Fréttablaðið - 07.09.2004, Page 37

Fréttablaðið - 07.09.2004, Page 37
ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2004 ÞÓRÐUR Á ÆFINGU Þórður Guðjónsson sést hér á æfingu A-landsliðsins í Búdapest í gær. Fréttablaðið/Kristján flugfelag.is ÍSAFJARÐAR 5.300 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.400kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 8. - 14. sept. Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. EGILSSTAÐA 6.400 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 57 82 09 /2 00 4 Við munum vinna Þórður Guðjónsson segir skakkaföll í íslenska hópnum ekki eiga að spilla fyrir markmiði liðsins gegn Ungverjum í Búdapest. Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu mætir því ungverska í dag í Ungverjalandi í und- ankeppni heimsmeistaramótsins. „Ungverjarnir hafa verið á mikilli uppsiglingu undanfarið. Ég sá hluta af leiknum hjá þeim gegn Þjóðverjum í sumar sem þeir unnu 2-0. Þetta er lið sem byggir ekki á ólíkum leikaðferð- um og við beitum – þeir verjast vel, beita svo skyndisóknum og eru fljótir fram. Þess vegna er ég að vonast til að það henti okkur vel að spila þennan leik. Þeir ætla sér sigur og við getum þá beitt okkar sterkustu vopnum, það er sterkri vörn og svo skyndisókn- um,“ segir Skagamaðurinn snjalli Þórður Guðjónsson. Hræðileg úrslit Þórður segir að tapleikurinn gegn Búlgaríu á laugardaginn hafi verið vonbrigði. „Úrslitin voru hræðileg fyrir okkur. Það var algjör óþarfi að tapa þessum leik og það gekk allt upp hjá þeim. Þeir ætluðu ekki að fá á sig mark, ætluðu að spila sterka vörn og vissu það að Berbatov frammi hjá þeim myndi klára leikinn fyrir þá eins og hann sýndi síðan,“ segir Þórður. „Mér fannst að við vera vinna okkur hægt og þétt inn í leikinn en mörkin brutu okkur svolítið niður. Við náðum að minnka mun- inn í 2-1 en svo kom rothöggið 3- 1. Það er erfitt þegar lið fær þrjá skelli.” Rúnar Kristinsson og Pétur Hafliði Marteinsson verða fjarri góðu gamni á miðvikudag þar sem þeir eru meiddir. Brynjar Björn Gunnarsson verð- ur heldur ekki með þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Búlgaríu og er í leikbanni. „Hópurinnn á að vera það sterkur að við getum dekkað það þó það vanti tvo til þrjá leik- menn,” segir Þórður sem er stað- fastur á því að íslenskur sigur muni líta dagsins ljós gegn Ung- verjum. „Við vinnum leikinn.“ Þórður er með leikjahæstu mönnum landsliðsins og einn af þeim eldri í leikmannahópnum. Eldist eins og hinir „Ég klæði mig alltaf í vesti þegar það er skipt ungir og gamlir, þannig að ég upplifi mig enn sem ungan mann. Engu að síður er það staðreynd að ég er þriðji elsti maðurinn í hópnum í dag. Ég eldist eins og allir hinir,“ segir Þórður hlæjandi. „Við erum með fína blöndu af yngri og eldri leikmönnum. Ungi strákarnir eru með töluvert mikla reynslu, flest allir með reynslu af því að spila erlendis.“ Þórður hefur leikið með þýska úrvalsdeildarliðinu Bochum síðustu ár en reyndi fyrir þetta tímabil að fá sig lausan undan samningnum. Það tókst ekki. Átta nýir leikmenn „Það fóru þrír leikmenn úr byrjunarliðinu fyrir þetta tímabil en það komu átta nýir leikmenn til baka. Þeir vildu samt ekki hleypa mér frá klúbbnum. Ég hefði viljað komast burt í sumar. Mér stóðu til boða mörg fín og góð tilboð til dæmis í Þýskalandi, Austurríki og Belgíu. Eitt til- boðið var frá liði í næsta nágreni við mig og það hefði verið upp- lagt fyrir að mig að fara þangað því þá hefðum við ekki þurft að flytja,“ segir Þórður. Skagamaðurinn snjalli kann vel við sig í Þýskalandi en hann á tvö ár eftir af samningum við Bochum. „Ég verð alla vega tvö ár í viðbót en svo sér maður til hvað gerist.“ kristjan@frettabladid.is Íslenska ungmennaliðið eflir samheldni hópsins: Mottukeppni strákanna FÓTBOLTI Leikmenn íslenska ung- mennalandsliðsins í knattspyrnu hafa brugðið á leik fyrir viðureign sína gegn Ungverjum í und- ankeppni Evrópumótsins. Íslensku piltarnir hafa margir hverjir safnað yfirvaraskeggi eða svokallaðri mottu, eins og leikar- inn Burt Reynolds skartaði þegar hann var upp á sitt besta. Tilgang- urinn með uppátækinu er að sögn þeirra að efla samstöðu í hópnum en liðið vann frækilegan sigur á Búlgörum á föstudaginn var. Eins og gefur að skilja eiga ungu mennirnir misjafnlega erfitt með að safna skeggi og hafa margir hverjir brugðið á það ráð að lita skeggið dökkt til að gera það meira áberandi. Þeir sem geta hins vegar alls ekki safnað skeggi hafa látið skera hár sitt á undarlegan hátt eða litað það skjannahvítt. Ís- lensku strákarnir mæta þeim ungversku í dag en sigurinn á Búlgörum var sá fyrsti í þrjú ár hjá ungmennaliðinu. FLOTTUR MEÐ MOTTUNA Tryggvi Bjarnason leikmaður ÍBV og ungmenna- landsliðsins er einn af þeim sem er kominn með myndarlega mottu. Fréttablaðið/Kristján

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.