Fréttablaðið - 12.08.2004, Síða 12

Fréttablaðið - 12.08.2004, Síða 12
12 12. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR NAKTAR FRÉTTIR Fréttakonur nýrrar sjónvarpsstöðvar í Bret- landi kynna fréttatíma hennar sem er óvenjulegur að því leyti að fréttakonurnar afklæðast á meðan þær lesa fréttir. Disney-samsteypan: Gróði hjá Andrési og Mikka LOS ANGELES, AP Hagnaður Walt Disney-fyrirtækisins jókst um tuttugu prósent á þriðja fjórðungi reikningsársins miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrirtæk- isins nam 604 milljónum Banda- ríkjadala (ríflega 5 milljörðum króna) sem er töluvert meira en ráðgjafafyrirtæki höfðu spáð. Bætt afkoma er fyrst og fremst rakin til aukinnar aðsókn- ar af skemmtigörðum Walt Disn- ey í Bandaríkjunum, sérstakega Disney World í Flórída. Disney rekur einnig fjölda verslana en vinnur nú að sölu þeirra. Kvikmyndadeild félagsins hef- ur ekki gengið sem skyldi á síð- ustu mánuðum þar sem stórar kvikmyndir á borð við „Around the World in 80 Days“ hafa ekki slegið í gegn hjá áhorfendum. Gengi bréfa í Disney hækkuðu á þriðjudag og er fyrirtækið nú metið á ríflega þrjú þúsund millj- arða íslenskra króna. Michael Eisner, forstjóri Disney, stóð ný- lega af sér atlögu margra stórra hluthafa. Einn þeirra sem vilja losna við Eisner, Roy Disney, lýsti því yfir í gær að uppgjörið sýndi að ekki væri nægur vöxtur í starf- seminni. ■ Stórárás vofir yfir Harðir bardagar hafa staðið í Najaf í heila viku. Bandaríkjamenn undirbúa stórárás á borgina. Sjíaklerkurinn al-Sadr hvetur sína menn til dáða. NAJAF, AP Harðir bardagar stóðu yfir í írösku borginni Najaf í gær, sjöunda daginn í röð. Uppreisnar- menn sem eru hliðhollir sjíaprest- inum Muqtada al-Sadr hafa barist af hörku við bandarískar og írask- ar hersveitir. Bandaríkjamenn segja að lokauppgjörið sé í nánd. Í yfirlýsingu frá herforinga Bandaríkjamanna á svæðinu seg- ir að undirbúningur sé hafinn fyrir lokauppgjörið en seinni partinn í gær var ljóst að ein- hverjar tafir yrðu á því að atlagan hæfist. „Það skiptir engu máli, þeir vita að við erum að koma,“ sagði herforing- inn. Hins vegar var al-Sadr mjög vígreifur og hvatti stuðnings- menn sína til að halda baráttunni áfram þótt hann yrði handtekinn eða drepinn. Bandarískar hersveitir sóttu í gær að borginni yfir stóran kirkju- garð en liðsmenn al-Sadrs vörðust með sprengjuvörpum. Ekki var kunnugt um mannfall í liði Banda- ríkjamanna. Hörðustu bardagarnir voru í kringum helga staði músli- ma í borginni. Heilbrigðisstarfsmenn í Najaf segja ástandið þar afar slæmt og það muni verða algjört hörmungar- ástand ef bardögum linnir ekki fljótlega. „Sjúkrabílar komast ekki til að sækja hina særðu og hjálpar- starfsmenn komast ekki á sjúkra- húsin,“ sagði Falah al-Mahani, yfir- maður heilbrigðismála í Najaf. Ibrahim al-Jaafari, varaforseti í bráðabirgðastjórn Íraks, sagði í gær að Bandaríkjamenn ættu að draga lið sitt frá Najaf. „Aðeins íraskar hversveitir ættu að vera í Najaf. Þær ættu að tryggja öryggi borgarinnar og bjarga henni frá þessum hörmungum,“ sagði Jaaf- ari. Bandaríkjamenn segja á hinn bóginn að þeir séu í Najaf að beiðni bráðabirgðastjórnarinnar. ■ Morðrannsókn: Áfram í gæslu- varðhaldi MORÐARANNSÓKN Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur til að sæta áfram- haldandi gæsluvarðhaldi til fimmta nóvember. Hákon var fyrst úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald sjöunda júlí sem síðar var fram- lengt til dagsins í gær. Hörður Jóhannesson, hjá lögreglunni í Reykjavík, vill ekki staðfesta að kúbein sem fannst í sömu hraun- sprungu og lík Sri, sé morðvopn- ið þar sem endanlegar niður- stöður krufningar liggi ekki fyr- ir. ■ SNÁKUR Á SKRIÐI Snákurinn fannst fyrir utan hjólbarðaverk- stæði í Grindavík. Ekki er vitað hvaðan snákurinn kom en hann sést hér á mynd með Risatópaspakka. Aflífaður í gær: Snákur skríður um Grindavík GÆLUDÝR Um 40 sentimetra snák- ur vakti athygli manna við Hjól- barðaverkstæði í Grindavík í fyrrakvöld. Lögreglan í Kefla- vík var kölluð til og handsamaði hún snákinn og kom til Heil- brigðiseftirlits Suðurnesja í gærmorgun. Valgerður Sigurvinsdóttir, meindýraeyðir hjá heilbrigðis- eftirlitinu, segir snákinn ekki þann fyrsta sem komið sé með til þeirra. Endrum og sinnum séu þeir teknir af flugfarþegum Keflavíkurflugvallar. Hún segir þó alls ekki útilokað að snákur- inn hafi komið með vörusend- ingu. Snákurinn var aflífaður með klóróformi og brenndur en