Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 12
12 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR
KARTÖFLURÆKT Á GRÆNLANDI
Grænlenski kartöflubóndinn hefur í mörgu
að snúast við að ná uppskerunni í hús.
Stutt er síðan kartöflurækt hófst á Græn-
landi en eyjan fullnægir núorðið allri
kartöfluþörf sinni.
Öldungadeildarþingmaðurinn Zell Miller berst fyrir George W. Bush:
Demókrati hælir repúblikana
NEW YORK, AP Öldungadeildar-
þingmaðurinn Zell Miller er
heldur betur frábrugðinn öðrum
ræðumönnum á flokksþingi
repúblikana sem hafa það verk-
efni að sannfæra Bandaríkja-
menn um að kjósa George W.
Bush forseta í haust. Ástæðan
er einföld. Miller er demókrati
og hefur setið á þingi fyrir þá
frá árinu 2000 en var um sextán
ára skeið vararíkisstjóri í
Georgíu, fyrir demókrata.
Miller er meðal aðalræðu-
manna á flokksþingi repúblik-
ana í dag.
Hinn 71 árs Miller, sem hefur
aldrei kosið repúblikana, segir
að aðstæður hafi breyst svo
mikið að nú sé ekki annað hægt
en að kjósa Bush og vísar þar til
hryðjuverkaárásanna 11. sept-
ember 2001. „Enginn annar
getur veitt landinu forystu,“
segir Miller nú. Fyrir tólf árum
kynnti hann annað forsetaefni til
sögunnar á flokksþingi. Sá hét
Bill Clinton. Þá dró hann ekki úr
gagnrýni sinni á repúblikana. „Í
tólf myrk ár hafa repúblikanar
alið á tortryggni og efa. Þeir
hafa breytt því í listform að ala
á úlfúð og þeir hafa rænt okkur
voninni,“ sagði hann um forseta-
og varaforsetatíð George Bush,
föður núverandi forseta. ■
FERÐAMENN Á LOKASPRETTINUM
Lögreglan á Blönduósi hefur
haft afskipti af talsverðum
fjölda erlendra ferðamanna
sem stigið hafa helst til fast á
bensíngjöfina. Er þeim öllum
gert að greiða sektir sínar á
staðnum ellegar er þeim fylgt
að næsta hraðbanka til að
sektin fáist greidd.
ÓFÆRT Í ÞÓRSMÖRK Miklir
vatnavextir hafa verið í ám á
Suðurlandi. Í gær var með öllu
ófært yfir Krossá og þar með
yfir í Þórsmörk og hafði lög-
reglan á Hvolsvelli fregnir af
ferðahópum sem snéru annað,
eftir að ljóst var í hvað stefndi.
Slæmt veður var á þessum
slóðum í gærdag.
VÖRUBÍLL VALT Vörubíll valt á
gatnamótum Eyrarbakka- og
Þorlákshafnarvegar og urðu
smávægileg meiðsli á ökumanni
og farþega, að sögn lögregl-
unnar á Selfossi. Vörubifreiðin
skemmdist lítið.
Friðarferli:
Undirbúa
kosningar
BÚRÚNDÍ, AP Undirbúningur er
hafinn að fyrstu kosningum sem
fram fara í Búrúndí síðan borg-
arastríð braust út þegar fyrsti
lýðræðislega kjörni forseti lands-
ins var ráðinn af dögum árið
1993.
Þing Búrúndís hefur skipað yf-
irkjörstjórn sem á að hafa yfir-
umsjón með kosningunum. Stefnt
er að því að bráðabirgðastjórn
sem tók við völdum fyrir þremur
árum láti af völdum 1. nóvember.
Stjórnarliðar hafa þó varað við
því að landsmenn séu ekki undir
það búnir að ganga til kosninga. ■
■ EVRÓPA ■ LÖGREGLA
FLEIRI SÆKJA SJÓINN Á síðasta
ári náðist merkur áfangi þegar
yfir ein milljón erlendra ferða-
manna komu til Barselóna á
Spáni með skemmtiferða-
skipum. Nú er útlit fyrir að aft-
ur verði kampavín og ostar í
boði hafnarstjórnar ytra, þar
sem metið hefur þegar verið
bætt á þessu ári. Um 1,1 milljón
farþega hafa heimsótt borgina
með skipum á árinu.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
Hlíðasmára 9 - Kópavogi
AUGLÝSINGATÆKNI
Helstu námsgreinar:
Næstu námsskeið:
- frá hugmynd að fullunnu verki
Þetta námskeið, að öðrum ólöstuðum, hefur
hlotið einróma lof nemenda í þau átta ár sem
það hefur verið kennt hjá NTV.
Hér er um að ræða hagnýtt nám fyrir þá sem
hafa þörf fyrir tölvutæknina við hönnun
mismunandi kynningarefnis fyrir flesta miðla.
Námið er bæði fjölbreytt, skemmtilegt og
krefjandi. Öll fög eru kennd frá grunni.
Eftir námskeiðið ættu nemendur að geta
komið frá sér hugmyndum sínum á tölvutæku
formi þannig að frágangur allra verka sé réttur
hvort sem það er fyrir offsetprentun, dagblöð,
Internetið eða aðra miðla.
Þröstur Skúli Valgeirsson
- Kynningarfulltrúi Vesturfarasetursins
Síðdegisnámskeið
Þriðjudaga & fimmtudaga 13-17.
Byrjar 14. sept. og lýkur 16. des.
Kvöldnámskeið
Mánudaga og miðvikudaga frá 18-22.
Byrjar 13. sept og lýkur 15. des.
