Fréttablaðið - 29.09.2004, Side 10

Fréttablaðið - 29.09.2004, Side 10
10 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR VEIT Á HLÝTT VOR Tískufrömuðurinn Giorgio Armani sýndi vor- og sumartísku sína í Mílanó í gær. Armani býst við mildu vori og hlýju sumri ef marka má klæðaburð sýningastúlkna hans. Viðbrögð við verkfalli kennara: Börnin send í skóla til Danmerkur VERKFALL Hjónin Þórdís Sigurðar- dóttir og Jeff Clemmensen ætla senda börnin sín í grunnskóla til Danmerkur. Börnin tvö, þau Henry Fannar, 10 ára, og Agnes Fönn, 8 ára, fara utan á mánudag- inn og eru þau þegar búin að fá skólavist og skiptir engu hvort kennaraverkfallið leysist í vik- unni eða ekki. Jeff Clemmensen er mjólkur- fræðingur sem hefur verið bú- settur í Neskaupstað í 15 ár. Hann segir verkfallið skelfilegt. Ekki aðeins að það bitni á námi barn- anna heldur setji það allt heimilis- lífið úr skorðum. „Ég skil ekki þetta verkfall,“ segir Jeff. „Þegar danskir kennarar fóru í verkfall þá stóð það í einn dag. Og að því er ég best veit þá er kennsluskylda og viðvera danskra kennara mun meiri en hér.“ Verkfall kennara hófst mánu- daginn 20. september og hefur það áhrif á skólagöngu um 45 þús- und íslenskra barna. ■ Kynferðisafbrotamenn kúgaðir í fangelsum Fangelsismálastofnun hefur skorið upp herör gegn einelti í fangelsum landsins. Forstjórinn segir óþolandi þegar fangar sem sjálfir hafi gerst sekir um alvarlega glæpi setji sig á háan hest gagn- vart ákveðnum hópi fanga eins og kynferðisafbrotamönnum. FANGELSISMÁL Kynferðisglæpa- menn hafa löngum verið fyrirlitn- ir af samföngum sínum, sem gjarnan ráðast á þá með fúkyrð- um og jafnvel ofbeldi, að sögn Ara Björns Thorarensen, formanns Fangavarðafélags Íslands. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, sendi fyrir skömmu bréf til fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerist sekir um slíkt megi búast við agaviðurlögum. Ari Björn segir eineltið helst vera í formi fúkyrða sem kölluð eru á eftir mönnum úti við og á fangelsisgöngunum, en hann viti þó um tilfelli þar sem ofbeldi hafi verið beitt. Einnig séu dæmi um að föngum sé boðið að kaupa sér vernd og peningar teknir þannig frá þeim. Valtýr sendi bréf til fanga í ís- lenskum fangelsum vegna ábend- inga og kvartana frá föngum, að- standendum og lögmönnum vegna eineltis og ofbeldis sem fangar sæta af öðrum föngum. Eineltið beinist mest gegn kynferðisbrota- mönnum. Valtýr segir suma þeirra varla treysta sér út úr fangaklefun- um og þeir nýti því ekki útivistar- eða íþróttaaðstöðu. Því skjóti skökku við að á sama tíma og fang- ar beiti sér fyrir bættum aðbúnaði og geri kröfur um aukin réttindi séu fangar sem sýni samföngum sínum vanvirðingu og beiti þá jafn- vel andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann segir stofnunina gera það sem hægt sé til að stöðva eineltið. „Það er óþolandi þegar einstaka fangar sem hafa kannski sjálfir gerst sekir um mjög alvarleg brot eru að setja sig á háan hest gagnvart tilteknum hópi fanga,“ segir Valtýr. Ari Björn segir fangaverði taka heils hugar undir með Valtý. Erfitt sé að eiga við einelti í fang- elsum líkt og í skólum. Samstillt átak allra sem komi að málunum þurfi til að hlutirnir breytist. hrs@frettabladid.is Heilbrigðisráðherra: Styrkir 13 verkefni HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, veitti í gær 13 styrki til gæða- verkefna í heil- brigðisþjónustunni er námu samtals tveimur og hálfri milljón króna. Hæsti styrkurinn var 350 þúsund krónur en styrkt voru gæðaverk- efni í heilbrigðisþjónustunni víðs vegar um landið. Verkefnin sem styrkt eru tengjast meðal annars heilsugæslu, sjúkrahússþjónustu og öldrunarþjónustu. ■ Á KOSNINGAFERÐALAGI Bush heldur drjúgu forskoti á Kerry sam- kvæmt flestum könnunum. Skoðanakannanir: Byr í seglin fyrir Bush BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur drjúgt forskot á keppinaut sinn í for- setakosningunum í haust, John Kerry, samkvæmt nýjum skoð- anakönnunum. Samkvæmt Gallup-könnun fyrir CNN og USA Today styðja 52 prósent líklegra kjósenda Bush, 44 prósent Kerry og þrjú prósent óháða frambjóðandann Ralph Nader. Í könnun fyrir Was- hington Post og ABC-sjónvarps- stöðina mældist Bush með 51 prósents fylgi, Kerry með 45 prósent og Nader með einungis eitt prósent. ■ Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum: Metfjöldi tjaldgesta í Ásbyrgi FERÐAMÁL Metfjöldi heimsótti Jökulsárgljúfur í sumar að sögn Árna Bragasonar, forstöðumanns umhverfisverndarsviðs Náttúru- fræðistofnunar. Hann segir að aldrei hafi fleiri sótt tjaldstæðin í Ásbyrgi og í Vesturdal heim, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlenda ferðamenn. „Það sem er einna ánægjulegast við þetta er að í hópnum í ár eru 14 þúsund Íslend- ingar.“ Hann segir einsýnt að veður ráði mestu um komur Íslendinga. „Enda er alltaf gott veður í Ás- byrgi,“ segir hann. Árni segir það há svæðinu að bændagistingu vanti en hún sé sem betur fer að byggjast upp. „Síðan gerir deiliskipulag ráð fyrir lóð undir hótel í mynni Ásbyrgis í landi þjóðgarðsins. Þar vonumst við til að einhver vilji byggja hótel,“ segir hann og telur ekki skipta máli þótt tjaldstæðin missi þá kannski spón úr aski sínum. „Við erum í fræðslu og náttúruvernd og bara ánægju- legt ef aðrir geta byggt upp ferða- mannaþjónustu og haft tekjur af. Meðal annars er jú tilgangurinn með starfi okkar að nýta svæðin á þann hátt að þau varðveitist til lengri tíma og helst að einhverjir geti haft af því tekjur.“ ■ ÁSBYRGI Aldrei hafa fleiri sótt Ásbyrgi heim en núna í sumar. FRÁ LITLA-HRAUNI Einelti í fangelsum beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum, en þeir hafa lengi verið fyrirlitnir af öðrum föngum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. M YN D /A P JÓN KRIST- JÁNSSONÁ LEIÐ TIL DANMERKUR Jeff Clemmensen ásamt börnum sínum Henry Fannari og Agnesi Fönn við heimili þeirra í Neskaupstað. M YN D /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR GESTAFJÖLDI Á TJALDSTÆÐUM Í JÖKULSÁRGLJÚFRUM: 2001 13.477 2002 19.278 2003 17.465 2004 19.705 Heimild: Umhverfisstofnun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.