Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 21
21FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2004 BÚIST VIÐ ÓEIRÐUM Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur varað við því að óeirðir kunni að brjótast út vegna flokks- þings repúblikana sem fer fram í New York um mánaðamótin. Borgaryfirvöld eiga von á að hundruð þúsunda manna komi til að taka þátt í mótmælum gegn stefnu stjórnvalda. HEIMREIÐARMORÐINGI LÍFLÁT- INN Í FYRRINÓTT James Bryant Hudson var tekinn af lífi í fyrr- inótt. Hann viðurkenndi að hafa myrt þrjá nágranna sína eftir áralangar deilur um sameigin- lega heimreið hans og nágrann- anna. ■ BANDARÍKIN BANDARÍKIN Þjóðaröryggi og utan- ríkismál skipta bandaríska kjós- endur meira máli nú en nokkru sinni frá því á tímum stríðsins í Víetnam, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Pew-stofnunarinnar sem greint er frá í Washington Post. Þar kemur fram að 41 prósent aðspurðra segir utanríkismál skip- ta mestu máli þegar kemur að því að velja hvað skuli kjósa. Til sam- anburðar segja 26 prósent að staða efnahagsmála skipti mestu máli. Úrslit forsetakosninganna í nóv- ember ráðast líklega af því hvor stóru frambjóðendanna nái til sín stærstum hluta óákveðinna kjós- enda. Könnunin leiðir í ljós að þeir eru líklegri til að vera sammála demókrötum en repúblikönum í utanríkismálum en þetta snýst við þegar kemur að baráttunni gegn hryðjuverkum. Stríðið í Írak kemur til með að skipta miklu. 52 prósent sögðust ósátt við hvernig George W. Bush forseti hefur stýrt málum og 58 prósent töldu hann ekki með skýra stefnu um hvernig ætti að ljúka því með viðunandi hætti. ■ Hlýnandi veðurfar: Spánn og Portúgal illa úti UMHVERFISMÁL Spánn og Portúgal munu í framtíðinni gjalda mest allra ríkja innan Evrópu fyrir hlýnandi veðurfar og aukningu gróðurhúsalofttegunda. Eru líkur taldar á að öfgakennd veðurskil- yrði muni einkenna Íberíuskagann eftir nokkra áratugi ef fram held- ur sem horfir. Þetta eru niðurstöður Evrópsku umhverfisstofnunarinnar sem birtar voru nýlega en þar kemur fram að hitastig í álfunni hefur hækkað um 0,95 gráður síðustu hundrað ár. Spánn og Portúgal, þar sem langvarandi þurrkatímabil eru þegar orðin algeng, verða að búa sig undir versnandi ástand þegar fram líða stundir. ■ Bandarískir kjósendur eru uppteknari af utanríkismálum en efnahagnum: Útlönd og þjóðaröryggi í fyrirrúmi Á GÖTUM NAJAF Úrslit forsetakosninganna kunna að ráðast af því hvernig staðan verður í Írak í byrjun nóvember og hvernig baráttan gegn hryðjuverkum gengur. SANDAUÐNIR OG HITI Sífellt stærri hluti Spánar og Portúgals fer undir sand á ári hverju vegna þurrka. Kínverskar konur: Handteknar við mótmæli PEKING, AP Sex kínverskar konur voru handteknar eftir að þær hengdu borða framan á húsið sem þær búa í til að mótmæla opin- berri spillingu. „Við ásökum lögregluna, sak- sóknara og dómstóla um spillingu og falsanir,“ sagði á borða sem konurnar hengdu upp á íbúðar- byggingu nærri byggingunni þar sem Hu Jintao, forseti Kína, og aðrir leiðtogar landsins starfa. Mótmælin þykja óvenju bíræfin vegna þess hversu nálægt stjórn- arbyggingu þau áttu sér stað. Lög- regla bregst fljótt við þegar mót- mælt er á slíkum stöðum en lætur mótmæli stundum óátalin sem eru fjær valdamönnum.■ SPILLINGU MÓTMÆLT Konurnar voru handteknar og borðinn fjar- lægður. 20-21 19.8.2004 16:43 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.