Mismunandi gerðir kynningarefnis
Teikning með Illustrator CS
Myndvinnsla með Photoshop CS
Vefauglýsingar með ImageReady CS
Meðhöndlun lita
Meðferð leturgerða - Týpógrafía
Frágangur prentverka
Vettvangsheimsóknir
„Ég hlakkaði alltaf til að fara í skólann því það var alltaf
eitthvað nýtt og spennandi í hverjum tíma. Auk þess
er ég mun öruggari í samskiptum við alla sem taka við
auglýsingum frá mér sama hvort það er fyrir dagblöð,
tímarit eða netið...“
ZELL MILLER
„Ef þeir vilja kalla mig holdsveikan eða
svikara er mér sama,“ segir Miller sem
fékk viðurnefnið sikk-sakk Miller vegna
þess að hann kýs með repúblikönum og
demókrötum til skiptis.
Össur Skarphéðinsson:
Margt úr
stefnu Sam-
fylkingar
VIÐSKIPTASKÝRSLAN „Langmerkasta
niðurstaða skýrslunnar er að það
er óþarft að setja sérstök lög um
hringamyndun. Það hlýtur að telj-
ast merkilegt í ljósi þess hávaða
sem hefur verið innan ríkisstjórn-
arflokkanna um að vondir auð-
hringir séu að leggja undir sig
ekki aðeins fjölmiðla heldur
landið og miðin,“ segir Össur
Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingar.
Össur segir mörg atriði í skýrsl-
unni þannig að þau hefðu allt eins
getað verið tekin úr stefnu Sam-
fylkingar. Lagt sé til að hægt verði
að skipta upp stórfyrirtækjum
sem misnota stórlega aðstöðu sína
og að Samkeppnisstofnun fái hvort
tveggja auknar fjárheimildir og
rýmri heimildir til vettvangsrann-
sókna. Allt þetta hafi Samfylkingin
lagt til.
„Stóra hættan kann að vera
fólgin í hugmyndum um breyt-
ingar á stjórn Samkeppnisstofn-
unar, skipulagi sem hefur gengið
mjög vel,“ segir Össur. Hann ótt-
ast að það verði til að ríkisstjórnin
raði gæðingum sínum á stall og
dragi úr sjálfstæði stofnunar-
innar. Því muni Samfylkingin
aldrei taka þátt í. ■
Guðjón A. Kristjánsson:
Jákvætt að
mörgu leyti
VIÐSKIPTASKÝRSLAN „Mér finnst
þetta að mörgu leyti jákvætt. Ég
tel að það sé áhugavert að vinna
að málinu á þeim nótum sem
þarna er lagt upp með,“ segir
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, um skýrslu
nefndar sem viðskiptaráðherra
skipaði til að fjalla um við-
skiptaumhverfið. Guðjón tók þó
fram að hann hefði ekki haft tök á
að kynna sér skýrsluna til hlítar.
Guðjón spyr hvort fella mætti
fleiri undir þær reglur sem settar
verða í kjölfar skýrslunnar. „Það
er kannski spurning hvort þetta
snúi ekki bara að fyrirtækjum
sem slíkum heldur líka lífeyris-
sjóðunum sem eru orðnir mjög
öflug fyrirtæki og fjárfestingar-
aðilar. Það má jafnvel velta því
fyrir sér hvort stéttarfélög sem
eru öflug, eða eiga eignir umfram
eitthvað ákveðið, og eru að taka
þátt í fjárfestingum þurfi að lúta
einhverjum svipuðum lögmálum
um lýðræði og eftirlit eins og
þarna er talað um.“ ■
Leitað langt yfir skammt
að spillingardæmum:
Siga lögreglu
á markaðinn
VIÐSKIPTASKÝRSLAN Skondnast af
öllu er að nefnd um viðskiptalífið
hafi sótt spillingardæmi tengd
markaðsvæðingu út fyrir land-
steinana, af þeim eru ærin dæmi
hér,“ segir Ögmundur Jónasson,
þingflokksformaður Vinstri-
grænna. „Þá kemur fyrst upp í
hugann einkavæðing bankanna
sem var sniðin beinlínis til að
þjóna hagsmunum pólitískra
flokka. Hins vegar óar mann við
því að sjá framsóknarmenn aftur
komna með vatn í munninn vegna
væntanlegrar sölu Landsímans.“
Ögmundur segir þó margt nyt-
samlegt að finna í skýrslunni.
„Ábendingar um innri starfsemi
fyrirtækja til að stuðla að skýrari
og gagnsærri reikningsskilum og
koma í veg fyrir hagsmunaá-
rekstra í fyrirtækjum“.
„Hins vegar koma alhæfingar
nefndarinnar mér á óvart. Til dæm-
is um að hvergi sé þörf á lögum eða
skorðun við hringamyndun,“ segir
Ögmundur. „Það er greinilegt að
rauði þráðurinn í þeim viðhorfum
sem nú eru uppi hjá stjórnvöldum,
og þar með talið þessari nefnd, er að
markmiðið sé að markaðsvæða
samfélagið og síðan siga lögreglu og
eftirlitsaðilum á þennan sama
markað til að tryggja að hann hagi
sér skikkanlega.“ ■
ÖGMUNDUR JÓNASSON
Margt nytsamlegt í skýrslunni en undarlegt
að alhæft sé að hvergi sé þörf á skorðun
við hringamyndun.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Óttast að breytingar á stjórn Samkeppnis-
stofnunar dragi úr sjálfstæði hennar.
FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS
Guðjón A. Kristjánsson vonast til að fá
tækifæri til að vinna að málinu á haust-
þingi.