Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 4
4 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Óvissa ríkir um byggingu kísilduftverksmiðjunnar Að öllu óbreyttu er dökkt framundan í atvinnumálum í Mývatnssveit. Fimmtíu manns missa vinnuna fyrir áramót vegna lokunar Kísiliðjunnar. Fjármögnun kísilduftverksmiðju enn ólokið þrátt fyrir 200 milljóna króna framlag ríkisins. IÐNAÐUR Ekki er enn ljóst hvort af byggingu kísilduftverksmiðju við Mývatn verður. „Staðan er í mjög stuttu máli sú að það hefur ekki enn tekist að klára að fjármagna verkefnið,“ segir Kristján Björn Garðarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar. Hann segist ekki telja að verkefnið sé að fjara út en tíminn til þess að fá niðurstöðu í málið styttist alltaf. Að öllu óbreyttu er dökkt framundan í atvinnumálum við Mývatn. Í maí varð ljóst að Kísil- iðjan myndi hætta þar starfsemi. Við það munu um fimmtíu manns missa vinnuna í haust, eða tíundi hver íbúi sveitarfélagsins. Sig- björn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir Mývetn- inga því binda miklar vonir við að kísilduftverksmiðjan verði reist. „Þetta er alltaf að dragast og við höfum áhyggjur af því,“ segir Sigbjörn. „Það er náttúrlega mik- ilvægt að það verði einhverja at- vinnu að hafa í sveitarfélaginu. Ef þessi verksmiðja verður ekki reist mun það valda gríðarlegum erfiðleikum – það er enginn vafi á því. Ég er enginn talsmaður þess að setja upp fyrirtæki sem ekki bera sig. Það gerir engum gagn. Hins vegar er allt jákvætt í öllum útreikningum á þessari verk- smiðju. Menn fjárfesta í þessu ef þetta er hagkvæm fjárfesting.“ Páll Magnússon, aðstoðarmað- ur Valgerðar Sverrisdóttur iðnað- arráðherra og varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkið þegar hafa ákveðið að veita 200 milljónir króna í að styrkja at- vinnustarfsemi við Mývatn. For- svarsmenn kísilduftverksmiðj- unnar viti af því og geri ráð fyrir þeim fjármunum í fjármögnun- inni. Aðspurður hvort það komi til greina að ríkið leggi meiri pening í verkefnið til að klára fjármögn- unina segir Páll: „Það veit ég ekki. Það verður þá að taka sérstaka ákvörðun um það. Ef fjárfestar treysta sér ekki til þess að setja meiri peninga í þetta þá tel ég frekar ólíklegt að ríkið geri það.“ Einar Oddur Kristjánsson, sjálf- stæðismaður og varaformaður iðn- aðarnefndar, segist harma þá ákvörðun að leggja Kísiliðjuna nið- ur. Hún hafi verið góð undirstaða byggðar við Mývatn. Fyrir utan þær 200 milljónir króna sem eru eyrnamerktar uppbyggingu í at- vinnumálum svæðisins segist Einar Oddur ekki vita til þess að frekari fjárveitingar séu í farvatn- inu. Ekkert slíkt hafi verið ákveðið. trausti@frettabladid.is ■ EVRÓPA Fylgist þú með útsendingum frá Ólympíuleikunum? Spurning dagsins í dag: Á hið opinbera að fjármagna stækkun Laugardalsvallar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 53% 47% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Níu létust: Hunsuðu sundbann FRAKKLAND, AP Níu manns létust í óveðri sem gekk yfir suðurhluta Frakklands. Yfirvöld segja að rekja megi dauða fólksins til þess að það tók ekki mark á banni við því að synda í hafinu úti af Mið- jarðarhafsströnd Frakklands. „Kæruleysi sumra skilaði sér í þessum dauðsföllum,“ sagði Eric Soupra, embættismaður í innan- ríkisráðuneytinu. Stjórnvöld gáfu út viðvaranir vegna óveðurs á þriðjudag og léttu því ástandi ekki fyrr en í gær. Þá höfðu níu látist og tvegg- ja var saknað. ■ TENGSL VIÐ MADRÍDARÁRÁS Lög- reglumenn sem vinna að rann- sókn hryðjuverkaárásanna í Ma- dríd, höfuðborg Spánar, telja að meintur hryðjuverkamaður sem var handtekinn í Hollandi á mið- vikudag kunni að tengjast árás- unum í mars. Spænskir lögreglu- menn fóru til Hollands til að bera kennsl á tvo fanga af níu sem voru handteknir á miðvikudag. HANDTAKA