Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 23
5MIÐVIKUDAGUR 1. september 2004 Aukin ökuréttindi Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika! Kennsla á leigu-, vöru- og hópferðabifreið einnig vörubifreið með eftirvagn. Nútíma kennsluaðstaða og frábærir kennarar. Innritun alla miðvikudaga, áfangakerfi. Einnig eru í boði námskeið í vistakstri fyrir einstaklinga og hópa. Ath.: Flest verkalýðsfélög styrkja félaga sína í námi! Hringdu núna og láttu bóka þig! Sími 567 0300 Þarabakka 3, 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is bilprof.is LÆRÐU AÐ HEKLA, PRJÓNA OG SAUMA BÚTASAUM 1. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á miðvikudögum 8. sept til 13. okt 2. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á mánudögum 27. sept. til 8. nóv 3. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á miðvikudögum 27. okt til 1. des. 1. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 9. sept. 16. sept. og 23. sept. 2. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 30. sept. 7. okt. og 14. okt. 3. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 21. okt. 28. okt. og 5 nóv. 1. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ, byrjendanámskeið, barnateppi. 2 skipti á þriðjudögum 14. sept. og 28. sept. 2. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ, dúkur og renningur, 3 skipti á þriðjudögum 21. sept. 5. okt. og 19. okt. 3. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ, prjónataska og 2 prjónahulstur 3 skipti á þriðjudögum 12. okt. 26. okt. og 9. nóv. 4. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ, jóladúkur 2 skipti á þriðjudögum 2. nóv. og 16. nóv. Innritun og allar nánari upplýsingar í Storkinum, Laugavegi 59, sími 551 8258. Skotskólinn býður upp á einka- kennslu í haglabyssuskotfimi fyrir byrjendur sem lengra komna og öllum þeim sem áhuga hafa á að kynnast þessu áhuga- verða sporti.ÝSkólinn hefur verið starfandi síðan í byrjun júlí og á þeim tíma hafa þó nokkrir Íslend- ingar komið í tíma. Ellert Aðal- steinsson er margfaldur Íslands- meistari í leirdúfuskotfimi, eig- andi Skotskólans og einn helsti kennarinn þar. „Kennslan fer þannig fram að menn panta sér einkatíma sem er klukkutími í senn og þar greini ég hvar viðkom- andi er staddur og leiðbeini honum í framhaldi af því. Þeir sem koma til mín eru helst fólk sem hefur skotið áður og er að leitast eftir því að bæta kunnáttu sína og hæfni í skotfimi, bæði veiðimenn og keppnisfólk. En ég tek auðvitað alla sem vilja í tíma, bæði byrj- endur sem lengra komna.“ Skotið er á leirdúfur sem eru annaðhvort kyrrstæðar eða skotið úr turni. „Leirdúfuskotfimi er fyrir alla þá sem hafa gaman af íþróttaskot- fimi sem og veiðum og kjörin fyr- ir þá sem vilja eiga skemmtilegan dag með vinum eða starfsfélögum við að gera eitthvað skemmtilegt og breyta út af vananum. Æf- ingarÝí leirdúfuskotfimi eru þó sérstaklega góðar fyrir veiði- menn sem skjóta aðeins fáa daga á ári eða einungis á haustin meðan á veiðitímabilinu stendur. Nauð- synlegt er fyrir þennan hóp að koma og skjóta nokkrar leirdúfur til að æfa sig fyrir komandi ver- tíð. Veiðimenn eiga ekki að æfa sig á bráðinni sjálfri heldur eiga þeir að koma áður en veiðitíma- bilið hefst og sýna náttúrunni þá virðingu að koma undirbúnir til leiks.“ Eru einhverjar konur í þessu? „Þetta er sport fyrir konur og karla og konur eru ekki síðri skyttur en karlmenn ef þær fá tækifæri til að kynnast sportinu. Ég fæ þó nokkrar konur til mín og skemmtilegustu tímarnir eru þegar hjón koma saman. Það er gaman að sjá hjón sem eiga sam- eiginlegt áhugamál og njóta þess að stunda það saman.“ Lærist skotfimi í einum hvelli?“ Nei, fólk er mismunandi lengi að ná þessu en flestir sem fá góða leiðsögn geta lært að skjóta. Fólk hefur þetta misjafnlega mikið í sér, er mismunandi hrætt við vopn og annað slíkt. Skotfimi lærist ekki í einum hvelli en það geta allir lært að skjóta hvort sem það er sér til ánægju eða til að draga björg í bú handa sér og sínum.“ Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans, skot- skolinn.is. ■ „Það er gaman að vera í nýjum skóla og með nýjar skruddur,“ segir Guðrún Björg Ingimundardóttir sem var að hefja nám við Mennta- skólann í Hamrahlíð. Henni líst vel á umhverfið og andann í skólanum. En af hverju valdi hún MH? „Vegna viðhorfs skólans til lista. Ég hef verið í tónlistarnámi frá átta ára aldri og í MH er tón- listarkjörsvið sem ég nýti mér,“ segir hún og upplýsir að hún sé bæði að læra á píanó og túbu. Í framhaldinu er hún spurð hvort hún ætli í kórinn en því neitar hún og hefur meiri áhuga á leikstarf- semi skólans. „Ég hef tvisvar verið með atriði á Skrekki og svo var ég í hljómsveitinni í sýningu Hafnarfjarðarleikhússins á Meistaranum og Margarítu þannig að ég hef aðeins prófað að stíga á svið og langar að gera meira að því.“ Eftirlætisgreinar Guðrúnar í skólanum eru enska og saga og „allt sem tengist menningu og umheiminum,“ eins og hún orðar það sjálf. Enda þótt lesaðstaða sé í boði á bókasafni MH býst hún ekki við að nota hana mikið. „Mér finnst best að læra heima með eitthvað gott á fóninum,“ segir hún að lokum. ■ Strætóferðir í skólann: Afslappandi og ódýrar Almenn fargjöld: Eitt far 220 krónur Farmiðaspjald - níu miðar 1.500 krónur Græna kortið - gildir í einn mánuð 4.500 krónur Gula kortið - gildir í tvær vikur 2.500 krónur Rauða kortið - gildir í þrjá mánuði 10.500 krónur Ungmenni frá tólf til átján ára fá tíu strætómiða á 1.200 krónur. Börn frá sex til tólf ára fá eitt far á sextíu krónur og tuttugu strætómiða á 500 krónur. Í hverju hverfi eru bæði fram- haldsskólar og grunnskólar. Samt eru margir sem kjósa að fara í skóla í öðrum hverfum. Þá er upp- lagt að taka strætó þar sem óhag- kvæmt getur verið að reka bíl á skólaárunum. Svo eru ýmsar við- gerðir sem fylgja bílum sem gætu farið alveg með sumarhýruna. Í strætó er líka gott að slappa af, lesa góða bók, hlusta á góða tón- list og njóta stundarfriðar áður en erillinn á skólabekk rýfur þögn- ina. Svo ekki sé minnst á hressandi morgungönguna sem fæst með þeim stutta spöl frá heimilinu að strætóskýlinu. ■ Margir nemendur þurfa að ferð- ast dágóðan spöl í skólann og því hagkvæmt að taka strætó. Ellert: skjótari en skugginn að skjóta? Skotskólinn býður upp á kennslu í skotfimi: Á leirdúfuveiðum Guðrún Björg er byrjuð í MH og er bjartsýn á framhaldið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Guðrún Björg er að byrja í MH: Setur lag á fóninn þegar hún lærir heima

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.