Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 6
6 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR FÉLAGSMÁL „Ég hef enga hugmynd um hver stendur að baki þessu en því er ekki að neita að þetta er já- kvætt fyrir starfsemina hér í klúbbnum,“ segir Óttar Hrafn- kelsson, formaður siglingaklúbbs- ins Sigluness í Nauthólsvík. Vin- sæl göngubrú í nágrenni klúbb- hússins var söguð sundur fyrir skömmu sem þýðir að umgangur fólks á svæði siglingaklúbbsins hefur minnkað mikið en umferðin var farin að hafa áhrif á starfsemi klúbbsins. Ljóst þykir að öfluga vélsög hefur þurft til og hafa nokkrir orðið til að benda á for- stöðumanninn. Óttar segist ekki bera ábyrgð á því að brúin var söguð sundur þrátt fyrir það. „Það er einfald- lega ekki rétt. Ég veit ekki hver tók upp á þessu en ég er ánægður vegna þess að umferðin hér um svæði klúbbsins var orðið með því móti að hættu stafaði af. Hér eru hundruðir barna og unglinga alla daga og þeir sem hér hjóla og hlaupa um bera enga virðingu fyrir því starfi. Hér hefur til dæmist ítrekað verið hjólað yfir bakpoka krakkanna og það er hreytt í mig ónotum ef ég ljái máls á þessu.“ Hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur fengust þær upplýs- ingar að ekki hefði verið lögð fram kæra vegna þessa en brúin sem um ræðir er í umsjá þeirra. ■ Landhelgisbrot við Svalbarða Íslensk skip á Svalbarðasvæðinu verða tekin fari þau ekki að norskum lögum. Norska sjávarútvegsráðuneytið segir Íslendinga ekki hafa greint frá fyrirhuguðum veiðum eftir að Norðmenn setja á veiðibann. SJÁVARÚTVEGUR Íslensk skip sem verða við síldveiðar á Svalbarða- svæðinu þegar veiðibann Norð- manna tekur gildi næsta sunnudag fá viðvörun og verða áhafnir í kjöl- farið handteknar fyrir landhelgis- brot láti þær ekki af veiðum. Ís- lensk skip hafa þegar veitt um 75 þúsund tonn af síld við Svalbarða. Norskum yfirvöldum hefur ekki verið greint frá stuðningi íslenskra stjórnvalda við útgerðir til að stunda veiðar umfram norska afla- veiðiheimild, segir Johan Williams, deildarstjóri í norska sjávarút- vegsráðuneytinu. Hann vill ekki tjá sig um viðbrögð norskra stjórn- valda kæri íslensk stjórnvöld þau fyrir alþjóðadómstól. Málið sé óskylt. „Við ætlumst til þess að allar þjóðir sem veiða á Svalbarðasvæð- inu virði reglur svæðisins og 80 þúsund tonna aflaheimildina. Eins og vanalega stöðvum við skip sem veiða umfram heimild og höfum ákveðnar verkreglur til þess sem við fylgjum séu þær brotnar. Við væntum að íslenskar útgerðir sem og íslensk stjórnvöld fylgi reglun- um,“ segir Johan. Utanríkisráðuneytinu barst skeyti um lokun svæðisins á mið- vikudag. Axel Nikulásson, sendi- ráðunautur á Auðlinda- og um- hverfisskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, segir ráðuneytið funda með útgerðarmönnum næstu daga um hvernig þeir vilji sjá stuðning- inn í framkvæmd en íslensk stjórn- völd hafa gefið útgerðum leyfi til að veiða 128 þúsund tonn af síld. „Við erum að skoða næstu skref og þau eiga að skýrast á næstu dög- um,“ segir Axel. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir útvegs- menn oft hafa fundað með ráðu- neytinu en þar sem ekki sé vitað hvernig Norðmenn bregðist við veru skipanna hafi engar ákvarð- anir verið teknar. „Pólitískur stuðningur stjórn- valda er gríðarlega mikilvægur út- gerðarmönnum,“ segir Friðrik og að útgerðarmenn vilji sá fjárhags- legan stuðning vegna mikilvægi fiskveiðisvæðisins fyrir íslenskan efnahag þótt hann ráði ekki úrslit- um. Mikilvægast sé að Norðmenn hætti að nota norsk lög á svæðinu og byggi lög á grunni Svalbarða- sáttmálans. gag@frettabladid.is Útboð Google: Lokar í dag SAN FRANSISCO, AP Lokað verður fyrir skráningu í