Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 41
Marga rekur hins vegar án efa í roga- stans að heyra að engar almenningssamgöngur skuli vera til Þingvalla. Þingvellir utan alfaraleiða? Við fylltumst stolti þegar ljóst var í sumarbyrjun að Þingvellir, helgasti staður þjóðarinnar yrði nú skráður á heimsminjaskrá Menn- ingarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna ásamt örfáum öðrum ein- stæðum náttúru- og menningar- dýrgripum veraldar. „Þingvellir við Öxará og grenndin þar skal vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga sem þjóðgarður“. Þannig hljóða upp- hafsorð laga um Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Og niðurlagsorð 1. gr.: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum lýtur stjórn Þingvallanefndar. Engir aukvisar eru þar á ferð, en hana skipa nú Björn Bjarnason alþm. og ráðherra, formaður, Össur Skarp- héðinsson alþm. og Guðni Ágústsson alþm. og ráðherra. Marga rekur hins vegar án efa í rogastans að heyra að engar almenn- ingssamgöngur skuli vera til Þing- valla. Sá sem þetta ritar komst að því eftir drjúga leit og allmörg símtöl að núna skreppur enginn til Þingvalla fyrirvaralaust nema á einkabíl. Um leið og Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar var að undirbúa ferð sína til Kína til að taka við út- nefningu þessa helgistaðar þjóðar- innar á heimsminjaskrá voru yfir- völd almenningssamgangna og ferðamála að leggja niður áætlunar- leiðina frá Reykjavík til Þingvalla. Þingvallaleið ehf hefur á und- anförnum árum sinnt með ágæt- um daglegum áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Þingvalla. Þessa áætlunarleið ákváðu sam- gönguyfirvöld að leggja niður og hafa því engar ferðir verið til Þingvalla í sumar. Samt sem áður stendur enn í almennum ferða- bæklingum, sem dreift er víða um heim, að daglegar áætlunar- ferðir séu til og frá Þingvöllum. Eftir mikla eftirgrennslan komst ég að því, að vilji fólk „skunda á Þingvöll“, en hefur ekki bíl til umráða, er það tilneytt að taka leigubíl á staðinn, kaupa pakka með leiðsögn allan hringinn um Gullfoss og Geysi eða fara í sér- ferð með leiðsögumanni. Al- menningsferðir eru ekki í boði. Hér er um kolranga stefnu að ræða í almenningssamgöngum og niðurlægjandi fyrir einn mesta helgidóm þjóðarinnar, sem hundruð þúsunda fólks sækir heim á hverju ári. Hér með er skorað á Þing- vallanefnd og samgönguyfirvöld að hlutast til um, að þegar í stað verði teknar upp að nýju reglu- legar áætlunarferðir til og frá Þingvöllum. Síðan er einboðið að kynna þessa auknu þjónustu og ferðamáta rækilega um leið og vakin er athygli alheimsins á ein- stæðri náttúru og menningar- sögu Þingvalla. Okkur ber sjálf- sögð skylda til að halda Þingvöll- um í þjóðleið. ■ 25FIMMTUDAGUR 12. ágúst 2004 Lúxuslíf í fangelsum Eitt af því sem rætt hefur verið [í Svíþjóð] er að morðingjar og nauðgarar í fangels- um landsins hafa það nánast eins gott og þeir væru á lúxushótelum. Ef treysta má því sem blöðin hér segja eru vistarverur í sænskum fangelsum mjög rúmgóðar, þar finnast glæsilega útbúin afþreyingar- herbergi þar sem fangarnir geta horft á sjónvarp, vappað á netinu og stundað ýmsar tómstundir. Þar er skipt um á rúm- um og þrifið fyrir fangana, og maturinn eins og á bestu veitingastöðum. Sem dæmi um þjónustuna má nefna að stríðsglæpamaður frá fyrrum Júgóslavíu, dæmd í Alþjóðadómstólnum í Haag fyrir þjóðarmorð, fékk veglega afmælistertu frá starfsfólki fangelsisins þegar hún átti afmæli hér um daginn. Annað „skemmti- legt“ dæmi um frelsið innan múranna er að nýlega komst upp að dæmdur barna- níðingur hafði innan veggja fangelsisins skoðað meira en 100 heimasíður sem innihéldu barnaklám. Stjórnvöld héldu því fram að það væru mannréttindi fang- ans að fá að skoða það á netinu sem honum fýsti, og létu málið því óáreitt. Margrét Leósdóttir á tikin.is Makalaust sumar í pólitík Hinn sögulegi sigur Samfylkingarinnar í Alþingiskosningunum í fyrra er orsök þeirra rauna sem ríkisstjórnin á í nú. Davíð Oddsson hrökklast úr forsætis- ráðuneytinu í næsta mánuði og Halldór Ásgrímsson verður að fórna ráðherra fyrir forsætið í ríkisstjórninni. Sú staða veldur mikilli ólgu í báðum flokkum og erfitt er að sjá hvernig hún endar. Sum- arið hefur verið makalaust í pólitíkinni og ekki laust við að manni hafi oft veru- lega misboðið framferði ríkisstjórnar- flokkanna. Stjórnarskráin var fótum troðin og brellur og bras stjórnarherr- anna við að sniðganga lög og rétt, al- þjóðasamninga og mannréttindi voru með ólíkindum. Enda hefur allt í kring- um fjölmiðlamálið, framgangur þess og lyktir verið ríkisstjórninni og stjórnarlið- um til mikillar háðungar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á althingi.is/arj Óígrunduð tilgáta forstjórans Það er ... með öllu ótækt að menn geti komið fram í ríkissjónvarpinu og haldið því fram að fíkniefnaneysla barna sé því um að kenna að stjórnvöld rukki brenni- vínskaupendur óhóflega. Ekki veit ég hvað þáttastjórnendur voru að hugsa þegar þeir ekki svo mikið sem sögðu ha við jafn óígrundaðri tilgátu og rann frá forstjóranum þetta kvöld. Það er í besta falli broslegt að halda því fram að ferða- menn hætti við Íslandsheimsókn vegna þess að bjórinn sé svo dýr en að halda því fram að börnin okkar myndu láta slag af amfetamíni í friði ef kippan af Fosters kostaði 300 kr. í stað 900 kr. er algjörlega óafsakanlegt. Grímur Atlason á vg.is/postur JÓN BJARNASON ÞINGMAÐUR VINSTRI GRÆNNA UMRÆÐAN ÞINGVELLIR ,, BRÉF TIL BLAÐSINS N‡r Subaru Legacy Ef til vill kanntu vel a› meta dálítinn lúxus, smart-heit og flægindi. Kraftur, snerpa og óbilandi úthald gætu líka veri› eiginleikar sem flú telur me›al höfu›kosta. Hugsanlega ert flú líka einn hinna mörgu sem elskar a› sko›a landi› og stunda útivist. A› sama skapi viltu sjálfsagt líka njóta öryggis og festu. Fyrir svona fólk er n‡i Subaru Legacy bíllinn einmitt sá rétti. Komdu vi› hjá Ingvari Helgasyni og kynntu flér málin nánar. Sævarhöf›a 2 · Sími 525 8000 · www.ih.is Hvernig mann hefur flú a› geyma? Beinskiptur Sjálfskiptur Legacy Stallbakur 2.615.000 kr. 2.710.000 kr. Legacy Skutbíll 2.710.000 kr. 2.790.000 kr. Legacy LUX 3.090.000 kr. F í t o n / S Í A Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. 24-41 (24-25) Leiðari 11.8.2004 18:45 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.