Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 24
Í stríð Síldardeilan við Norðmenn kann að verða Halldóri Ásgrímssyni erfið. Málið er á forræði utanríkisráðuneytisins og sem utanríkisráðherra verður hann að ákveða hvort íslensk stjórnvöld hunsi vilja Norðmanna og haldi áfram veiðum með möguleika á hörðum viðbrögðum þeirra. Fari Halldór þá leið mun hann eflaust finna talsvert fyrir málinu. Um leið er hann forsætisráð- herra og sem slíkur sá sem ætti síst að vera að deila hart við aðrar þjóðir. Sérstak- lega ef málið er ekki því merkilegra. Merkilegast af öllu Komandi kosningar til stjórnar Heimdallar virðast skipta meira máli en þeir sem standa utan við gera sér grein fyrir. Fyrir því finna þeir sem starfa á fjölmiðlum. Þegar leitað er skýringa á hvað sé svona merkilegt við kosning- arnar er meðal annars bent á að þeir sem verða formenn Heimdallar verði síðan oftar en ekki formenn Sambands ungra sjálfstæðismanna og þaðan liggi leiðin jafnvel á þing. Þá er spurt og hvað svo? Frelsisinsmenn Síðasta dæmi um formann SUS sem síðan varð þingmaður er Sigurður Kári Kristjánsson. Það kann að hljóma ein- kennilega að leið Sigurð- ar Kára sé öfundsverð. Það vill nefnilega þannig til að flestir flokks- menn Sjálf- s t æ ð i f s l o k k s i n s finna til með Sig- urði Kára og hans ungu félögum sem á fyrsta kjörtímabili hafa þurft að styðja flest það sem þeir börðust gegn áður en þeir urðu þingmenn. Það er ekki víst að öllum þyki starfsframi að fara gegn eigin sannfæringu, hvað eftir annað. Þéttbýlisvæðing Íslands heldur áfram. Í fyrra bjuggu 7% þjóðar- innar í strjálbýli, og er þá átt við samfélög, þar sem búa innan við 200 manns. Fyrir hundrað árum var strjálbýlishlutfallið 77%. Þetta er eðlileg þróun, nema hvað. Fólk hópast saman: það kýs helzt að búa innan um annað fólk. Maður er manns gaman; Háva- mál. Samt er þessi þéttbýlisþróun skemmra á veg komin á Íslandi en víðast hvar í löndunum í kring- um okkur. Það má ráða m.a. af því, að við landbúnað vinna tvisvar sinnum fleiri á Íslandi en í öðrum iðnríkjum yfirleitt, eða 4% af mannafla hér á móti 2% þar. Þetta stafar af því, að stjórn- völd hafa streitzt gegn fólks- fækkun í landbúnaði, af því að þau virðast hafa ruglað henni saman við fólksfækkun í sveitum. Langt fram eftir 19. öldinni var það full vinna fyrir flesta að hafa í sig og á, og ekki lítil fyrir- höfn. Mestur hluti mannaflans var því bundinn við landbúnað. Þegar skilyrði sköpuðust til að færa sig burt frá búskap, gripu bændur - þeir höfðu alla þræði þjóðlífsins í hendi sér - til þess ráðs að binda vinnufólk með lög- um við bújarðir þeirra. Þeir þótt- ust með þessu vera að forða blessuðu fólkinu frá óvissum kjörum við sjósókn, en þeir voru í rauninni að tryggja sjálfum sér ódýrt - nei, ókeypis! - vinnuafl. Þeim dugði skv. lögum að greiða vinnuhjúum hálft kúgildi á ári. Vinnuhjúum var meinað að gift- ast og eignast börn eftir þeirri kenningu, að landið gæti ekki borið fleira fólk. Fjórðungur mannaflans bjó við þessa kúgun nær alla 19. öld. Gegn þessum órétti þorði Jón Sigurðsson ekki að rísa: hann skrifaði aldrei staf um málið og var þó sískrifandi um alla skapaða hluti. Trúlega vildi hann ekki taka upp önnur mál en þau, sem hann taldi sig geta komið í höfn. Vistarbandið var ekki numið úr lögum fyrr en eftir hans dag, laust fyrir alda- mótin 1900. Það eimdi samt eftir af því langt fram eftir 20. öld- inni. Búverndarstefnan, sem var tekin upp í kringum 1920 og hefur haldizt við lýði æ síðan, er beint framhald þess ofríkis, sem bændur sýndu öðrum í krafti vistarbandsins á 19. öld. Bú- verndin leggur þungar byrðar á þjóðina, fátækt fólk ekki sízt, og þá