Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 38
20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR30 Íslandsdvöl og íslensk list í Finnlandi Daginn eftir forsetakosningarnar steig ég fæti mínum á íslenska fósturjörð. Og meðan á tveggja vikna dvöl á klakanum stóð bar margt forvitnilegt fyrir augu og eyru. Máltækið segir að glöggt sé gestsaugað, og eftir margra ára dvöl í Finnlandi verður maður næmari á ýmislegt í hinu íslenska þjóðfélagi og tekur betur eftir hlutum sem flestum öðrum eru orðnir hversdagslegir. Nú sýndist mér t.d. næstum annar hver bíll á malbikuðum þjóðvegum landsins vera jeppi og sumir glettilega stórir og flestir drógu á eftir sér svokölluð fellihýsi. Jú, ég hef svo sem vitað að landinn þjáist af tækjadellu sem birtist í hinum undarlegustu formum, svo þetta kom kannski ekki svo mikið á óvart. Íslendingar hafa lært að njóta til hins ýtrasta hvers einasta sólskins- bliks sem býðst á björtum sumar- dögum, og virðist venjan sú, t.d. á Austurvellinum, að flestum spjör- um er kastað, og sólin sleikt, jafnvel þó hitastigið sé bara um 14˚ C . Og þegar maður labbaði einn góðan dag um Austurvöll og sólin skein auðvit- að, þá kom manni á óvart mann- mergðin, og allir hrópuðu sem einn: „Við viljum kjósa, við viljum kjósa, o.s.frv.. Jú, maður var staddur í hringiðunni í einu mesta umrótinu í íslenskri pólitík um mjög langt skeið. Nú er að vísu allt dottið í dúnalogn, sem sumir segja að sé bara lognið á undan storminum í ís- lenskri pólitík á komandi haustdög- um. Ég veit ekki hvort Morgunblað- ið sé farið að róast, en eitthvað fannst mér Mogginn hafa villst illi- lega út af sínu „hlutleysi“, í fram- haldi af glæsilegu endurkjöri Ólaf Ragnars í hið íslenska forsetaemb- ætti. Á Selfossi í sumar sá ég þessa fínu fimleikasýningu ungs fimleika- fólks frá Selfossi sem var á leiðinni til Finnlands ásamt fimleikafélag- inu Björk frá Hafnarfirði, og fim- leikafélaginu Rán frá Vestmanna- eyjum. Jú, íslenski hópurinn tók þátt í alþjóðlegu fimleikamóti í há- skólaborginni Jyväskylä í Mið-Finn- landi, um miðjan júlí sl. Ég átti þess einnig kost að fylgjast með aðalsýn- ingunni í hinni risastóru íshokkihöll í Jyväskylä. Þetta alþjóðlega fim- leikamót, „Eurogym“, stóð í viku- tíma og var haldið í fjórða skiptið. Þátttakendurnir voru ungmenni frá 21 landi víðsvegar um Evrópu, sam- tals 2000 ungmenni. Það má segja að ungmennin hafi lagt undir sig borgina og með fyrirmyndarfram- komu vakið aðdáun fólks. Lífsgleðin og hið jákvæða andrúmsloft fylgdi unga fólkinu hvar sem það kom, og fjölmargar sýningar utan dagskrár sýndu unga fólkið á götum úti við mikinn fögnuð. Aðalsýningin í troð- fullri íshokkíhöllinni var í einu orði sagt frábær og stemningin eftir því. Íslenski fimleikahópurinn stóð sig mjög vel, og virtist eiga fjölmarga aðdáendur á meðal finnskra áhorf- enda sem hrópuðu á finnsku: „Islanti“, „Islanti“, o.s.frv. En „Islanti“ þýðir einmitt Ísland. Ungt íslenskt tónlistarfólk var einnig á ferðinni í Finnlandi nýver- ið. Í fallegum bæ sem nefnist Savitaipale var haldin finnsk-ís- lensk „FIN-ICE“ tónlistarvika í lok júlí. Þátttakendur voru frá nokkrum sveitarfélögum í Finnlandi, og þar á meðal frá tónlistarskólanum í Savitaipale. En frá Íslandi ungt fólk frá Suzuki-tónlistarskólanum í Reykjavík og Breiðdalsvík. Einnig frá Íslandi popphópurinn Box of Rocks og Ísold, sem og færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir sem býr á Íslandi. Ég náði að hitta eitthvað af íslensku þátttakendunum, og hlustaði á mjög góða tónleika Eivar- ar Pálsdóttur í fallegu og mjög stóru og virðulegu timburhúsi, (herragarði), í Savitaipale. Ég skaut því að Eivöru að ég hefði heyrt það á Íslandi í sumar að hún væri orðin vinsælli en Björk á Íslandi. Það er engin tilviljun að íslenskt listafólk leggi leið sína til Finnlands, því Finnland er sannkölluð sumarpara- dís listarinnar og um allt land