Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 8
8 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Mikill viðbúnaður vegna eldsvoða í fjölbýlishúsi: Kona flutt á spítala ELDSVOÐI „Þarna geta aðstæður verið erfiðar en þar sem eldurinn kviknaði í íbúð á þriðju hæð þá urðu ekki teljandi vandræði,“ segir Gunnar Jónsson, vaktstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins. Allt tiltækt lið var kallað saman seint í fyrrakvöld þegar til- kynnt var um eldsvoða í íbúð í blokk að Austurbrún í Reykjavík en sú bygging er alls tólf hæðir. Mikinn reyk lagði frá íbúð á þriðju hæð og var íbúðin mikið skemmd þegar slökkvilið kom að. Ein eldri kona var í íbúðinni og var hún flutt á spítala með reyk- eitrun en líðan hennar er sögð góð. Var fólki í nærliggjandi í- búðum gert að yfirgefa húsið meðan slökkvilið athafnaði sig og segir Gunnar það eðlilegt í tilviki sem þessu. „Það er fyrst og fremst gert í öryggisskyni. Þarna var mikill reykur um alla ganga og reykeitrun getur átt sér stað.“ Allt slökkvistarf gekk þó vel fyrir sig og var hafist handa við að reykræsta blokkina um leið og eldurinn hafði verið slökktur. Um 20 manna lið slökkviliðsmanna tók þátt í aðgerðum í fyrrakvöld auk lögreglu- og sjúkraliðs. Enn- fremur var strætisvagn til taks fyrir þá íbúa sem gert var að yfir- gefa heimili sín. Rannsókn stendur yfir á eldsupptökum. ■ Dorrit heimsækir álverið í Straumsvík: Forstjórinn fangaði athygli Dorritar HEIMSÓKN „Það var ekki álverið heldur Rannveig og hæfni hennar sem stjórnanda sem dró athygli mína hingað,“ sagði Dorrit Moussai- eff forsetafrú um forstjóra álvers- ins Alcan í heimsókn sinni í Straumsvík: „Ég veit nú ægi lítið um álver þótt það hafi aðeins aukist við heimsóknina.“ Dorrit hafði hitt Rannveigu í embættisboðum og viðrað hug- myndina um að heimsækja ál- verið. „Rannveig er að standa sig frábærlega; alveg sérstaklega vel. Það sem kom mér mest á óvart í heimsókninni var að sjá hve vel hún stjórnar þessum hundruðum kvenna og karla á af- kastamikinn hátt og í góðum starfsanda. Mjög fá fyrirtæki í heiminum hafa náð svo góðum anda og afköstum eins og hér sést. Ég þekki til stórra fyrirtækja sem hafa eytt milljónum í að byggja upp góða aðstöðu fyrir starfsfólk- ið en hafa ekki náð þeim árangri sem Rannveig hefur náð,“ segir Dorrit. Rannveig Rist, forstjóri álvers- ins, var ánægð með áhuga Dorritar á fyrirtækinu. „Hún talaði um heim- sókn við mig snemma í vor og svo varð að henni núna,“ segir Rann- veig. Hún segir alla hafa verið spen- nta að hitta Dorrit sem hafi gefið sér góðan tíma í að tala við hvern og einn. Heimsóknin varði í á fimmta tíma og dreypti Dorrit á kaffi með starfsmönnum í lok dagsins. ■ Kauphallarforstjóri krefst rannsóknar á Íslandsbankaviðskiptum Björgólfsfeðga – hefur þú séð DV í dag? Bush virðist skipta um skoðun í baráttunni gegn hryðjuverkum: Víst getum við fagnað sigri BANDARÍKIN, AP Degi eftir að Geor- ge W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í sjónvarpsviðtali að líklega væri ekki hægt að vinna sigur í baráttunni gegn hryðjuverkum virtist hann kominn á öndverða skoðun. „Við hittumst á stríðs- tímum, þegar land okkar á í stríði sem það hóf ekki en mun fagna sigri í,“ sagði Bush á fundi með fyrrverandi hermönnum í Nash- ville í gær. Ummæli hans í ræðunni í gær eru þvert á þau sem hann lét falla í viðtali á sjónvarpsstöðinni NBC í fyrradag. „Ég held að við getum ekki unnið baráttuna,“ sagði hann þá og vöktu ummæli hans mikla athygli. Demókratar voru fljótir að veitast að honum fyrir þetta þó svo að frambjóðandi þeirra, John Kerry, hafi lýst svipuðum viðhorf- um, að ekki væri hægt að kveða hryðjuverkamenn endanlega í kútinn með núverandi aðferðum. John Edwards, varaforsetaefni demókrata, var fljótur að bregð- ast við eftir fyrri ummælin. „Hvað ef Ronald Reagan hefði sagt að það væri ekki hægt að vinna baráttuna gegn kommún- ismanum? Hvað ef aðrir forsetar hefðu sagt að ekki væri hægt að vinna Kalda stríðið?“ ■ Hollinger: Rændu milljörðum NEW YORK, AP Fyrrverandi blaða- kóngurinn Conrad Black og fé- lagar hans í stjórn Hollinger International eru sakaðir um að hafa dregið til sín fé úr sjóðum fyrirtækisins að andvirði tæpra 30 milljarða króna síðustu sjö árin. Það er nær allur hagnaður sem hefur verið af rekstri fyrir- tækisins þann tíma. Harðvítugar deilur hafa staðið um völdin í Hollinger undanfarin misseri, einkum vegna framferðis Blacks og sölu á Daily Telegraph og skyldum blöðum í Bretlandi. Black hraktist úr stöðu stjórnar- formanns eftir langvinnar deilur og sér ekki fyrir endann á málinu. Ljóst er þó að margvísleg mála- ferli eru framundan. ■ Vladimír Pútín: Kosningar í lagi RÚSSLAND, AP „Enginn getur beitt valdi til að neyða fólk til að kjósa,“ sagði Vladimir Pútín Rúss- landsforseti þegar hann varði for- setakosningarnar í Tsjetsjeníu. Gagn- rýnt hefur verið að kosningarnar hafi ekki verið nægi- lega lýðræðislegar og að viðamikið k o s n i n g a s v i n d l hafi átt sér stað. „Mikill meirihluti kjósenda greiddi einum og sama frambjóð- andanum atkvæði sitt. Það er staðreynd,“ sagði Pútín. Bandaríska utanríkisráðu- neytið segir kosningarnar ekki hafa uppfyllt alþjóðlega staðla og undir það taka ýmis mannrétt- indasamtök. ■ SIGURVISS MEÐAL FYRRVERANDI HERMANNA Bush brá út af línunni þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali að ekki væri hægt að vinna baráttuna gegn hryðjuverkum. Hann var öllu sigurvissari í ræðu næsta dag. MIKILL VIÐBÚNAÐUR Íbúum á neðstu hæðum í blokkinni var gert að yfirgefa heimili sín vegna hættu á reykeitrun en mikinn reyk lagði úr íbúð þeirri sem brann. DORRIT MOUSSAIEFF OG RANNVEIG RIST Skoðuðu saman álverið að ósk Dorritar sem var hissa á fjölmiðlaathyglinni. „Ég er nú hálf óundirbúin athyglinni. Ég hélt að þetta væri einkaheimsókn,“ sagði Dorrit þegar fjölmiðla- mennirnir streymdu að. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.