hlutafjáruppboði netfyrirtækisins Google í dag. Fé- lagið áætlar að selja 25,7 milljónir hluta í félaginu. Skráning hlutabréfa í kauphöll- ina í New York er ráðgerð innan fárra vikna, en nokkurn tíma tekur að fullvinna söluna. Uppboðið sker úr um verðið á hlutafé en forsvarsmenn félagsins telja að verð á hlut verði á milli 108 og 135 Bandaríkjadala. Ýmsir sér- fræðingar telja verðmatið of hátt enda gefi það til kynna að verð- mæti félagsins sé allt að 2.600 milljarðar íslenskra króna. ■ Ný könnun: Ósló og París dýrastar NOREGUR Ósló og París eru dýrustu borgir Evrópu samkvæmt nýrri könnun rannsóknarstofnunarinn- ar EIU. Norska blaðið Aftenposten greinir frá því í netútgáfu sinni að París hafi verið að sækja á en Ósló hafi í síðustu könnun verið ein í efsta sæti, þá einnig þriðja dýrasta borg í heiminum. Þar segir jafnframt að Ósló geti innan tíðar hlotnast sá vafa- sami heiður að velta japönsku borgunum Osaka og Tókýó úr sessi sem dýrustu borgum heims. Lækkun dollarans hefur valdið því að verðlag hefur hækkað í Evrópu og þar með hefur París þokast upp listann. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,49 0,31% Sterlingspund 130,59 -0,18% Dönsk króna 11,75 -0,14% Evra 87,39 -0,09% Gengisvísitala krónu 121,91 -0,03% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTA- BRÉF Fjöldi viðskipta 227 Velta 684 milljónir ICEX-15 3.174 0,43% MESTU VIÐSKIPTIN Straumur fjárfestingarbanki 159.001 Bakkavör 104.157 Opin kerfi 72.714 MESTA HÆKKUN Nýherji hf. 2,58% Marel hf. 1,79% Burðarás hf. 1,65% MESTA LÆKKUN Opin kerfi -1,17% Og Vodafone -1,13% Flugleiðir hf. -0,62% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 9.899,0 -0,46% Nasdaq * 1.773,2 -1,97% FTSE 4.312,2 -0,89% DAX 3.678,9 -1,12% NIKKEI 11.049,5 0,88% S&P * 1.071,9 -0,66% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir konan sem synti yfirBreiðafjörð? 2Hvað eiga kennarar mikið í verkfalls-sjóði? 3Hvaða lið í Landsbankadeild kvennavermir efsta sætið? Svörin eru á bls. 62 Bardagar í Najaf: Íranar hóta öllu illu ÍRAN, AP Íranar hóta Bandaríkja- mönnum öllu illu vegna bardag- anna í írösku borginni Najaf en þar berjast Bandaríkjamenn við fylgis- menn sjía-klerksins Muqtada al- Sadr og er mannfall mikið. „Árásir Bandaríkjamanna á hinu helgu borg Najaf kalla á hörð viðbrögð,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðsti prestur Írana, í íranska ríkissjónvarpinu. Najaf er þriðja helgasta borg múslima á eftir Mekka og Medina í Sádi-Arab- íu. Flestir Íranar eru sjíar eins og liðsmenn al-Sadr. ■ M YN D /Á H Ö FN V IL H EL M S ÞO R ST EI N SS O N AR VIÐ BRYGGJU Norsk stjórnvöld hyggjast draga skip í land verði þau við veiðar á Svalbarða- svæðinu eftir 15. ágúst. SVALBARÐI Er stjórnað af norskum yfirvöldum. Íslensk- ar útgerðir fljúga þangað þegar skipta þarf um áhafnir til að spara tíma og olíu. BRÚIN Í BÚTUM Hjólreiðafók og skokkarar verða nú að finna aðra leið um Nauthólsvík.. Vandræðaástand í Nauthólsvík: Vinsæl göngubrú söguð í sundur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Bandaríkin: Vextir hækka WASHINGTON, AP Bandaríski seðla- bankinn hækkaði á þriðudag. Stýrivextirnir hækkuðu um 25 prósentustig og eru nú 1,5 pró- sent. Eftir sem áður er vaxtastig í Bandaríkjunum mjög lágt og bú- ist er við að Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti á næst- unni þótt bati í efnahagslífi Bandaríkjanna sé hægari en von- ir stóðu til. Talið er að jákvæðar vænting- ar seðlabankans um ástand efna- hagsmála komi Bush forseta til góða í baráttu sinni fyrir endur- kjöri. ■ STOFNENDUR GOOGLE Sergey Brin og Larry Page stofnuðu Google. 06-07 11.8.2004 21:18 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.