Tíminn - 04.08.1973, Síða 39

Tíminn - 04.08.1973, Síða 39
Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINN 39 NÍU STJÓRNMÁLAMENN I BRÚSSEL I BOÐI NATO Dagana 19. til 22. júni siðastlið- inn dvöldust niu Islendingar á vegum Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) i Brussel i boði Atlantshafsbandalagsins. Um sömu mundir voru þar hópar frá Danmörku og Noregi i sams kon- ar kynnisferð. Tilgangur kynnisferða af þessu tagi til alþjóðastofnana, sem ís- lendingar eru aðilar að, er að sjálfsögðu fyrst og fremst sá að kynnast starfsemi þeirra og að kynna forráðamönnum stofnan- anna islenzk viðhorf og islenzka hagsmuni. Islenzka rikisstjórnin hefur far- ið þess á leit, að Atlantshafs- bandalagið beiti áhrifum sinum til þess, að Bretar hverfi með her- skip sin úr islenzkri fiskveiðilög- sögu. Jafnframt hefur utanrikis- ráðherra hvatt öll félög og sam- tök hér á landi, sem samskipti eiga við félagssamtök i öðrum löndum til að nota hvert tækifæri sem gefst til þess að kynna mál- stað Islands i landhelgismálinu. Samtök um vestræna samvinnu eru ein þeirra samtaka, sem sinnt hafa kalli utanrikisráðherra og reynt ötullega að kynna málstað íslendinga á erlendum vettvangi meðal einstaklinga, félaga, stofn- ana og annarra aðila, sem ætla má, að geti veitt okkur með nokkrum hætti liðsinni i barátt- unni, Einn þáttur i þessari við- leitni var kynnisferð sú til Briiss- el, er hér um ræðir. Þátttakendur i ferðinni voru úr öllum hinum lýðræðissinnuðu stjórnmála- flokkum, sem styðja aðild tslands að Atlantshafsbandalaginu. Með- al þátttakenda voru fjórir al- þingismenn og tveir borgarfull- trúar, svo og formaður Framsóknarfélags Reykjavikur og varaformaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykja- vik. Þátttakendur áttu þess kost að ræða við ýmsa áhrifamenn i Briissel, þeirra á meðal Luns framkvæmdastjóra, og eru þátttakendur á einu máli um það, að málstaður Islands á miklu fylgi að fagna meðal annarra að- ildarþjóða bandalagsins en Breta og að af þeirra hálfu er ósleitilega unnið að þvi að þrýsta á Breta og Fram- kvæmdir við nauta- stöðvazt SB-Reykjavík — Fram- kvæmdir við fyrirhugað nautabú i Hrisey hafa nú stöðvazt vegna fjárskorts og verður að likindum ekki gert meira á þessu ári. Þetta nautabú á sem kunnugt er að risa vegna innflutnings á sæði Galloway-nauta. Vegalagning að búinu var langt komin og búið að hlaða veginn upp. Einnig var búið að leggja rafmagn fram að þeim stað, sem húsin áttu að risa. Ekki var byrjað á húsunum, sen samkvæmt áætlun áttu þau að verða fokheld fyrir áramótin. knýja þá til að láta af ofriki þeirra og yfirgangi i fiskveiðilögsögu- deilunni Hefur engin alþjóða- stofnun önnur, að þvi er vitað er, veitt íslendingum annan eins at- beina og Atlantshafsbandalagið hefur gert i þessu máli, og er enginn vafi á þvi, að viðleitni þess hefur þegar borið verulegan árangur, bæði á beinan og óbein- an hátt. Rétt er að gera sér ljósa þá staðreynd, að skipulag banda- lagsins er með þeim hætti, að þvi er eigi unnt að knýja aðildarriki með samþykktum gegn vilja þess til ákveðinna aðgerða eða að- gerðaleysis. Æðsta stofnun bandalagsins, Atlantshafsráðið (fastaráð NATO) er samstarfs- nefnd fimmtán sjálfstæðra rikja, skipað utanrikisráðherrum eða fulltrúum þeirra, en ekki yfir- þjóöleg valdstofnun. Bandalagið hefur með öðrum orðum ekkert vald til þess að skipa brezkum herskipum að hafa sig á brott úr islenzkri fiskveiðilögsögu. Her- skip þau, sem Bretar hafa sent upp undir Island eru ekki i fasta- flota NATO á Atlantshafi (STANAVFORLANT), og falla þvi ekki undir herstjórn NATO. Þau eru ekki einu sinni ætluð NATO til ráðstöfunar á styrjaldartimum. Þegar deila ris milli bandalagsþjóða, er hlutverk