Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 8
20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Sækjandi fór fram á að Þjóðverji sem verið hefur verið í farbanni grunaður um manndráp af gáleysi yrði dæmdur í fang- elsi. Þjóðverjinn ók ölvaður bíl sem hann velti á Krísuvíkurvegi 24. júlí síðastlið- inn, einn farþeg- anna í bílnum lést af áverkum sínum fimm sólarhring- um eftir slysið. A ð a l m e ð f e r ð málsins fór fram í H é r a ð s d ó m i Reykjaness í gær. Þ j ó ð v e r j i n n játar að hafa ekið bílnum ölvaður en neitar að vera sekur um manndráp af gáleysi. Mennirnir sem voru í bílnum sammæltust um að segja lögreglu að sá slas- aði hefði ekið bílnum og greindu ekki frá hinu rétta fyrr en dag- inn eftir slysið. Slysið varð eftir að ökumaðurinn og fjórir aðrir Þjóðverjar voru að koma frá Kleifarvatni þar sem þeir höfðu grillað og neytt áfengis. Öllum mönnunum ber saman um að maðurinn sem lést hafi ekið bíln- um að Kleifarvatni og að til hafi staðið að hann myndi aka bílnum til baka. Hann hafi hins vegar byrjað að drekka og síðar dottið á andlitið. Ákveðið hafi verið að koma manninum til læknis og hafi þá sá sem nú er ákærður ekið bílnum. Sá segist hafa tekið ákvörðun um að aka þar sem hinir mennirnir hafi verið of ölv- aðir eða ekki með ökuskírteini. Einn mannanna mældist þó að- eins með 0,1 prómill af áfengi í blóði. Ökumanninum, tveimur Þjóðverjanna og rannsakendum ber ekki saman um hvaða dekk bílsins var loftlaust eða hvernig bíllinn rásaði til. Öllum sem að málinu komu ber saman um að mikil lausamöl hafi verið á veg- inum. Áfengismagn í blóði öku- mannsins reyndist vera 0,89 pró- mill en 1,21 í þvagi. Sjálfur segir hann það geta passað þar sem hann hafi áður drukkið tvo bjóra og tvo snafsa. Sækjanda þótti sannað að slysið hafi orðið vegna þess að ökumaðurinn hafi verið óökufær og ekki getað sýnt rétt viðbrögð. Blóðsýni úr manninum hafi ekki verið tekin fyrr en tveimur tímum eftir slysið og hafi verið farið að renna af hon- um. Verjandi segir orsök slyss- ins hins vegar vera ástand veg- arins og vegna loftlauss hjól- barða. Því eigi að sýkna manninn af manndrápi af gáleysi. hrs@frettabladid.is ,,Sækj- anda þótti sannað að slysið hafi orðið vegna þess að ökumaður- inn hafi verið óöku- fær og ekki getað sýnt rétt við- brögð. – hefur þú séð DV í dag? Gleraugnasali í Hafnarfirði sagður sprauta krabba- meinssjúka með ósoni fyrir morð fjár og lofa lækningu Dóttir látins krabbameinssjúklings segir gleraugnasalann svikahrapp ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA Í MIÐFIRÐI Bresk hjón sluppu með litla áverka eftir að fólksbíll þeirra valt eina veltu í Miðfirði á níunda tímanum í gærmorgun. Samkvæmt lög- reglunni á Blönduósi valt bíll- inn á vegavinnukafla en hjónin munu ekki hafa séð nein skilti með viðvörunum um fram- kvæmdir. Bíllinn var óökufær eftir veltuna. ■ AMERÍKA STÁLU 1.400 VEGABRÉFUM Vopnaðir ræningjar brutu sér leið inn í spænska sendiráðið í Sao Paulo í Brasilíu og stálu 1.400 auðum vegabréfum og 600 vegabréfsáritunarmiðum. Þeir munu væntanlega reyna að selja þýfið á svarta markaðn- um. Búið var að benda á að ör- yggismálum væri ábótavant í sendiráðinu. ■ MIÐ-AUSTURLÖND SHARON EKKI SAKSÓTTUR Hæstiréttur Ísraels hefur hafn- að beiðni nokkurra þingmanna um að rannsókn á meintri spill- ingu Ariels Sharon forsætisráð- herra verði tekin upp á nýjan leik. Þar með staðfesti réttur- inn þá ákvörðun saksóknara að ljúka málinu án ákæru. Fjársöfnun vegna enska boltans: Patreksfirðingar náðu markinu KNATTSPYRNA „Við dæmum þetta sem svo að þetta sé komið, það vantar einhverja örfáa þúsundkalla upp á,“ segir Geir Gestsson sem efndi til samskota á Patreksfirði til að fjár- magna sendi til að ná útsendingum Skjás eins. Vesturbyggð lögðu 200 þúsund krónur til í söfnunina og var þá nærri því búið að safna þeim 900 þúsund krónum sem stefnt var að. Skjár einn hefur boðist til að setja upp sendi í nokkrum bæjarfé- lögum, fjármagni þau helminginn af kostnaðinum við að koma upp sendi. Að sögn Geirs hafa forsvarsmenn Skjás eins sagt að sendirinn muni vera kominn upp eftir sex til átta vikur. Á Bolungarvík hefur einnig verið efnt til samskota og segir forkólfurinn Helgi Jónsson að það sé allt að ganga upp. Söfnun- inni lýkur í dag og hann er bjart- sýnn á að ná takmarkinu án þess að þurfa að leita til bæjaryfir- valda. Þá hafa íbúar á Fáskrúðsfirði einnig efnt til söfnunar sam- kvæmt því sem kemur fram á bæjarvefnum. ■ PATREKSFJÖRÐUR Bæjarbúar hafa safnað 900 þúsund krónum og söfnun gengur vel í Bolungarvík. ÚR DÓMSAL Í fyrstu sögðu Þjóðverjarnir lögreglu að sá slasaði hefði ekið bílnum og leiðréttu ekki lygina fyrr en daginn eftir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Krefst fangelsis- dóms yfir Þjóðverja Sækjandi krefst fangelsisrefsingar í máli gegn Þjóðverja sem hefur verið í farbanni vegna gruns um manndráp af gáleysi. Segir ölvunarástand mannsins hafa orðið til þess að hann velti bíl á Krísuvíkurvegi. 08-09 19.8.2004 21:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.