MEINTAN HRYÐJU- VERKAMANN Pólverjar hafa handtekið ungan Frakka sem þeir gruna um að hafa ætlað að frem- ja hryðjuverk. Maðurinn var handtekinn eftir að hann sást í felum upptekinn af því að mynda gasdreifingarstöð. Grunur leikur á að hann hafi ætlað að sprengja hana í loft upp. RÁÐHERRAR Í KLEMMU Spænskir kvenráðherrar sæta mikilli gagn- rýni eftir að myndir birtust af þeim þar sem þær brugðu sér í hlutverk fyrirsæta í tískutíma- riti. Kvenréttindasamtök segja að framsetningin gangi á skjön við markmið stjórnarinnar um að draga úr misrétti kynjanna. TEHERAN, AP Sumir íranskir herfor- ingjar telja réttast að verða fyrri til að láta til skarar skríða ef þeir telja hættu á að Bandaríkjamenn komi til með að gera árás á Íran. Þetta sagði Ali Shamkhani, varn- armálaráðherra Írans, í viðtali á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni. Hann lýsti ugg Írana yfir því að Bandaríkjaher sé bæði í Írak og Afganistan en bæði lönd eiga löng landamæri að Íran. „Við bíðum ekki eftir því sem aðrir kunna að gera okkur,“ sagði Shamkhani aðspurður um hvernig Íranar myndu bregðast við ef Bandaríkjamenn réðust á kjarn- orkuver þeirra. „Það eru skiptar skoðanir meðal herforingja. Sum- ir telja að fyrirbyggjandi aðgerðir hafi ekki verið fundnar upp af Bandaríkjamönnum og séu ekki bara á þeirra færi. Hvaða þjóð sem telur sér ógnað gæti gripið til slíkra aðgerða,“ sagði hann. Bandaríkjamenn hafa varað mjög við því að Íranar séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum en því neita Íranar. Íran er eitt þriggja landa sem George W. Bush Bandaríkjaforseti kallaði öxulveldi hins illa. Hin voru Norð- ur-Kórea og Írak undir stjórn Saddams Hussein. ■ ÓGN Í AUGUM ÍRANA Uggur Írana hefur aukist eftir því sem Bandaríkjaher hefur tekið sér stöðu í fleiri löndum sem eiga landamæri að Íran. Íranskir herforingjar uggandi vegna Bandaríkjahers: Tilbúnir í fyrirbyggjandi árásir DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur úrskurðaði að siðanefnd Háskóla Íslands væri óheimilt að fjalla um kæru dætra Hall- dórs Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni vegna ritunar hans á fyrsta bindi ævi- sögu Halldórs Laxness áður en niðurstaða fæst hjá dómstólum um frávísunarkröfuna. „Þetta er auðvitað ánægju- legur úrskurður fyrir minn skjólstæðing en gagnaðili hefur auðvitað kost á að skjóta honum til Hæstaréttar. Það er því ekki víst að þetta séu endanlegar lyktir á þessum þætti deilunn- ar,“ segir Jón Steinar Gunn- laugsson, verjandi Hannesar, um niðurstöðu úrskurðarins. Hann segir dóminn hafa fallist á kröfu Hannesar og því lýsi hann ánægju fyrir hans hönd. Sýslumaðurinn í Reykjavík hafði áður hafnað beiðni Hann- esar um að lögbann yrði sett á að siðanefndin fjallaði um kæruna á meðan frávísunar- krafa færi fyrir dómstóla. Í úrskurðinum segir að veru- legur vafi sé um hvort siða- nefnd Háskóla Íslands hafi nægilega stoð í lögum. Þá segir einnig að vafi sé á hvort réttur aðili innan Háskólans hafi sett siðareglurnar. Á þeim grund- velli hafi Hannesi þótt senni- legt að áframhaldandi meðferð nefndarinnar bryti gegn lög- verðum rétti hans. „Það liggur engin ákvörðun fyrir um það en það verður væntanlega ákveðið strax eftir helgina,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi siðanefndar spurður um hvort úrskurðinum yrði áfrýjað. ■ KÍSILIÐJAN Í MÝVATNSSVEIT Í maí varð ljóst að Kísiliðjan myndi hætta starfsemi við Mývatnssveit. Við það munu um fimmtíu manns missa vinnuna í haust. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur: Siðanefnd óheimilt að fjalla um kæruna FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON OG GESTUR JÓNSSON Jón Steinar lýsti yfir ánægju með úrskurð- inn fyrir hönd Hannesar. 04-05 19.8.2004 20:47 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.