fastaráðsins aðall. fólgið i þvi, að aðrar bandalagsþjóðir kepp- ast við að bera sáttarorð á milli deiluaðila, hvetja þá til að fara að öllu með gát og hófstillingu, og reyna að finna lausn, þó ekki sé nema bráðabirgðalausn, sem deiluaðilar geta sætt sig við — sbr. starfsaðferðir ráðsins og framkvæmdastjóra NATO i endurteknum deilum Tyrkja og Grikkja vegna Kýpur og fyrri landhelgisdeilu Breta og íslend- inga. Félagsmálaráðherra hefur ný- lega bent á það i sjónvarpsþætti um utanrikismál, að höfuðatriði islenzkra stjórnmála nú sé að standa vörð um samhug þjóðar- innar i landhelgismálinu, og und- ir það ættu allir ábyrgðir og heiðarlegir menn að geta tekið. Tilraunir til þess að blanda viðkvæmum, innlendum ágreiningsmálum, eins og öryggis- og varnarmálum þjóðar- innar, i umræður um land- helgismálið eru til þess fallnar að rjúfa þennan einhug og samstöðu. Þessi afstaða félagsmálaráð- herra lýsir viðsýni og raunsæi. Vonandi á þessi afstaða að fagna fylgi yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. 1 sambandi við hina ákveðnu viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að stugga Bretum úr islenzkri fiskveiðilögsögu og að sýna okkur annan stuðning i landhelgismál- inu, hefur orðið vart við það, að ákveðin öfl virðast hafa meiri áhuga á að troða illsakir i öryggis- og varnarmálum og ala á úlfúð og tortryggni i þeim mál- um en að leggja deilumál á hill- una i bili og tryggja algera þjóðareiningu i landhelgismálinu. Þjóðin hlýtur að gjalda varhuga við þessum öflum.Þau þjóna vart hinum islenzku hagsmunum og hugsjónum, sem þjóðin vill og hlýtur að sameinast um nú. — Stjórn Samtaka um vest- ræna samvinnu. Sjálfvirk stöð á Klaustri EV-Klaustri. — Sjálfvirk simstöð var tekin í notkun á Klaustri I fyrradag, og hafa verið tengd við hana þrjátiu númer, sem þegar eru fullnýtt af þeim, sem á Kirkjubæjarklaustri búa. Með haustinu er gert ráð fyrir, að aukiö verði við númerum handa sveitabæjum i grenndinni. Leiðrétting í FRÉTT um þátttöku Æskulýðs- sambands íslands i 10. heimsmóti æskunnar i Berlin féll niður nafn eins þátttakandans, Ölafs Gislasonar frá Fylkingunni, og leiðréttist það hér með. © Útlönd Aberdeen en nokkurri annarri brezkri borg? HIN norska lausn, eða mjög strangt aðhald rikisins, kann að virðast eftirsóknar verð. Vænta má þó nokkurra and- mæla gegn henni af efnahags- ástæðum, en þar á ofan verður að minnast þess, að Norðmenn hafa iðkað slikt rikisaðhald um þrjátiu ára skeið, og það hefir valdið bæði hærri skött- um og hærra verðlagi en brezkir þegnar eru liklegir til að vilja greiða. Tekjur einstaklinga eru að nafninu til mun hærri i Noregi en Skotlandi, en fjárhæðin, sem norskur einstaklingur hefir til frjálsra afnota i eigin þágu, er sennilega lægri en gerist i Skotlandi. Aðhaldið i sambandi við oliuvinnsluna og viðskiptin við oliufélögin hefir þvl fallið vel að öðrum tak- mörkunum og afskiptum i efnahagslifi Norðmanna. En hvort sem Skotar hugsa sér að fara að dæmi Norð- manna eða ekki, er vissulega timabært fyrir allan almenn- ing að fara að bera fram spurningar um eitt og annað. BLÖNDUÓSBÚAR í SKEMMTISIGLINGU SB-Reykjavik — Allmargir Blönduósbúar ætla að fara i ný- stárlega skemmtisiglingu um helgina með vélbátnum Þorsteini Vald. fr4 Hrisey, sem er 50 lestir. Lagt verður af stað á föstu- dagskvöld og komið aftur á mánudagskvöld. Farið veröur út i Fjörðu og komið við i Flatey á Skjálfanda, Grimsey og viðar. flokkur, B-flokkur og AB-flokkur, i þessari röð. Dr. Jens Pálsson bað okkur að skila innilegu þakklæti til sam- starfsfólk og þátttakenda I rann- sóknunum. Að lokum birtum við hér svo lista yfir það fólk, sem starfaði aö rannsóknunum á Húsavik, Þórs- höfn Raufarhöfn og Kópaskeri i