Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 37

Tíminn - 04.08.1973, Qupperneq 37
Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINN 37 AÐ Laugavegi 136 i Reykjavik býr maður að nafni Jón Sigurðsson. Nokkuð er hann við ald- ur, vantar aðeins tvö ár I áttrætt, en þó myndu ókunnugir ekki gizka á svo háan aldur, ef þeir ættu að geta, svo hressi- legur og kvikur er Jón. Þótt starfsævi Jóns — erfiðis- verk á sjó og landi — sýnist ekki likleg til þess að veita margar tómstundir til lestrar, þá hefur hann ekki látið það á sig fá, en lesið það sem hugurinn girntist, og jafnan átt bækur að vinum. Þess vegna skai fyrsta spurning- in, sem til hans er beint, verða þessi: — Hvar var það, sem þú komst fyrst i kynni við þær fagurbók- menntir, sem áttu eftir að verða þér dyggur förunautur um langa ævi? — Það var i Þingvallasveit. Ég átti þá heima i Hrauntúni, sem er •bær ihrauninu suð-austan við Ár- mannsfell. Sú jörð er nú innan þjóðgarðsins og þar af leiðandi komin i eyði. Þarna voru keyptar og lesnar flestar þær bækur, sem út komu, og einhvers virði voru. Við lásum höfuðskáldin Matthias, Einar Benediktsson, Þorstein Erlings- son, Guðmund Guðmundsson og fleiri og fleiri. Þetta brenndi sig svo inn i mig, að það var ekki nóg með, að ég læsi ljóðin, heldur lærði ég þau óviljandi og án þess að vita af þvi sjálfur. Siðar á æv- inni fannst mér ég oft þekkja speki gömlu snillinganna i at- burðum liðandi stundar. ,,Hvur á svona stóran hlaða?” — Ert þú borinn og barnfæddur Jón Sigurðsson hjá einum bókaskápnum sinum. Bókin, sem hann heldur á, er ijóðasafn Einars Bene- diktssonar. Á þeirri lesningu hefur hann miklar mætur. vel ég hafði dugað i miklum hörkuspretti, sem þá var nýaf- staðinn hjá okkur. En ég var ekki verr á mig kominn en svo, að ég teygði úr mér, stóö upp og fór aft- ur i káetu, þar sem ég át saltkjöt og baunir með beztu lyst. Þá var enn meira lesið — En hvað tókstu þér fyrir hendur, þegar sjómennskunni sleppti? — Það var nú fleira en eitt. Ég hætti ekki á sjónum vegna þess að ég væri búinn að fá fast starf i landi, heldur af þvi að konan min var heilsuveil, og þar af leiðandi ófært að ég væri lengi að heiman i einu. Ég vann svo hitt og annað, fyrst eftir að ég kom i land, og meðal annars var ég um skeið i grjótnámi hjá Reykjavikurborg. Svo var það, eiginlega af hreinni tilviljun, áð ég lenti i vinnu til Hampiðjunnar. Ég byrjaði að vinna þar fyrsta dag nóvember- mánaðar 1941, og hef unnið þar siðan. Nú vinn ég að visu ekki nema hálfan daginn, ég er orðinn svo gamall. — Fór ekki lestraráráttan vax- andi, þegar þú varst kominn i land? — Jú. Ég hafði að visu alltaf lesið talsvert mikið, og yfirleitt nokkuð reglulega, en þó færðist það mikið i aukana, eftir að i landvar komið. Þá mátti heita, að ég notaði hverja einustu fristund til lestrar, og núna, eftir að ég er orðinn svona gamall, er ég siles- andi. Ég á talsvert af bókum, ekki sizt ljóðabókum, og svo koma blöðin. Þau les ég alltaf, og ef þér er einhver ánægja i að heyra það, þá hef ég alltaf verið mjög hrifinn af Sunnudagsblaði Timans — les- bókinni — Þar er margt efni, sem bæði er fróðlegt og skemmtilegt aflestrar. Eigin yrkingar — Nú munt þú sjálfur ekki vera alveg saklaus af þvi að stunda okkar þjóðariþrótt, visnagerðina. Lestur er hans líf og yndi i Þingvallasveit, eða varstu þar aðeins um stundar sakir? — Ég fæddist að Skeggjastöð- um i Mosfellssveit, en ætt min var i Þingvallasveitinni. Það var ti- unda júni, 1895, sem ég sá fyrst ljós þessa heims. Þegar jarð- skjálftinn mikli kom sumarið 1896, var ég þrifinn upp úr vögg- unni og mér kastað út um glugga. En sveitafólk bjó ekki i háreistum höllum i þann tið, svo að fallið varð ekki hátt, enda meiddist ég ekki neitt, en öskraði vist einhver ósköp. Þriggja ára að aldri fluttist ég að Skógarkoti i Þingvallasveit með foreldrum minum. Ég man það enn, þegar við fórum niður i Almannagjá. Ég sat i keltu móður minnar, en hún reið i söðli. Þegar við komum niður i gjána, leit ég upp i hamravegginn og sagði: „Hvur á svona stóran hlaða?” Sjálfsagt hef ég haldið, að þetta væri móhraukur eða skánarhlaði, þvi að þá hef ég þekkt. — Lærðir þú ekki snemma að lesa og að draga til starfs? — Ég var orðinn ágætlega læs, þegar ég var sjö ára, enda var lestrar- og skriftarnámið eina menntunin, sem við hlutum i æsku. Frá Skógarkoti fluttumst við að Heiöarbæ i sömu sveit. Þar bjó faðir minn i sex ár, en missti þá heilsuna. Þá fór ég aftur að Hrauntúni og var þar i fjögur ár, en fluttist svo aftur að Heiðarbæ og var þar i önnur fjögur ár. Nú var ég orðinn tvitugur að aldri, og allan þann tima hafði Þingvalla- sveit fóstrað mig, að undan skild- um þrem fyrstu æviárunum, sem ég var i Mosfellssveitinni. — Hvert lagðir þú leið þina, þegar þú hleyptir heimdragan- um? — Ég fór til Reykjavikur, en hélt reyndar áfram þaðan og suður i Garð þar er ég var til sjós. Siðan fór ég til Austfjarða og var eitt sumar á mótorbát, er reri frá Eskifirði, en annað sumar stundaði ég ásamt fleiri mönnum útgerð frá Seley i Reyðarf jarðar- flóanum. Það var ákaflega skemmtilegur timi. Og þægilegt er að vera þar á færafiskirii, þvi að þar er svo mikill straumur, að föllin bera mann til skiptis að heiman og heim. Á sjó Arið 1916 fór ég á togara og lenti þá i fyrsta verkfallinu, sem gert var á Islandi. Ég vildi ekki verða eftir af félögum minum, sem gengu i land. Næstu sex árin eru sá timi, sem við sjómenn höfum kallað þrælaöldina. Það er ekki fyrr en árið 1922, sem vökulögin koma. Ég man enn, hverju ég svaraði, þegar ég var um það spurður, hvernig mér likaði við þessi nýju lög. Ég sagði: „Þetta er sannkallað heilsuhæli i saman- burði við það, sem áður var, þótt enn sé unnið I sextán tima á sólar- hring.” — Hvernig var fæðið? — Það mátti heita gott — i þeirri merkingu, að það var nóg að vöxtunum, fyrst I stað aö minnsta kosti. Seinna kom svo kreppan fræga, og þá var farið að spara matinn eins og allt annað. Annars var það að langmestu leyti undir kokkunum komið, hvernig maturinn var til sjós á þessum árum. Þeir voru vitan- lega misjafnir eins og aðrir menn. Sumir voru ágætir. — Undir þú þér vel á sjónum? — Landvinna hefur alltaf átt