Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 6
6 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Útgönguspá í miðdepli deilna um kosningasvindl: Spáðu þvert á úrslitin VENESÚELA, AP Útgönguspá sem bandarískt fyrirtæki gerði meðan kosningarnar í Venesúela voru enn í fullum gangi er nú í mið- depli deilna um hvort brögðum hafi verið beitt til að tryggja Hugo Chavez forseta áframhald- andi völd. Samkvæmt spánni vildu 59 prósent kjósenda binda enda á kjörtímabil forsetans en talning atkvæða sýndi að 59 pró- sent vildu hafa hann áfram. Erlendir kosningaeftirlits- menn segjast ekki hafa orðið var- ir við neitt sem gefi til kynna að kosningasvindl hafi átt sér stað. Þrátt fyrir það halda stjórnarand- stæðingar því fram fullum fetum og vísa til útgönguspárinnar. Bannað var að birta niðurstöð- ur skoðanakannana eða útgöngu- spár fyrir lokun kjörstaða. Fjór- um tímum áður en kjörstöðum lokaði sendi bandaríska fyrirtæk- ið Penn, Schoen og Berland þó út- gönguspá sína til fjölmiðla. Síðan hefur komið í ljós að fyrirtækið réði Sumate til að hafa umsjón með útgönguspánni. Sumate skipulagði undirskriftaherferð þar sem krafist var atkvæða- greiðslu um framtíð forsetans. Samtökin fá einnig styrki frá bandarískum samtökum sem njóta stuðnings Bandaríkjaþings og hefur Chavez notað það til stuðnings ásökunum sínum um að Bandaríkjastjórn reyni að koma honum frá völdum. ■ VIÐSKIPTI Viðsnúningur í rekstri níu af tíu stærstu fyrirtækjanna í Kauphöll Íslands nemur 21,5 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Af tíu stærstu fyrirtækjunum á aðeins Samherji eftir að birta uppgjör. Af þessum níu fyrirtækj- um er aðeinst eitt sem ekki bætir afkomu sína. Það er Bakkavör, en í reikningum síðasta árs er sölu- hagnaður af sjávarútvegshluta fyrirtækisins. Hagnaður vex hins vegar af reglulegri starfsemi Bakkavarar. Burðarás er það félag sem skil- aði mestum hagnaði á fyrri hluta ársins. Þar er einnig mestur við- snúningur. Hagnaðurinn jókst um 6,8 milljarða króna, úr 134 millj- ónum í tæpa sjö milljarða króna. Skýringin á þessari miklu aukningu hagnaðar Burðaráss liggur í söluhagnaði af eignum og óinnleystum gengishagnaði af verðbréfaeign. Viðsnúningurinn er mestur í bönkum og fjárfestingarfélögum og er skýringin á svo miklum af- komubata hækkandi gengi hluta- bréfa og hagstætt umhverfi á fjár- málamarkaði. „Gengishagnaður er ekki mjög áberandi hjá KB banka og hjá Íslandsbanka er mikill hluti hans innleystur,“ segir Katrín Friðriksdóttir hjá greiningardeild Landsbankans. Hún segir að í upp- gjörum Íslandsbanka og Lands- bankans hafi vel mátt greina betri afkomu í undirliggjandi rekstri á milli fyrsta og annars ársfjórð- ungs. Katrín segir dreifingu eigna bankanna töluverða og þeir því í stakk búnir til þess að taka áföllum ef þau yrðu. Hún segir að bankarn- ir hafi samhliða miklum gengis- hagnaði aukið afskriftir útlána og þar með búið í haginn fyrir fram- tíðina. „Ég hef því ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Bæði bankarnir og fjárfesting- arfélög hafa boðað frekari áher- slu á fjárfestingar erlendis. Með slíkum fjárfestingum verður af- koman minna háð innlendri hag- sveiflu. Einkum hafa menn horft til Bretlands og Norðurlandanna. „Þar er örugglega töluvert af fé- lögum sem eiga hækkun inni.“ haflidi@frettabladid.is GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70,88 -0,30% Sterlingspund 129,64 -0,23% Dönsk króna 11,79 -0,05% Evra 87,66 -0,03% Gengisvísitala krónu 121,96 -0,04% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 315 Velta 1.882 milljónir ICEX-15 3.195 -0,48% Mestu viðskiptin Burðarás hf. 485.299 Actavis Group hf. 297.589 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 283.400 Mesta hækkun Kögun hf. 1,44% Flugleiðir hf. 1,22% Mesta lækkun Sæplast hf. -3,64 Straumur fjárfestingarbanki -2,47% Össur hf. -1,91% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.047,8 -0,35% Nasdaq * 1.826,4 -1,27% FTSE 4.362,6 0,17% DAX 3.723,0 -0,09% NIKKEI 10.903,5 1,20% S&P * 1.092,7 -0,22% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir formaður Knattspyrnu-sambands Íslands? 