inn- flutningur á snákum til landsins er stranglega bannaður. Tegund hans er óþekkt en hann var brúnn og rauður á lit. ■ Fljótsdalsheiði: Fannst heill á húfi LEIT Fjórtán ára þýskur drengur, sem varð viðskila við föður sinn á Fljótsdalsheiði í fyrrakvöld, fannst heill á húfi skammt frá Villingafelli á Fljótsdalsheiði rétt fyrir klukkan þrjú um nótt- ina. Drengurinn var á ferð með föður sínum á heiðinni þegar bíll þeirra festist. Drengurinn hélt ferðinni áfram fótgangandi og þegar faðir hans hugðist sækja drenginn var hann hvergi sjáan- legur. Björgunarsveitir voru kallaðir út á tíunda tímanum í fyrrakvöld og tóku um fimmtíu manns á tíu til tólf bílum og fjór- hjólum þátt í leitinni. Faðirinn sendi drengnum sms-skilaboð og í kringum miðnætti hringdi drengurinn þegar hann áttaði sig á að sumstaðar var hægt að ná símasambandi. Ekkert amaði að drengnum en hann hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur. Björgunarsveitar- mennirnir blikkuðu ljósunum á ökutækjunum og drengurinn lét vita í gegnum síma þegar hann varð ljósanna var og hægt var að miða út staðsetningu hans út frá því. Drengurinn var hress og bar sig vel þegar hann fannst. ■ RÓMARFLUGVÖLLUR RÝMD- UR Hluti af flugvellinum í Róm var rýmdur eftir að til- kynnt var um sprengju við innritunarborð. Um gabb reyndist að ræða. FANNST LÁTINN Síðasti námumaðurinn sem saknað var eftir að hluti rússneskrar námu hrundi fannst í gær látinn. Alls fórust fimm námumenn í slysinu sem varð 3. ágúst. SPRENGJUHÓTUN Í RÚMENÍU Lögreglumenn leituðu dyrum og dyngjum að sprengju á hóteli leikmanna Manchester United þar sem þeir dvöldust fyrir leik í meistaradeildinni. Engin sprengja fannst. ■ EVRÓPA ,,Það skiptir engu máli, þeir vita að við erum að koma. RÍKISSÁTTASEMJARI Stendur í ströngu í deilu kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Kennarar fara í verkfall 20. september náist ekki samningar fyrir þann tíma. Kjaradeila kennara: Fundir settir KENNARAR Kennarar og launanefnd sveitarfélaganna skipulögðu næstu fundi þeirra á 90 mínútna fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Ákveðið var að launanefndin heimsækti Félag grunnskólakenn- ara á mánudag og miðvikudag og ræddi málin þar án handleiðslu ríkissáttasemjara. Hann hitta deilendur síðar í næstu viku. Kennarar fara í verkfall náist ekki samningar fyrir 20. septem- ber. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir allar líkur á að það geti staðið í margar vikur náist ekki að af- stýra því. ■ Þjóðverji í farbanni: Ökumaður ákærður DÓMSMÁL Ákæra hefur verið gefin út á þýskan mann sem þegar hef- ur verið úrskurðaður í farbann til 27. ágúst. Staðfest hefur verið að maðurinn var ölvaður þegar bíll sem hann ók valt á Krísuvíkur- vegi í lok júlí. Þýskur maður sem var í bíln- um ásamt ökumanni og fleiri Þjóðverjum lést af sárum sínum nokkru eftir slysið. Mennirnir hafa dvalist tímabundið hér á landi við störf. Lögreglan í Hafnarfirði fór fram á að maður- inn yrði úrskurðaður í farbann á meðan málið yrði rannsakað. Við lok rannsóknar var málið sent til sýslumannsins í Hafnarfirði sem gefið hefur út ákæru og sent mál- ið til Héraðsdóms Reykjaness. ■ Akureyrarbær Skóladeild Glerárgötu 26 600 Akureyri Hlíðarskóli í Varpholti Auglýst er eftir matráði - stöðuhlutfall 55% Hlíðarskóli er lítill sérskóli fyrir börn á grunnskólaaldri í aðlögunarvanda sem ekki hafa náð að fóta sig í hverfisskóla. Nemendur eru 16 og starfsmenn 10. Skólinn er staðsettur í Varpholti 5 km norðan Akureyrar. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Bryndís Valgarðsdóttir, (bryndis@akureyri.is) í síma 462-4068 gsm 848-4709. Veffang skóla: www.hlidarskoli.akureyri.is Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin. Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar á starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 460 1000. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri í Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrarbæjar – www.akureyri.is. Umsóknar-frestur er til 16.ágúst 2004. ANDRÉS OG FORSTJÓRINN Michael Eisner, forstjóri Disney, er meðal umdeildustu kaupsýslumanna í Bandaríkj- unum. Rekstur Disney gengur vel það sem af er ári. AMERÍSKIR HERMENN Stórárás Bandaríkjamanna var í gær yfirvofandi í Najaf. BEITA SPRENGJUVÖRPUM Íraskir uppreisnarmenn beita sprengjuvörpum í Najaf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P 12-13 11.8.2004 21:00 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.