eru skipulagðar þúsundir listviðburða, og fjölmargir alþjóðlegir, sbr. al- þjóðlega óperuhátíðin í miðalda- kastalanum Olavinlinna í borginni Savonlinna, sem er heimsþekktur árviss tónlistarviðburður,sem stendur allan júlímánuð ár hvert. ■ Forseti Íslands og stjórn- armyndunarvald hans Okkur hefur verið sagt allt frá seinustu kosningum að núver- andi ríkisstjórn biðjist lausnar og ný taki við 15. september næstkomandi. Það eru því aðeins 3-4 vikur þar til ný ríkisstjórn sér væntanlega dagsins ljós og einhverjir nýir ráðherrar taka við ráðherraembætti. Svona er þetta löngu planlagt úti í bæ af aðeins tveim mönnum, þ.e. for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra. Er þetta svona einfalt? Þeirri spurningu verður að svara neitandi. Það er brot á öllu lýðræði og þingræðishefð ef þetta er gert með þessum hætti. Menn ráðstafa ekki embætti for- sætisráðherra löngu fyrirfram. Það er þingræðisbrot. Hafa menn ekki tautað það daginn út og daginn inn síðustu mánuði að forseti Íslands væri að ganga á móti þingræðinu ef hann notaði heimild í stjórnarskrá Íslands til að neita að staðfesta fjölmiðla- lögin. Þingið og þingræðið ætti eitt að ráða en ekki forseti Ís- lands líka. Nú er það þannig að forsætis- ráðherra mun biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 15. september næstkomandi. Þá ber forseta Íslands í framhaldi af því skylda til þess samkvæmt regl- um þingræðis og allri stjórn- venju að kanna sjálfstætt með viðræðum við alla leiðtoga al- þingis, líka stjórnarandstöðu, hverjum eðlilegast sé að fela þá tilraun til myndunar nýrrar stjórnar. Forseti Íslands er alveg óbundinn af því þótt forsætisráð- herra hafi fyrir löngu lofað utan- ríkisráðherra að gera hann að forsætisráðherra. Núverandi forsætisráðherra ræður því ekki einn. Það er hættulegt lýðræðinu og raunar árás á þingræðið þeg- ar tveir menn ákveða það einir saman úti í bæ hver eigi að verða forsætisráðherra löngu seinna. Stilla svo alþingi upp við vegg með gerðum hlut. Það er slæmt fordæmi. Alþingi hefur þá ekki lengur frjálst val. Er svipt þing- ræðinu fyrirfram. Alþingismenn verða með þessu margir hverjir að svíkja það skriflega dreng- skaparheit sitt að fylgja í öllu að- eins eigin samvisku við af- greiðslu mála en slíkt loforð og heit undirrituðu þeir um leið og þeir tóku sæti á alþingi. Láta of- ríki tveggja manna taka af sér þingræðið og svíkja um leið sjálfa sig. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan forseti Íslands var settur inn í embætti í Alþingishúsinu. Þá undirritaði hann eiðstaf þar sem hann lofaði og hét því að virða í öllu stjórnarskrá lýðveld- isins Íslands. Í því fólst líka að honum er falið og til þess kos- innn af þjóðinni að gæta þess að allir ráðherrar og alþingismenn geri slíkt hið sama og virði stjórnarskrána. Þegar fráfarandi forsætisráðherra brýtur stjórn- arskrána með því að skipa einn löngu fyrirfram án umboðs eftir- mann sinn ber forseta Íslands að stoppa það. Með þessu er ekki fullyrt með nokkrum hætti hver tekur við sem næsti forsætisráðherra eftir 15. september næstkomandi. Það ætti að vera óskrifað blað að hluta. Það er aðeins bent á að það er embættisskylda forseta Ís- lands samkvæmt eiðstaf hans og til þess var hann nýlega kosinn af þjóðinni að sjá til þess að nýr forsætisráðherra fái embætti sitt að öllu leyti með þingræðis- legum hætti. Gætt sé allrar fyrri stjórnvenju og ákvæða stjórnar- skrár þegar tilvonandi forsætis- ráðherra fær nýtt umboð til stjórnarmyndunar. Stjórnarskrá- in er brotin ef embætti forsætis- ráðherra er ráðstafað með löng- um fyrirvara í pólitískum hrossakaupum aðeins tveggja manna úti í bæ. Aðstæður geta líka verið orðnar allt aðrar í póli- tíkinni og gjörbreyttar á alþingi í dag þegar loks kemur að því að afhenda nýjum manni embætti forsætisráðherra á silfurfati samkvæmt gömlu loforði. Fyrri pólitískur stuðningur getur verið