Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 45
PLÖTUDÓMUR Eighteen Visions er eitt af þeim böndum sem hafa komið sér upp stórum áhan- gendahópi í undirheimahreyf- ingu þungarokksins. Nýlega stal risinn Sony hljómsveitinni frá útgáfufyrirtækinu Trustkill, væntanlega í von um að geta halað inn bílfarma af seðlum. Hingað til hefur það verið á- vísun á að hlutirnir séu á niður- leið enda allt pússað og fægt sem hefði mátt standa óáreitt og hljómsveitin þannig svipt aðal sínu. Obsession er skref í burtu frá því sem Eighteen Visions stóð fyrir hér áður. Lagasmíðarnar eru sviplitlar þó svo að spila- mennskan sé með ágætum. Platan hljómar eins og sveitin sé komin í sjálfstýringu og sitji þar sem fastast. Lög eins og Crus- hed eiga greinilega að koma manni á óvart með sviptingum milli argasta harðkjarna og blöðrupopps. Báðar stefnur eiga fullan rétt á sér en þegar þeim er illa blandað saman falla lögin um sjálf sig. Söngvarinn James Hart nær ekki að sannfæra mig með söng sínum og verður á köflum frekar tilgerðarlegur þó hann sé fær á sínu sviði. Platan á þó sína björtu punkta og er það einna helst í poppuðu lög- unum, I Should Tell You og This Time, sem Eighteen Visions sýnir eitthvað lífsmark og þá var lagið Waiting for the Heavens einnig mér að skapi. En það verður seint sagt að þessi hlustun hafi verið stór upplifun og spurning hvort þessi lög hafi komið úr viðjum sköpunargleðinnar eða einfaldlega úr klárum kollum, vit- andi hvað selst og hvað ekki. Fátt bjargar Obsession frá því að vera miðlungsplata og er hún vonbrigði fyrir aðdáendur Eigt- heen Visions. Skilaboð til út- gáfurisanna: Ekki eyðileggja fleiri hljómsveitir, takk! ■ MIÐVIKUDAGUR 01. september 2004 33 [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN EIGHTEEN VISIONS - OBSESSION Ekki eyðileggja fleiri hljómsveitir MICHAEL MOORE Kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore fylgist með ráðstefnu repúblikanaflokksins sem haldin var í Madison Square Garden á mánudag. Le i k s t j ó r i n nOliver Stone segir að leikar- inn Colin Farrell hafi komist mjög nálægt því að klúðra tökum á mynd hans um Alexander mikla. Farrell var dug- legur við partístandið meðan á tökum stóð og vaknaði einn daginn ökklabrotinn eftir að hafa eytt nóttinni í heljarinn- ar veislu sem mótleikari hans Val Kilmer stóð fyrir. Leikarinn Steph-en Baldwin seg- ist vera ötull stuðn- ingsmaður George W. Bush vegna þess að forsetinn sé að gera guðs verk. Bræður hans eru allir opinberir a n d s t æ ð i n g a r Bush en Baldwin frelsaðist nýverið og segist ætla kjósa þann sem sé mest trúaður. Ja Rule segist saklaus af kærum umlíkamsárás. Hann var handtekinn fyrir líkamsárás í Kanada, þar sem New Jersey- búinn var staddur við kvikmyndatök- ur. Lögreglan í Toronto sakar hann um að hafa valdið einstaklingi gífurlegum meiðslum. Réttarhöldin yfir Ja Rule, sem heitir réttu nafni Jeffrey Atkins, hefjast í byrjun október. Harði dómarinn Simon Cowell úrAmerican Idol fullyrðir að vin- sældir sínar muni ekki end- ast. Hann segist stöðugt vera að bíða eftir því að „sínum 15 mín- útum ljúki“. Hann segir að vinsældir sínar hafi komið sér gífurlega á óvart en fullyrðir að hann ætli sér ekki að vera gera það sama eftir 5 eða 10 ár. Madonna hefur viðurkennt aðhafa lent í árekstri við andlega leiðtoga Kab- balah túarbragð- anna. Hún hefur látið stóra summu af gróða núverandi tón- leikaferðar sinnar renna til höfuð- stöðva Kabbalah en óttast nú að þar séu menn að nýta peningana á óheiðarlegan hátt. Hún hefur beðið um ítarlega skýrslu þar sem sýnt sé fram á hvert hver einasti skildingur hafi farið. Breska leikkonan Keira Knightlysegist ekki vilja vera Bond-stelpa í næstu mynd um njósnarann þar sem hún hafi ekki rétta vaxtalagið í það. Hún segir brjóst sín ekki nægilega stór til þess að hún geti verið jafn glæsileg í bikini eins og Halle Berry var í síðustu mynd. Pierce Brosnan hefur sagt í viðtölum að Keira myndi verða frá- bær Bond-stelpa en honum verður líklegast ekki að ósk sinni. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.