Tíminn - 04.08.1973, Síða 29

Tíminn - 04.08.1973, Síða 29
Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINN 29 vi" :: jí MANNLIFIÐ ER SKRÍTIÐ OO SKEMMTI- LEGT SVO ER GUÐI fyrir að þakka, að mannlifið er stundum skrit- ið og skemmtilegt, og alltaf ber við eitthvað, sem fólk get- ur brosað að. Sumt af þessu gleymist fljótt, en annað fest- ist í minni, svo að þvi verður lengi á loft haldið. Þetta á jafnt við um atvik ýms og snjöll og meitluð tilsvör. Af þvi að þetta er efni, sem margir hafa gaman af, ætluð- um við að bregða hér upp fá- einum dæmum af þessu tagi. Vorhugur á Timaskrifstofunum. Sagt er, að sjaldan biti tófa nærri greni. Samt ætlum við að byrja á sjálfum Timanum, svo að ekki verði upp á okkur hermt, að við köstum öllum okkar syndum bak við okkur eins og segir i sálminum. Við vorum að visu búnir að gleyma þessu atviki, enda þótt ekki muni vera liðin ýkjamörg ár siðan það gerðist, og þess vegna sækjum við söguna I jólablað Austra, sem viðætlum fullgóða heimild. Hafi eitthvað verið fært i stilinn, sem við er- um þó alls ekki að gefa i skyn, þá er sagan samt ágæt eins og hún er þar sögð. Hún er sem sagt á þessa leið: Fyrir nokkrum árum varð slæmur ruglingur i Timanum. A sömu siðunni voru tvær myndir. önnur var af ráð- herra að taka skóflustungu. Undir henni stóð: Vor I lofti. Hin myndin var af ungu pari, sem sat undir tré og létu þar karl og kona vel hvort að öðru. Undir þeirri mynd stóð: Byrjunarframkvæmdir hefjast. ii í Jesú nafni ■■ j| Máltækið segir, að einn bit- jj inn geri annan lystugan. í öðru j: felst sú vizka, að á mjóum jj þvengum læri hundarnir að :: stela. Og þegar við fórum að :: gresja okkur gamansemi úr :: Austri, þá komumst við á :: bragðið. Það leið ekki á löngu ■■ áður en Arbók Þingeyinga ■• varð fyrir okkur, og þaðan ■■ höfum við þessa sögu: „Þingey i Skjálfandafljóti ■■ hefur löngum verið þrætuepli Reykdælinga. Helgastaðir, •: Einarsstaðir, Glaumbæjarsel ■■ og Fljótsbakki töldust eiga þar ■■ Itök nokkur, ýmist sem eign eða beitarrétt — sumar ■■ jarðirnar mikið, aðrar minna. Þó lék nokkur vafi á um sumt •: af þessu. Gegnt eynni að vestanverðu ;■ við fljótið stendur bærinn ■; Barnafell, eða stóö —nú i eyði. Að austanverðu er Fljótr bakki. A Þingey tekur sjaldan eða aldrei fyrir jörð. Eitt sinn i harðindum siðla vetrar var bóndinn I Barnafelli, Benedikt Sigurðsson, heytæpur, fátæk- ur maður. Þá hafði það og gerzt, er sjaldan skeður, að klakabrú myndaðist yfir kvislina að vestanverðu, sem er milli lands og eyjar, rétt of- an við Barnafoss, svo ganga mátti út i eyna, sjálfsagt fyrir tilstuðlan forsjónarinnar. Sigvaldi á Fljótsbakka átti þá beitarrétt I Þingey, greið- vikinn maður. En ekki mun sá beitarréttur'hafa verið nema aö einum áttunda hluta eyjar- innar. Leyfir nú Sigvaldi Benedikt nábúa sinum að beita fé .sinu i eyna, sem er beitarland ágætt, og rekur Benedikt féð á isi út i eyna yfir kvislina. Og varð þetta honum að stórmiklu liði eins og á stóð. Sören Jónsson bjó þá i