Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 24
Sum ungmenni neyðast til að vinna með skóla til að framfleyta sér. Önnur gera það til að geta veitt sér fleiri bíó- og kaffihúsaferðir, meiri símanotkun og fatakaup. Sá hópur ætti að draga úr vinnu með skóla og sinna náminu þess betur. Skóli er vinna. Að ungt fólk á Norðurlöndum lifi um efni fram er niðurstaða rannsóknar sem kynnt var á norrænni ráðstefnu sem nýlokið er hér á landi. Hún náði til fólks á aldrinum 18-29 ára í Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Ís- landi, en reyndar bara 32 ein- staklinga. Lítill munur var á skuldasöfnuninni milli landa en hins vegar voru íslensku þátt- takendurnir opnari að ræða sín fjármál en hinir sem virtust skammast sín meira fyrir stöðu sína. Gróa Másdóttir vann þetta verkefni fyrir Íslands hönd og var ánægð með hópinn sem þátt tók hér á landi. „Það voru ólíkir einstaklingar sem bjuggu við ólíkar aðstæður,“ segir hún og heldur áfram. „Þeir voru allir með skuldir á bakinu, sumir með neysluskuldir eins og sím- reikninga, kreditkortahala og tölvulán upp í stærri skuldir eins og húsnæðislán. Sumir voru með skuldir sem einhverjir aðrir höfðu komið þeim í. Flestir höfðu skapað sér þessar aðstæð- ur sjálfir.“ Gróa telur engar fíkniefna- skuldir hafa verið í spilinu hjá hennar viðmælendum. „Sumir höfðu verið óheppnir með sín fjármál en einstaka hafði fulla stjórn á útgjöldunum og sýndi fram á að það væri hægt að skulda en lifa samt – án þung- lyndis. Til þess að standa í skilum þyrfti samt að spara og neita sér um ýmsa hluti eins og bara kaffi- húsaferðir. Þeir sem sagt skáru niður til að mæta auknum út- gjöldum,“ segir hún og tekur undir að slíka einstaklinga þyrfti að virkja til kennslu. „Það hefur sýnt sig að ungt fólk er móttækilegt og jákvætt fyrir fræðslu en það virðist bara vera skortur á leiðbeinendum um þessi mál innan skólakerfisins. Fólkið sem ég talaði við hafði ekki fengið neina tilsögn um þessi efni í grunnskóla. Því fannst bankar og fleiri stofnanir sýna ónóga ábyrgð í kynningum á kortum og ýmsum gylliboðum. Afleiðingarnar væru ekki teknar með í reikninginn og ungt fólk væri óduglegt að spyrja.“ Gróa kveðst ánægð með hópinn sem þátt tók í skuldarannsókninni fyrir Íslands hönd. „Þar voru ólíkir einstaklingar sem lifa við ólíkar aðstæður.“ Hér er hún með Ástu Helgadóttur, forstöðumanni Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Norræn rannsókn: Ungt fólk lifir um efni fram Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON SVARAR SPURNINGU UM HÚSNÆÐIS- LÁNAMARKAÐINN Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Þar sem að ég er á þröskuldi þess að kaupa mína fyrstu íbúð, þá hef ég fylgst vel með markaðnum að undanförnu. Þetta er allt orðið að einum graut hjá mér og því meira sem ég spái í fjármögnunarleiðirn- ar því ruglaðri verð ég. Eru ekki til einhver fyrirtæki/ein- staklingar sem eru með lánamark- aðinn til íbúðakaupa á hreinu sem veita ráðgjöf og geta sett dæmið upp fyrir mann með tilliti til af- borgana? Ég er búin að tala við ráðgjafa í mínum viðskiptabanka og hjálpaði það eitthvað. Með kveðju, Sesselja Magnúsdóttir Sæl Sesselja. Það kemur mér ekki á óvart að þú skulir vera orðin rugluð á lána- markaðnum eins og hann hefur látið síðustu daga. Bankarnir eru farnir í harða samkeppni við Íbúðalánasjóð um peninga íbúða- kaupenda og eru að þreifa fyrir sér með allskonar tilboðum. Þú skalt ekki láta vaxtakapphlaupið rugla þig. Vextir eiga eftir að breyt- ast, einnig eftir að þú hefur tekið lán. Hvort þeir breytast um 0,1 eða 0,5% til eða frá er kannski ekki aðalatriðið. Það er margt annað sem þarf að hafa í huga. Miklu skiptir að þú getir greitt lánið upp án uppgreiðslukostnað- ar þegar þér hentar og að þú getir greitt reglulega inn á höfuðstólinn og stytt þannig lánstímann. Það sem einnig kann að skipta þig máli er að vera frjáls að því að velja lánastofnun fyrir launareikn- ing, sparnað og aðra þjónustu, allt eftir því hver býður best. Íbúða- lánin sem verið er að bjóða eru hins vegar bundin ákveðnum skil- yrðum um önnur viðskipti og hverfir þú frá þeim á lánstímanum þá hækka vextirnir. Það mætti kalla þetta „fjárhagslega átthaga- bindingu“ sem er afleit í langtíma lánaviðskiptum. Þú skalt einnig skoða muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum íbúðalánum. Mun- urinn er fyrst og fremst þessi: 1) Verðtrygging virkar eins og vaxta- vextir og hefur þau áhrif á höfuð- stól lánsins að hann hækkar og þeim mun meir sem verðbólgan er hærri. 2) Mánaðarleg greiðslu- byrði af verðtryggðum lánum er lægst í byrjun en fer síðan hækk- andi öfugt við óverðtryggð lán. 3) Verðtryggð lán eru að jafnaði dýr- ari en óverðtryggð miðað við að verðbólga sé einhver en raunvextir þeir sömu. Og þeim mun dýrari eru verðtryggðu lánin sem þau eru lengri. 4) Eignamyndun er mun hægari með verðtryggðum en óverðtryggðum lánum. Nú hef ég væntanlega ruglað þig enn frekar í ríminu svo ég skal segja það skýrt: Ég mæli með óverð- tryggðum íbúðalánum. Satt að segja finnst mér það með ólíkind- um að fólki skuli vera boðið upp á íbúðalán með vaxtavöxtum og það af opinberri stofnun eins og Íbúðalánasjóði. Það sem ég ráðlegg þér, Sesselja, er að setjast niður í rólegheitum, gefa þér góðan tíma og marka þér stefnu í íbúðarkaupum. Hvað má íbúðin kosta? Hvað viltu skuldsetja hana hátt? Hve há má mánaðarleg greiðslubyrði vera? Hve hröð á eignarmyndunin að vera og hvað fljótt ætlar þú að greiða íbúðina upp? Legðu þetta niður fyrir þér og bættu við spurningum sem þú vilt fá svör við áður en þú kaupir íbúðina og tekur lán. Hafðu líka í huga að íbúðaverð hefur hækkað mikið síðastliðin sjö ár. Miklu meira en sumir sérfræðingar telja að sé raunhæft. Það getur þýtt að verðið eigi eftir að lækka og sumir spá því eftir tvö eða þrjú ár. Ég hef mælt með því við ungt fólk, sem ætlar að kaupa sína fyrstu íbúð, að það dvelji svolítið lengur hjá pabba og mömmu, standi af sér þessa hækkun og noti tímann til þess að leggja fyrir. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Óverðtryggð lán betri 80%veðsetningarhlutfall Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni H im in n o g h a f/ 90 40 44 2 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir %

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.