Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 21
3MIÐVIKUDAGUR 1. september 2004 Óhefðbundnir skólar: Mikið úrval á erlendri grundu Það eru ekki allir sem vilja fara í þessa „venjulegu“ skóla sem í boði eru á Íslandi. Kannski er saga, líffræði og spænska ekki það sem heillar mest. Þá er oft gott að halda út fyrir landsteinana og athuga hvað í boði er handan hafs- ins. Hérna eru nokkrar ábendingar til að koma þér af stað. Mooseburger búðirnar fyrir trúða - Mooseberger Camps for Clowns Heimasíða: http://www.moose- burger.com/twostep.htm Einn af bestu trúðaskólum í heimi. Þessi skóli er aðeins tvær vikur og miðar að því að fólk uppgötvi trúðinn í sjálfu sér og trúðist til að gleyma. Alþjóðlegi skólinn fyrir fílastjórnendur - International School of Elephant Mana- gement Heimasíða: http://www.elephantsanct- uary.org/school/ Námsefnið í þessum skóla nær yfir allt sem viðkemur fílaumönnun; fæði, meðferð fóta og æxlun. Stofnun öðruvísi matreiðslu - I.C.E. - Cool Culinary Education Heimasíða: http://www.iceculinary.com Skóli þessi var stofnaður árið 1975 og er einn af virtustu matreiðsluskólum í Bandaríkjunum. Skólinn einbeitir sér að því að kenna öðruvísi matreiðslu og blása breytingum og innblæstri í hefð- bundna matargerð. Alþjóðlegi brelluskólinn - International Stunt School Heimasíða: http://www.stuntschool.com Einn af bestu brelluskólum í Norður- Ameríku. Þessi skóli er fullkominn fyrir fólk sem hyggur á frama í kvik- myndaheiminum og vill sérhæfa sig í að leika í áhættuatriðum fyrir fræga leikara. Námskeið í sirkusfræðum - Circus Arts Courses Heimasíða: http://www.juggl- ing.org/help/circus-arts/courses/us.html Hér geta bæði börn og fullorðnir menntað sig í sirkusfræðum og lært allt um þær æfingar sem sirkusfólk þarf að geta. Sirkusfólk skemmtir sér alltaf konung- lega og flestir væru til í að vera eins lið- ugir og það. Trúðurinn Krusty úr þátt- unum um Simp- son-fjölskylduna er einn frægasti trúður heims. Hver vill ekki vera eins og hann? Birna Sigrún Gunnarsdóttir leirkera- smiður ætlar í haust að halda nám- skeið í leirmótun og leirsteypu eins og hún hefur gert undanfarin ár. „Nám- skeiðið tekur sex kvöld og kennt er í þrjá og hálfan tíma í senn. Farið er í gegnum mótun, málun og glerjun og einnig er val um að steypa í mót líka en það er gert með uppleystum leir í vökvaformi. Ég lærði mótagerð í Suður-Afríku og bý til flest mín mót sjálf og því er ekki hægt að fá þá hluti annars staðar sem búnir eru til hér. Námskeiðin eru haldin á kvöldin en um helgar býð ég einnig fólki utan af landi að koma,“ segir hún. Birna Sigrún hefur haldið leirnám- skeið síðastliðin sjö ár og hefur verið góð aðsókn að þeim. „Það hefur gengið mjög vel og mest hef ég verið með 270 manns á biðlista,“ segir hún. Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að nálgast í síma 567 6070. ■ „Ég lærði mótagerð í Suður-Afríku og bý ég til flest mín mót sjálf og því ekki hægt að fá þá hluti annars staðar sem búnir eru til hér,“ segir Birna Sigrún. Birna Sigrún Gunnarsdóttir: Heldur námskeið í leirmótun og leirsteypu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.