Glaumbæjarseli, og átti Glaumbæjarsel þá einnig Itak I Þingey, jafnvel að þrem fjórða hluta. Sören var svo mikill mælskumaður, að talið var, að honum yrði aldrei orð- fall, rökfimur og oröslyngur. Þegar hann sér nú Barnafells- féð i eyjunni, þykir honum sem var, að Fljótsbakkabónd- inn geri sig nokkuð heima- kominn þar i þeirra sameigin- lega beitarlandi að leyfa óvið- komand'-manni beitina, geng- ur suður að Fljótsbakka og ávarpar Sigvalda formála- laust: — Hefur þú, Sigvaldi, leyft Benedikt i Barnafelli að beita á Þingey? — Já, segir Sigvaldi — Og i hvers nafni gerðir þú það? — 1 Jesú nafni, svaraði Sig- valdi. Þá varð Sören orðfall. Sannkristin manneskja Prestur einn á Vestfjörðum var maður hispurslaus og lét sitt af hverju fjúka utan stóls- ins. Einhverju sinni varð tíb- rætt I áheyrn hans um konu eina, sem hafði verið sérlega kirkjurækin og haft kristilega siðiiheiðri með mesta sóma, en verið býsna harðdræg þess utan. Kom þar tali manna, að sumir drógu i efa, að þetta gæti kristin manneskja kall- ast, en öðrum þótti of hart dæmt að svipta hana þeirri nafngift. Prestur hlýddi þögull á orðræður manna, unz hann spratt á fætur og sagði snögg- um rómi: „Það er ekkert andskotans þvarg með það — hún var sannkristin manneskja, kerlingardjöfullinn”. Konungurinn i Yztakoti Simon Sigurösson i Yztakoti i Landeyjum flosnaði upp frá búskap og byggðu sveitaryfir- völd handa honum kofa, þar sem hann haföist við um skeið. Var honum lagt til viðurværi á þann hátt, að gjaldbærir bændur skyldu láta honum i té sina ögnina hver. Simon fór siðan um, tindi sjálfur saman tillögin og heyj- aði af eftir þvi sem bezt gekk. Var hann ekki óvelkominn gestur á bæjum, þótt hann færi þeirra erinda, er raun bar vitni, og olli þvi glaðlyndi hans og orðheppni. Þegar kom á bæi til inn- heimtu, var oft venja hans að segja, er hann hafði heilsað húsbændum: — Hér er kominn Simon kóngur að heimta skatt af þegnum sinum. I minnum hefur verið haft, er Simon fór af bæ eftir hæfi- lega margar gistinætur, að bóndi spurði, þegar þeir kvöddust: — Hvenær heldurðu, að þú sjáist næst, Simon minn? — Ætli það geti orðið fyrr en I haust, þegar annir eru úti? svaraði Simon. Þar kom, að Simon þraut þrek og lif eins og aðra menn. Tvær stúlkur voru fengnar til þess að vera yfir honum i banalegunni. Skömmu fyrir andlátiö fékk Simon krampa- kast, og urðu stúlkurnar smeykar og héldu þetta dauðateygjurnar og ætluðu að ganga út. Simon varð þessa var, beitti allri orku sinni og mælti glaðlega: — Biðið þið, stúlkur minar — þetta er bráðum búið. Það kemur ekki fyrir oftar, að þið fáið að sjá Simon deyja. J H :: NORRÆNA góðtcmplaranámskeiðinu lauk i Reykjavík á föstudags- kvöld. Þátltakendur voru alls um l(>0, þar af 127 frá Danmörku, Noregi, Sviþjóð og Finnlandi. Námskeið þetta var hið þrettánda i röðinni siðan 1959 og í annað skipti, sem það var lialdið á tslandi. Flestir erlendu gestirnir fljúga licim á sunnudag (5. ágúst) en þann dag fara og 38 þeirra i skoðunar- og