Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 12
12 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR NAKTAR FRÉTTIR Fréttakonur nýrrar sjónvarpsstöðvar í Bret- landi kynna fréttatíma hennar sem er óvenjulegur að því leyti að fréttakonurnar afklæðast á meðan þær lesa fréttir. Disney-samsteypan: Gróði hjá Andrési og Mikka LOS ANGELES, AP Hagnaður Walt Disney-fyrirtækisins jókst um tuttugu prósent á þriðja fjórðungi reikningsársins miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrirtæk- isins nam 604 milljónum Banda- ríkjadala (ríflega 5 milljörðum króna) sem er töluvert meira en ráðgjafafyrirtæki höfðu spáð. Bætt afkoma er fyrst og fremst rakin til aukinnar aðsókn- ar af skemmtigörðum Walt Disn- ey í Bandaríkjunum, sérstakega Disney World í Flórída. Disney rekur einnig fjölda verslana en vinnur nú að sölu þeirra. Kvikmyndadeild félagsins hef- ur ekki gengið sem skyldi á síð- ustu mánuðum þar sem stórar kvikmyndir á borð við „Around the World in 80 Days“ hafa ekki slegið í gegn hjá áhorfendum. Gengi bréfa í Disney hækkuðu á þriðjudag og er fyrirtækið nú metið á ríflega þrjú þúsund millj- arða íslenskra króna. Michael Eisner, forstjóri Disney, stóð ný- lega af sér atlögu margra stórra hluthafa. Einn þeirra sem vilja losna við Eisner, Roy Disney, lýsti því yfir í gær að uppgjörið sýndi að ekki væri nægur vöxtur í starf- seminni. ■ Stórárás vofir yfir Harðir bardagar hafa staðið í Najaf í heila viku. Bandaríkjamenn undirbúa stórárás á borgina. Sjíaklerkurinn al-Sadr hvetur sína menn til dáða. NAJAF, AP Harðir bardagar stóðu yfir í írösku borginni Najaf í gær, sjöunda daginn í röð. Uppreisnar- menn sem eru hliðhollir sjíaprest- inum Muqtada al-Sadr hafa barist af hörku við bandarískar og írask- ar hersveitir. Bandaríkjamenn segja að lokauppgjörið sé í nánd. Í yfirlýsingu frá herforinga Bandaríkjamanna á svæðinu seg- ir að undirbúningur sé hafinn fyrir lokauppgjörið en seinni partinn í gær var ljóst að ein- hverjar tafir yrðu á því að atlagan hæfist. „Það skiptir engu máli, þeir vita að við erum að koma,“ sagði herforing- inn. Hins vegar var al-Sadr mjög vígreifur og hvatti stuðnings- menn sína til að halda baráttunni áfram þótt hann yrði handtekinn eða drepinn. Bandarískar hersveitir sóttu í gær að borginni yfir stóran kirkju- garð en liðsmenn al-Sadrs vörðust með sprengjuvörpum. Ekki var kunnugt um mannfall í liði Banda- ríkjamanna. Hörðustu bardagarnir voru í kringum helga staði músli- ma í borginni. Heilbrigðisstarfsmenn í Najaf segja ástandið þar afar slæmt og það muni verða algjört hörmungar- ástand ef bardögum linnir ekki fljótlega. „Sjúkrabílar komast ekki til að sækja hina særðu og hjálpar- starfsmenn komast ekki á sjúkra- húsin,“ sagði Falah al-Mahani, yfir- maður heilbrigðismála í Najaf. Ibrahim al-Jaafari, varaforseti í bráðabirgðastjórn Íraks, sagði í gær að Bandaríkjamenn ættu að draga lið sitt frá Najaf. „Aðeins íraskar hversveitir ættu að vera í Najaf. Þær ættu að tryggja öryggi borgarinnar og bjarga henni frá þessum hörmungum,“ sagði Jaaf- ari. Bandaríkjamenn segja á hinn bóginn að þeir séu í Najaf að beiðni bráðabirgðastjórnarinnar. ■ Morðrannsókn: Áfram í gæslu- varðhaldi MORÐARANNSÓKN Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur til að sæta áfram- haldandi gæsluvarðhaldi til fimmta nóvember. Hákon var fyrst úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald sjöunda júlí sem síðar var fram- lengt til dagsins í gær. Hörður Jóhannesson, hjá lögreglunni í Reykjavík, vill ekki staðfesta að kúbein sem fannst í sömu hraun- sprungu og lík Sri, sé morðvopn- ið þar sem endanlegar niður- stöður krufningar liggi ekki fyr- ir. ■ SNÁKUR Á SKRIÐI Snákurinn fannst fyrir utan hjólbarðaverk- stæði í Grindavík. Ekki er vitað hvaðan snákurinn kom en hann sést hér á mynd með Risatópaspakka. Aflífaður í gær: Snákur skríður um Grindavík GÆLUDÝR Um 40 sentimetra snák- ur vakti athygli manna við Hjól- barðaverkstæði í Grindavík í fyrrakvöld. Lögreglan í Kefla- vík var kölluð til og handsamaði hún snákinn og kom til Heil- brigðiseftirlits Suðurnesja í gærmorgun. Valgerður Sigurvinsdóttir, meindýraeyðir hjá heilbrigðis- eftirlitinu, segir snákinn ekki þann fyrsta sem komið sé með til þeirra. Endrum og sinnum séu þeir teknir af flugfarþegum Keflavíkurflugvallar. Hún segir þó alls ekki útilokað að snákur- inn hafi komið með vörusend- ingu. Snákurinn var aflífaður með klóróformi og brenndur en inn- flutningur