega þyngd. 4. Mataræði, sem inniheldur mikið af mettaðri fitu, eykur lik- urnar á kransæðasjúkdómum. 5. Hár blóðþrýstingur er áhættuþáttur, er eykur likur á krans- æðasjúkdómum fjórfalt. 6. Sykursýki eykur likur á hjartaáfalli fjórfalt. 7. Miklar sigarettureykingar tvöfalda likurnar á kransæðasjúk- dómum. 8. Skortur á likamlegri þjálfun eykur hættuna á kransæða- sjúkdómum. Af framangreindu sést að margir áhættuþættir er valda vax- andi tiðni kransæðasjúkdóma eru nú kunnir. Það gildir þó um þessa áhættuþætti flesta að úr áhrifum þeirra er hægt aðdraga eða jafnvel að útiloka alveg”. t framhaldi af þessu bendir Nikulás á heppilegustu likams- æfingarnar, en bendir jafnframt á það, að margir telji, að allar tegundir likamsþjálfunar séu hollar l'yrir hjartað, en þvi sé þó ekki þannig farið, þvi að ýmsar æl'ingar þjálfi hjartað litið sem ekkert og geti jafnvel verið skaðlegar. Þessi „trimm-bæklingur” er hin þarfasti, og þyrfti helzt að komast inn i sérhvert heimili á landinu. Skrifslofa ISt i Laugar- dal mun gefa allar nánari upplýsingar um bæklinginn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.