horfinn og aðstæður orðnar allt aðrar. Meirihluti alþingis er breyttur og stendur þá frammi fyrir pólitískri þvingun sem þingmannaeiðurinn og samvisk- an segja nei við. Að lokum má nefna það að nú- verandi stjórnarstefna hefur ekki haft meirihlutafylgi í skoð- anakönnunum undanfarið en slíkar skoðanakannanir eru orðn- ar margar og eru allar eins. Rík- isstjórnin tapar verulega fylgi áfram. Almenningur vill í dag aftur frið í þjóðfélaginu. Vill meira skoðanafrelsi og lýðræði. Er orðinn alveg uppgefinn og þreyttur á einræðisbrölti núver- andi valdamanna. Hvort forseti Íslands getur í dag tryggt að ráð- herrar virði stjórnarskrá lýð- veldisins Íslands er nokkuð vafa- mál. Til þess er hann samt kjör- inn og hefur undirritað eiðstaf og loforð um að gera slíkt. Við get- um ekkert annað gert en bíða til 15. september næstkomandi og sjá þá til. Verðum að vona það besta. Virða ber stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. ■ Um lítilsvirðingu á landi og þjóð Ómar Ragnarsson sendi frá sér bók, á sinn hressilega hátt, Kára- hnjúkar með og móti. Þökk sé honum.Hann býst við, og vonar, að bókin sú veki upp,gagnrýnar umræður og alvöru umhugsun um stefnu Landsvirkjunar í virkjunarmálum. Sjálfur tekur hann ekki afstöðu með eða móti, en reynir að gera báðum sjónar- miðum skil af fagmennsku fréttamannsins. Og tekst það skemmtilega, eins og hans var von og vísa. Að sjálfsögðu er þó ekki hægt í svona samantekt að gera öllum sjónarmiðum skil, eða fjalla ýtarlega um allar hliðar svo umfangsmikils og margslungins máls, sem á eftir að móta gerð þjóðfélagsins leynt og ljóst, um ókomna tíð. Hið rótgróna bændaþjóðfélag og bændamenning, með sínu heimilishandverki og listsköpun, ásamt fróðleiksþyrstu sjálfsnámi og sjálfsbjargarviðleitni, er nú á hröðu undanhaldi, sérstaða Ís- lendinga sem fiskveiðiþjóðar á í vök að verjast og landsbyggða- fólki er settur stóll fyrir dyr í margföldum skilningi. Landið sjálft lítils virði í augum þéttbýl- isbúanna innan Reykjavíkur rad- íussins, sem auðvelt er því að villa um fyrir með fagurgala um gull og græna skóga verksmiðju- búskaparins. Þó í reynd sé það aðeins ávís- un á gjallbræðslu og „gúr“ auð- hringanna, sem hirða ágóðann, en skammta skít úr hnefa fyrir raf- orkuna úr afli uppistöðulónanna sem þeir fá á „spott prís“, en landsmenn sjá í hækkuðu raf- orkuverði, sem var ekki á bæt- andi. Og það er þessi lítilsvirðing á landi og þjóð sem hér verður gerð að umtalsefni, vegna þess að bók Ómars fer ekki mörgum orð- um um þá hlið málsins, eða það hve gjörsamlega hefur verið sneitt hjá samanburðarrannsókn- um á öðrum valkostum til stefnu- mörkunar fyrir framtíðina, með tilliti til langtímamarkmiða í þjóðfélagsgerð. Við Íslendingar erum nefnilega svo heppin að eiga þessa náðargjöf sem landið okkar er, þessi litla eyja, sem er heimur í hnotskurn til rannsókna á sköpunarsögunni frá fyrstu hendi, þegar vötn urðu að úthöf- um og lönd risu úr hafi. Við búum á flekaskiptunum miðjum með mælanlegri gliðnun svo ekki skakkar mm á ársgrund- velli. Berglögin og jarðvegurinn hafa þrykkt sögunni á auðlesan- legan texta jarðfræðinnar og líf- eðlisfræðinnar. Mannvistarleifar við fornleifauppgröft sanna gildi skráðra sagna, sem um aldir gengu í munnlegri frásögn frá manni til manns, en voru síðan skráðar á bókfell og bækur, um landnám, ættir og tilurð þjóðar. Síðan heldur þessi þjóð áfram að lifa sögu sína og skrá, við misjöfn kjör og árferði um aldir. Lifa í sátt og velferð, berjast um völd, trú og siði, pólitískt lýðræði, kon- ungsvald, undirokun og örbirgð. Þingræði, sjálfsstjórn og sjálf- stæði. Allt þetta er svo dýrmætt og fjölþætt rannsóknarefni að það verður aldrei til peninga metið, en hefði samt átt að koma sterkt inn og hafa forgang í öllu því rannsóknarferli sem eytt var milljónum í áður en leyfi var veitt fyrir Kárahnjúkavirkjun og öðrum uppistöðulónavirkjunum sem valda svo „umtalsverðum umhverfisspjöllum“. Það er gleðiefni að Þingvellir eru nú komnir á heimsminjaskrá, en meiri fengur hefði það verið fyrir heimsbyggðina, ef valdhaf- ar þessa lands hefðu þá reisn og sýndu þann þegnskap að fá þessa eyju alla eins og hún leggur sig, metna sem friðlýsta rannsóknar- stöð í þágu framþróunar og þekk- ingar. Þá þyrftum við ekki að heyja innbyrðis hjaðningavíg í okkar litla samfélagi, um vatnsafls- virkjanir, Gull- og Dettifoss, Hrauka, Hjalla, hnausþykka gróðurþekju í flám og lægðum með öllu sínu lífríki og óaftur- kræfa útrýmingu einstakra teg- unda eins og gerðist með hálend- islaxinn í heiðaánum þegar Blanda var virkjuð. Þessi um- hverfisslys er reynt að þegja í hel. Eins og misklíð í skoðana- skiptum samfélagsins. En það er blekking. Töluð orð og rangar gerðir verða ekki aftur teknar, þó fólk reyni að lifa með mistökun- um. Verst er þegar sjá má sömu asnaspörkin endurtekin blygðun- arlaust án eftirsjár , eða viðleitni til að sýna landi og lífríki þá virð- ingu sem því ber. Þá sortnar manni aftur fyrir augum. Bjarta hliðin á tilverunni er aftur sú að menntað fólk og þjóð- hollt er í auknum mæli að sjá hvílík gullkista þessi þjóðararfur er. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Íslenska erfðagrein- ingu. Hún talar sínu máli. Bláa lónið hefur gefið fordæmi sem ekki verður um villst, í Sænauta- seli má skyggnast um stund inn í hversdagslíf fyrri tíma, Njálu- setur og Sögusafnið í Perlunni opna rifu inn í fortíðina, en það er aðeins upphaf að lifandi sögu- skoðun til fróðleiks og skemmt- unar, um leið og það á eftir að verða aðal aðdráttarafl og rann- sóknarefni umheimsins að rekja hér sköpunar og þróunarsögu heimsins í hnotskurn. Því jafnvel hér má finna sameindir til rann- sókna á öðrum hnöttum. Skólar landsins, söfn og fræðasetur vítt og breitt um landið sýna menn- ingarstig þjóðarinnar í nútíman- um, og auðvelda aðgang að þess- ari söguskoðun. Þátttaka útlend- inga í fornleifauppgreftri hefur nú þegar margfeldisáhrif út í þjóðfélagið meðan á dvöl þeirra stendur hér, eins og gefur að skilja þar sem öll þjónusta og viðskipti þeim tengd, auðgar samfélagið. Það eiga líka áreið- anlega fleiri en Japanir, eftir að koma auga á norðurljósin okkar og svona mætti lengi telja. Og öllu því fólki mætti halda dag- lega dýrindis veislu með ljúf- fengu lambakjöti, glænýjum fiski, osti, skyri og rjóma, alls- konar mjólkurvörum , grænmeti og góðmeti úr og af íslenskum jarðvegi sprottið við hreint og ómengað vatn og loftþ – Lúxus og lystisemdir. En þá verður líka að hætta að fórna meiri framtíðar hagsmun- um fyrir minni stundargróða með stórlónastefnu Landsvirkj- unar og Co. Á Köldukvíslareyrum var flaggað í hálfa stöng í óþökk ráðamanna þjóðarinnar, á meðan Hágöngulón sökkti undir margra metra djúpt uppistöðu- vatn, miklu margfalt meiri möguleikum til raforkufram- leiðslu úr því háhitasvæði. Og öllum þeim náttúruperlum sem þar hurfu í djúpið. Dæmigerð at- höfn það um ástandið í ráðslagi Íslendinga. Á það að verða fram- tíðar hlutskipti okkar að horfa upp á slíkt? ■ BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON MYNDLISTARKENNARI FINNLANDI UMRÆÐAN ÍSLENSK LIST LÚÐVÍK GIZURARSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR UMRÆÐAN STJÓRNARMYNDUN Það er engin tilvilj- un að íslenskt lista- fólk leggi leið sína til Finn- lands, því Finnland er sann- kölluð sumarparadís listar- innar og um allt land eru skipulagðar þúsundir list- viðburða. ,, Við Íslendingar erum nefnilega svo hepp- in að eiga þessa náðargjöf sem landið okkar er, þessi litla eyja, sem er heimur í hnotskurn til rannsókna á sköpunarsögunni frá fyrstu hendi, þegar vötn urðu að úthöfum og lönd risu úr hafi. GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR UMRÆÐAN VIRKJANIR OG UMHVERFISSPJÖLL,, 38-39 (30-31) Umræðan 19.8.2004 15:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.