á snákum til landsins er stranglega bannaður. Tegund hans er óþekkt en hann var brúnn og rauður á lit. ■ Fljótsdalsheiði: Fannst heill á húfi LEIT Fjórtán ára þýskur drengur, sem varð viðskila við föður sinn á Fljótsdalsheiði í fyrrakvöld, fannst heill á húfi skammt frá Villingafelli á Fljótsdalsheiði rétt fyrir klukkan þrjú um nótt- ina. Drengurinn var á ferð með föður sínum á heiðinni þegar bíll þeirra festist. Drengurinn hélt ferðinni áfram fótgangandi og þegar faðir hans hugðist sækja drenginn var hann hvergi sjáan- legur. Björgunarsveitir voru kallaðir út á tíunda tímanum í fyrrakvöld og tóku um fimmtíu manns á tíu til tólf bílum og fjór- hjólum þátt í leitinni. Faðirinn sendi drengnum sms-skilaboð og í kringum miðnætti hringdi drengurinn þegar hann áttaði sig á að sumstaðar var hægt að ná símasambandi. Ekkert amaði að drengnum en hann hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur. Björgunarsveitar- mennirnir blikkuðu ljósunum á ökutækjunum og drengurinn lét vita í gegnum síma þegar hann varð ljósanna var og hægt var að miða út staðsetningu hans út frá því. Drengurinn var hress og bar sig vel þegar hann fannst. ■ RÓMARFLUGVÖLLUR RÝMD- UR Hluti af flugvellinum í Róm var rýmdur eftir að til- kynnt var um sprengju við innritunarborð. Um gabb reyndist að ræða. FANNST LÁTINN Síðasti námumaðurinn sem saknað var eftir að hluti rússneskrar námu hrundi fannst í gær látinn. Alls fórust fimm námumenn í slysinu sem varð 3. ágúst. SPRENGJUHÓTUN Í RÚMENÍU Lögreglumenn leituðu dyrum og dyngjum að sprengju á hóteli leikmanna Manchester United þar sem þeir dvöldust fyrir leik í meistaradeildinni. Engin sprengja fannst. ■ EVRÓPA ,,Það skiptir engu máli, þeir vita að við erum að koma. RÍKISSÁTTASEMJARI Stendur í ströngu í deilu kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Kennarar fara í verkfall 20. september náist ekki samningar fyrir þann tíma. Kjaradeila kennara: Fundir settir KENNARAR Kennarar og launanefnd sveitarfélaganna skipulögðu næstu fundi þeirra á 90 mínútna fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Ákveðið var að launanefndin heimsækti Félag grunnskólakenn- ara á mánudag og miðvikudag og ræddi málin þar án handleiðslu ríkissáttasemjara. Hann hitta deilendur síðar í næstu viku. Kennarar fara í verkfall náist ekki samningar fyrir 20. septem- ber. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir allar líkur á að það geti staðið í margar vikur náist ekki að af- stýra því. ■ Þjóðverji í farbanni: Ökumaður ákærður DÓMSMÁL Ákæra hefur verið gefin út á þýskan mann sem þegar hef- ur verið úrskurðaður í farbann til 27. ágúst. Staðfest hefur verið að maðurinn var ölvaður þegar bíll sem hann ók valt á Krísuvíkur- vegi í lok júlí. Þýskur maður sem var í bíln- um ásamt ökumanni og fleiri Þjóðverjum lést af sárum sínum nokkru eftir slysið. Mennirnir hafa dvalist tímabundið hér á landi við störf. Lögreglan í Hafnarfirði fór fram á að maður- inn yrði úrskurðaður í farbann á meðan málið yrði rannsakað. Við lok rannsóknar var málið sent til sýslumannsins í Hafnarfirði sem gefið hefur út ákæru og sent mál- ið til Héraðsdóms Reykjaness. ■ Akureyrarbær Skóladeild Glerárgötu 26 600 Akureyri Hlíðarskóli í Varpholti Auglýst er eftir matráði - stöðuhlutfall 55% Hlíðarskóli er lítill sérskóli fyrir börn á grunnskólaaldri í aðlögunarvanda sem ekki hafa náð að fóta sig í hverfisskóla. Nemendur eru 16 og starfsmenn 10. Skólinn er staðsettur í Varpholti 5 km norðan Akureyrar. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Bryndís Valgarðsdóttir, (bryndis@akureyri.is) í síma 462-4068 gsm 848-4709. Veffang skóla: www.hlidarskoli.akureyri.is Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin. Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar á starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 460 1000. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri í Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrarbæjar – www.akureyri.is. Umsóknar-frestur er til 16.ágúst 2004. ANDRÉS OG FORSTJÓRINN Michael Eisner, forstjóri Disney, er meðal umdeildustu kaupsýslumanna í Bandaríkj- unum. Rekstur Disney gengur vel það sem af er ári. AMERÍSKIR HERMENN Stórárás Bandaríkjamanna var í gær yfirvofandi í Najaf. BEITA SPRENGJUVÖRPUM Íraskir uppreisnarmenn beita sprengjuvörpum í Najaf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P 12-13 11.8.2004 21:00 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.