2Hvað heitir fasteignafélagið sem keypthefur Egilshöll? 3Hvaða heimsfræga tónlistarhátíðverður haldin í Reykjavík innan tíð- ar? Svörin eru á bls. 54 Danmörk: Nýr lífsstíll plagar konur LÍFSSTÍLL Fimmta hver kona í Dan- mörku hefur of mikið af kyn- hormónum í líkamanum en slíkt getur verið vandræðalegt og hættulegt í senn. Það getur í ver- stu tilfellunum þýtt að hárvöxtur eykst á röngum stöðum en veldur hármissi á höfðinu. Konur geta fengið skegg og hár á brjóstin og einkennin ágerast ef konan er yfir kjörþyngd. Sífellt fleiri konur í Danmörku leita sér hjálpar vegna þessa og telja sérfræðingar eina meginástæðuna vera þá að konur hreyfi sig einfaldlega of lítið. ■ DEILT UM ÚRSLITIN Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Nelson Rampersad heldur á lofti útreikningum um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um fram- tíð forsetans. Repúblikani á Bandaríkjaþingi: Íraksstríð óréttmætt NEBRASKA, AP Doug Bereuter, þing- maður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir að það hafi verið mistök að ráðast inn í Írak. Bereuter er varaformaður þingnefndar um leyniþjónustumál og studdi inn- rásina í Írak þegar málið var lagt fyrir Bandaríkjaþing. Bereuter segist nú telja að upplýsingar frá leyniþjónustunni hafi verið gallaðar en segist ekki geta sagt til um hvort þar hafi verið um mistök eða vísvitandi rangindi að ræða. ■ HAGNAÐUR FYRRIHLUTA ÁRSINS: Janúar til júní 2004 Janúar til júní 2003 Mismunur KB banki 6.158 3.065 3.093 Actavis Group hf.* 2.990 2.736 254 Íslandsbanki hf. 6.825 2.404 4.421 Landsbankinn 6.035 1.221 4.814 Burðarás hf. 6.964 134 6.830 Bakkavör Group hf.* 693 1.089 -396 Straumur fjárfestingarbanki 3.137 867 2.270 Össur hf.* 506 235 271 Flugleiðir hf. 12 -903 915 Samtals: 33.308 11.751 21.557 allar upphæðir í milljónum króna * Uppgjör í erlendri mynt umreiknað á núverandi gengi íslensku krónunnar. STJÓRNENDUR METHAFANS Burðarás er methafinn þegar horft er til uppgjöra fyrstu sex mánaða ársins. Félagið skilaði bæði mestum hagnaði skráðra félaga í Kauphöllinni og mestri hagnaðaraukningu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Vöxtur hagnaðar á þriðja tug milljarða Verulegur viðsnúningur er í afkomu stærstu fyrirtækja í Kauphöll Ís- lands fyrstu sex mánuði ársins. Gengishagnaður einkennir uppgjör fjár- málafyrirtækja. Hluti hans er innleystur og bati er í rekstrinum. KÝR DRÁPUST Í TUGATALI Elding- ar bönuðu 31 kú danska bóndans Kurt Nielsen þegar óveður gekk yfir landareign hans. Kýrnar leit- uðu skjóls fyrir rigningu og eld- ingum undir trjám en það varð þeim ekki öllum til lífs. Eldingum laust niður í trén og aðeins 54 af 85 kúm bóndans lifðu þrumu- veðrið af. SPORNA GEGN UNGMENNA- DRYKKJU Finnskir lögreglumenn og heilbrigðisstarfsmenn hafa óskað eftir nánara eftirliti með áfengissölu til að sporna gegn ungmennadrykkju. Ofdrykkja ungmenna hefur aukist um tíu prósent á því hálfa ári sem er lið- ið frá því að álögur á áfengi voru lækkaðar um allt af 44 prósent eftir tegundum. ■ NORÐURLÖND MENGUNARSKÝ Útlínur Hong Kong dofna í skýinu. Átta árekstrar: Mengun í Hong Kong HONG KONG, AP Mengunin í Hong Kong hefur verið svo mikil síð- ustu daga að hún byrgir mönnum sýn. Útsýni er á köflum svo lítið að það er talið ástæðan fyrir árekstrum átta skipa í höfn Hong Kong og nágrenni. Ekki mátti miklu muna að illa færi í einu til- felli. Þá féll skipverji útbyrðis í árekstri tveggja skipa en félögum hans tókst að bjarga honum um borð. Mengunin er fjarri því hættu- laus og hafa yfirvöld varað fólk sem á við hjartasjúkdóma að stríða eða á erfitt með andardrátt við því að vera á ferli utandyra. ■ 06-07 19.8.2004 20:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.