kynnisfcrð til Vestmannaeyja. Aðalumræðuefni námskeiðsins var „Börnin og við", en auk þess var saga lslands og is- lenzk málefni kynnt erlcndu gcstunum. A myndinni eru ólalur Kristjánsson, stórtemplar (tv-^Gunnar Niclscn frá Danmörku og Karl Wennberg frá Sviþjóð. —Timamynd: Gunnar. MENGUN í VATNI í SKÁLATÚNI Sjóða þarf neyzluvatn handa 60 vistmönnum AÐ UNDANFÖRNU hefur hvaö eftir annaö oröið vart mengunar i drykkjarvatni að Skálatúni i Mos- fellssveit. Skálatúnsheimilið, þar sem nú eru um 60 vistmenn, auk starfsfólks, fær neyzluvatn úr gömlum brunni þar á staðnum. Siðast voru tekin sýni af vatninu i Skálatúni 20. júli, og reyndust þá kóligerlar I þvi og það óhæft til drykkjar. Drykkjarvatn er nú allt soðið að Skálatúni, en eins og nærri má geta er það ærinn starfi. Að sjálf- sögðu er einnig erfitt að hindra fullkomlega, að vistfólkið i Skála- túni, sem er heimili fyrir van- O Hdspennulína linustæðið og mæla, sagði Birgir enn fremur, gera yfirborðsrann- sóknir á jarðvegi og svokallaðar jarðsveiflumælingar, sem hafa það markmiö að finna, hve djúpt er á fast berg, þar sem jarðvegur er þykkur. Þær eru framkvæmd- ar meö sprengingum og mæling- um með hlustunartækjum i mis- munandi fjarlægð frá þeim stað, þar sem sprengingin verður. Sið- an gera menn frá landmælinga- deild Orkustofnunar nákvæmt langsnið, og seinna munu verk- fræðingar ákvarða burðarvirkjum linunnar staö, hvort heldur þaö verða tréstaurar eða stálvirki, að undangengnum könnunum á þvi, hvar traustan grunn er að fá. Eins og sagöi i upphafi, er trú- legt, að byrjað verði að reisa þessa háspennulinu næsta sumar. En okkur tókst ekki i gær að afla vitneskju um, hversu langt það er undan, að fullnaðarákvörðun verði tekin um linustæðið og framkvæmd verksins, þar eð embættismenn^ sem um það fjalla, voru fjarverandi. —JH. gefna, leggi sér vatnið til munns. Þess ber einnig að geta að vatns- litiö er i Skálatúni eins og raunar viða i Mosfellssveitinni. Þá er einnig mengað vatn i læk i landi Skálatúns, mestu óþverra- sytru. Hefur lengi staðið til að loka honum. „Ætli það verði nú ekki loksins gert”, sagði héraðs- læknirinn i Mosfellssveit Friðrik Sveinsson i viðtali við Timann á föstudag. Ekki sagði Friðrik að vart hefði verið óeðlilegra veik- inda meðal heimilisfólks i Skála- túni að undanförnu. Þá hefur einnig orðiö vart mengunar I sundlauginni i Skála- túni, en i hana er notað heitt vatn. Slikt kemur fyrir af og til i sund- laugum, og i þessu tilfelli getur orsökin verið sú að ekki er nægi- legt vatn til baða áður en farið er ofan i laugina ellegar ólag á hreinsikerfi, eins getur hafa verið um tilviljun að ræða þegar sýni var tekið úr lauginni. Hugsanlegt er að brunnurinn i Skálatúni hafi spillzt er fram- kvæmdir fóru þar fram vegna hitaveitu. Til stendur að Skálatúns- heimilið fái vatn úr nýrri vatns- veitu Mosfellssveitar, sem verið er að leiða fram eftir sveitinni, en það verður ekki fyrr en á næsta ári. SJ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.