miklu betur við mig en sjósókn. Ekki svo að skilja: Á sjónum eignaðist maður marga ágæta félaga, og lenti i skemmtilegum ævintýrum, en þegar á allt er lit- ið, þá likaði mér það lif ekki nærri eins vel og að vera i landi. — Varstu kannski sjóveikur? — Ekki neitt að ráði. Ég vissi þó oft af henni, en lét mig hafa það og lá aldrei niðri. En það merki- lega var, að ég fann ekki mest til sjóveikinnar þegar ég var að byrja á sjónum, heldur varð ég þvi viðkvæmari fyrir henni sem æviárunum fjölgaði. — Var stundum hægt að lesa á sjónum? — Já, þegar maður var lagstur til svefns. Þá las ég alltaf, næst- um hvað uppgefinn sem ég var, og enn er það föst venja min að lita i bók i rúmi minu á kvöldin. Mér finnst ég meira að segja ekki getað sofnað án þess, svo rikur er þessi vani. Hitt er svo annað mál, að sá lestur varð ekki alltaf lang- ur, og oftast sofnaði maður með bókina eöa blaðið ofan á sæng- inni. Það var svosem ekki nein hætta á þvi, að menn gengju óþreyttir til hvilu, jafnvel ekki eftir að vökulögin sælu höfðu tek- ið gildi. Einu sinni tókst mér að sofa vært i átján klukkustundir — og er það liklega eina metið, sem ég hef sett um mina daga. Þegar ég kvartaði yfir þvi við vaktfor manninn minn, að ég skyldi ekki hafa verið vakinn á mina vakt, svaraði hann þvi til, að hann hefði ekki timt að vekja mig, ég hefði sofið svo vært, en auk þess hefði ég átt það skilið fyrir það, hversu Hvenær byrjaðir þú á þeim „óvana”? — Þá var ég nú ekki hár I loft- inu. Ég var innan við tiu ára ald- ur. -r Kanntu eftir þig visu frá þeim árum? — Nei, — ja, ég vil að minnsta kosti ekki fara með hana. — Hélztu þessu ekki áfram með vaxandi þroska og aldri? — 0, jú. Ég hef verið að fást við þetta við ýmis tækifæri, allt fram á þennan dag. — Hefur þú ekki haldið þessu saman? — Jú, — annars brenndi ég dá- litiö. — Það var nú lakara. Hvers vegna gerðir þú það? — Það var þess eðlis. Of per- sónulegt. Maður vill helzt ekki skilja eftir slikan minnisvarða. — Þú hefur fylgt þeirri islenzku venju að láta skeytin fljúga? — Já, mér hætti mikið til þess. — Kanntu ekki eitthvað, sæmi- lega meinlaust? — Jú, jú. Ég skal lofa þér að heyra eina. Það var einu sinni, að einn ágætur maður i Kvæða- mannafélaginu Iðunni vildi endi- lega fá mig i þann félagsskap, en ég neitaði á þeirri forsendu, að þar væru lika flokkadrættir með mönnum og reiptog um hlutina, eins og viljað hefur við brenna i flestum ef ekki öllum félögum á landi hér. Ég sendi þeim samt nokkrar visur, og er þessi ein: Mig hefur stökur margar dreymt, minnst af þvi ég hirði. Sumt er týnt og sumt er gleymt og sumt er einskis virði. — Tóku þeir ekki sendingunni vel? — Jú, þeir lýstu hinni mestu ánægju með þetta, — þótt ég ekki kæmi i félagið til þeirra. Annars held ég að mér þyki einna vænst um visukorn sem ég orti einu sinni á striðsárunum. Ég var þá i grjótnáminu hérna innfrá. Ég var að flytja hjólbörur á milli húsa, Framhald á 16. siöu. Þaö veitir ekki af aö fá sér duglega I nefiö, þegar maöur er að tala viö þá, þessa blaðasnápa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.