um leið á bændur sjálfa. Skýr- ingin á þessari ófremd landbún- aðarins er einföld. Með auknum markaðsbúskap hefur efnahags- líf landsins tekið stakkaskiptum síðan 1960, en frívæðing hag- kerfisins hefur að mestu farið fram hjá landbúnaði: honum var hlíft. Hann er ennþá rekinn eftir hálfsovézkum uppskriftum, sem bera dauðann í sér. Óhagkvæmn- ina má t.d. ráða af bústærðinni: aðeins 170 býli af tæplega 2400 hafa yfir þúsund fjár, sem þætti sómasamleg bústærð í öðrum löndum. Önnur býli eru minni, sum svo lítil (þriðjungur með innan við 200 fjár), að það er af og frá, að undir þeim geti verið skynsamlegur rekstrargrund- völlur. Nú hefur smábýlum að vísu fækkað verulega síðan 1991 og stórbýlum hefur fjölgað, en eigi að síður eru hagkvæm stór- býli ennþá sjaldgæf undantekn- ing - og eru þau þó engir risar á erlendan mælikvarða, langt frá því. Við þessari óhagkvæmni hef- ur ekki mátt hrófla áratugum saman, því að þá sögðu menn, að landbúnaður myndi leggjast af. Hvaða landbúnaður? Sauðfjár- ræktin þarf að dragast saman og hefur gert það af þeirri einföldu ástæðu, að neyzla kindakjöts hefur minnkað um helming s.l. 20 ár. Fólk vill heldur neyta svína- kjöts og fuglakjöts: æ fleira fólki finnst það vera betri matur, og þá þurfa bændur að breyta fram- leiðslu sinni til samræmis við breyttan smekk eins og aðrir. Söðlasmiðir hættu að gera söðla og smíðuðu heldur hnakka, þegar konur byrjuðu að ganga og ríða út í buxum. En þótt samsetning búvöruframleiðslunnar breytist, þá þarf heildarframleiðslan ekki að breytast, því að fæðuþörf fólksins stendur í stað af líf- fræðilegum ástæðum. Landbún- aður snýst ekki eingöngu um matarframleiðslu, heldur einnig t.d. um hrossarækt til útflutn- ings, ferðaþjónustu og margt fleira: þessi þróun er hafin, en fjáraustur almannavaldsins í sauðfjárrækt og víðar stendur í vegi fyrir eðlilegum hraða. Blómleg byggð í sveitum út- heimtir ekki endilega sama land- búnað og áður, heldur samrýmist hún ágætlega annarri atvinnu af ýmsu tagi - atvinnu, sem miðar að því að fullnægja eftirspurn á markaði. Ýmsir forustumenn Fram- sóknarflokksins virðast nú gera sér ljósa grein fyrir málinu, að varaformanni flokksins og land- búnaðarráðherra þó undan skild- um. Í þessu ljósi er e.t.v. rétt að skoða aðsteðjandi sinnaskipti flokksins í Evrópumálinu, enda myndi innganga Íslands í Evrópu- sambandið liðka talsvert til í landbúnaði og veita landsfólkinu kost á fjölbreyttari, betri og ódýrari mat, og víni. Eftir situr þá Sjálfstæðisflokkurinn, blý- fastur í forneskjunni. Hann er á móti frjálslegri landbúnaðar- stefnu, móti Evrópusambandinu, móti frjálsum fjölmiðlum, móti stjórnarskránni, móti Siðanefnd Háskólans: hvað skyldi koma næst? ■ Þ að er nokkuð ljóst að Kjell Magne Bondevik, forsætis-ráðherra Noregs, mun eiga við ramman reip að dragaað fá kollega sína á Norðurlöndunum í lið með sér í bar- áttunni við ESB gegn lækkandi áfengissköttum. Forsætisráð- herrarnir tóku að vísu kurteisislega undir hugmyndir Bondevik á nýafstöðnum samráðsfundi við Eyjafjörð, en ekki þarf að reikna með að þar hafi hugur fylgt sérstaklega máli. Meira að segja Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráð- herra, lét hafa eftir sér hér í Fréttablaðinu að fundinum lokn- um að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja í fótspor Dana og Svía og lækka áfengisgjöld í náinni framtíð. Þetta er skynsamleg afstaða hjá Halldóri og það er ánægju- legt að sjá að hann er ólíkt frjálsyndari en Bondevik þótt póli- tískt bakland þeirra sé um margt mjög líkt. Flokkur Bondeviks, Kristilegi þjóðarflokkurinn, er lítill og frekar íhaldssamur flokkur sem staðsetur sig fyrir miðju