Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Veldu þitt lán 4,2% 80% 100% vextir lánshlutfall þjónusta ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 57 20 08 /2 00 4 Í Landsbankanum getur þú valið hvort þú tekur íbúðalán á 1. veðrétti til 25 eða 40 ára: 1. Með föstum 4,2% verðtryggðum vöxtum út lánstímann. 2. Með endurskoðun vaxta á 5 ára fresti. Skilyrði fyrir þessum kjörum er að lántaki sé með launareikning í Landsbankanum og þrjá af eftirfarandi þjónustuþáttum í Landsbankanum: • Greiðsludreifing • Kreditkort • Lífeyrissparnaður • Líftrygging eða sjúkdómatrygging. Ráðgjöf og nánari upplýsingar hjá Fasteignaþjónustu Landsbankans í síma 410 4000 og í útibúum um land allt. Fasteignaþjónusta Landsbankans í Reykjavík er opin til kl. 19 alla virka daga. Bara draumur Allt í einu datt haustið í hausinná okkur. Tiltölulega aðdrag- andalítið og nánast lymskulega en þó með tilheyrandi barningi vinds og rigningar á glugga, allt í einu mætt í öllu sínu veldi. Það kom um nótt og þau okkar sem sofa ekki mjög fast eða sofa áveðurs í húsum fundum fyrir því í svefnrofanum og vorum því aðeins betur undir- búin en hinir sem sofa fast á sínu græna eyra allar nætur og áttuðu sig ekki á ósköpunum fyrr en þeir drógu frá eða jafnvel ekki fyrr en þeir ráku nefið út í vindinn. SUMARIÐ hefur bæst við árstíðir okkar Íslendinga sem fyrst nú eru raunverulega orðnar fjórar. Áður voru þær ekki nema þrjár, vetur vor og haust, eða jafnvel bara tvær, kaldur árstími eða skólatími og svalur árstími eða sumarleyfistími. Flestum þykir örugglega sumarið kærkomin viðbót við árstíðirnar. Að minnsta kosti höfum við lengi lagt á okkur að ferðast til annarra landa, jafnvel til þess eins að njóta sumars. Sömuleiðis er hugvitssam- leg skjólmannvirkjagerð smám saman orðin sérgrein í íslenskri bygginga- og garðlist. FÁBREYTILEIKI í árstíðum gerði samt suma hluti einfalda. Til dæmis þurftum við í þessu ágæta landi bara að eiga föt. Við gátum svo klætt okkur í mismörg í einu eftir veðri og vindi. Nú er þetta breytt. Þegar sumarhitar ríkja gengur varla annað en að eiga sér- stök sumarföt, efnisminni en þau sem henta í svalara loftslagi. Slíkan fatnað setti ég í þvottavél í vikunni algerlega grunlaus um að þegar hann væri orðinn þurr á snúrunum væri hann orðinn að fáránlegum dulum sem ekkert skjól gátu veitt gegn svölum vindi og stórum þungum regndropum. HITASUMARIÐ mikla er liðið og mál að ranka við sér. Haustið er tekið við, alvara lífsins. Nú þarf að setja hlutina í skorður, horfa fram á veginn og bretta upp ermarnar. Og ganga frá dulunum á vísum stað, ekki má gleyma því. Við sjáum svo til að ári hvort annað sumar rekur á fjörur okkar eða hvort þetta var kannski allt saman bara draumur. ■ BAKÞANKAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.