Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 55
39FIMMTUDAGUR 12. ágúst 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Fimmtudagur ÁGÚST „Ég kom til landsins í júní og er nú kominn til að vera,“ segir tón- listarmaðurinn og fyrrum Utan- garðsmaðurinn Mike Pollock en hann er nú fluttur heim til Íslands eftir þriggja ára búsetu í Banda- ríkjunum. Mike Pollock verður með tónleika á Cafe Rosenberg í Lækjargötu í kvöld og er ókeypis inn. „Ég ætla í fyrsta skipti að spila lög af plötunni World Citizen hér á landi,“ segir Mike en sóló- platan hans vakti athygli í Banda- ríkjunum, var dreift í nokkrum fylkjum og fékk auk þess fjórar stjörnur í dómi dagblaðsins The Courier þar vestra. „Í kvöld tek ég góða gesti með mér upp á svið en ásamt því að taka lög af plötunni flytjum við óafmagnaðan blús eins og hann gerist bestur,“ segir Mike sem ætlar meðal annars að flytja upp- áhaldslögin sín með Hank Willi- ams, Johnny Cash, Jagger og Ric- hards. „Þetta verður opið í form- inu en meðal þeirra gesta sem gætu látið sjá sig í kvöld er tón- listarmaðurinn Danni Pollock, bróðir minn, og Guðmundur Ingi Þorvaldsson úr Atómstöðinni. Hann mætir líklega á svæðið með munnhörpuna en annars verður bara heimilisleg stemning yfir þessu og aldrei að vita hverjir láta til sín taka.“ Mike Pollock hefur sett saman bandið The Smokey Bay Blues Band eftir að hann kom heim þar sem þeir Danni Pollock og Gunnar Erlingsson starfa með honum. „Svo fáum við eins og í kvöld alls kyns fólk til að spila á tónleikum með okkur.“■ Órafmagnaður blús eins og hann gerist bestur MIKE POLLOCK Spilar í fyrsta sinn á Íslandi lög af plötu sinni World Citizen á Rosenberg í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Hljómsveitin New England Youth Ensemble heldur tónleika í Hall- grímskirkju í kvöld. Hljómsveitin sem er skipuð hljóðfæraleikurum vísvegar úr heiminum hefur að- setur í Columbia Union College í Maryland en er á hljómleikaferð þessa dagana um Evrópu. Ísland er lokaáfangi tóleikaferðarinnar en áður hafði hljómsveitin ferðast um Ástralíu, Fyrrum Sovétlýð- veldin, Kína og Suður-Afríku. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hljómsveitin heimsækir Ísland því tvisvar sinnum áður hefur hún haldið tónleika hér á landi við góð- an orðstír. Á dagskrá tónleikanna eru verk eftir Handel, Telemann, Bach, Tsjakovskí og nokkra fleiri. Aðgangur er ókeypis að tónleik- unum sem hefjast klukkan 20 í Hallgrímskirkju. ■ NEW ENGLAND YOUTH ENSEMBLE Hljómsveitin heldur tónleika í Hallgrímskirkju í kvöld. Lokaáfangi tónleikaferðar ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Guðný Einarsdóttir leikur á orgelið í Hallgrímskirkju.  20.00 Elísa Sigríður Vilbergsdóttir sópran og Hjördís Elín Lárus- dóttir sópran halda styrktartón- leika í Seltjarnarneskirkju. Undir- leikari verður Ólafur Vignir Al- bertsson.  21.30 Djasstríó Árna Heiðars leik- ur á heitum fimmtudegi í Deigl- unni, Akureyri.  22.00 Gummi Jóns leikur og syng- ur eigin lög, einn síns liðs með gítarinn, í Hrísey.  22.00 Days of our Lives spila á Bar 11 ásamt Isidor og Astara.  Vignir úr Írafári og Hreimur úr Landi og sonum taka höndum saman og halda tónleika á Hverfisbarn- um. ■ ■ LISTOPNANIR  Sýning á myndum sem bárust í myndasamkeppnina Ólympíu- leikar ímyndunaraflsins verður opnuð í Kringlunni. ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Í síðustu fimmtudagsgöngu skógræktarfélaganna verður gengið um Heiðmörk. Mæting er við Elliðavatnsbæinn. ■ ■ SÖNGLEIKIR  20.00 Sumarópera Reykjavíkur sýnir söngleikinn Happy End eftir Kurt Weill, Bertholt Brecht og Elisabeth Hauptmann í Gamla bíói. 54-55 (38-39) Slanga 11.8.2004 18:44 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.