norskra stjórnmála og leggur áherslu á velferðarmál og fjölskyldu- gildi. Aðalstuðningsmenn flokksins koma úr hinum dreifðu byggðum; útvegsmenn og bændur. Í raun og veru er ekki óeðlilegt að Bondevik sé fulltrúi fortíðar og gamalla viðhorfa. En ósk hans um sameiginlega varðstöðu Norðurlanda um há áfengisgjöld er hins vegar ekki annað en ákveðin afneitun á samtíma sínum. Rök fyrir háum áfengisgjöldum er ákveðin draumsýn um að með þeim sé hægt að draga úr neyslu. Íslendingar og Norð- menn eru nú þegar í hópi þeirra þjóða sem leggja hæst gjöld á áfengi en það er á hinn bóginn erfitt að átta sig á hversu mikil áfengisneysla er í þessum löndum þar sem óvíða er meira drukkið af heimabruggi og smygli. Þannig er til umfangsmikill svartur áfengismarkaður hér á landi, sem er þó ekki meira neðanjarðar en svo að í Reykjavík eru reknar fimm sérverslanir sem höndla með varning til áfengisgerðar. Há áfengisgöld eru hluti af heilbrigðisstefnu Íslands þar sem baráttan gegn misnotkun áfengis og annarra vímuefna er ofarlega á baugi. Stigvaxandi vandi í þessum efnum virðist þó benda til þess að eitthvað sé athugavert við hvernig tekið er á málum. Í því sambandi er það umhugsunarefni að sögulega séð er mjög skammt liðið frá því að stjórnvöld um allan heim hófu að berjast gegn neyslu vímuefna með skattlagningu, boðum og bönnum. Það setur hlutina óneitanlega í nýtt sam- hengi að velta því fyrir sér að ef til vill er það alls ekki rétta aðferðin? 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR NOKKUR ORÐ JÓN KALDAL Hugmyndir um sameiginlega varðstöðu Norðurlanda um há áfengisgjöld er afneitun á samtíma okkar. Áfengi og eiturlyf Búverndarblús ORÐRÉTT Hefði Laxnes orðað þetta betur? Safn af þessu tagi gerir hvort tveggja í senn; það gefur auka vídd í skilning og viðhorf á við- komandi skáldi þeirra manna sem þegar eru nákomnir verkun- um - þá bætir þetta við við nýrri vídd sem gefur mörgum mjög mikið - og þá líka ekki síður þeim sem ekki hafa verið heima- gangar í verkum Laxness. Þórarinn Eldjárn opnar Safn Hall- dórs Laxness að Gljúfrasteini með yfirlýsingu á tæru íslensku máli. Morgunblaðið 11. ágúst. Yfirlýsing Ég er stoltur af því að vera starfsmaður Landsvirkjunar. Björn Jónsson Tjarnarflöt 3, Garða- bæ. Morgunblaðið 11. ágúst. Hvað er hún eiginlega gömul? Vinkona Víkverja er að skríða inn á breytingaskeiðið. Víkverji Morgunblaðsins Morgunblaðið 11. ágúst. Ekkert má í útlöndum Samkvæmt tryggingarfélögunum má Íslendingur á ferðalagi ekki smakka áfengi og fær engar bætur ef hann deyr vegna mat- areitrunar. Mikael Torfason ritstjóri. DV 11. ágúst. Það vilja margir vita Hvað hræðir Morgunblaðið? Albert Jensen spyr en fær engin svör. Morgunblaðið 11. ágúst FRÁ DEGI TIL DAGS Há áfengisgöld eru hluti af heilbrigðisstefnu Íslands þar sem baráttan gegn misnotkun áfengis og annarra vímuefna er ofarlega á baugi. Stigvaxandi vandi í þessum efnum virðist þó benda til þess að eitt- hvað sé athugavert við hvernig tekið er á málum. ,, Frábær tvenna frá OSRAM Tjaldlukt með fjarstýringu Sparpera með birtuskynjara BYKO, ELKO, Fjarðarkaup, Rekstrarvörur, OSRAM perubúðir: Byggt & Búið, Árvirkinn Selfossi, Geisli Vestmannaeyjum, Lónið Höfn, S.G Egilsstöðum, Ljósgjafinn Akureyri, Straumur Ísafirði, Glitnir Borgarnesi, Rafbúð R.Ó Keflavík, Rafbúðin Hafnarfirði, Jóhann Ólafsson & Co sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG LANDBÚNAÐARMÁL ÞORVALDUR GYLFASON Stjórnvöld hafa streitzt gegn fólks- fækkun í landbúnaði, af því að þau virðast hafa ruglað henni saman við fólksfækk- un í sveitum. ,, 24-41 (24-25) Leiðari 11.8.2004 19:41 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.