sumar. Forstööumaður var dr. Jens Pálsson. Lifeðlisfræðirannsókn- unum á Húsavik stjórnaði Ólafur Hðkonsson og aðstoðarstúlkur hans voru þær Kristin Aðal- steinsdóttir og Alfheiður Inga- dóttir. Augnlæknarnir Kristján Sveinsson og Loftur Magnússon störfuöu þarna. Indriði Indriða- son ættfræðingur aðstoöaði við rannsóknirnar Hálfdán Hjalta- son og og Erna Sigurleifsdóttir skrásettu fólk til rannsókna. Aðrir sem við sögu komu á Húsavik voru Stefán Jónsson læknir, sem aðstoðaði við að koma lifeðlisfræðilegu rannsókn- unum i gang. Aðstoðarstúlkur dr. Jens voru þær Katrín Sigurðar- dóttir og Þórhalla Arnljótsdóttir. Suzan Holmes, frá Banda- rikjunum, aðstoðaði dr. Jens með mannfræðirannsóknirnar. Hjúk- runarkona var Sólveig Þrándar- dóttir. Auk þess veittu oddvitar, hreppstjórar og simafólk i sýslunni margháttaða aðstoð. A Þórhöfn fékk dr. Jens afnot af læknisstofu Úlfs Ragnarssonar læknis. Páll Stefánsson lækna- kandidat og Eva Úlfsdóttir voru dr. Jens til aðstoðar. ' A Raufarhöfn var aðstoðarfólk dr. Jens þau Páll Stefánsson læknakandidat. Stella Þorkels- dóttir, Gunnur Sigþórsdóttir og sænskur piltur Alvar að nafni. Fóru rannsóknirnar fram i bú- stað héraðshjúkrunarkonunnar á Raufarhöfn. A Kópaskeri fóru rannsóknirnar fram i bústað héraðshjúkrunar- konunnar, Arnhildar H. Reynis, sem var dr. Jens til aðstoðar ásamt Helgu Helgadóttur og önnu G. Ölafsdóttur. Oddvitar óg simafólk veitti dr. Jens aðstoð i ýmsu, eins og i suðursýslunni. —Stp Starfsmenn Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða fjósamann og f jármann að skólabúinu frá 1. október n.k. Búfræðimenntun æskileg. Nánari upplýsingar gefur bústjóri. Skólastjóri. Starfsstúlkur Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða starfsstúlkur i mötuneyti skólans og að simstöðinni á Hvanneyri frá 1. okt. n.k. Nánari upplýsingar gefur ráðskona mötu- neytisins og skólastjóri.. Skólastjóri. © Þingeyingar linurit. Hér á ég við mælingar á lungnastærð. Við notuðum sér- stakan loftmæli við þessar mæl- ingar, og i nokkrum tilfellum hefur hann hreinlega ekki þolað. þrýstinginn og „kúrvan” á linu- ritinu farið upp úr öllu valdi. — Við þurfum stærri mæli (og nú hlær dr. Jens mikið og dátt), og það er talað um núna að senda svokallaðan Bernstein-mæli norður sem ætti að þola þrýst- inginn. — Almennt sagt, stórðu Þing- eyingarnir sig ákaflega vel i þrekæfingunum, sem stóðu i sam- bandi við fyrrnefndar mælingar Annars sá Ólafur Hákonarson um þessar mælingar, svo að hann getur svarað betur til um þær. — En hvað með „óeiginlega loftið”! Þótti þér það meira en gengur og gerist? — Þú átt við það andlega? Ég varð ekki var við, að það væri neitt meira en gengur og gerist. Þetta er afar elskulegt fólk, og það er mjög gott að vinna þarna, þar sem margir hafa mikinn áhuga á viðfangsefninu, ganga upp i þvi. Það er ákaflega mikið atriði. En ekki sizt voru húsa- kynnin' , sem við höfðum til af- nota I sýslunni, hvarvetna hin ágætustu. — Og nú farið þið væntanlega i Mývatnssveitina i haust. Eins- hvers staðar segir, að Þing- eyingjar séu montnastir Islend- inga og Mývetningar allra montnastir eða „loftmiklir”, hvað sem sannleiksgildi þess liður. En áttu von, á, að Mývetn- ingar sprengi fleiri mæla og slái betri „loftmet”, en þegar hafa verið sett i sýslunni, — Já, þvi ekki það. Þetta er myndarlegt fólk, Mývetningar. — Svo við förum út i aðra sálma undir lokin. Hver reyndist vera algengasti blóðflokkurinn meðal Þingeyinga? — 0 — flokkurinn er langal- gengastur, einr. og alls staðar á landinu. í næstu sætum eru A- BLÓMASALUR LOFTLBÐIR BORÐAPANTANIR I SIMUM 22321 22322. BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9. VÍKINGASALUR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.