Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 33

Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 33
Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINN 33 allir gætu séð, hvern enda slikt hefði. Gæti hann nú aðeins komizt til konungsins, hugsaði hann með sér, en áður en hann komst alla leið að einkaher- bergi konungs, varð hann að gæða öllum, er dyranna gættu, á grautnum, og var hann þá þrotinn að fullu og öllu. Jæja, þá hugsaði hann með sér, ég verð að taka annað til bragðs. Hann fékk þá lánaðan stóra göltinn konungsins og bjó hann út með beizli og söðli og sendi þrjá hina kátustu sveina konungs með hann til ömmu sinnar og bað þá að skila kveðju frá sér og að þeir væru sendir með reið- skjóta handa henni. Skyldi hún jafnskjótt tygja sig og halda til hallar konungs á honum. Þegar hún fékk slik boð gagngert frá drengnum sinum, sem hafði gert hana svo undur glaða, áleit hún sér skylt að verða við boði hans. Settist hún siðan á bak geltinumog hannþautá stað með slikum ógnar hraða, að eldglæringar hrutu úr sporum hans. En kóngssveinarnir, sem ekki höfðu búizt við þvilikum hraða, hlupu á eftir, sem mest þeir máttu. Hinn fljótasti þeirra náði taki um hala galtarins og létti það honum nokkuð hlaupin. En einmitt þegar þeir lentu inn á túnið hjá kóngsgarði, þa slitnaði halinn af geltinum og sveinninn datt kylliflat- ur. En strákurinn, sem hafði hugsað þetta allt út, kom þvi svo fyrir, að kóngurinn stóð einmitt á hallartröppunum, þegar þau komu þjótandi og gat hann þá ekki varizt hlátri, og þeir, sem höfðu bragðað grautinn, voru þar hlæjandi fyrir, svo að nú hló öll konungshirðin svo hátt og hvellt, að heyrðist um allt rikið, og brátt hlógu allir með, smáir og stór- ir, rikir og fátækir, ungir og gamlir. En hæst hló kóngur- inn af þeim öllum, og þegar hann komst að þvi, hver hefði komið öllu þessu til leiðar, þá gerði hann strákinn að ráðherra. Og strákur varð hinn snjallasti ráð- herra, sem nokkru sinni hafði verið þar i landi, og það var hann sökum léttlyndis sins og þess, að hann hafði ömmu gömlu alltaf með sér i ráðum. SVALUR eftir Lyman Young S Þettaer ungur gíraffi.ungt. zebradýr og mjög ungt ljón. „Einhvern veginn hafa þau orðið aðskila við f jölskyldur sini ar óghafa ekki miklar~= . '~ von um að lifa hjálp/ nvað, arlaus. / igetur þú„| \ gert aieinn? Það er mikið vatn á /'En er\ svæðinu og það verður það gott allt i lagi með mig,' vatn? JErtu bú -inn að gleyma hvers •< vegna við komum'

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.